Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998
Útlönd
Clinton og Netanyahu ræddu friðargjörð i Mið-Austurlöndum fram á nótt:
Engin niðurstaða
um heimkvaðningu
Bill Clinton Bandarikjaforseti
lagöi fram nýjar tillögur um heim-
kvaðningu ísraelskra hermanna frá
Vesturbakkanum á fundi með
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels, í gær. Ekki fékkst þó
nein niðurstaða á tveimur fundum
þeirra félaganna, að því er háttsett-
ur bandarískur embættismaður
sagði í morgun.
Clinton lagði nýju hugmyndirnar
fram á 90 mínútna löngum fundi
með Netanyahu í gærmorgun. Þeir
ræddu þær síðan á öðrum 90 mín-
útna fundi sem stóð fram á nótt á
heimili forsetans í Hvita húsinu.
„Þetta bil hefur verið á milli
þeirra í ár. Það verður ekki brúað á
einni nóttu. Þetta voru góðar við-
ræður en það er enn mikið verk
óunnið,“ sagði háttsettur bandarísk-
ur embættismaður við fréttamenn
að síðari fundinum loknum.
Embættismaðurinn vildi ekki
greina frá hugmyndum Clintons.
Einn maður sem fylgdist með við-
ræðunum sagði aftur á móti að
Clinton hefði lagt til að næsti áfangi
brottflutnings ísraelskra hermanna
yrði ekki tekinn í einu skrefi heldur
mörgum smærri. Palestínumenn
ættu í staðinn að grípa til ákveð-
inna öryggisráðstafana, þar á meðal
að deila upplýsingum með Israelum
og ganga á milli bols og höfuðs á
palestínskum skæruliðum.
Samkvæmt friðarsamningunum
sem voru undirritaðir í Ósló 1993
Benjamin Netanyahu yfirgefur Hvíta
húsið eftir viðræöur við Clinton.
bar ísraelsmönnum að skila aftur í
þremur áfóngum hluta þess lands
sem þeir hafa hertekið síðan í strið-
inu 1967.
Bandaríski embættismaðurinn
sagði að Clinton mundi færa sömu
mál í tal viö Yasser Arafat, forseta
Palestínumanna, þegar hann kemur
til fundar í Hvíta húsinu á fimmtu-
dag.
1 viðtali við ísraelska útvarpið
sagði einn af ráðgjöfum Netanyahus
að von væri til þess að samningar
tækjust á grundvelli viðræðna
Clintons og Netanyahus.
„Sú staðreynd að viðræðurnar
voru lengri en til stóð sýnir að það
er einhver von um að samkomulag
takist," sagði ráðgjafinn. Reuter
Sextuga
mamman tók
frjósemislyf
Breska blaðið The Express hef-
ur greint frá því að Elizabeth
Buttle, sem eignaðist bam í nóv-
ember síðastliðnum sextug að
aldri, hafi tekið frjósemislyf.
Samkvæmt frásögn blaðsins
sagði Elizabeth læknum í London
að hún væri 49 ára gömul ekkja.
Kvaðst hún reiöubúin að greiða
rúmlega milljón íslenskra króna
fyrir að fá frjóvgað egg sett í sig.
Fjölskyldu sinni hafði Elizabeth,
sem býr í Wales, sagt að hún ætl-
aði til London til að fá læknis-
hjálp vegna hálsbólgu.
Barnsfaðir Elizabeth er kvænt-
ur maður og stakk af til eiginkon-
unnar er hann komst að aldri
hennar. Elizabeth átti eitt bam
fyrir, 41 árs gamla dóttur.
Götuvændi
eykst
gífurlega í
Stokkhólmi
Þrátt fyrir lagafrumvarp um
að þeim sem kaupa þjónustu
vændiskvenna verði refsað hefur
götuvændi í Stokkhólmi aukist
gífurlega að undanfömu. Hefur
fiöldi þeirra kvenna, sem selja
líkama sinn, tvöfaldast siðastlið-
in 10 ár. Götuvændi er stundað í
fiórum borgum í Svíþjóð; Stokk-
hólmi, Gautaborg, Malmö og
Norrköping, og hefur það aukist
á öllum stöðunum.
Það era fyrst fremst fikniefna-
neytendur og konur af erlendu
bergi brotnar sem bæst hafa í
hóp kvennanna sem stunda götu-
vændi.
Götuvændið er talið vera einn
fiórði hluti alls vændis sem
stundað er í Svíþjóð. Líklegt þyk-
ir að annað vændi en götuvændi
hafi jafnframt aukist.
Fella gleðitár
vegna
komu páfa
Pilagrímar og kúbskir útlagar
hafa streymt til Havana á Kúbu
og fellt gleðitár vegna komu Jó-
hannesar Páls páfa þangað í dag.
Fjölskyldur, sem hafa verið að-
skildar áratugum saman, hafa
sameinast vegna komu útlag-
anna. Um 3 þúsund fréttamenn
og 10 þúsund pílagrímar eru
væntanlegir til Kúbu vegna
heimsóknar páfa. Reuter
Kúbverjar eru í sannkölluðu hátíðarskapi þessa dagana og lái þeim hver sem vill. Jóhannes Páll páfi er væntanleg-
ur til eyjar Castros í dag í fjögurra daga heimsókn. Pessar fimm ungu systur bíða greinilega eftir páfa meö óþreyju.
I gær gátu þær ekki stillt sig um að veifa kúbska fánanum og mynd af hans heilagleika. Símamynd Reuter
Færeyjar:
Landstjórnin hafnar skaða-
bótum Den Danske Bank
Færeyska landstjórnin hefur
ákveðið að hafna öllum skaðabóta-
greiðslum frá Den Danske Bank
vegna yfirtöku Færeyinga á Fær-
eyjabanka árið 1993. Yfirstjóm Den
Danske Bank samþykkti á neyðar-
fundi á sunnudagskvöld að bjóða
Færeyingxnn um 2,5 milljarða ís-
lenskra króna í bætur.
Fiármögnunarsjóðurinn frá 1992
krefst þess aftur á móti að Den
Danske Bank greiði bætur. Sjóður
þessi stjórnar þeim tugmilljörðum
íslenskra króna sem Færeyingar
þurftu að taka að láni til aö bjarga
bankakerfi sínu.
Knud Heinesen, formaður Fjár-
mögnunarsjóðsins, segir í samtali
við dönsku fréttastofuna Ritzau að
hann vilji ekki tjá sig um hvemig
bótakrafan á hendur Den Danske
Bank komi til með að líta út. „En að
sjálfsögðu verður Den Danske Bank
Mogens Lykketoft verður undir
smásjá danska þingsins í dag
vegna Færeyjabankamálsins.
að greiða skaðabætur vegna með-
ferðar sinnar á Færeyjabankamál-
inu,“ segir Heinesen.
í skýrslu um bankamáliö, sem
var birt í síðustu viku, kemur með-
al annars frcim að forráðamenn Den
Danske Bank sögðu ekki satt og rétt
frá bágri fiárhagsstöðu dótturfyrir-
tækis síns, Færeyjabanka, áður en
landstjórnin yfirtók meirihluta
hlutabréfa í honum.
Danska þingið byrjar að ræða
Færeyjabankamálið í dag og þann
lærdóm sem af henni má draga. Þar
mun fiármálaráðherrann Mogens
Lykketoft verða undir smásjánni.
Bæði vinstri- og hægrimenn í þing-
inu hafa nefhilega mikinn áhuga á
upplýsingum skýrslunnar um
tengsl fiármálaráðuneytisins og
bankaeftirlitsins. Lykketoft má eiga
von á mörgum spumingum þar um,
segir í frétt frá Ritzau.
Stuttar fréttir :ov
Verðfall á mörkuöum
Verðfall á mörkuðum í Asíu í
morgun vegna hruns gjaldmiðils
Indónesíu. Hrunið varð vegna
þess að indónesískir bankar
keyptu alla dollara sem þeir
komust yfir.
Rafmagnslaust
Stórir hlutai- borgarinnar
Montreal í Kanada urðu raf-
magnslausir á ný í gær. Röskun
varð meðal annars á ferðum neð-
anjarðarlesta sökum rafmagns-
leysisins.
Svaraði fyrir sig
Það kom á óvart að Viktor
Tsjernomyrdin, forsætisráðherra
Rússlands,
skyldi verja
sfiórn sina
frammi fyrir
sjónvarps-
myndavélum í
kjölfar gagn-
rýni Borísar
Jeltsíns Rúss-
landsforseta sem kominn er aftur
til vinnu að loknu löngu leyfi.
Jeltsín hóf störf með því að gagn-
rýna stjómina fyrir að hafa mis-
tekist að gera upp launaskuldir
við opinbera starfsmenn. Við-
brögð forsætisráðherrans þykja
gefa til kynna að völd hans hafi
aukist.
Taívanar afþakka
Yfirvöld í Taívan afþökkuðu í
gær boð kínverskra yfirvalda um
pólitískar viðræður án vissra
skilyrða.
3 tonn af kókaíni
Fyrrum yfirmaður í Califikni-
efhahringnum í Kólumbíu, Hel-
mer Herrera, hefur viðui'kennt að
hafa smyglað 3,3 tonnum af kóka-
íni til Bandaríkjanna.
Amalgam heilsusamlegt
Þeim, sem eru með margar
amalgamfyllingar í tönnunum, líð-
ur betur en þeim sem ekkert
kvikasilfur hafa í munninum. Vís-
indamenn í Gautaborg hafa komist
að þessari niðurstöðu. Þeir töldu
að niðurstaðan yrði þveröfug.
Díönuveira á Spáni
Tvö fyrstu erindin í minningai'-
lagi Eltons Johns um Díönu
prinsessu fylla
nú tölvuskjái á
Spáni. Veiran
uppgötvaðist í
siðustu viku og
er talin hafa
breiðst út með
Netinu erlendis
frá. Díönuveir-
an veldur ekki varanlegum skaða
en raskar venjulegri tölvuvinnslu.
Þess vegna er unnið að því að fiar-
lægja hana.
Föngum sleppt
Fimmtíu jórdanskir fangar,
sem Saddam Husseins íraksfor-
seti veitti sakaruppgjöf, héldu
heim til Amman í morgun.
Sue Ellen til SÞ
Leikkonan Linda Gray, sem lék
Sue Ellen i Dallassjónvarps-
myndaflokknum, verður kvenrétt-
indasendiherra hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hún mun meðal ann-
ars vekja athygli á vandamálum
kvenna í þróunarlöndunum.
Fengin til aö Ijúga
Óháöur saksóknari rannsakar
nú hvort Bill Clinton Bandaríkja-
forseti og náinn
vinur hans,
Vernon Jordan,
hafi skipað
starfsmanni
Hvíta hússins,
Monicu Lewin-
sky, að skýra
ranglega frá
meintu kynferðislegu sambandi
sinu við forsetann.
Biskupar biðja
Yfir 50 kaþólskir biskupar í
Bandaríkjunum hvetja Samein-
uðu þjóðimar til að aflétta við-
skiptabanni gegn írak. Reuter