Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1998 15 Viikara Reykjavíkurborg fer stöðugt stækkandi. íbú- um fer fjölgandi, ný hverfi eru að byggjast og margvísleg ný verk- efni eru að færast á ábyrgð borgarinnar. Sú stefha að færa verk- efni frá ríkisvaldi til sveitarfélaga er vissu- lega lofsverð og leiðir til fjölþættara nærlýð- ræðis en áður. En í þessari þróun felast einnig hættur. Sam- fara þessum breyting- um verður eðlilega vöxtur á stjórnkerfl borgarinnar og það er ávallt ástæða til að ótt- ast stórt og ópersónu- legt stjómkerfi. Þar er raunveruleg hætta á því að allur al- menningur hætti að bera ábyrgð á samlífí sínu og allt eiginlegt þjóð- lif verði yfirborðskennt og sundrað. í slíku þjóðfélagi lifa menn því ekki sem virkir þátttak- endur heldur fremur sem óvirkir áhorfendur. leika um stjórn- kerfi borgarinnar undir styrkri stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra. Þróunarverkefnið í Grafarvogi lýsir veginn í því efni, þar sem íbúar hafa komist til meiri áhrifa í gegnum Miðgarð, sem sér- staklega sinnir þörf- um hverfisins. Við þurfum að hraða þessari þróun og stíga markviss og áþreifanleg skref til að færa meira vald og áhrif til hverf- anna. Við verðum að nýta þá gríðar- legu möguleika sem opnast hafa í lýðræðismálum sam- fara auknum áhuga fólks á um- hverfi sínu og nýrri tækni. Næstu skref í lýðræðisátt Á næsta kjörtímabili vildi ég t.d. sjá sérstakar stjórnir í öllum Kjallarinn Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastj., þátt- takandi í prófkjöri Reykjavíkurlistans lýðræði hverfum borgarinnar þannig að tilraunaverkefnið í Grafarvogi verði víkkað út og allri höfuð- borginni verði skipt upp í eining- ar, hverfi, sem fái töluverða sjálf- stjórn. Þá vildi ég sjá að fært yrði neitunarvald til íbúanna þannig að þeir gætu ráðið úrslitum um álitamál í gegnum hverfafundi eða með allsherjaratkvæða- greiðslu í viðkomandi hverfi. Þetta á ekki síst við um viðkvæm skipulagsmál hverfanna. Ég vildi einnig sjá virkari þátt- töku foreldra, kennara, fulltrúa íþróttafélaga og menningarsamfé- lagsins innan skólanna þannig að skólasamfélagið yrði þróað í sam- ræmi við þarfir íbúa hverfisins á hverjum tíma. Reykjavík til forystu í þró- un lýðræöis Það er íjölmargt í lýðræðismál- um sem bíður nú frekari úrlausn- ar. Það er nauðsynlegt að tryggja betur beinan aðgang borgarbúa að stjórnkerfi borgarinnar og auka hverfastjómun og grenndarlýðræði. Fólk gerir kröfu um að ráða meiru um nánasta um- hverfi sitt og dag- legt líf og sú skylda hvílir á okkur í Reykja- víkurlistanum að flýta þeirri þróun eftir áratuga- stöðmm á einveld- isárum Sjálfstæðisflokksins. Fram undan eru spennandi tím- ar og ef rétt er á málum haldið get- ur Reykjavíkurborg orðið í farar- broddi þeirra samfélaga heimsins sem þróa vilja nýjar leiðir í lýð- ræðismálum. Hrannar Bjöm Amarsson „Þá vildi ég sjá að fært yrði neit- unarvald til íbúanna þannig að þeirgætu ráðið úrslitum um álita- mál í gegnum hverfafundi eða með allsherjaratkvæðagreiðslu í viðkomandi hverfi.“ Sérhagsmunir Sjálfstæðis- flokksins Eitt mikilvægasta verkefni stjómmálamanna er að vinna að lýðræðislegra stjórnskipulagi og auka virkni hins almenna borg- ara. Þetta er enn nærtækara í sveitarstjórnarmálum þar sem nærsamfélagið verður ævinlega mikilvægara fjölskyldufólki og reyndar öllu fólki. Þessu hlut- verki hafa fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gersamlega brugðist og ekkert var gert í lýðræðismálum borgarinnar á einveldistima þeirra. Þess í stað varð stjóm- kerfi borgarinnar sifellt fjarlæg- ara íbúum hennar, og samtvinn- aðra hagsmunakerfi Sjálfstæðis- flokksins og forystumanna hans. Ferskir vindar með Reykja- víkurlista Sigur Reykjavíkurlistans í síð- ustu kosningum var ekki síst krafa inn lýðræðislegar breyting- ar. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa enda verið stigin mörg gæfu- spor í þessa átt og ferskir vindar Nauösynlegt er aö tryggja betur beinan aögang borgarbúa aö stjórnkerfi borgarinnar, segir greinarhöfundur. - Borgarstjórn fundar. Breytingarskeið og framhaldslíf Það er auðvitað ekki spurning um að ísland er orðið heitasta landið í Evrópu hjá útlending- unum. En þcmnig er það líka orðið hjá veðurguðunum. Þetta kom okkur í koll yfir allar hátíðamar þegar snjóinn vantaði og margir vom orðnir fullléttklæddir í jóla- messunni. Póst-mortem tími En það er líka margt annað sem hefur breyst. Stundum er sagt að við séum nýbúin að slíta bams- skónum og séum loksins að kom- ast á gelgjuskeiðið í hugsun og samskiptum okkar við heiminn. Aðrir fullyrða að við séum orðin fulltiða en síðan era líka þeir sem segja að við séum komin á ákveð- ið breytingarskeið. Þeir síðustu hafa margt til síns máls. Það er nefnilega ekkert launungarmál að við lifum á tímum þar sem ólík menningarleg gildi riðlast hvert á öðra svo að sumir vita oft ekki hvað snýr upp eða hvað snýr nið- ur. Þetta hefur stundum verið kall- að póst-módem tími. Farsælast væri hins vegar að telja þetta tímabil póst- mortem tíma; það sem tekur við eftir andlátið. Á þennan hátt er mun auðveldara að skilja óvænta atburðarásina. Hver hefur til að mynda ekki kvartað yfir öllu þessu myndaflóði sem steypist yfir okkur daglega? Það er dæmigert einkenni póst-mortems ástands. Hinn deyjandi sér einmitt myndir úr fýrra lífi liða hjá sem hraða skyggnímynda- sýningu og at- burðir ævinnar þjóta hjá í einni hendingu. Engin ein mynd er annarri mikilvægari heldur líða þær stjómlaust hjá líkt og stöðugar auglýsingar í sjónvarpi sem er ekki hægt að slökkva á því fjarstýringin er vita gagnslaus þegar likaminn og sjálf vitundin liggur svona í dróma. Línuóreiða Við héma heima getum hins vegar verið hæstánægð með ástandið. íslendingar hafa nefni- lega lengi hrifist af óvæntum stefnumótum. Við höf- um sömuleiðis lengi staðið framarlega í rannsóknum á flestu sem er jafn ósýnilegt eða dularfullt og framhaldslíf. Kunn- átta okkar í öllu sem varðar andatrú er töluverð en hún er ekki síðri í almennum fjarskiptum. Með enn öflugra upplýsinga- streymi og myndrænu áreiti stöndum við því með pálmann í hönd- unum og getum auð- veldlega lifað þetta miskunnarlausa breytingarskeið og al- þjóðlega framhaldslíf af án mikiUar áreynslu. Og þá erum við bæði aö tala um hið sí- breytUega samhengi hlutanna sem og hinn endalausa sjónleik á Ódá- insvöUum Internetsins. - Okkar tími er loksins kominn aftur. Það er öUum ljóst að í slíkri sundrung er mikilvægt að geta sameinast undir einu og sama merkinu. Þetta á við í samskiptum og þá ekki síst almennum fjarskipt- um. Hið átakanlega er hins vegar að núna um áramótin var frumsýnt merki hins nýja Landssíma. Það er örugglega eitt hið vanhugsaðasta í sögu fjarskipta á íslandi. I staö þess að vera hnitmiðað og auka einbeitingu not- andans og hvetja um leið tU símtala þannig að notendur geti spjaUað af yfirvegun út í eitt eykur þetta merki enn frekar á sundrungina. Það hvetur ekki tU símnotkunar heldur þreytir augun um leið og þau rekast á það. Hugurinn kemst auð- veldlega í uppnám yfir allri línuóreið- unni sem vísar odd- hvöss bæði út og suð- ur og norður og nið- ur. Ef merkið á að tákna heimskringl- una eru augun heldur ekki lengi að detta út af henni. Ef ekkert verður gert hið fyrsta og merkinu breytt er því hætta á ferðum. Og þá ekki síst í tengslum okkar viö umheiminn. Til að koma í veg fyrir enn frekara upp- nám hjá sím- og netnotendum verður einfaldlega að finna nýtt vörumerki. Annars er ekki að efa aö við byrjum að forðast það sem er okkur heitast. Við missum þá líka fljótt áhuga á einni helstu þjóðaríþrótt okkar. En hún er ein- mitt sú að tala í síma. Haraldur Jónsson „Hið átakanlega er hins vegar að núna um áramótin var frumsýnt merki hins nýja Landssíma. Það er öruggjega eitt hið vanhugsaðasta í sögu fjarskipta á íslandi. “ Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaöur Með og á móti Á að endurvekja Verðlags- ráð sjávarútvegsins? Eins og gott brunalið „Ég er ekki þeirrar skoðimar að endurvekja eigi verðlagsráðið í sinni fyrri mynd. Aftur á móti tel ég að meðan við búum við nú- verandi kerfi, þ.e. að sjómenn og útgerðar- menn hafi heimild til þess að semja um verðið sin í milli, þá verð- um við að hafa tæki sem hafi vald til að ákveða verð- botna á ein- stakar tegund- ir. Ef stjóm þessa tækis eða ráðs bærist orðrómur um að verð á einstökum tegundum væri óeðli- legt þá myndi það ákveða verð- botn í þeirri tegund. Þessi verð- botn hefði skamman gildistima, ef til vill einn mánuð í senn eða rétt á meðan viðkomandi útgerð eða útgerðir væru að hysja upp um sig buxumar og koma sínum málum í lag. Með þessu fyrir- komulagi myndum við koma í veg fyrir það að t.d. einstakar fisktegundir væra seldar á verði undir því sem eðíilegt má teljast hverju sinni. Ráðið ætti sem minnst áhrif að hafa en grípa inn í ef hætta steðjar að, líkt og gott brunalið hjá menningarþjóðum." Liðin tíð „Svarið er nei. Miðstýrt verð- lagningarkerfi á fiski sem Verð- lagsráð sjávarútvegsins stóð fyr- ir er liðin tíð. Kerfið er búið að þjóna hlut- verki sínu við þær pólitísku og efhahags- legu kringum- stæður sem ríktu hér á landi síðustu áratugi. Hins vegar mætti spyrja hvort miðstýrð verð- lagning á fiski sé í raun horf- in af sjónarsviðinu. Aldeilis ekki. í mörgum sjávarútvegsfyr- irtækjum þar sem rekin er bæði útgerð og fiskvinnsla er sterk til- hneiging til að ákveða fiskverð einhliða, án þess að sjómenn hafi nokkuð um það að segja og með þeim afleiöingum að þeir era hlunnfarnir í launum. Þetta á að heita í orði kveðnu frjálst fisk- verð. Grímulaust er um að ræða miðstýrt fyrirkomulag á verð- myndun fisks sökum þess aö margir rekstraraðilar hafa mis- notað gróflega lögin um frjálst fiskverð. Þessi misnotkun þeirra hefur valdið mikilli óánægju meðal sjómanna á fiskiskipum sem nú stefna í verkfall til að knýja fram í kjarasamningi raunhæfar umbætur vegna verð- myndunar á fiski. Með hliðsjón af framansögðu eru þeir sem trúa á endurvakningu verðlags- ráðsins gjörsamlega úr takt við tímann og mega mín vegna berj- ast eins og naut í flagi til að koma í veg fyrir kröfugerð sjó- mannasamtakanna um sann- gjama verðmyndun á fiski.“ -rt/-SÁ Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambands íslands Helgi Laxdal, for- maóur Vólstjórafó- lags íslands. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.