Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 Fiiálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mengun að utan Fylgiílskur hraðfara iðnvæðingar á öldinni eru hvers kyns tilbúin efni. Nú þegar eru um hundrað þúsund þeirra á markaði. Við vitum ekki til fullnustu hvaða áhrif mörg þeirra hafa á lifandi verur. Rannsóknir síð- ustu ára hafa sýnt að í mörgum tilvikum er ekkert að marka svokölluð hættumörk sem stjómvöld setja. Á hverju ári koma fram um þúsund ný efni sem eru notuð til hvers kyns iðnaðar. Samanlagt atgervi þeirra stofnana sem eiga að sanna skaðleysi þeirra dugar þó ekki til að kanna nema helming þeirra til hlítar. Virtir vísindamenn halda því nú fram að einungis brot af þessum efnafjölda sé í raun og veru kannað. Mesta efnaógn framtíðar em hin svokölluðu þrávirku, lífrænu efni. Þau setjast að í fituveQum manna og dýra, em ótrúlega lífseig og virkni þeirra í lífríkinu kemur fram aftur og aftur. Þau safnast upp í langlífum dýrum ofarlega í fæðukeðjunni. Á meðal þeirra er maðurinn. Mælingar á mönnum sýna að í langHestum er hægt að finna mörg hundruð tegundir þrávirkra efna. TH skamms tíma gerðu fáir sér reUu út af því. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á skaðsemi sumra þeirra í örlitlu magni. Það kann að vera hægt að mæla dramatíska virkni þrávirkra efna á borð við krabbamein, bælingu ónæmiskerfisins eða óeðlHegan kynþroska. En hvernig á að fmna í hvaða magni efnin hafa áhrif á fóstur í þeim mæli að greindarþróun og hreyfiþroski eftir fæðingu skerðist ekki? Spurt er að gefnu tUefni. Mæður sem borðuðu mengaðan fisk úr Stóru vötnunum í Bandaríkjunum ólu böm sem höfðu minni greind og minni hreyfiþroska við flögurra ára aldur en önnur börn. Hvemig er hægt að mæla hvenær þrávirku efnin eru skaðleg í þessu tHviki? Fyrir þremur árum birtist grein eftir vísindakonu, Susan Porterfield, í fræðiritinu Environmental Health Perspectives. Þar rökstyður hún þá kenningu að í mjög litlu magni - mun minna en em talin eiturmörk - geti þrávirk efni á borð við PCB og díoxín leitt tH þess að þroski barna skerðist. Hún nefnir sérstaklega einbeitni, námsgetu og ofurvirkni bama. í Bandaríkjunum verður mengun af þessu tagi, ekki síst áhrif hennar á börn, sífeUt meira áberandi í umræðunni. Á síðasta ári var þannig haldin níu hundruð manna ráðstefna í San Francisco um málið. Hún vakti mikla athygli. Þessar upplýsingar skipta máli fyrir íslendinga. Hvar sem borið er niður í efstu þrepum fæðukeðjunnar mælast þrávirk lífræn efni. Þær rannsóknir sem DV hefur greint frá á brjóstamjólk sýna sem betur fer svart á hvítu að magn efnanna er langt, langt fyrir neðan þau mörk sem teljast skaðleg. En hvaðan berast þessi efni í íslendinga? Úr hafinu. í gegnum fisk. Magn þrávirkra efna í íslenskum fiski er að sönnu margfalt minna en annars staðar í Evrópu. Umræðan sem nú er að hefjast vestanhafs mun hins vegar breiðast út víðar. Hún er því líkleg tH að hafa áhrif á markaðsstöðu íslensks fisks. íslendingar þurfa að bregðast við þessu með tvennu móti. í fyrsta lagi með því að herða enn róðurinn gegn notkun þrávirkra lífrænna efna í heiminum. í öðru lagi með því að heija umfangsmiklar mælingar á fiski við ísland tH að geta sýnt fram á hreinleika hans. Þetta mun reynast besta haldreipi okkar þegar í harðbakkann slær. Össur Skarphéðinsson Skýr lög og skýrar leikreglur auka tiltrú manna á dómstólum, segir greinarhöfundur m.a. - í Hæstarétti. Leikreglur samfélagsins báðir hafa fjallað um þessi mál), að það sé afar mikilvægt að al- menningur geti borið traust til Hæstaréttar, og ég vil í lengstu lög trúa því að dómarar Hæstaréttar reyni að framfylgja réttlætinu í samræmi við lög. Almenningur trúir því statt og stöðugt að ver- aldlegt réttlæti sé skráð í lögbækur; þar sé að finna leikreglur sem dómurum beri að fylgja. Loðin lög um rétt ein- staklinga og hópa auka hættuna á því að dóm- stóll komist ekki að nið- „ ---------------------------------- „A síðustu árum hefur þjóðfélag■ ið tekið ótrúlegum stakkaskipt- um; ísland er orðið opnara sam- félag en það áður var, og það er ekki síst að þakka kraftmikilli stétt blaðamanna og frétta- manna.“ Kjallarinn Bragi Jósepsson prófessor Nýlega heyrði ég sögu af séra Árna Þórarinssyni. Hann hafði verið í heim- sókn hjá frænku sinni í Stykkis- hólmi. Þar var fyr- ir unglingur, sem seinna varð virtur lögmaður í Reykja- vík. Unglingurinn vildi fræðast um eitt og annað og svaraði séra Árni spurningum hans nokkuð greiðlega. En svo kom að því að klerki varð orða vant, klóraði sér í höfði en svaraði þó um síðir. Spuming unglingsins var sú, hvemig það gæti verið að Guð, sem væri algóður, sendi sum af börn- um sínum til hel- vítis. Skýring séra Árna var sú að þótt Guð væri al- góður, þá væri samt örlítið vik í algæsku hans, „svona pínulítiö," sagði hann og sýndi um leið með handahreyf- ingu hve örlítið þetta vik væri. Oft er rætt um réttlæti dómstóla og yfirleitt telja menn mikilvægt að almenningur geti treyst niður- stöðum þeirra, ekki síst dómum Hæstaréttar. Ekki svo að skilja að ég vilji bera saman réttlæti al- mættisins og réttlæti dauðlegra manna. Ef ég skil rétt söguna af séra Áma, þá er það ekki af illum hvötum almættisins að sumir em sendir til helvítis heldur vegna þess að Guð er þrátt fyrir allt ekki óskeikull. Ef svo er, hvað þá um veraldlega dómara! Traust Hæstaréttar Ég er sammála dr. Gunnlaugi Þórðarsyni og Sveini Andra (sem urstöðu. Skýr lög og skýrar leik- reglur auka hins vegar tiltrú manna á dómstólum, skerpa rétt- lætiskennd þeirra og auka samfé- lagslegt réttlæti. íslensk réttarvernd Þetta á einnig við um fram- kvæmdavaldið: Stjórnarráð ís- lands, einstök ráðuneyti, ráð- herravald og trúverðugleika ein- stakra embættismanna. Þetta mál kom skýrt upp á yfirborðið árið 1975 þegar félagið íslensk réttar- vernd var stofnað. Það starfaði í nokkur ár, gaf út blað, veitti ókeypis lögfræðiaðstoð og hélt kynningarfundi. í málgagni félagsins í maí 1976 mátti lesa: „Við íslendingar höfum valið okkur lýðræðislegt stjóm- skipulag og teljum það henta best til þess að ná þeim markmiðum, sem við teljum mikilvægust fyrir frjálsa þegna.“ Síðan segir að það sé alvarlegt mál ef réttarfar okkar kemst á það stig að almenningur hættir að bera virðingu fyrir dóm- stólum og geti ekki treyst embætt- ismönnum. Umboösmaöur Alþingis og upplýsingalög íslensk réttarvemd beitti sér strax fyrir því að sett yrðu lög um Umboðsmann Alþingis og lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Bæði þessi mál vöktu mikla at- hygli og leiddu til liflegra um- ræðna í fjölmiðlum og á Alþingi. Lög um Umboðsmann Alþingis voru síðan samþykkt 12 ámm síö- ar. Það tók hins vegar rúma tvo áratugi þar tO samþykkt vom við- unandi lög um upplýsingaskyldu stjómvalda. Embætti Umboðsmanns Alþing- is hefur brúað stórt bil í réttar- farsmálum. Hins vegar er fjarri því að Umboðsmanni Alþingis sé búin viðunandi aðstaða til að sinna hlutverki sínu. Skoðun og úrvinnsla á málsskjölum og mat á greinargerðum ráðuneyta og ein- stakra embættismanna er flókið og vandasamt ferli, sem einungis er á færi fagmanna. Hætt er við að eitthvað fari úrskeiðis þegar fjár- veitingar til embættisins eru skomar niöur, eins og fram kom í grein Bjöms Þ. Guðmundssonar í Mbl. 10. janúar sl. Upplýsingalögin em ekki síður mikilvægt skref í átt til aukins réttlætis. Á síöustu áram hefur þjóðfélagið tekið ótrúlegum stakkaskiptum; ísland er orðið opnara samfélag en það áður var, og það er ekki sist að þakka kraft- mikilli stétt blaðamanna og frétta- manna. Upplýsingalögin eru meiri háttar réttarbót sem mun auð- velda það hlutverk sem fjölmiðlar gegna. Bragi Jósepsson Skoðanir annarra Sameining krefst þolinmæöi „Það var ákveðið að vinna ákveðna heimavinnu fyrir næsta fund, sem ég á von á að verði í lok þess- arar viku, og síðan verði aftur haldinn fundur í byrj- un febrúar. Annars er það svo að í janúar eru lands- byggðarþingmenn mjög uppteknir úti í sínum kjör- dæmum og mörg brýn verkefni í pólitíkinni sem vinna þarf þannig aö það verður ekki allt gert í einu. Ég vil einnig benda á ef einhverjir em orðnir óþol- inmóðir að svona sameiningarmál em ekki unnin með neinum gassagangi." Margrét Frímannsdóttir I Degi 20. janúar. Presturinn og hjónabandiö „Mörg hjón ætla að vinna tímaskortinn og allt annað sem hefur farið forgörðum upp með þriggja vikna ferð til Mallorca eða eitthvað annað en þá springur allt í loft upp. Sumarleyfisferðimar, sem áttu að bjarga hjónabandinu og fjölskyldulifmu, enda með ósköpum. Það er kannski dmkkið of mik- ið, væntingamar til ferðalagsins em of miklar eða bilið milli hjónanna orðið of mikið til að hægt sé að brúa það... Mín reynsla er sú að fólk leiti alltof seint til prestsins síns, jafnvel þegar það er í raun búið að ákveða að skilja og er bara að sækja sáttavottorðið." Sr. Þórhallur Heimisson i Morgunblaðinu 20. janúar. Alþingi hf.? „Hvenær fara þingmenn í boðsferðir og hvenær ekki? Hvenær fara þeir í boðsferðir á vegum ráðu- neytis og hvenær á vegum Landssímans? Og hvenær vita þingmenn hvort þeir era að ferðast á eigin veg- um, á vegum Alþingis, ríkisstjórnar, Landsímans eða íslandspósts?... Hins vegar hljóta menn að spyrja sig að því hvort fleiri fyrirtæki, sem hafa hagsmuna að gæta líkt og Póstur og sími, hafi kostað ferðir þing- manna og jafnvel ráðherra um heiminn. Er Alþingi íslendinga orðið eins og hvert annað fyrirtæki?" Jóhannes Sigurjónsson 1 Degi 20. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.