Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Qupperneq 17
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1998 MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1998 25 Iþróttir íþróttir Bland í poka Tryggvi Guð- mundsson skor- aði sitt fyrsta mark fyrir Tromsö þegar lið- ið vann Stabæk, 5-1, á norska inn- anhússmeistara- mótinu í knatt- spyrnu (Stor- | hallturneringen) um síðustu helgi. Þar er leikið í 11 manna liðum i norsku knattspymuhöllunum. Bjarki Gunnlaugsson skoraði glæsi- legt mark fyrir Molde þegar liðið tap- aði naumlega fyrir meistumnum í Rosenborg, 3-4. Strömsgodset, með Óskar Hrafn Þor- valdsson og Val Fannar Gíslason inn- anborðs, er komið í fjögurra liða úr- slit innanhússmeistaramótsins ásamt Rosenborg, Moss og Haugesund. Pétur H. Marteinsson skoraði tvö af ellefu mörkum Hammarby í riðla- keppni sænska innanhússmeistara- mótsins í knattspyrnu um síöustu helgi en þar er leikið í fimm manna liðum. Hammarby varð í öðm sæti í sínum riðli og komst ekki áfram. Andreas Thom skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum með Herthu Berlín þegar liðið vann Vladikavkaz frá Rússlandi, 5-0, í æfingaleik í Portúgal í fyrradag. Bjarki Sigurðs- son er lang- markahæsti leik- maður Drammen í norsku úrvals- deildinni í hand- bolta. Bjarki hef- ur skorað 95 mörk í 13 leikj- um, eða ríflega 7 mörk að meðaltali í leik. Július Jónasson og félagar í St. Ot- mar gerðu jafntefli við Suhr, 23-23, í úrslitakeppni svissneska handboltans um síðustu helgi. St. Otmar er í fjórða sæti af átta liðum, en liðið var í öðm sæti eftir deildakeppnina. Sandor Puhl frá Ungverjalandi hef- ur verið útnefndur besti knattspyrnu- dómari heims árið 1997. Peter Mikk- elsen frá Danmörku varð í öðru sæti i kjörinu sem alþjóðasamtök knatt- spymutölfræðinga standa fyrir. Puhl hlaut þennan titil í fjóröa sinn. Siguróur Jónsson og félagar í Dun- dee United áttu að leika við Celtic í skosku úrvalsdeildinni -í gærkvöld. Leiknum var frestað í annað skipti á fjórum dögum vegna slæmra vallar- skilyrða. Ivan Golac, fyrmm þjálfari Skaga- manna, er af og til í fréttunum í Skot- landi en þar var hann um skeiö fram- kvæmdastjóri Dundee United. í gær gagnrýndi hann mjög sitt gamla félag í blaðaviðtali, sagði aö ekki hefði ver- ið fylgt eftir góðum árangri fyrir 10-15 árum og þar hefði orðið mikil stöðnun. Dundee United myndi enga titla vinna í náinni framtíð. Alan Hudson, einn af kunnari knatt- spymumönnum Englands á áttunda áratugnum, er á hægum batavegi eft- ir slæmt bílslys um miöjan desember. Ekið var á Hudson á götu í London og hann var meðvitundarlaus í mánuð. Alan Shearer lék sem kunnugt er sinn fyrsta leik með Newcastle i ensku knattspymunni á þessu tíma- bili þegar lið hans vann Bolton, 2-1, á laugardaginn. Shearer kom inn á sem varamaður og lagöi upp sigurmarkið, og áhorfendur hrópuðu aö vonum nafn hans af ákefð þegar hann hljóp inn á völlinn. Arnar Gunn- laugsson var á sama tíma að hita upp hjá Bolton. Stuðn- ingsmenn Bolton svöruðu köllum heimamanna með því að hrópa ákaft á Arnar, sem þeir kalla „Amie.“ Þorrablót Stjörnunnar veröur í fé- lagsheimilinu við Ásgarö á fóstudags- kvöldið frá kl. 19. Ræðumaður er Andrés Sigurðsson og veislustjóri er Hilmar Ingólfsson. Miðar em seldir í félagsheimilinu og einnig er hægt að panta þá í sima 565 1940. Stuóningsmenn HK koma saman i Hákoni digra í Digranesi frá kl. 17.30 í dag. Þaðan verða rútuferðir á leik- inn viö Fram um sjöleytiö en félögin mætast i undanúrslitum bikarkeppn- innar í handbolta í Framhúsinu í kvökl. _ys Stutt gaman íslandsmótinu i innanhússknatt- spyrnu er lokið í meistaraflokkum karla og kvenna. Eina opinbera mótið á vegum KSÍ frá september fram í miðjan mars er jafnan snöggafgreitt. Það tekur eina helgi í hverri deild fyrir sig. Þátttökulið- in eru um 70 í karlaflokki og ná- lægt 20 í kvennaflokki, en fyrir flest þeirra stendur gamanið í tæpa fjóra klukkutíma. Átta karlalið og fjögur kvennalið eru reynd- jr j ar svo heppin að fá , ' ^ . einn til þrjá leiki til viðbótar ef vel gengur. Flestir leik- menn spila því þrjá 20 mínútna leiki. Þar sem að- eins Fimm eru inn á í hverju liði í senn PHj eru þeir margir sem sitja hjá og fáir ná að spila allar 60 mínútumar. Þeir léku flestir síðast i alvörumóti í september, sumir kannski i ágúst, og næsta verkefni er í fyrsta lagi um miðjan mars. Jafnvel ekki fyrr en seint í maí. Svo eru menn að undrast það að íslenskir knattspyrnumenn dragist aftur úr kollegum sínum í ná- grannalöndunum og leiti úr landi í stórum stfl. Það er kominn tími til að endur- skoða mótahaldið í knattspym- unni yfir vetrarmánuðina. íslensk félög em flest hver farin að æfa 1] þróttaljós /íðir Sigurðsson stráx í nóvember og búa sig undir tímabil sem hefst af alvöru eftir miðjan maí. En þau vantar verk- efni. Þar getur innanhússknatt- spyman leikið stórt hlutverk ef rétt er staðið að málum. Norðmenn, Svíar og Finnar eru á fleygiferð í innanhússmótum all- ar helgar í jariúar og fram í febrú- ar. í Þýskalandi er janúar mánuð- ur innanhússknattspymunnar sem þar nýtur gífurlegra vinsælda í vetrarfríi hinna hefðbundnu defldaleikja, sem þó er innan við tveir mánuðir, ekki tæpir átta eins og hér á landi. Það var líka aftur- för þegar hætt var I / að nota „batta“, eða .. ■■ hliðarveggi, i ís- lenskri innanhúss- knattspymu. Hún er ein- hæfari og langt frá því eins aðlað- andi fyrir áhorfendur og áður. Þessu þarf að breyta. íslenska innanhússvertíðin ætti að hefjast í nóvember. Undan- keppni gæti staðið yfir nokkrar helgar um allt land fram eftir jan- úar og síðan myndu efstu liðin að henni lokinni leika til úrslita um meistaratitilinn í Laugardalshöll í febrúar, með böttum og veglegri umgjörð. Síðan þarf að sjálfsögðu að lengja tímabilið utanhúss. Vilji er allt sem þarf. Snóker: Jóhannes B. efstur Fimmta stigamót Billiardsambandsins fór fram á dögunum. í meistaraflokki sigraði Kristján Helgason Jóhannes R. Jóhannesson í úrslitum, 4-2. Jafnir í 3.-4. sæti urðu Jóhannes B. Jóhannesson og Sumarliði Gústafsson. Þegar þremur mótum er ólokið er Jóhannes B. Jóhannesson efstur með 208 stig, Kristján Helgason er i öðru sæti með 198 stig, Ásgeir Ásgeirsson þriðji með 113,5 stig og Jóhannes R. Jóhannesson fjórði með 78 stig. í 1. flokki sigraði Brynjar Valdimarsson en hann náði 106 stiga stuði í einum leik, Bjöm Birgisson varð i öðru sæti og jafnir í 3.-4. sæti urðu Guðbjörn Gunnarsson og Gunnar Hreiðarsson. Jóhannes B. Jóhannesson sigraði á fjóröa forgjafarmótinu sem fram fór um síðustu helgi. Jóhannes, sem náði 127 stiga stuði í einum leik, sigraöi Jónas Norquist í úrslitum, 3-2. -GH Hin 16 ára gamla Anna Kournikova frá Rússlandi er ný stjarna í heimi tennisíþróttarinnar. I gær komst hún auðveldiega áfram í 2. umferð á ástralska meistaramótinu meö því að leggja Katarinu Studenikovu frá Slóvakíu aö velli, 6-2 og 6-1. Reuter Opna ástralska mótiö í tennis: Óvænt hjá körlunum Opna ástralska meistaramótið í tennis hélt áfram í gær og þá var enn verið að keppa í 1. umferð. Flest stóru nöfnin á mcðal kvenfólksins komust greiðlega áfram en inn á milli voru samt óvænt úr- slit að líta dagsins ljós. Af helstu úrslitum má nefna að að franska stúlkan Mary Pierce sigraði Li Fang frá Kína, 6-0, 6-0. Anna Kournikova frá Rússslandi, sem þykir geysilegt efni, sigraði Katarinu Studenikovu frá Slóvak- íu, 6-2, 6-1. Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni sigraði Janet Lee frá Taívan, 6-0, 6-4. Anna Miller frá Bandaríkjunum hafði betur gegn Helenu Sukovu frá Tékklandi í harðri rimmu, 4-6, 7-5 og 6-0. Svissneska stúlkan Martina Hingis átti ekki neinum teljandi vandræðum með Wfltrud Probst frá Þýskalandi, 6-1, 6-2. í karlaflokki lagði Andre Agassi lítt þekktan ítala, 3-6, 7-6, 6-2. Agassi er i dag í 87. sæti á alþjóða styrkleikalistanum. Michael Chang frá Bandaríkjunum sigraði Danann Kenneth Carlsen, 6-3, 7-6, 6-3. Króatinn Goran Ivanisevic, 13. á listanum, tapaði fyrir Hollendingnum Jan Siemer- ink og Thomas Muster, 10. á listnum, tap- aði fyrir ungum Svía að nafni Jan Apell. -JKS BEnEÐTga Sigurður Viðarsson, handknatt- leiksmaöur með Stjömunni, meiddist Ula i leiknum gegn KA á sunnudagskvöldið. Talið er að krossbönd i hné hafi slitnað og reynist svo vera er ljóst að hann leikur ekki meira með Garðbæ- ingum á þessari leiktíð. Sigurvin Ólafsson, knattspyrnu- maðurinn snjalli úr meistaraliði iBV í knattspyrnu, fékk á dögun- um boð frá enska 1. deildar liðinu Wolves um að koma út og æfa með liðinu. Sigurvin hafnaöi þessu boði og bar fyrir æfingar- leysi. Matthias Sammer, þýski lands- liösmaðurinn sem leikur með Dortmund, mun ætla að ákveða innan tveggja mánaða hvort hann þurfi að leggja skóna á hill- una vegna þrálátra meiðsla í hné. Sammer, sem er 30 ára, hefur þurft að gangast undir fjórar að- gerðir á hné og þarf líklega að fara í eina til viðbótar. Olaf Thon, þýski landsliðsmað- urinn í knattspymu sem leikur með Schalke, sagði í viðtali við þýska blaðið Sport Bild í gær að líklega myndi hann enda feril sinn með landsliöinu eftir HMí Frakklandi í sumar. Thon er 31 árs og hefur leikið 42 landsleiki. Kristinn Björnsson, skíðakapp- inn snjalli frá Ólafsfirði, keppir í tveimur svigmótum í Kitzbúhel i Austurriki um næstu helgi sem bæði eru í heimsbikarkeppninni. Alþjóða skiöasambandið ákvað i gær að mótið sem frestað var í Veysconnaz í Sviss í fyrradag yrði á mánudaginn i Kitzbúhel og daginn áður veröur keppt á sama stað samkvæmt mótskrá. Tveir leikir vora í frönsku 1. deildinni í knattspymu í gær. Cannes og Metz skildu jöfn, 1-1, og sömu úrslit urðu í viðureign Marseille og Monaco. Juventus komst í gærkvöld í undanúrslit ítölsku bikarkeppn- innar. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fiorentina á heima- velli í síðari viðureign liðanna en fyrri leikurinn endaði, 2-2. Aðeins 7.500 áhorfendur fylgdust með leiknum 1 Torínó. 1 kvöld mætast Inter Milan-AC Milan og Roma-Lazio og annað kvöld Atalanta og Parma. Allen Iverson leikmaöur Phila- delphia var i gær útnefndur leik- maður vikunnar i NBA-deildinni. Iverson skoraði að meðaltali 25,3 stig i þremur sigurleikjum liðs- ins i síðustu viku, átti 7,6 stoðsendingar og hirti 4,3 fráköst. -GH Sverrir ut - sænska úrvalsdeildarliðið Malmö FF spennt fyrir Eyjamanninum sterka Sverrir Sverrisson, knattspyrnu- maður úr ÍBV, heldur í fyrramálið til Svíþjóðar en sænska úrvalsdeild- arliðið Malmö FF hefur lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir. Forráðamenn liðsins settu sig í samband við Sverri í gær og buðu honum að koma utan en þeir vilja fá leikmann tfl að fylla skarð ung- lingalandsliðsmannsins og miðju- mannsins Christians Karlssonar sem var á dögunum seldur tfl IFK Gautaborg. „Ég mun æfa tvisvar með liðinu og spfla einn leik um helgina og eft- ir það kemur í ljós hvert framhald- ið verður. Á þessu stigi er því Sverrir Sverrisson heldur Svíþjóðar í fyrramáliö. ómögulegt að segja hvað verður en lítist mér vel á liðið og þeim á mig er alveg inni í myndinni að ég geri samning," sagði Sverrir í samtali við DV í gærkvöld. Sverrir gekk til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil frá Leifri og átti mjög gott tímabil. Hann vann sér sæti íslenska landsliðinu og það yrði mikil blóðtaka fyrir Eyjamenn að missa Sverri úr liðinu enda hafa þeir þegar misst Tryggva Guð- mundsson, Guðna Rúnar Helgason og Bjamólf Lárusson. -GH til Liverpool heldur í vonina - Michael Owen skoraöi sigurmarkið gegn Newcastle Leikmenn Liverpool hafa ekki gefið upp alla von um að hampa enska meistaratitlinum í knatt- spymu í vor en liðið vann í gær 1-0 sigur á Newcastle. Það var hinn snjalli Michael Owen sem skoraði sigurmarkið á 17. mínútu með glæsilegu skoti i þverslána og inn. Þetta var þriðja viðureign Liverpool og Newcastle á fáeinum vikum og í öll skiptin hefur rauði herinn haft betur. Liverpool hefur verið á miklum skriði upp á síðkastið og í síðustu sjö leikjum hefur liðið innbyrt 19 stig. Manchester United er sem fyrr i efsta sætinu með 49 stig, Blackbum og Liverpool em meö 44, Chelsea 42 og Arsenal er í fimmta sætinu með 38 stig. í 3. umferð bikarkeppninar vann Reading 2-1 sigur á Cheltenham og mætir Cardiff í 4.umferðinni. -GH m ENGLAND Savo Milosevic, Júgóslavinn í liði Aston Villa, er kominn á sölulista hjá félaginu. Þetta kemur í kjöifar hegð- unar hans i leik VUla gegn Blackburn um síðustu helgi þar sem hann spýtti á stuðningsmenn félagsins. Faustino Asprilla er kominn á ný i herbúðir ítalska liðsins Parma en fé- lagið keypti hann frá Newcastle fyrir 6 milljónir punda í gær. Samningur Asprilla gildir til júní 2001 en ekki er gert ráð fyrir að hann spili með Parma fyrr en eftir 3-4 vikur þar sem hann á við meiðsli að stríða. Kenny Dalglish mun nota þessa pen- inga til að fjárfesta í leikmönnum og ekki veitir af. Líklegt er að hann kaupi Svíann Andreas Andersson en þessi 23 ára gamli framherji hefur ekki náð að festa sig í liði Milan. Dave Jones stjóri Southampton seg- ist ekki vera i nokkrum vafa að Manchester United vinni sinn fimmta meistaratitil á sex árum í vor. „Man.Utd er með besta liðið í Evrópu og við unnum leikinn á mánuaginn bara vegna þess að menn lögðu tvisvar sinnum meira á sig en vepjulega. Paul Williams vamarmaður Cov- entry var dæmdur í eins leiks bann af aganefnd enska knattspymusam- bandsins í gær. Williams átti það á hættu að fá þriggja leikja bann þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að „fella“ Dennis Bergkamp í leik Arsenal og Coventry um síðustu helgi. Chelsea hefur fengið franska mið- vallarleikmanninn Laurent Charvet að láni frá Cannes í sex mánuði. -GH Ikvöld Bikar karla í handbolta: Fram-HK.....................20.00 IBV-Valur...................20.00 Bikar kvenna í handbolta: Stjarnan-lBV................20.00 Víkingur-Grótta/KR..........20.00 2. deild karla í handbolta: Þór A.-Fylkir ..............20.30 1. deild kvenna í körfubolta: Keflavik-ÍS ................20.00 ÍR-KR ......................20.00 1. deild karla í körfubolta: Selfoss-Stjaman ............20.00 Barcelona að gefa eftir í baráttunni - liðið reynir á ný við Steve McManaman hjá Liverpool Jim Mcllvaine og félagar í Seattle fengu óvæntan skell gegn Dallas í nótt, i annaö skiptið í vetur. NBA-deildin í nótt: Seattle skellt - tapaði aftur fyrir Dallas Seattie er af mörgum taliö besta með Cleveland, skoraði 31 stig og lið NBA á þessu tímabili. Samt tap- tók 20 fráköst. En stórleikur hans aði liðið í nótt öðru sinni fyrir hvarf í skuggann í lokin þegar Dallas í vetur, nú 107-98 í Texas. Kenny Anderson skoraði sigurkörfu Þetta var aðeins 7. sigur Dallas á Portiand, 84-86, um leið og leikur- tímabflinu og annar í síðustu 22 inn var flautaður af. leikjunum. Litháinn Zydrunas Ilgauskas hjá „Loksins héldum við okkar hlut í Cleveland hélt landa sínum og fyrir- síðasta leikhluta," sagði Don Nel- mynd, Arvidas Sabonas hjá Port- son, þjálfari Dallas, en lið hans land, niðri í leiknum. Mikill fjöldi missti niður 24 stiga forskot gegn Litháa mætti á leikinn til að sjá slag Minnesota á lokakaflanum um síð- þeirra. ustu helgi. Vlade Divac, miðherjinn öflugi Úrslitin í nótt: hjá Charlotte, var skorinn upp Atlanta-Milwaukee .... 103-93 vegna meiðsla á fæti í gær og verð- Henderson 18, Mutombo 16, Laettner 15 - ur frá keppni í 6-8 vikur. Brandon 22, Hill 13, Allen 13. ; . . . cieveiand-Portiand .... 84-86 Webber i vondum malum Kemp 31, Ilgauskas 14, Henderson 12 - Chris Webber, lykflmaður Wash- Rider 24, Wallace 17, Trent 15. ington, var handtekinn fyrir hrað- Dallas-Seattle........ 107-98 akstur á leið á æfingu í gærkvöld. Strickland 30, Finley 29, Reeves 14 - Webber var skilríkjalaus, svaraði Schrempf 21, Payton 20, Baker 19. spumingum seint og illa og sló til Vancouver-Denver ......... 88-77 lögregluþjóns sem opnaði bflhurð- Rahim 24, Mack 16, Daniels 10 - L.Ellis ina. í bíl hans fannst marijúana og 21, Battie 17, Washington 14. telið var ljóst að hann væri í vímu. Golden State-Phoenix .. 69-87 Webber var fluttur í handjámum á Marshall 23, Smith 13, Foyle 7 - Chapm- lögreglustöð en var sleppt nokkru an 22, Manning 16, Kidd 13. síðar. Hann á dóm yfir höfði sér en þau brot sem hann var handtekinn Anderson stal senunm fyrir gætu varðaö allt að tíu ára Shawn Kemp átti sinn besta leik fangelsi. -VS NBA-DEILDIN Austurdeild Indiana 26 11 70,3% Chicago 28 12 70,0% Atlanta 26 13 66,7% Miami 24 14 63,2% Charlotte 23 16 59,0% Cleveland 22 16 57,9% New York 22 16 57,9% New Jersey 22 17 56,4% Washington 21 20 51,2% Orlando 20 21 48,8% Detroit 18 20 47,4% Milwaukee 18 22 45,0% Boston 17 21 44,7% Philadelphia 13 23 36,1% Tbronto 6 33 15,4% Vesturdeild Seattle 32 9 78,0% LA Lakers 30 9 76,9% Utah 26 12 68,4% Phoenix 25 12 67,6% San Antonio 27 13 67,5% Minnesota 22 16 57,9% Portland 22 16 57,9% Houston 18 18 50,0% Sacramento 17 23 42,5% Vancouver 11 30 26,8% LA Clippers 10 31 24,4% Golden State 7 30 18,9% Dallas 7 32 17,9% Denver 2 36 5,3% Undanúrslitin í bikarkeppni HSI í kvöld: Fram og ÍBV í úrslit - segir Kristján Arason, þjálfari FH Undanúrslitin í bikarkeppninni í handknattleik fara fram í kvöld. í Eyj- um tekur ÍBV á móti Val og í Safa- mýrinni mætast Fram og HK. DV sló á þráðinn til Kristjáns Arason- ar, þjálfara FH- inga, og bað hann að um að spá fyrir um leikina í kvöld. sagði Heimavöllurinn ræöur úrslitunum „Ég held að Eyja- menn hafi betur gegn Val. Það er mikil stemning í Eyjum fyrir bik- amum og Eyjalið- Hvaö ið hefúr verið að spfla vel að und- anfómu á meðan Valsmenn eiga að geta spilað mun betur en þeir hafa verið að gera. Sigmar Þröstur er mik- ill stuðkarl og hann á eftir aö reynast Valsmönnum erfiöur í þessum leik. Eyjamenn em gríðarlega sterkir á sínum heimavelli og þeir tapa ekki oft þar og ég held að hann eigi eftir að ráða úrslitum i þessum leik í lokin gerir Siggi Sveins mörk gegn Fram íkvöld? sem verður jafn og spennandi, Kristján. Fram og HK mætast öðm sinni á nokkrum dögum en á sunnudagskvöldið gerðu HK-menn sér lítið fyrir og lögðu Framara á heimavelh sínum í Kópavogi. Tapiö var aövörum fyrir Framara „Sá leikur var ákveðin brotiending fyrir Fram eftir að liðið hafði verið á mikilli sigurbraut. Tapið í þeim leik var aðvörun fyrir leikmenn Fram svo ég held að þeir rifi sig upp og vinni leikinn. Heimavöllur Framara er mjög sterkur og þeir hljóta að að ætia sér að stöðva Sigurð Sveins sem kemur sífellt á óvart. Ég hef trú á að Framarar spfli vöm sína mun framar en í síðasta leik og reyni þannig að hefta Sigurð. Fyrirfram er Fram talið sterkara liðið á pappírunum en HK- liðið hefur leikið vel eftir jólafríið og Framarar þurfa að hafa mikið fyrir sigrinum," sagði Kristján. -GH morg Forráöamenn Barcelona eru ekki ánægðir með gengið á liðinu í und- anfömum leikjum. Liðið hóf tíma- bilið með glæsibrag og hafði framan af alla möguleika til að taka góða forystu. Á síðustu vikum hefur bfl- ið á erkifiendurna í Real Madrid minnkað stöðugt og nú er svo kom- ið að Real er komið upp að hælum Barcelona, reyndar kannski aðeins tímabundið, því Barcelona á leik til góða. Frammistaða liðsins i meist- aradefld Evrópu olli enn fremur miklum vonbrigðum. Það sem valdið hefur mönnum á Spáni miklum heilabrotum er að Barcelona er að glopra niður unn- um leikjum í tap. Það síðasta í þeim efnum er þriggja marka forysta liðs- ins gegn Valencia á heimavelli í fyrrakvöld en hún hvarf eins og dögg fyrir sólu og Valencia svaraði með fiórum mörkum í röð og tryggði sér óvæntan sigur. Úr því sem komið er stefnir ótvi- rætt í hörkueinvígi risanna í milli en þeir hafa báðir verið að leika illa að undanfórnu. Real Madrid hefur ekki þótt leika sannfærandi og var launheppið að sigra í leik sinum gegn Salamanca á heimavelli um síðustu helgi. Hollenski þjálfarinn Louis Van Gaal hjá Barcelona hefur að vonum sætt gagnrýni og ekki var lát á henni eftir tapið í fyrrakvöld. Fyrir síðustu helgi voru þær sögusagnir á kreiki að honum stæði tfl boða að taka við hollenska landsliðinu en hann aftók með öllu að hann væri á Hinn marksækni Luis Enrique Martinez sækir aö Andonio Zubizarreta, markveröi Valencia, en hann varöi mark Börsunga í mörg ár en gekk i raöir Valencia fyrir tveimur árum. Allt virtist leika í lyndi hjá Barcelona ( umræddum leik og liöiö náöi þriggja marka forystu. Hún reyndist aöeins skammgóöur vermir. Mynd Reuter förum frá Barcelona. Hann sagðist við fréttamenn ætia að vinna að sínum markmiðum en þau væru að Barcelona ynni spænska meistaratitilinn í vor. Áhangendur Barcelona lýstu yfir vonbrigðum með liðið sitt i fyrra- kvöld og bauluðu á sina menn þeg- ar þeir gengu hnípnir af velli. Steve McManaman á leiö til Liverpool? Ljóst er að forráðamenn Barcelona ætla ekki að sitja með hendur í skauti heldur er ætiun þeirra að vinna úr þeim leikmanna- hópi sem fyrir hendi er í dag. Ekki er hægt að kaupa leikmenn úr þessu því markaður fyrir slík við- skipti lokaðist 15. janúar á Spáni. í gær bárust þær fréttir frá Katalóníu að félagið væri á nýjan leik á höttunum eftir enska lands- liðsmanninum hjá Liverpool, Steve McManaman, og raunar lýsti tals- maður Barcelona því yfir að þeir væru mjög bjartsýnir á að McMana- man myndi koma til liðsins en það yrði þó ekki fyrr en eftir þetta tíma- ' bfl. Steve McManaman sagði í gærkvöld að enginn fótur væri fyrir þessari frétt en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Stjómendur Liverpool vildu ekki heldur kannast við þennan frétta- flutning. McManaman átti á sl. sumri viðræður við Barcelona um hugsanlega félagaskipti en ekkert varð þá af þeim. Ef af þessum kaupum yrði er rætt um að Barcelona þurfi að reiða fram um 12 milljónir punda. Þess má geta að samningur McManaman við Liverpool rennur út eftir lok næsta tímabils. Varaforseti Barcelona sagði í gær félagið væri einnig á eftir hollenska landsliðsmanninum Philip Cocu hjá PSV Eindhoven sem þykir í hópi bestu knattspymumanna í Hoflandi í dag. -JKS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.