Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
Fréttir
Svar Vegagerðar um vegtengingu norðan HvalQarðar:
Fýrir neðan
allt velsæmi
- segir Guðmundur Vésteinsson, Akranesi
DV, Akranesi:
Guðmundur Vésteinsson, sam-
göngunefndarmaður á Akranesi,
segir að svar Vegagerðarinnar við
fyrirspum hans um ákvörðun um
vegleið norðan Hvalfjarðar vegna
jarðganganna sé fyrir neðan allt vel-
sæmi. Fyrirspumin var gerð sam-
kvæmt upplýsingalögum.
„Svar Vegagerðarinnar staðfestir
enn betur að meðferð ríkisstjómar,
samgönguráðherra og Vegagerðar á
áskorun bæjarráðs Akraness frá 1/8
1996 varðandi svonefhda Grunna-
fjaröarleið er fyrir neðan allt venju-
legt velsæmi. Minnisblað Vegagerð-
arinnar frá 7/8 ’96, sem samgöngu-
ráðherra styðst við, er raunar eina
svarið sem Akumesingar hafa feng-
ið. Þar er aðeins endurtekið að
Grunnafjarðarleið sé 900 milljónum
dýrari.
Þessi leið þýðir 2 km styttingu frá
Reykjavík í Borgames og 7 km frá
Akranesi i Borgames. Þarna era
endurteknar tölur sem búnar vora
til fyrir 5-6 áram um háan stofn-
kostnað við þá leið. Síðan hefúr ver-
ið gerð vegleið yfir Gilsfjörð, um 9
km, sem er mikil framkvæmd og
kostaði í heild um 800 millj. króna
samkvæmt öraggum heimildum.
Sýnir þetta best hve fjarstæðu-
kenndar tölur Vegagerðarinnar um
Grunnafjörð era. í gögnum Vega-
gerðarinnar 1992 er sýndur arðsem-
isútreikningur á leiðum um
Grunnafjörð og austan Akrafjalls.
Kemur þar fram að munur er vart
marktækur þótt búið sé að skrúfa
mjög upp kostnað við Grunnafjarð-
arleiðina.
Það er óskiljanlegt að útkoma
þessara reikninga skuli ekki hafa
orðið Vegagerðinni tilefiii til full-
kominna athugana á Grannafirði.
Dráttur á Hvalfjarðargöngum hefði
átt að gefa ráðamönnum tilefni til
að taka á málinu í stað þess að
þverskallast við rökstuddum óskum
frá Akranesi.
Akumesingar hafa beitt sér fyrir
samgöngubótum í Hvalfirði og verið
helsti drifkraftm- að tilkomu Hval-
fjarðarganga. Það era því nánast
hrein svik við þá að vegleiðin yfir
Grunnafjörð skuli ekki koma í
gagnið um leið og göngin. Hún er
öragglega hagkvæmasta lausnin
enda gerði Hvalfjarðamefnd hana
að tillögu sinni ef göng yrðu yst í
Hvalfirði, eins og nú er raunin.
Vönfim á þessari vegtengingu og
lögn hitaveitu til Akraness á sínum
tíma hefði átt að vera lærdómur um
hvílíkt hagræði slíkt hefði veriö
mörgum," sagði Guðmundur.
-DVÓ
Bókavaka á
Egilsstöðum
Vinna við grunn fyrra fjórbýlishússins er hafin.
DV-mynd Danlel
Akranes:
Byggja tvö
fjórbýlishús
DV, Akranesi:
Trésmiðjan Höldur á Akranesi
hófst nýverið handa við stærsta
verkefni fyrirtækisins til þessa.
Um er að ræða byggingu á tveim-
ur fjórbýlishúsum á 2 hæðum við
Garðabraut 3-5 á Akranesi.
24. nóvember var byrjað á öðra
húsinu og er áætlað að það verði
fokhelt fyrir jól og tilbúið til af-
hendingar í mai á næsta ári. Fljót-
lega eftir það verður byrjað á hinu
húsinu. íbúðimar era 115 m2 að
stærð með sérinngangi og við-
haldsvæn að utan.
„Þaö sem fékk okkur til að fara
út í byggingu á þessum húsum er
væntanleg fólksfjölgun á Akranesi
og vöntum á þessari íbúðastærð.
Þó svo að við séum ekki byrjaðir
að auglýsa húsin hafa átt sér stað
töluverðar þreifingar og við erum
mjög bjartsýnir á að allar þessar
íbúðir seljist. Við hefðum hins
vegar ekki farið út í þessar fram-
kvæmdir nema til hefði komið sér-
stakur velvilji af hálfú Lands-
banka íslands á Akranesi," sögðu
þeir Bjcimi Guðmundsson og Vil-
hjálmur Guðmundsson, eigendur
Hölds, við DV. -DVÓ
DV, Egilsstöðum
Safnahúsið á Egilsstöðum efhdi
til bókakynningar 5. desember. Þar
komu fram 8 rithöfundar og fræði-
menn og lásu úr verkum sínum. Þar
af vora fimm austfirskir höfundar
og þrír „að sunnan“.
Anna Valdimarsdóttir las úr
ljóðabókinni Olfabros, Elín Ebba
Gunnarsdóttir úr smásagnasafni
sinu, Sumarsögur. Fyrir það hlaut
hún verðlaun Tómasar Guðmunds-
sonar. Guðjón Sveinsson las úr
skáldsögu sinni, Sagan um Daníel, 3.
bindi. Hákon Aðalsteinsson las úr
endurminningabókinnni Þaö var
rosalegt sem Sigurdór Sigurdórsson
skráði. Páil Berþórsson las úr bók
sinni, Vínlandsgátimni, sem hefur
verið tilnefnd til íslensku bókaverð-
launanna. Sigrún Björgvinsdóttir
las úr bamabók sinni, Ég er kölluð
Día. Vilhjálmur Hjálmarsson úr frá-
sagnabók sinni, Frönsk dugga og
framboðsfundir, og í lokin las Bald-
ur Grétarsson úr bók Gyrðis Elías-
sonar, Vatnsfólkinu.
Morguninn eftir bauð Safnahúsið
sunnanmönnum í ferö um Hallorms-
staðarskóg og Fljótsdal. Þetta er í
annað sinn sem Safnahúsið stendur
fyrir bókakynningu. Mjög virðingar-
vert framtak. Kristrún Jónsdóttir
bókavörður stjómaði dagskrá.
Hrafnkell A. Jónsson kynnti höf-
unda. -SB
Fjórir höfunda í snjókomu viö
hæsta tré landsins. Frá vinstrí
Elfn Ebba Gunnarsdóttir, Sigrún
Björgvinsdóttir. Anna Valdimars-
dóttir og Póll Bergþórsson.
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Frfkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavfk
Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
UTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í endur-
málun á fasteignum ÍTR og Borgarbókasafna.
Utboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000.
Opnun tilboða: fimmtud. 15. janúar 1998, kl. 11:00 á sama stað.
bgd 142/7
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í endur-
málun íleikskólum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000.
Opnun tilboða: fimmtud. 15. janúar 1998, kl. 14:00 á sama stað.
bgd 143/7
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í endur-
málun í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000.
Opnun tilboða: þriðjud. 20. janúar 1998, kl. 11:00 á sama stað.
bgd 144/7
Strandasýsla:
Paradís ferðamanna
DV, Hólmavík:
„Hver sá aðili er ætlar að mark-
aðssetja þjónustu við ferðamenn,
hvort sem hann er stór eða smár,
þarf fyrst að hafa lokið sinni heima-
vinnu. Það skilar engu að ætla sér
að markaðssetja eitthvað sem ekki
hefur verið vel undirbúið og að
unnið. Vinnan hjá okkur tvö síð-
ustu árin hefur haft það stefnumið
að ljúka fyrsta þætti okkar heima-
vinnu,“ segir Strandamaðurinn
fyrrverandi, Jón Jónsson frá
Steinadal. „Framboð atburða og af-
þreyingarefiiis hefúr verið nokkuð
fjölbreytt, svo sem göngu- og hesta-
ferðir, sýningar á myndum og mun-
um margskonar. Bryggju- og aðrar
útihátíðir að ógleymdu kaffileik-
húsi. Upplýsingastarfi hefur verið
sinnt með útgáfu gönguleiðabæk-
linga, atburðadagatal sent á fjölda
heimila. Þátttaka í ráðstefnum og
fundum um hagnýta þætti ferða-
þjónustunnar hefur verið aukin og
opnuð var upplýsingamiðstöð ferða-
mála á Hólmavík sl. sumar,“ sagði
Jón Jónsson frá Steinadal.
DV-mynd ÞÖK
Jón.
Fyrir tveimur árum kom út rit
eftir hann sem nefnist Ferðaþjón-
usta og þjóðmenning og er nánast
einstakt að uppsetningu og formi.
Ritið hefur hlotið góðar viðtökur
fagfólks á sviði fræðanna og al-
mennings. Það hlaut bestu styrkút-
hlutun úr nýsköpunarsjóði náms-
manna það ár. Jón, sem er þjóð-
fræðingur að mennt og er að ljúka
námi í sagnfræði við Háskóla ís-
lands hefur tvö síðustu sumur unn-
ið fyrir héraðsnefnd Strandasýslu
og ferðaþjónustuaðila að útfærslu á
nokkrum þeirra hugmynda sem
ffarn era settar í nefndu riti.
Starf hans hefur ekki síst miðað
að því að með því að nýta sér nátt-
úrufar, sögu og landshagi í Stranda-
sýslu sé hægt að skapa aðlaðandi
vunhverfi fyrir ferðamenn. Ekki síst
þeirra sem era leitendur útivistar
og kyrrláts umhverfis. Samtímis
verði hugað að og ekki látið skorta
afþreyingu af ýmsu tagi.
„Að sumu leyti held ég að við
höfum staðið öðravísi að varðandi
ýmsa þætti þessa undirbúnings en
viðgengist hefúr, hvort sem það svo
skilar okkur þeim ávinningi sem
við vonumst til. Það á eftir að koma
í ljós en ég vona svo sannarlega að
svo verði," sagði Jón þjóðfræðing-
ur.
-GF
Stykkishólmur:
Skátaheimili tekið í notkun
DV, Stykkishólmi:
í Stykkishólmi er mikil gróska í
skátastarfi um þessar mundir. Það
var stoltur hópur skáta sem bauð
bæjarbúum inn á nýtt heimili sem
tekið var í notkun nýverið.
Skátamir fengu til lunráða gam-
alt hús í bænum, Frúarhúsið svo
kallaða, og hafa frá því í sumar unn-
ið við að mála það að utan sem inn-
an. Húsið er nú hið glæsilegasta.
Skátunum bárast margar gjafir í
tilefni þessara merku tímamóta.
Meðal annars afhenti Ólafrn- Hilmar
Sverrisson bæjarstjóri fallega vegg-
klukku að gjöf frá bænum og vildi
um leið minna á útivistarreglm-.
Sóknarpresturinn, séra Gunnar
Eiríkur Hauksson, flutti blessunar-
orð. Skátar lásu ritningarlestra og
að lokum var gestum boðið upp á
heitan epladrykk og piparkökur.
-BB
Skátarnir fyrir utan hiö nýja félagsheimili sitt.
DV-mynd Birgitta