Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 Fréttir Sviptingar i nýrri skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna: Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meirihluta - stööugt fleiri nefna sameinað framboð vinstri flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á Alþingi ef gengið yrði til þingkosninga nú, á meðan stjómarandstöðuflokkamir myndu tapa verulegu fylgi. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar DV á fylgi flokk- anna sem gerð var um síðustu helgi. Ekki var spurt sérstaklega um sameiginlegt framboð vinstri flokkanna en engu að síður nefna stöðugt fleiri kjósendur þann val- kost. Virðist það hafa töluverð áhrif á fylgi stjómarandstöðuflokk- anna. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns, jafnt skipt á milli kynja sem og höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Eftirfarandi spuming var lögð fyrir kjósendur: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 9,6 prósent styöja Alþýðuflokk- inn, 18,3 prósent Framsóknarflokk- inn, 50,6 prósent Sjálfstæðisflokk- inn, 12,1 prósent Alþýðubandalagið, 0,1 prósent Þjóðvaka, 2,3 prósent Kvennalistann og 6,9 prósent ætl- uðu að styðja sameiginlegt framboð vinstri flokkanna. Miðað við síðustu könnun DV í október sl. hefur fylgi Alþýðuflokks- ins dalað um 6,5 prósentustig, Fram- sóknarflokkurinn bætt við sig 1,3 prósentustigum, fylgi Sjálfstæðis- flokksins aukist um 5,1 prósentu- stig, Alþýðubandalagið misst 2,6 prósentustig, Þjóðvaki staðið í stað við botninn, Kvennalistinn tapað 1,9 prósentustigum og sameiginlegt vinstra framboð bætt hlutfallslega mestu við sig, eða 4,6 prósentustig- um. \ Af úrtakinu öllu sögðust 6,2 pró- sent ætla að styðja Alþýðuflokkinn, 11,8 pirósent Framsóknarflokkinn, Fylgi flokka - miöað við þá sem tóku afstööu - 150,6 SKOÐANAKÖNNUN DV ■ DV 26/2 '97 □ DV 5/10 '97 ■ DV 7/2 '98 6,9 2j6.4,22,3 q 2,31| Sam. v.fl. 0101 32,4 prósent Sjálfstæðis- flokkinn, 7,8 prósent Al- þýðubandalag- ið, 0,1 prósent Þjóðvaka, 1,5 prósent Kvennalistann og 4,4 prósent sameinað fram- boð. Fleiri taka afstöðu í könnuninni voru 28,3 pró- sent aðspuröra óákveðnir í af- stöðu sinni til flokkanna og 7,7 prósent Skipan þingsæta f — samkvæmt fvlgishlutfalli í könnuninni — SKOÐANAKÖNNUN DV — samkvæmt fylgishlutfalli í könnuninni - 30 30 ■ 33 ■ DV 26/2 '97 □ DV 5/10 '97 ■■ DV 7/2 '98 Æ Helgarferðir til íslands: Einnar nætur gaman „Við sjáum eina og eina umsókn í þessa veru,“ sagöi Jóhann G. Jó- hannsson, forstöðumaður Útlend- ingaeftirlitsins, í gær þegar DV spurði hann hvort farið væri að bera á því að erlendir karlmenn þaðan sem vegabréfsáritunar er krafist sæktu hingað í leit að skemmtunum og félagsskap ís- lenskra kvenna. Jóhann vildi ekki segja að um stórvaxandi straum umsókna er- lendra karlmanna í gleðiferðum væri að ræða. Fólk í ferðaþjónustu kveðst verða vart vaxandi fjölda erlendra karlmanna sem koma hingað í helgarferðir og styttri feröir í þeim tilgangi að skemmta sér. Þessum ferðamönnum hefur fjölgað eftir að auglýsingar fóru að birtast erlendis um fjörugt skemmtanalif á íslandi, bæði aug- lýsing sem birt var í Svíþjóð fyrir nokkrum árum af þremur létt- klæddum ungum stúlkum saman í einni lopapeysu og nýleg auglýsing í Bandaríkjunum um One night stand eða einnar nætur gaman. Málið virðist viðkvæmt því að ferðaþjónustuaðilar voru ófúsir til að ræða málið við DV undir nafni. Einn þeirra sagði að sér fyndist að með markaðssetningu fegiirðar náttúrunnar og kvenfólksins væri í raun verið að markaðssetja ís- lenskt kvenfólk meö svipuðum hætti og ferðaþjónustan í Tælandi og fleiri löndum hefði gert. -SÁ vildu ekki svara spurningunni. Heldur fleiri taka afstöðu nú en í síðustu könnun í október sl. og miklu fleiri en í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Sé þingsætum skipt á milli flokka fengi Alþýðuflokkur 6 þing- menn, fjórum færri en í síðustu könnun og tveimur færri en í kosn- ingunum vorið 1995. Framsóknar- flokkur fengi 11 þingmenn líkt og í siðustu könnun en fjórum færri en þeir hafa í dag. Framsókn væri næst því að ná inn 12. manni á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 33 þing- menn kjörna, eða hreinan meiri- hluta á Alþingi. Það er fjölgun um þrjá frá síðustu könnun og átta fleiri en flokkurinn hefur i dag. Al- þýðubandalagið fengi 8 þingmenn, jafnt einum færri en í októ- berkönnuninni og hann hefur á þingi. Þjóðvaki fengi sem fyrr engan þingmann, Kvennalistinn 1 þingmann á móti þremur sem hann hefur í dag og loks fengi sameiginlegt framboð vinstri flokkanna 4 þing- menn kjörna, samanborið við einn í síðustu könnun. Karlar hallast að Alþýðu- bandalaginu Þegar afstaða kjósenda er skoð- uð eftir búsetu hefur á ný opin- berast það mikla fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur á landsbyggðinni. Ríflega 70 prósent framsóknarmanna koma af landsbyggðinni. Einnig kemur í ljós mun sterkari staða Alþýðubanda- lagsins á landsbyggðinni en áður um leið og Alþýðuflokkurinn nýtur meira fylgis á höfuðborgarsvæðinu. Skiptingin eftir búsetu er nokkuð jöfn hjá Sjálfstæðisflokknum. Séu svörin skoðuð eftir kynjum vekur það athygli aö Alþýðubanda- lagið, með -Margréti Frímannsdótt- ur í formannsstóli, virðist höfða mun meira til karla en kvenna. Einnig er það athyglisvert að þriðj- ungur stuðningsmanna Kvennalist- ans er karlar. Hjá öðrum flokkum er skiptingin mun jafnari á milli kynja. -bjb 1 1 „ 1 0j_________ Sam. v.fi. Stuttai fréttir dv Of háir skattar Sjö af hverjum tíu telja að skattar séu of háir, samkvæmt Gallupkönnun sem gerö var fyr- ir Viðskiptablaðið. Þvl tekju- lægra sem fólk er þeim mun óá- nægöara er það með skattpín- inguna. Heimssýning Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Hall- dórs Ásgríms- sonar um að staðfesta þátt- töku í heims- sýningunni í Hannover árið 2000. Yfir- skrift sýning- arinnar verð- ur: Mannkyn, náttúra, tækni. Bankafélag í flug Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hefur keypt um 20 milljóna króna hlut í íslands- flugi, eða um þriðjung þess hlutafjár sem var í boði og á nú 10,3%. Viðskiptablaðið sagði frá. Án starfsleyfis Götusmiðjan, sem sett var á götuna nýlega, sótti aldrei um starfsleyfi. Afbrotamenn héldu til í henni meðan hún starfaði í kring um jólin, átök áttu sér stað þar sem menn brugðu hnif- um. RÚV sagði frá. Þróunarfélagið ofan á Þróunarfélagið skilaði 605 milljóna kr. hagnaði á liðnu ári. Raunávöxtun hlutabréfa nam um 45%. Viðskiptablaðið segir frá. Fékk ekki kvóta Héraðsdómur hafhaði því að Valdimar Jó- hannesson fengi afhentan fiskveiðikvóta. Dómurinn tel- ur að kvóta- kerfið sé í al- mannaþágu og brjóti ekki gegn jafnræði og atvinnufrelsi. Stöð 2 sagði frá. Iðnó leigt Borgarráð hefur samþykkt leigusamning um Iönó við Iðnó ehf. Iðnó ehf. er hlutafélag í eigu veitingaliússins Við Tjörnina og Leikfélags íslands. Útför skáldsins Útför Halldórs Laxness verður frá Landakotskirkju á laugardag kl. 13.30. Útvarpað og sjónvarpað verður frá útfórinni, sr. Jakob Lolland jarðsyngur og sr. Gunn- ar Kristjánsson prófastur flytur minningarorð. Margrét vinsælust Margrét Oddsdóttir fékk fjög- ur atkvæði hjá Útvarpsráði til framkvæmdastjórastöðu Út- varpsins. Næstflest atkvæði, eða þrjú, fékk Halldóra Ingvadóttir. Morgunblaðið sagði frá. Ekkert eldgos í nánd Ragnar Stefánsson jarðeðlis- fræðingur segir í fréttatilkynn- ingu frá Veð- urstofu að ekk- ert bendi til þess að eldgos á Reykjanesi, hvað þá í Norðurbænum í Hafnarfirði, sé í aðsigi. „Spámaður" hefur dreift flugriti um að svo sé. Rúpían kyrr Gengi rúpíunnar, gjaldmiðils Indónesíu, stóð í stað eftir stökk- ið í fyrrinótt og var í morgun enn 7.900 gagnvart dollar. Ringitið í Malasíu steig um 3,46%. Aðrir gjaldmiðlar stigu lítillega utan þess að kóreska vonnið féll um 1,06%. Bónorð um samstarf Samþykkt miðstjómar Al- þýðubandalagsins um auðlinda- gjald er í raun bónorð um sam- starf við stjómarflokkana, að sögn utanríkisráðherra í Sjón- varpinu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.