Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998
13
Fréttir
Hvalfj arðargöngin:
Einstæð fjármögnun
DV, Akranesi:
Bandaríska líftryggingafélagið
John Hancock annast stærstan
hluta langtímafjármögnunar Hval-
íjarðarganga þegar sjálfum fram-
kvæmdatímanum lýkur og mann-
virkið verður tekið i notkun.
Félagið kaupir skuldabréf fyrir
2.600 millj. króna og innlendar íjár-
málastofnanir sjá um langtímafjár-
mögnun að öðru leyti, einkum líf-
eyrissjóðir. Landsbréf hf. sjá um
skuldabréfasölu til 15 íslenskra líf-
eyrissjóða fyrir 1.800 milljónir
króna.
Bréf bandaríska fyrirtækisins
verða á 1. veðrétti til 20 ára. Bréf ís-
lensku lífeyrissjóðanna verða á 2.
veðrétti. Samningar sem tókust um
fjármögnun ganganna eru einstæðir
hérlendis og þykja raunar svo
merkilegir að um þá hefur verið
fjahað í erlendum fjármálatímarit-
um. Fjármagnið í upphafi er fram-
kvæmdalán til þriggja ára upp á 64,6
milljónir dollara, 4,3 milljarða
króna.
Landsbréf og Landsbankinn
koma mjög við sögu í fjármögnun-
inni. Landsbankinn tekur þátt í að
veita Speli hf. framkvæmdalán upp
á 4,3 milljarða króna. 60% lánsins
koma frá Enskilda Banken í Sví-
þjóð.
Áhætta á framkvæmdatímanum
hvilir öll á verktakanum, Fossvirki,
og fjármálalegum bakhjörlum hans.
síðan bankana af hólmi, að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum, og fjár-
magna verkið til langs tíma. Skil-
yrðin lúta að því að gangagerðinni
verði lokið innan tiltekins tíma.
Göngin hafi verið notuð í tvo mán-
uði og staðist ítarlegar prófanir. Er-
lend langtímalán verða til 20 ára frá
því rekstur ganganna hefst. Gert er
ráð fyrir að innlend skuldabréf
verði greidd upp innan 15 ára frá
sama tíma. -DVÓ
Verktakinn fjármagnar verkið allt
þar til því er skilað til verkkaupans
fullbúnu eftir 2ja mánaða reynslu-
tíma ganganna. Bandaríska trygg-
ingafyrirtækið, íslensku lífeyris-
sjóðirnir og fleiri fjárfestar leysa
Akranes:
••
Oflug ferðaþjónusta
Sigurður Sverrisson á skrifstofu sinni. DV-mynd Daníel
EskiQöröur:
Sól á ný
DV, Eskifiröi:
Sólin sást 16. janúar á Eski-
firði eftir liðlega árvissa mánað-
aríjarveru. Þá var glampandi
sólskin en þar sem yfirráðskon-
an var í frii vildi Þórdís Sigur-
jónsdóttir ekki gefa sólarkaffi
fyrr en 18. janúar eftir að hafa
fengið leyfi hjá yfirráðskon-
unni.
Þá voru líka bakaöar 120
rjómapönnukökur sem runnu
út með það sama. Voru eldri
borgarar mjög ánægðir með
þann gamla, góða sið að drekka
sólarkaffi og borða rjómapönnu-
kökur með og fagna þar með
komu sólarinnar.
Ragna Guðmundsdóttir er
yfirráðskona í Hulduhlíð og lík-
ar okkur ágætlega við hana og
það indæla starfsfólk eldhússins
sem þar vinnur og útbýr hinn
góða mat sem á borðum er
hverju sinni. Reglna
DV, Akranesi:
„Við á Pésanum tókum við um-
boði fyrir Úrval-Útsýn fyrir 2 árum
og fyrir ári bættust Plúsferðir við.
Jafnframt seljum við allar ferðir
með Flugleiðum, jafnt áætlunar-
sem pakkaferðir. Okkur hefur verið
mjög vel tekið og það lætur nærri
að salan hafi aukist hátt í 200%'á
þessum tima,“ sagði Sigurður
Sverrisson, sá kunni íjölmiðlamað-
ur á Akranesi.
„Viðtökurnar hafa verið framar
björtustu vonum. Ég leyfi mér að
vona að þær megi rekja til þess að
við veitum Skagamönnum og nær-
sveitungum góða þjónustu. Við
erum að fá viðskiptavinina til okk-
ar aftur og það styrkir okkur í
þeirri trú.“
Sigurður segir Skagamenn, eins
og aðra íslendinga, dálítið fast-
heldna í ferðavenjum. Kanaríeyjar
eru vinsælasti staðurinn yfir vetur-
inn en á haustin er Edinborg tromp-
ið. Á sumrin eru það Portúgal og
Mallorca sem hafa sérstöðu en Plús-
ferðir hafa notið vaxandi vinsælda
með Benidorn. -DVÓ
Oddsskarð:
Skíðasvæð-
ið opnað
DV, Esldfirði:
Skíðamiðstöð Austurlands
opnaði hið ágæta skíöasvæði
við Oddsskarð 17. janúar. Eftir
óvenjumikil hlýindi það sem af
er vetri var skíðaáhugafólk far-
ið að örvænta um sinn hag,
enda engan snjó að sjá nema
uppi í efstu fjallatoppum.
En í síðustu viku tók Vetur
konungur til sinna ráða. Stöðug
norðanáttin hefur gert það að
verkum að nægjanlegur snjór er
á skíðasvæði nýja sameinaða
sveitarfélagsins, Eskifiarðar,
Neskaupstaðar og Reyðarfiarð-
ar. Aðsóknin lofar góðu sem af
er þrátt fyrir 12 til 13 gráða
frost. Mjög gott skíðafæri var
um helgina.
Sveitarstjórnirnar þrjár, sem
eiga og reka Skíðamiðstöðina,
ákváðu nýlega að lækka að-
gangseyrinn að svæðinu. Er það
gert til að örva enn frekar
áhuga, bæði ungra sem aldinna,
á skíðaíþróttinni svo og hollri
útiveru. Regína
Húsavík:
Atvinnu-
leysið er
að aukast
DV, Akureyri:
„Það má segja að síðasta ár hafi
verið nokkuð gott og ívið betra en
árið á undan. Hins vegar hefur ver-
ið stígandi atvinnuleysi það sem af
er árinu en það gerist reyndar alltaf
í janúar. Það sem er verst er að svo
virðist sem samdráttar gæti í
nokkrum fyrirtækjum og því miður
sé ég ekki að þar sé um tímabund-
inn samdrátt að ræða,“ segir Aðal-
steinn Baldursson, formaður Verka-
lýðsfélags Húsavíkur.
Við skráningu nú í vikunni
reyndust 115 vera atvinnulausir á
svæði verkalýðsfélags Húsavíkur
sem reyndar nær yfir S-Þingeyjar-
sýslu alla. 52 voru atvinnulausir á
Húsavík en 63 annars staðar, þar af
23 í Mývatnssveit þar sem atvinnu-
leysi er árvisst yfir vetrarmánuð-
ina.
Á síðasta ári voru greiddar 32,5
milljónir króna í atvinnuleysisbæt-
ur í S-Þingeyjarsýslu á móti 37,5
milljónum króna árið áður. Aðal-
steinn segir reyndar erfitt að bera
þessar tölur saman þar sem lögum
um greiðslur atvinnuleysisbóta hafi
verið breytt um mitt siöasta ár og
réttur til atvinnuleysisbóta hafi ver-
ið þrengdur umtalsvert. -gk
Lögreglan kom kettinum Kela til aðstoöar eftir að ekið var á hann í Mjóuhlíö.
Keli særðist og skreið undir nálægan bíl. Lögreglumaðurinn á myndinni
náði Kela undan bílnum og hlúði að honum. Keli var vel merktur og komst í
hendur. eiganda síns sem fór meö hann á dýraspítalann til aðhlynningar.
DV-mynd S
Viltu auka atvinnumöguleika þína?
Ökuskóli S.G. býður upp á nám til aukinna ökuréttinda, leigubifreiða-
vörubifreiða-, eftirvagna- og hópbifreiðaréttinda.
Ökuskóli S.G. á nú 5 ára starfsafmæli og vill af því tilefni bjóða upp á
sérstakan afmælisafslátt!!
Næsta námskeið hefst í Reykjavík mánudaginn 26. janúar.
Kynnið ykkur hvað í boði er á fundi sem haldinn verður í húsnæði skólans
að Suðurlandsbraut 16 þann 24. janúar kl. 14.00.
Konur, ath.! Nú er nýlokið sérstöku kvennanámskeiði sem tókst frábærlega
vel og staðfestir að þessi námskeið henta konum ekki síður en körlum.
GSM: 892 4124
ÖKUSKÚLI
SIMI 5811 919
LEICUBIPREID - VÖRUBIFREIÐ • HÚPBIFREID
og 898 3810