Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 Neytendur________________________________________ Verölækkanir hjá Bensínorkunni og ÓB: Bensínstríð í fullum gangi Bensínstöðvar CB - Orkunnar og ÓB á höfuöborgarsvæöinu o Vlð Hagkaup, Eiðlstorgi fÉÍÉlÍMflRBp itjPp 1 Á Snorrabraut Við Starengi Við Bonus. Verð á bensíni Skemmuvegi - 95 oktan - ÓB 69 kr. lítrinn Við Arnarsmára á Snorrabraut 70,80 kr. á öörum st. ÓB Orkan 66 kr. lítrinn i? Við Fjarðarkaup j • j' ' og á Melabraut Verðstríð geisar þessa dagana á milli ÓB-bensínstöðvanna og Bens- ínorkunnar. Stríðið hófst síðastliðinn laugar- dag þegar ÓB auglýsti sjö króna af- slátt af bensínlítranum í sjö daga vegna opnunar nýrrar ÓB-stöðvar við Snorrabraut. Bensínorkan svaraði þessarri lækkun með því að lækka bensín- lítrann hjá sér um tíu krónur. Að sögn Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Bensínorkunn- ar, gildir tíu króna lækkunin hjá Bensínorkunni um óákveðinn tíma. Lítrinn af 95 oktana bensíni kost- ar nú 66 krónur hjá Bensínorkunni. Ekki er veittur afsláttur á 98 oktana bensíni hjá Bensínorkunni enda segir Gunnar að um 95% af því bensíni sem þar sé selt sé 95 oktana bensín. Hvernig nota á sjálfsaf- greiðsluna Að sögn Gunnars hefur orðið mikil söluaukning hjá Orkunni eft- ir lækkunina og örtröð myndast við bensínstöðvarnar sem allar eru sjálfsafgreiðslustöðvar. Það er því mikilvægt að afgreiðsla bensínsins ganga hratt og örugglega fyrir sig. Hægt er að nota alla seðla nema flmm þúsund króna seðla auk debet- og kreditkorta. Ef seðlar eru notaðir þarf fram- hlið þeirra að visa upp og hvíti kantur seðlanna þarf að vísa að rauf sjálfsalans. Ef óskað er eftir kvittun er það gert eftir að sjálfsalinn hefur mót- tekið seðlana. Síðan er sú dæla sem bíllinn stendur við valinn og bens- íni dælt. Ef ekki er hægt að nýta alla upphæðina sem sett var í sjálfsalann prentast út mismunar- nóta sem innleysa má í Hagkaupi eða Bónusi. Ef kort eru notuð þarf fólk að slá inn leyninúmer kortsins, svokallað PIN-númer. Ef umbeðin heimild nýt- ist ekki að fullu skuldfærist einung- is sú upphæð sem tekið var fyrir. Áfram lágt hjá ÓB Á meðan á tilboði ÓB stendur kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 69 krónur á nýju ÓB-stöðinni við Snorrabraut en 70 krónur og áttatíu aura á öðrum ÓB-stöðvum. Ekki er hægt að kaupa 98 oktana bensín hjá ÓB. Að sögn Thomasar Möller, mark- aðsstjóra Olís sem er í forsvari fyr- ir ÓB-stöðvunum, mun verðið á bensínlítranum haldast lágt eftir að sjö daga tilboðinu lýkur næsta laug- ardag. „Ég geri ráð fyrir að þá verði fjögurra til fimm króna afsláttur af bensínlítranum og því hækki hann bara um tvær til þrjár krónur frá tilboðinu. Viðtökur almennings við þessu tilboði hafa verið hreint og beint ótrúlegar. Langar biðraðir voru við stöðina á Snorrabraut um helgina og á þremur dögum erum við búin að selja u.þ.b. mánaðar- skammt af bensíni á ÓB.“ Aöstoð fyrstu vikuna ÓB-stöðvarnar eru ómannaðar eins og stöðvar Bensínorkunnar. Starfsmaður ÓB mun þó verða við sjálfsalann á Snorrabraut fram á laugardag milli kl. 9 og 17 til að kenna fólki á sjálfsalann. Að öðru leyti gilda svipaðar regl- ur um sjálfsafgreiðslu á báðum stöðvunum. Bensínstöðvar ÓB á höfuðborgar- svæðinu eru nú fimm talsins. Þær eru við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Melabraut í Hafnarfirði, Arnar- smára í Kópavogi, Starengi í Grafar- vogi og við Domus Medica við Snorrabraut. Auk þess er ÓB-stöð við Brúartorg í Borgamesi. Bensínorkan rekur tvær stöðvar á höfborgarsvæðinu og eina á Akur- eyri. Þær eru við Bónus á Skemmu- vegi í Kópavogi, við Hagkaup á Eiði- storgi og við Hagkaup á Akureyri. -glm Örtröð hefur verið á bensínstöövum ÓB og Bensínorkunnar síðustu daga. Þing. hlutabréfa Eimskip Olíufélagið Flugleiðir Skeljungur Marel Tæknival Stig N D J F __ ----------TO sandkorn Dagar Árna... I nýrri skoðanakönnun DV reyndist R-listinn hafa náð for- skoti á D-listann. Ámi Sigfús- son, oddviti sjálfstæðismanna, vill lítið gera með þessa niðurstöðu og segir að R-listinn hafi átt síðustu vik- ur vegna umræð- unnar um prófkjör þeirra. „Þetta eru þeirra dagar og niðurstaðan kem- ur því ekki á óvart,“ sagði Ámi við DV. Þetta kann að vera rétt mat hjá honum og hugsanlega vinnur D- listinn borgina i vor. Fari hins vegar svo að R-listinn haldi velli er jafnljóst að þar meö verða dag- ar Árna í pólítík taldir... Gunnar keisari Eins og vænta mátti vann Gunnar I. Birgisson yfirburða- sigur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann var hinn eini sem náði bindandi kosningu. Gunnari er ahnennt þakkað hversu góð staða flokksins er i Kópavogi. Honum er jafnframt talið til tekna að hafa snúið við orðstír Kópavogs en þangað flykkist nú fólk. Þinglisti sjálfstæðismanna í kjör- dæminu er hins vegar talinn veik- ur þrátt fyrir góða stöðu flokksins þar. Margir vilja því að Gunnar gefi kost á sér í prófkjör til Al- þingis. Nánir stuðningsmenn hans segja að leiði hann flokkinn til góðs sigurs I Kópavogi verði hann einfaldlega settur á þing, hvort sem hann vill eða ekki. Þess má geta að hálfbróðir hans, Krist- inn H. Gunnarsson, situr á þingi fyrir Alþýðubandalagið... Æfir stuðningsmenn Meðal þátttakenda í prófkjöri Reykjavíkurlistans gengur nú mappa með niðurstöðum hvers einasta kjörseðils úr prófkjörinu, að sjálfsögðu án nafns. Þar geta menn séð hvernig nafnlausir þátttak- endur, sem kusu tiltekinn fram- bjóðanda í fyrsta sætið, kusu í næstu sæti. Stuðningsmenn Árna Þórs Sigurðsson- ar, fráfarandi borgarfúlltrúa, era æfir yfir niðurstöðunni. Mappan sýnir nefhilega að af þeim 1350 sem kusu Guðrúnu Ágústsdótt- ur í fyrsta sætið kusu ekki nema 350 Árna Þór i annað sætið. Þetta telja þeir benda eindregið til þess að menn í innsta hring Guðrúnar hafi beitt sér fyrir því að stuðn- ingsmenn hennar sneiddu alger- lega hjá Árna. Hann studdi hins vegar Guðrúnu í þeirri góðu trú að þau væru að vinna saman... Skagfirskar ástir Margir sjálfstæðismenn í Skagafirði eru gramir vegna til- lögu sem kom fram á fundi þeirra á Sauðárkróki á dögunum um að leitað yrði eftir sameiginlegu fram- boði þeirra og Framsóknarflokks- ins. Sá sem bar upp tillöguna var Haraldur Jó- hannsson á Enni í Viðvíkursveit. Einn þeirra sem fannst hugmyndin kóngur skagfirsku Geirmundur Valtýsson. Það dugði þó ekki til því tillagan hlaut lítinn hljómgrunn. Meðal þeirra sem ekki voru kátir yfir hug- myndinni var þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, séra Hjálmar Jónsson... Umsjón Reynir Traustason góð var sveiflunnar, Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.