Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 13 I>V Fréttir Héraðsdómur Suðurlands: Jarðeignir ríkisins tapa máli - vegna umráða yfir túnum í Ölfushreppi Jarðeignir rikisins hafa tapað máli gegn Hrefnu S. Kjartansdóttir í Héraðsdómi Suðurlands. Jarðeignir ríkisins kröfðust sem sóknaraðili að Hrefna yrði látin víkja af túnum jarðarinnar Gufudals í Ölfushreppi sem hún hafði á leigu samkvæmt heimildarbréfi frá 8. maí 1978. Jafn- framt krafðist sóknaraðili þess að hann yrði látinn hafa umráð yflr túnunum sem eru ca 5,7 hektarar að stærð. Dómurinn úrskurðaði að hin umbeðna aðfarargerð skyldi ekki ná fram að ganga. Málavextir eru þeir að faðir Hrefnu hafði 1971 fengið túnin leigð til 7 ára samkvæmt samningi. Með bréfi dagsettu 15. febrúar 1978 óskaði Hrefna eftir þvi að fá að ganga inn í leigusamninginn og ákvað ráðuneytið að leigja henni fyrrgreint land til eins árs í senn með 3ja mánaða uppsagnarfresti miðað við fardaga. í desember 1993 sagði landbúnað- arráðuneytið upp leiguafnotum Hrefnu miöað við fardaga 1994. Hrefna mótmælti uppsögninni og HEÍIUR OG ÞURR THERMO varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærfötin í næsta feröalag, þú sérö ekki eftir því. Sportvörugerðin Heildsalasmásala Mávahliö 41, Rvík, sími 562-8383 féllst ráðuneytið á að framlengja uppsagnarfrestinn til loka fardaga- ársins 1994-1995. Ráherra leigði golfklúbbi Með samningi dagsettum 12. júlí 1995 leigði landbúnaðarráðherra, fyrir hönd jarðadeildar ráðuneytis- ins Golfklúbbi Hveragerðis land- spildu úr umræddri jörð til reksturs golfvallar, eins og segir í samningn- um. Ekki var sérstaklega tilgreind stærð hins leigða lands í samningn- um en honum fylgdi hins vegar upp- dráttur að væntanlegum golfvelli. Samkvæmt honum átti golfvöllur- inn að ná m.a. yfir sömu tún og um er deilt í þessu máli. Hrefna mótmælti réttmæti þessa samnings og vísaði hún til framan- greindra samninga ráðuneytisins við sig og föður sinn. Kvað hún því uppsögnina ekki heimila en krafðist jafnframt framleiguréttar á landinu. Hrefna hefur ekki látið af afnotum túnanna heldur nýtt þau áfram, bæði til beitingar og slægna. Jarð- eignir ríkisins kveða Hrefnu m.a. hafa herfað yfir túnin og þar með jafnóðum eyðilagt þær framkvæmd- ir sem nýr leigutaki, Golfklúbbur Hveragerðis, hefði lagt í. Því segir sóknaraðUi að honum sé nauðugur sá kostur að krefjast dómsúrskurðar um að Hrefna víki af túnunum og láti sóknaraðila í té umráð þeirra. Dómurinn úrskurð- aði hins vegar eins og áður segir að umbeðin aðfarargerð skyldi ekki ná fram að ganga. -RR E Allar aðgerðir á slcjá Svefnrofi f 15 - 120 mín Fiarstýring o-m.ffl- TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAÐGREIOSLUR j vmMjP*mrcciNG U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.