Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Side 10
io menning
MIÐYIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 JjV
Ágústína Jónsdóttir.
Einar Már Guðmundsson.
Fimm tilnefningar í bókmenntum
Húmor, ljóðræna og spenna
„Við erum afar montnar af því að svona
margar stelpur skyldu komast með,“ segir
Gerður Kristný um tilnefningar til DV-verð-
launanna í bókmenntum. Þrjár bækur eftir
konur eru tilnefndar og tvær eftir karla.
Nefndin byrjaði á að velja úr útgefnum bók-
um síðasta árs um það bil helming sem þau
lásu öll og ræddu á fundum sínum. Fáeinar
bækur flökkuðu inn og út af listanum en góð
samstaða varð um hann að lokum.
- Var þetta erfitt verk, Gerður Kristný?
„Við þurftum að halda vel á spöðunum en
fyrir þann sem hefur gaman af bókum er
þetta einstaklega skemmtilegt verkefni."
Þessar bækur hlutu
tilnefningu:
Elskan mín ég dey
eftir Kristínu Ómarsdóttur:
Elskan mín ég dey fjallar um eftirlætisefni
Kristínar, dauðann og ástina. Sagan segir frá
stórri íjölskyldu þar sem sumir eru lifandi, aðr-
Kristín Ómarsdóttir.
ir dánir og enn aðrir
að fara að deyja. í
meðförum Kristinar
verður dauðinn eftir-
sóknarvert og bráð-
skemmtilegt hlut-
skipti. Hún kann þá
list aö umvefja ógn-
vænlega atburði hlýju
og kímni, gerir það
undarlega eðlilegt,
sorgina að gleði og
gæðir ljótleikann feg-
urð. Furðulegur
húmor og kostulegur
söguþráður gera þetta
að hennar besta verki
til þessa.
Guöbergur Bergsson.
Faðir og móðir og
duhnagn berns-
kunnar
eftir Guöberg
Bergsson:
Höfundur ferðast á
bernskuslóðir sínar í
Grindavík og stefnir
saman litla dregnum
Guðbergi og full-
orðna Guðbergi sem
saman reyna að
muna, skilja og skil-
greina. Fortíðin rís
úr djúpinu í þeirri
mynd sem tilfinning-
in litar ekki síður en sannleikurinn. Útkoman
•er einlæg og áhrifamikil frásögn af daglegu
amstri hversdagsfólks og
samskiptum barna og
foreldra sem eru ekki
alltaf eins og minnið
helst vildi hafa þau. Hér
mætast skemmtilegustu
höfundareinkenni Guð-
bergs: húmor, leiftrandi
stíll og næmt auga fyrir
undarlegheitum mann-
lifsins.
Lífakur
eftir Ágústínu
Jónsdóttur:
Ágústína spinnur
ljóðavef sinn úr finlegum
þráðum myndmáls og tilfinninga. Tengsl nátt-
úrumynda og kennda eru því áberandi i ljóðum
hennar og ljóðaveröld hennar er heilsteypt.
Kvæðin einkennast af naumum ljóðstíl sem er í
senn hljóðlátur, viðkvæmur og ljóðrænn en
kveikir með lesanda ljúfsárar kenndir. Útlit
bókarinnar er óvenju glæsilegt en það er hann-
að af höfundi sem einnig er myndlistarmaður.
Þórunn Valdimarsdóttir.
Fótspor á himnum
eftir Einar Má Guómundsson:
Fótspor á himnum er ættarsaga úr Reykjavík.
Meginviðfangsefni verksins er fátæktin og erfið
lífsbarátta íslenskrar alþýðu á fyrri hluta þess-
arar aldar. Sagt er frá þeim mörgu og smáu sem
voru vélarafl sögunnar. Þeir stíga ljóslifandi
fram á sjónarsviðiö sem eftirminnilegar persón-
ur í þjáningu sinni og kvöl svo og barnslegri
hlýju og ást. Textinn mótast af sterkustu höf-
undareinkennum Einars, hugarflugi og ljóðræn-
um stíl.
Alveg nóg
eftir Þórunni Valdimarsdóttur:
Spennandi og dramatísk saga um tveggja
barna móður sem hverfur á vit óvissunnar í von
um betri tíma. í nýju landi kynnist hún
allsnægtum og
eldheitri ást en
einnig efasemd-
um, ótta og botn-
lausri sorg. Heit-
ar tilfinningar og
sterk samlíðunar-
kennd einkennir
textann sem er í
senn átakanlegur
og ólgandi af lífs-
gleði. Sekt, sak-
leysi, vonir og
vonbrigði - allt
er þetta spunnið
saman af innsæi
svo úr verður
sannfærandi og grípandi saga af nútímakonu í
leit að lífsfyllingu.
í verðlaunanefnd DV um bókmenntir sátu
Gerður Kristný, rithöfundur og blaðamaður,
Sigríður Albertsdóttir gagnrýnandi og Skafti Þ.
Halldórsson gagnrýnandi.
Yen, dollarar, pund, mörk og krónur
Leikprufur í Borgar-
leikhúsinu
1 Ungt fólk, takið eftir!
1 Um helgina, nánar tiltekið
: 14.-17. febrúar, verða haldnar
j söng-, dans- og leikprufur í Borgar-
leikhúsinu þar sem sérstaklega
í verður leitað að ungu hæfileika-
fólki, 16 ára og eldra. Til stendur
j að setja upp söngleikinn Grease í
• sumar en sem kunnugt er gerist
hann í menntaskóla og fjallar um
j ungar ástir sem ganga svona og
svona.
Fyrirhugað er aö frumsýna Gre-
1 ase á stóra sviði Borgarleikhússins
! í júnUok og á Kenn Oldfield að
i setja hann upp. Síðasti smeUur
: hans hér á landi var Galdrakarlinn
í Oz. Jón Ólafsson mun annast tón-
j listarstjóm.
Og þá er bara
j að bursta
dansskóna
1 og
ræskja
sig vel,
' krakk-
. ar...
Olivia
Newton
John og
John Travolta
léku aðalhlutverkin í hinni geysi-
vinsælu bíómynd, Grease, 1978. Á
íslandi gengu þau undir nöfnunum
Ólafía níutíutonn og Jón til trafala.
:
Færeyskir tónlistar-
menn í heimsókn
Tónlistarfélagið í Færeyjum hef-
ur skipulagt tónleikaför tveggja
kunnra þarlendra tónlistarmanna
tU íslands og Danmerkur. Þetta
eru píanóleikarinn Jóhannes
Andreassen, sem hefúr haldið tón-
leika víða um lönd og leikið inn á
hljómplötur, og fiöluleikarinn
Ossur Bæk.
Félagarnir halda tvenna tón-
leika á íslandi. Þeir fyrri eru í Tón-
listarskólanum í Keflavík þriöju-
daginn kemur, þeir síðari í Nor-
ræna húsinu að kvöldi miðviku-
dagsins 18. febrúar kl. 20.30. Þeir
félagar ætla að leika verk eftir
Mozart, Stravinsky og Brahms.
Að reykja eða ekki
Félagar í Stoppleikhópnum hafa
nú farið um allt land með leikritið
Á-kafi eftir Valgeir Skagförð og
sýnt það unglingadeUdum grann-
skóla. Um 8.000 ungmenni hafa séð
verkið og nú er röðin komin að
höfúðborgarsvæðinu. Þau byrja í
Kópavogi í dag, verða í Hafnarfirði
á morgun og í Seljaskóla í Reykja-
Frómur maður gaf íslenskum tímaritum nafn
fyrir ahþónokkru. Hann kaUaði þau kláðarit.
Nafngiftin byggðist á því að efni blaðanna vekti
langanir hjá lesendum sem aðeins brot þeirra
gat fullnægt broti af. Sala blaðanna var háð
draumhyggju kaupandans. Hún fylgir svo aftur
súluriti þorskstofnsins. Maðurinn er nefnUega
ekki veruleikafirrtari en svo að hann dreymir
jafnvel í samræmi við stööu þjóðarbúsins.
Til að mæta draumhruni lesenda urðu kláða-
ritin að snúa við blaöinu. Greinar um hluti viku
fyrir greinum um fólk. Viðtölin voru ekki að-
eins við fegurð, frægð og fé heldur fengu snauð-
ir inni líka. Þannig buðu blöðin blandaðan mat-
seðU þar sem mannlegi þátturinn var meðlæti
allra rétta.
Nú ertu þau ekki eingöngu, heldur veittu líka
huggun.
Úr þessum garði átti enginn von á að upp
sprytti tímarit sem skapaði sér eigið tegundar-
heiti; sníkilrit. Þau höfðu lengi verið tU í útlönd-
um, en menn vUdu trúa að hér væri hvorki
markaður né andrúmsloft fyrir þau. Rangt. Séð
& Heyrt er eitt mest selda tímarit landsins.
Sníkilrit einkennast af fréttum af einkalífi
fólks sem er hinum almenna lesanda svo fjar-
stætt að hann getur enga samsömun fundið með
viðkomandi. Ennfremur greinir fréttin yfirleitt
frá atburði í lífi ofurstjömunnar sem hefur eng-
in áhrif út fyrir veggi heimilis hans/hennar.
Hún vekur ekki forvitni og seður heldur enga,
því bæði upphaf og endi vantar, það birtast að-
Fjölmiðlar
Auður Haralds
eins skyndimyndir sem aldrei raðast saman í
lifandi manneskju með mannleg einkenni, sem
þá væri orðin eins og við hin. Tegundarheitið
kemur tU af því, að ritið er sníkill á einkalifi
viðfangsefna sinna, á meöan lesandinn reynir
að lifa í háskalegri hæð Í gegnum þá sem hafa
náð upp tU stjamanna.
S&H reynir þó að gera betur. Það er vits-
munalegt viðtal í síðasta hefti við Guðrúnu Ás-
mundsdóttur, leikkonu og leikritahöfund, en af
ótta við að fæla lesendur frá er fyrirsögnin „Ég
hef elskað of oft!“ Viðtalið fjallar ekki um ásta-
mál hennar og þaðan af síður fjöllyndi.
Mat blaðsins á hugarástandi þjóðar lýsir sér í
öðrum fyrirsögnum. „Gæti orðið miUjóner" um
skíðaiðkanir, „mikla peninga" um söngleik,
...gerir engan ríkan“ um djass, „miUjarðamær-
ingur“ í sagtenntri, rauðri bólu hjá Oprah Win-
frey, sem fær „flott með nýja hárgreiðslu" sem
aðalfyrirsögn um helför hennar í hendur tex-
anskra kúabænda. íslensk sjónvarpsstjarna
eignast barn, en gæfa þeirra hjóna er ekki fólg-
in í hraustum strák sem þeim geðjast persónu-
lega að, heldur því að hann kemur í heiminn á
fæðingardegi Jimi Hendrix. Þau heppin, sér-
staklega ef pilturinn verður alveg eins og Jimi.
Heilsíðumynd af Fíölni nöktum væri góð á ís-
skápshurðir heima hjá mörgum mjúkholda
manninum, þó þeir fái varla tveggja mUljóna
króna úr fyrir smá aðhald.
Upphrópunarmerki eru á annað þúsund í
blaðinu og aðeins eitt annað rit nálgast S&H í
notkun upphrópunarmerkja. Það er Vaknið!
Gefið út af Vottum Jehóva.
Katrín Þorkelsdóttir: Að reykja eða
ekki - þar er efinn.
vík á fóstudag og svo framvegis.
Almennar sýningar eru einnig
| áætlaðar en verða kynntar síðar.
í verkinu er fjaUað um skaðsemi
j tóbaksreykinga og Eggert Kaaber
I leikari sagði að fyrir kæmi að ein-
í mitt þeir sem þyrftu mest á því að
I halda að heyra boðskap verksins
I reyndu að komast hjá því. En
Ikennai'ar og samnemendur hafa
gætt þess vel að enginn skrópaði!
Aðeins tveir leikarar fara með
öU hlutverkin fjórtán, Eggert og
Katrin Þorkelsdóttir. Höfundur
tónlistar og leikstjóri er Valgeir
Skagfjörö. Á-kafi er samvinnuverk-
efni Stoppleikhópsins, Krabba-
meinsfélagsins og Tóbaksvarna-
nefndar.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
I