Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 Fréttir Lögreglan setti gerviefni í staö flkniefna í trjálund í Vatnsendalandi: Stórfikniefnasali gekk í gildruna Þegar rannsókn flkniefnalögregl- unnar á stórtækum fikniefnasala stóð sem hæst í Kópavogi í haust var gerviefnum komið fyrir til að leggja gildru fyrir manninn. Maður- inn gekk í gildruna og hefur nú ver- ið ákærður fyrir stórfellt flkniefna- brot - hundruð ætlaða skammta af ecstasy og amfetamíni. Maðurinn er 22ja ára. Lögreglan hafði hann sterklega grunaðan um að hafa mikið magn fíkniefna undir höndum. Fylgst hafði verið með ferðum hans. Lögreglan fann síðan felustað hans - í trjálundi í hlíð í Vatnsendalandinu rétt fyrir ofan höfuðborgina. Það sem fannst á felustaðnum voru 153 grömm af ecstasy-efni, 28 töflur af sama efhi og 141 gramm af metamfetamíndufti - mikið magn sterkra og hættulegra flkniefna. Talið er að hægt hefði verið að fá tvö- til þrefalt fleiri skammta af ecstasy en grömmin segja til um. Athygli vekur að síöasttalda efnið, sem er skylt amfetamíni en er þó ekki það sama, hefur lögreglan sjaldan ef nokkum tímann lagt hald á hér á landi. Þegar lögreglan fann efnin var strax lagt hald á þau og þau fjar- lægð en gerviefnum komið fyrir í staðinn í trjálundinum. Maðurinn Gerviefni sem líktist fíkniefni var komið fyrir á felustaö í trjálundi Vatnsendalandi til að leiða meintan fíkniefasala í gildru lögreglunnar. DV-mynd S kom og vitjaði efnanna síðar sama dag. Lögreglan var þá í felum en birtist á réttum tíma til að handtaka manninn. Hann reyndist þá vera með enn meira af fikniefnum á sér, 138 metamfetamíntöflur og nokkur grömm af hassi, amfetamíndufti, MDMA og marijúana. Maðurinn er nú ákærður fyrir að hafa ætlað allt framangreint efni til sölu í ágóðaskyni. Ef hliðsjón er höfð af dómum þar sem menn hafa Guðrún P. og D-listinn: Hefur reynslu frá R-listanum - segir Alfreð Þorsteinsson „Þaö getur vel verið aö Guörún Pétursdóttir gagnist Sjálfstæðis- flokknum. Á það ber þó að líta að hún hefur litla reynslu af borg- armálum. Hún hefur unnið lít- ils háttar að borgarmálum fyrir R-listann og við höfum ekkert henni kvarta hennar undan að eða störf- Guðrún dóttir. Péturs- um,“ segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, vegna þeirra hugmynda sem eru um að Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávar- útvegsstofnun- ar Háskólans, taki 8. sætið á lista. Sjálfstæð- isflokksins við komandi borg- arstjórnarkosn- ingar. Alfreð segir aðstandendur R-listans ekki óttast að framboð Guðrúnar myndi valda því að borgin tapað- ist þeim. R-listinn muni halda sínu striki hverjir sem skipi efstu og neðstu sæti lista andstæöings- ins. -rt Alfreð steinsson. Þor- gerst sekir um innflutning eða vörslur á ecstasy-efni, sem talið er eitt það hættulegasta sem fram hef- ur komið á síðari árum, og am- fetamínefnum má búast við að fram- angreind háttsemi geti varðað nokk- urra ára fangelsi. -Ótt Óvenjumikiö um veikindi fyrir jólin: Kvefpest og magakveisa - segir Samúel Slæm kvefpest og lungnabólga hafa hrjáö fjölda fólks undanfarnar vikur, að sögn Samúels J. Samúels- sonar, yfirlæknis Heilsugæslustöðv- arinnar í Mjódd. „Það hafa margir fengið háls- bólgu og sumir fengið lungnabólgu. Það hefur verið leiðinda kvefþest í gangi, margir fengið langvarandi hósta og bara verið veikir eins og maður segir,“ segir Samúel. „Við höfum þó ekki greint þessa eigin- legu inflúensu enn þá.“ Samúel segir að svo virðist sem þessar pestir hafi snert alla, jafnt J. Samúelsson unga sem aldna. Einhver hitavella hafi fylgt meö þessu í einn eða tvo daga en margir hafi verið með lang- varandi hóstaeinkenni á eftir. Þá hefur magakveisa einnig gert vart við sig en Samúel segir hana hafa verið frekar skammvinna. Helstu einkenni séu magaónot og ógleði og einhverjir hafi fengið upp- köst en þetta sé ekki alvarleg pest. „Ég hef það á tilfinningunni að það sé meira um umgangspestir nú en í fyrra,“ segir Samúel. „Mér finnst þetta vera óvenjumikið núna í haust, þrátt fyrir þetta góðviðri “ -Sól. Sjúkrahús Reykjavíkur: Dregur verulega úr starfseminni Nýdönsk, Helgi Björns og sönghópur úr Bugsy Malone koma fram á árlegum jólatónleikum Háskólabíós, Coca-Cola og íslenska listans á fimmtudagskvöld klukkan 19.30. Myndin var tekin á æfingu í gær. - vegna uppsagna unglækna „Það dregur verulega úr starfsem- inni þegar rúmlega 50 manns ganga út. Við getum haldið lykilstarfsemi áfram talsvert lengi, þ.e. móttöku og vinnu með bráðveika og slasaða. En við gerum ekki mikið meira ef þetta heldur svona áfram.“ Þetta sagði Jóhannes M. Gunn- arsson, lækningaforstjóri Sjúkra- húss Reykjavíkur, við DV. í gær tóku uppsagnir 9 aöstoðar- lækna gildi en samtals hefur 51 sagt upp. Síðustu uppsagnirnar koma til framkvæmda 20. þ.m. Þá áttu tveir aðstoðarlæknar að hefja starf við sjúkrahúsið um mánaðamótin en þeir eru hættir við. Loks hætta sex aðstoðarlæknar til viðbótar um ára- mót en það var vitað fyrir. Sérfræöingar á sjúkrahúsinu eru nú famir að ganga í störf aðstoðar- lækna. Til dæmis var sérfræðingur á neyðarbilnum í gær. Jóhannes sagði alvarlegast í mál- inu að þó nokkrir unglæknanna væru þegar búnir að festa sig ann- ars staðar í vinnu. Verst væri þó ef þeir flýttu utanfór. Sá hópur væri þar með horfinn til frambúðar. Ofan í kaupiö væru útskriftarárgangarn- ir næstu árin fremur litlir. „Fari fram sem horfir verðum við væntanlega að breyta starfsháttum eitthvað, fjölga sérfræðingum og breyta vinnufyrirkomulaginu til frambúðar með breyttum hlutfóllum milli fjölda sérfræðinga og aðstoðar- lækna. Meö þessu fækkar námsstöð- um og því verður ekki svo auðveld- lega breytt til fyrra horfs." -JSS Stuttar fréttir i>v Verkfalli frestað Samkvæmt heimildum DV er talið öruggt að verkfalli vélstjóra verði frestað í einhverjar vikur. Frestunin verður kynnt útgerðar- mönnum á samningafundi á morgun. Einkavæðing P&S 48% landsmanna vilja einka- væða Póst og síma samkvæmt könnun sem Gallup hefur gert fyrir Viðskiptablaöið. Meirihluti höfuðborgarbúa vill einkavæða símaþjónustuna en meirihluti landsbyggðarbúa ekki. 87 miiy. á 50 þúsund Á uppboði sem haldið var á tveimur skuldabréfúm í eigu eig- anda Bifreiöastöðvar ÞÞÞ á Akranesi voru þau slegin á 50 þúsund krónur. Bréfm voru að nafnverði 43,5 milljónir hvort og talin þess virði. Uppboðið var haldið til lúkningar skattaskuld og refsisekt upp á 50 milljónir króna. Viðskiptablaðið segir frá. Breytt í forað Jarðareigandi í Eyrarbakka- hreppi segir að breyta eigi hluta af jörð sinni í botnlaust forað. Þar vill sveit- arstjórnin endurheimta votlendi og stofna fugla- griöland og Magnús Karel Hannesson oddviti segir að íúglalíf geti oröiö á heimsmælikvarða. RÚV sagði frá. Kaupmáttur jókst um 6% Kaupmáttur atvinnutekna jókst um rúm 6% milli 1995 og 1996. Það er það mesta síðan 1987 segir RÚV. Akraborgin skóiaskip Kaup á Akraborginni sem nýju skólaskipi fyrir sjómenn voru kynnt í ríkisstjórninni i gær. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, segir að kennslu- og æfingaaðstaða batni ef skipið verði keypt. Útgerð Akraborgar verður hætt þegar Hvalfjaröargöngin komast í gagn- ið. Fram með gögnin Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra heftxr skipað Vátrygg- ingaeftirlitinu að taka saman upplýsingar um bótafjár- hæðir í til- teknum tjón- um árið 1993. Þingnefnd sem vinnur að enduskoð- un skaðabóta- laga hafði áður beðið um þessar upplýsing- ar en tryggingafélögin og Vá- tryggingaeftirlitið neitað að veita þær. Stöð 2 sagði frá. Drepandi stórverslun Risaverslunarkjami, sem fyrir- hugaður er í Smáranum í Kópa- vogi, mun drepa niður verslun í Hafnarfirði og lama verslun í Miðbæ Reykjavíkur og í Kringl- unni að mati bresks skipulags- fræðings. Sjónvarpið sagði frá. Smygi á E-töflum Sænsk kona var handtekin í Leifsstöð á sunnudag með 1.100 E-töflur. í kjölfarið voru fjórir íslenskir karlmenn og ein icona handtekin. Sænska konan og tveir íslendinganna hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. janúar nk. Eldur í raðhúsi Eldur kom upp i íbúð I raö- húsi við Réttarholtsveg á sjötta tímanum í gær. íbúar höfðu skroppið út en ná- grannar þeirra tilkynntu um eld- inn. Slökkvistarf gekk mjög vel og var eldurinn slökktur á stuttum tíma. Miklar skemmdir urðu í íbúðinni vegna elds og reyks. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.