Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 Afmæli_____________________ Einar Karl Haraldsson Einar Karl Haraldsson ritstjóri, Þórsgötu 18, Reykjavík, er funtugur í dag. Starfsferill Einar Karl fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi ffá MA 1967, stundaði nám í stjómmálafræðum við háskólann í Toulouse í Frakklandi og við Stokk- hólmsháskóla. Einar var blaðamaður við Tím- ann 1968-69, fféttamaður við RÚV 1972-74, fréttastjóri við Þjóðviljann 1974-78 og ritstjóri, þar 1978-84, framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins 1984-85, aðalritstjóri Nor- disk Kontakt með aðsetur í Stokk- hólmi 1985-90, ráðgjafl hjá Athygli hf. í Reykjavík 1990-91, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins 1992-95 og hefur starfrækt eigið fyr- irtæki í almannatengsl- um, Innform ehf. Einar var varaformað- ur íslandsdeildar Am- nesty International við stofnun deildarinnar 1974, formaður Blaða- mannafélags íslands 1976-77, sat í stjóm Nor- ræna blaðamannasam- bandsins 1975-77, i stjóm Norræna blaðamanna- námskeiðsins i Árósum 1975-77 og í Öryggismála- nefnd ffá 1982 og þar til hún var lögð niður 1990, situr í Útvarpsréttamefnd frá 1992, er formaður íslensk-sænska félags- ins, situr í sóknarnefnd Hallgríms- kirkju og stjórn listvinafélags Hall- grímskirkju. Einar samdi, ásamt Ólafl R. Ein- arssyni, bókina Gúttó- slagurinn - 9. nóvember 1932, útg. 1977, og var annar ritstjóri bókarinn- ar Forsetakjör 1996. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um þjóðmál í blöð og tímarit. Fjölskylda Einar kvæntist 2.3. 1968 Steinunni Jóhannesdótt- ur, f. 24.5. 1948, leikkonu og rithöfundi. Hún er dóttir Jóhannesar Finns- sonar, sem nú er látinn, sjómanns á Akranesi, og k.h., Bjam- fríðar Leósdóttur kennara. Dætur Einars og Steinunnar eru Ama Kristín, f. 6.8.1968, flautuleik- ari og tónlistarkennari í Bretlandi, en maður hennar er Geir Rafnsson slagverksleikari og er dóttir þeirra Steinunn Halla Geirsdóttir, f. 12.9. 1992; Vera, f. 11.11. 1980, nemi við MH; Gró, f. 12.4. 1988. Bræður Einars Karls eru Sverrir, f.1941, bóndi á Skriðu í Hörgárdal; Sigurður Friðrik, f. 1944, d. 1991, ffamreiðslumaður í Reykjavík; Har- aldur Ingi, f. 1955, myndlistarmaður og forstöðumaður Listasafns Akur- eyrar; Jakob Öm, f. 1957, kjötiðnað- armaður í Reykjavík. Foreldrar Einars Karls eru Har- aldur Axel Möller Sigurðsson, f. 19.5. 1923, fyrrv. íþróttakennari viö Gagnfræðaskóla Akureyrar, og k.h., Sigríður Kristbjörg Matthías- dóttir, f. 10.8.1924, verslunarmaður. Steinunn, kona Einars, verður fimmtug í vor en þau hjónin munu halda sameiginlega upp á afmælin með hækkandi sól. Einar Karl Haraldsson. Guðmundur Pálsson Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri GP-húsgagna, til heimlis að Klukkubergi 42, Hafnar- flrði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði og hefur átt þar heima alla tíð. Hann stund- aði nám við Iðnskólann í Hafnar- firði, lærði húsa- og húsgagnasmíði, lauk prófum frá Iðnskólanum 1967 og stundaði síðar nám og lauk próf- , um frá Lögregluskóla rikisins. Að námi loknu stundaði Guð- mundur smíðar. Hann starfaði í lög- reglunni í Hafnarfirði á árunum 1973-86 en starffækti jafnframt eig- in trésmiðju, auk þess sem hann hannaði húsgögn í nokkur ár. Guðmundur stofnsetti verslunina GP-húsgögn í Hafnarfirði árið 1989 og starfrækir hana enn að Bæjar- hrauni 12, Hafnarfirði. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 26.2. 1966 Vilfríði Þórðardóttur, f. 18.8. 1945, húsmóður. Hún er dóttir Þórðar Þórðarsonar bókara og Hrefnu Hall- grímsdóttur húsmóður sem nú er látin. Böm Guðmundar og Vilfríðar eru Páll Bergþór, f. 12.9.1966, verslunar- stjóri GP-húsgagna, kvæntur Sig- rúnu Einarsdóttur húsmóður og em böm þeirra Einar Þór, f. 2.9. 1983, Hrefna Þórdís, f. 22.8. 1986, d. 1986; Guðmundur Freyr, f. 8.7. 1987, Úlfar Hrafn, f. 16.10. 1988 og Þórdís Silja, f. 22.5. 1991; Hrefna Þórdís, f. 25.4. 1971, d. 1971; Hrefna Guðný, f. 21.4. 1972, sjúkraliði í sambúð með Gunnlaugi Gunnars- syni bifvélavirkja og em synir þeirra Gunnar Að- alsteinn, f. 27.2. 1993, og Hrafnkell Þórður, f. 5.3. 1996; Grímur Valtýr, f. 25.2. 1974, hönnuður en sonur hans og Ásdísar Ránar Gunn- arsdóttur er Róbert Andri, f. 27.6. 1997. Systkini Guðmundar eru Gunnar Ingi, f. 16.3. 1945, húsasmiður; Mar- grét María, f. 3.1. 1952, húsmóðir, gift Ara Krist- inssyni kvikmyndagerð- armanni; Guðrún Páls- dóttir, f. 7.12. 1956, fjár- mála- og hagsýslustjóri Kópavogsbæjar, gift Jóni Grímssyni flugmanni. Foreldrar Guðmundar eru Páll M. Jónsson, f. 19.7. 1919, húsasmiður, frá Auðkúlu í Arnarfirði, og Bergþóra Guðmunds- dóttir, f. 17.10. 1918, klæð- skeri, frá Sæbóli í Aðalvík. Guðmundur og Vilfríður taka á móti gestum að heimili sínu, Klukkubergi 42, Hafnarfirði, í dag milli kl. 17.00 og 21.00. Guömundur Pálsson. Harry Sonderskov Harry Sonderskov, járnsmiður og vélvirki, Þúfubarði 15, Hafharfirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Harry fæddist í Kastrap í Kaupmannahöfn í Dan- mörku og ólst þar upp. Hann gekk í bamaskóla og gagnfræðaskóla í Kaup- mannahöfn, stundaði nám við Teknisk skole í Kaup- mannahöfn, lærði jám- smíði og véívirkjun og lauk prófum í þeim iðngreinum 1947. Harry var í danska hemum 1948 og stundaði síðan vélvirkjun í Kaup- mannahöfn. Hann flutti til íslands 1950, stundaði jámsmíðar og vélvirkj- un í Kaupmannahöfn, 1951-57, flutti þá aftur til íslands þar sem hann hef- ur átt heima síðan. Harry stundaði jám- smíðar í Hafnarfirði hjá Alexander Guðjónssyni 1957-58, starfrækti eigið járnsmíðaverkstæði í Hafnarfirði 1958-69, starfaði í fimm ár hjá ísal, var sölumaður hjá Gunnari Ásgeirssyni í þrjú ár, vann síðan í blikksmiðjum í Haíhar- firði og Reykjavík og loks síðustu fimm statfsárin hjá Sigurði Þor- steinssyni og Marel. Harry sat í stjóm Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, var gjaldkeri þar og formaður klúbbsins í eitt ár. Þá er hann frímúrari. Fjölskylda Harry kvæntist 28.10. 1950 fyrri konu sinni, Guðbjörgu Guðmunds- dóttur, f. 2.5. 1927, d. 13.4. 1975, hár- greiðslumeistara. Hún var dóttir Guðmundar Guðmundssonar, prent- ara hjá Gutenberg, sem búsettur var í Reykjavík, og k.h., Ágústu Guð- jónsdóttur húsmóður. Synir Harry og Guggu eru Gunn- ar, f. 22.8.1950, sölustjóri hjá Sindra, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ósk Hilmarsdóttur sjúkraliða og eiga þau einn son; Helgi, f. 25.6. 1955, slökkviliðsmaður í Hafnarfirði, og á hann fjögur böm. Harry kvæntist 25.10. 1976 seinni konu sinni, Guðrúnu Þór, f. 17.6. 1945, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Amalds Þór, garðyrkjubónda i Blómvangi í Mosfellsbæ, og Krist- ínar Jensdóttur Þór húsmóður. Systkini Harrys: Tove, f. 1919, húsmóðir í Kaupmannahöfn; Inger, f. 1923, d. 1989, skrifstofúmaður í Kaupmannahöfn; Birte, f. 1924, hús- móðir á Jótlandi; Werner, f. 1927, d. 1994, húsasmíðameistari í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Harrys vora Áge Sond- erskov, f. 1893, d. 1966, mjólkurfræð- ingur og sporvagnasjóri í Kaup- mannahöfn, og k.h., Johanne Mette Sonderskov, f. Andersen, f. 1892, d. 1965, húsmóðir. Harry er að heiman á afmælis- daginn. Harry Sonderskov Guðbjörg Jóhanna Snorradóttir Guðbjörg Jóhanna Snorradóttir húsmóðir, Leiratanga 30, Mosfells- bæ, er fertug i dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Álftamýrarskólanum og . stundaði síðan nám við trésmíða- deild Ármúlaskóla. Guðbjörg starfaði á bamaheimil- um í Reykjavík í fimm ár, var síðan dagmóðir í tíu ár, starfaði viö Skála- túnsheimilið í tæpt ár og hefur síð- an stundað skrifstofustörf við fyrir- tæki eiginmanns síns. Fjölskylda Guðbjörg giftist 18.3. 1978 Auð- unni Hilmarssyni, f. 12.6.1959, fram- kvæmdastjóra. Hann er sonur Hilm- ars Jenssonar, f. 17.4. 1924, d. 16.2. 1991, og Agnesar Auðuns- dóttur, f. 21.1. 1926. Börn Guðbjargar og Auðuns eru Sigrún Huld Auðunsdóttir, f. 28.12. 1978, nemi við VÍ; Auð- unn Jón Auðunsson, f. 4.12. 1981, nemi við Borg- arholtsskóla; Anna María Auðunsdóttir, f. 16.3.1992; Vigdís Björk Auðunsdótt- ir, f. 16.9. 1994. Gu&björg Snorradóttir. Bróðir Guðbjargar, sam- mæðra, er Guðmundur Hannesson, f. 22.9. 1960, smiður í Garðabæ. Systur Guðbjargar, sam- feðra, eru Agla Snorra- dóttir og Sigrún Snorra- dóttir. Foreldrar Guðbjargar: Snorri Karlsson, f. 1898, d. 1978, og Sigrún Huld Jónsdóttir bréfberi. Upplýsingar vegna afmælisgreina sem eiga aö birtast í DV á tímabilinu 18.12. 1997-5.1. 1998 þurfa að berast Ættfræðideild DV eigi síðar en 18.12. Til hamingju með afmælið 17. desember 85 ára Elísabet Reykdal, Setbergi, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar var Einar Halldórsson, bóndi á Setbergi, sem lést 1978. Elísabet og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum í húsi Oddfellow- reglunnar í Hafnarfirði, Staðarbergi 8-10 (á 3. hæð í nýja verslunarhúsinu í Setbergshverfmu) í kvöld kl. 20.00. Óla S. Þorleifsdóttir, Dalalandi 4, Reykjavík. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Bleikargróf 7, Reykjavík. Unnur Stefánsdóttir, Miðgarði 4, Egilsstöðum. Valtýr Guðmundsson, Sandi I, Aðaldælahreppi. 80 ára Ellert D. Sölvason, Hátúni 10 B, Reykjavík. 70 ára Arnfríður Jóhannsdóttir, Hellulandi, Glæsibæjarhreppi. Ásgeir Sigurðsson, Laugavegi 146, Reykjavík. Erla Einarsdóttir, Steinahlíð 3 E, Akureyri. Guðfinna Jónsdóttir, Helgavatni I, Þverárhlíðarhreppi. Jón Loftsson, Hafnarbraut 35, Hólmavík. Kristjana Benediktsdóttir, Ásgarðsvegi 20, Húsavík. 60 ára Magnús Þorfinnsson, bóndi í Hæðargarði í Landbroti, verður sextugur á föstudaginn. Hann tekur á móti gestum á hótelinu á Kirkjubæjar- klaustri milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Aase Gunnarsson, Háteigi 10, Akranesi. Ámi Sigurjónsson, Hálsaseli 21, Reykjavík. Erla Ingimundardóttir, Dverghömrum 4, Reykjavík. Gunnar Lárusson, Brekkustíg 14 B, Reykjavik. 50 ára Gunnar S. Kristjánsson, Hlíðarvegi 12, Kópavogi. Hafdls Sigurðardóttir, Frostafold 173, Reykjavík. Hallbjörn Sæmundsson, Háteigi 16 E, Keflavík. Ragna Valgerður Eggertsdóttir, Lyngbrekku 15, Kópavogi. Hún er að heiman. Sigríður Hannibalsdóttir, Þinghólsbraut 48, Kópavogi. 40 ára Drífa Hrólfsdóttir, Ytra-Ósi, Hólmavík. Erlendur Halldórsson, Víðihvammi 17, Kópavogi. Guðlaug Helga Konráðsdóttir, Austurbrún 37 A, Reykjavik. Ólafur ívan Wernersson, Skólagerði 1&, Kópavogi. Ólafur Þorvaldsson, Grófarsmára 27, Kópavogi. Sigrún Berg Sigurðardóttir, Grundarstíg 6, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.