Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998
13
Fréttir
Nýir skilmálar Tölvunefndar:
Breyta litlu hjá okkur
- segir talsmenn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar
í kjölfar samkomulags sem náðst
hefur milli íslenskrar erfðagrein-
ingar og Tölvunefndar hafa fyrir-
tækinu verið settar nýjar starfsregl-
ur um meðferð persónuupplýsinga
sem nýttar eru við rannsóknir.
Samkvæmt reglunum á að fara með
þessi rannsóknargögn eins og þau
séu sjúkragögn og þess skal gætt að
engir geti komist í þau né nýtt sér
þau. Þá verður óheimilt að sam-
keyra tölvutækar niðurstöður
margra rannsókna. Sækja verður
sérstaklega um slíkt þar sem það
telst vera ný rannsókn.
Sérstakir tilsjónarmenn Tölvu-
nefhdar eiga að búa til sérstakan
dulmálslykil sem notaður verður í
öllum erfðarannsóknum hjá fyrir-
tækinu í stað kennitölu. Tilsjónar-
maður verður að vera viðstaddur í
hvert sinn sem dulmálslykillinn
verður notaður.
Þessar reglur voru samþykktar á
fundi Tölvunefndar í fyrrakvöld.
Jafnframt var ákveðið að sú með-
ferð trúnaðargagna sem íslenskri
erfðagreiningu er gert að viðhafa
skuli ná til annarra rannsóknar-
stofnana sem nýta persónuupplýs-
ingar í rannsóknum sínum. Því
verða gefnar út nýjar heimildir,
vegna þeirra rannsókna sem þegar
eru í gangi, með leyfi nefndarinnar.
Helga Ögmundsdóttir stjómar
rannsóknarstofú Krabbameinsfé-
lagsins. Hún segir í samtali við DV
að reglulegt samband hafl verið við
Tölvunefnd vegna þeirra rannsókna
sem gerðar hafa verið og verið er að
gera og hún eigi ekki von á því að
nýju reglumar, sem íslenskri erfða-
greiningu ber að starfa í samræmi
við, muni hafa breytingar í för með
sér á rannsóknum Krabbameinsfé-
lagsins.
Hún sagði að borist hefði erindi
frá Tölvimefnd sl. haust og hefði því
verið svarað. Nefndin hefði í fram-
haldinu skipað Krabbameinsfélag-
inu sérstakan tilsjónarmann. „Upp
úr því urðu til sérstakar vinnuregl-
ur sem era skraddarasaumaðar fyr-
ir okkar vinnustað og ég á varla von
á að þær breytist,“ sagði Helga Ög-
mundsdóttir.
Nikulás Sigfússon, yfirlæknir
Hjartavemdar, sagði í samtali við
DV að sótt hefði verið um leyfi til
nefndarinnar til allra rannsókna
sem gerðar hefðu verið síðan nefnd-
in kom til. Rannsóknir Hjartavemd-
ar hefðu hingað til verið flestar
mjög svipaðar þeim sem gerðar em
á venjulegum sjúkrastofnunum. Síð-
an séu skrifaðar sjúkraskýrslur og
með þær farið eins og lög og reglur
mæla fyrir um slík gögn.
„Við emm nú að byrja á svokall-
aðri afkomendarannsókn sem er að
hluta til erfðafræðileg rannsókn þar
sem erfðir áhættuþátta og hjarta-
sjúkdóma koma við sögu. í sam-
bandi við þá rannsókn verður geng-
ið þannig frá sýnum sem notuð
verða til erfðagreiningar að þau
verða undir sérstökum dulmáls-
lykli,“ sagði Nikulás.
Nikulás segir að þau sýni sem
tekin hafa verið og varðveitt hjá
Hjartavernd hafi jafnan verið
geymd undir dulmálslykli en ekki
kennitölum eða nöfnum. Hann
kvaðst ekki eiga von á að nýju regl-
umar yrðu Hjartavemd til trafala i
rannsóknum félagsins framvegis,
enda sæi hann ekki að þær breyttu
neinu afgerandi um þá starfshætti
sem tíðkast hefðu við rannsóknir
hjá Hjartavemd. -SÁ
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags fslands, kemur á fund Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráöherra. Til vinstri er Gunnar Gunnarsson,
skrifstofustjóri Sjúkraliðafélagsins, og t.h. er Davíö Á. Gunnarsson ráöuneytisstjóri. DV-mynd Pjetur
Heilbrigöiskerfiö:
Núningur milli stétta
- segir heilbrigöisráöhera
„Það hefur verið núningur milli
sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga og
Sóknarfólks og um þau mál rædd-
um við,“ segir Ingibjörg Pálmadótt-
ir heilbrigðisráðherra um fund
hennar og Kristínar Á. Guðmunds-
dóttur, formanns Sjúkraliðafélags
íslands, í fyrradag.
Kristín Á. Guðmundsdóttir
kynnti heilbrigðisráðherra breyt-
ingar sem verið er að gera á starfs-
vettvangi starfsstétta innan heilsu-
gæslu og sjúkrahúsa í Noregi. Enn
fremur óskaði Kristin eindregið eft-
ir því að Sjúkraliðafélagið fengi að
taka þátt i því að móta framtíðar-
skipulag heilbrigðisþjónustunnar
sem nú stendur fyrir dymm á veg-
um ráðherra. Ráðherra sagði við
DV í gær að hún teldi það mjög mik-
ilvægt að bæði hjúkranarfélögin og
Sókn kæmu að þessum málum.
Sjúkraliðar hafa fullyrt að þeir og
menntun þeirra sé vannýtt innan
heilbrigðiskerfisins. Þeir gagnrýna
að hjúkrunarfræðingar sem ráða
hjúkran innan sjúkrastofnana hafi
það í hendi sér við hvað sjúkraliðar
fáist á hverjum stað og hvað ekki.
Aðspurö um þetta atriði segir heil-
brigðisráðherra að almennt séð sé
full þörf fyrir sjúkraliða, þá vanti í
heilbrigðisþjónustunni og ekki hafl
tekist að manna allar lausar sjúkra-
liðastöður.
„Ég lagði á það áherslu við ráð-
herra að norska skýrslan, sem við
kynntum fyrir henni, sýndi okkur i
hnotskum að það væri hægt að
auka spamað án þess að tapa
nokkru af gæðum þjónustunnar,
bara með því að nýta sjúkraliða til
þeirra starfa sem þeir eru menntað-
ir til. Það hefur ekki verið gert,“
sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags íslands,
við DV. -SÁ
Framsóknarmenn í Hafnarfirði:
Þorsteinn Njálsson
leiðir listann
- vongóöir um aö ná manni inn
Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í
Hafnarfirði mun hittast í kvöld og kjósa
um tillögu uppstillingarnefndar að fram-
boðslista bæjarstjórnar. Þórarinn Þór-
hallsson, formaður fulltrúaráðsins, stað-
festi að tillaga kjömefndar gerði ráð fyr-
ir Þorsteini Njálssyni, lækni við heilsu-
gæslustöðina, í fyrsta sæti. Þykir Þor-
steinn vinsæll maður í Hafnarfirði og lík-
legt að hann auki möguleika Framsóknar
á að ná inn manni.
Staða stjórnmálaflokkanna í Hafnar-
firði, með Sjálfstæðisflokkinn klofinn,
Porsteinn Njálsson.
sameiginlegt framboð A-flokkanna fyrir
bí og Kvennalistann í óvissu með hvort
hann býður fram gerir það að verkum að
framsóknarmenn eru óvenju bjartsýnir
um árangur. „Okkur vantaði ekki nema
um 30 atkvæði síðast og við erum mjög
bjartsýnir núna. Nánast allt okkar fólk á
listanum er nýtt, þetta er ungur og fersk-
ur listi. Meðalaldurinn hefur lækkað
verulega frá því síðast og þó við höfum
ekki konu í efsta sæti á þessi listi að
höfða mjög til kvenna," sagði Þórarinn í
samtali við DV. -phh
Lögregluaðgerðir í Æðey:
Tveir teknir
með skotvopn
- grunur um að þeir hafi átt í deilum
Lögreglan á ísafirði hafði all-
mikinn viðbúnað sl. laugardag
vegna tveggja manna sem stadd-
ir voru í Æðey í ísafjarðardjúpi.
Mennirnir munu hafa verið með
skotvopn undir höndum.
Grunur leikur á að mennirnir
hafi verið undir áhrifum áfengis
og átt í deilum sin á milli. Ólaf-
ur Helgi Kjartansson, sýslumaö-
ur á ísafirði, staðfesti við DV að
þrír lögregluemnn hefðu farið á
hraðbáti út i eyna sl. laugardag
og sótt þangað tvo menn. Ólafur
Helgi sagði að granur léki á að
mennirnir hefðu haft skotvopn
undir höndum en málið væri i
rannsókn.
Ólafur Helgi sagði að engin
vandræði hefðu verið þegar lög-
reglan sótti mennina og fór með
þá til ísafjarðar. Mennirnir
vora báðir yfirheyrðir af lög-
reglu á ísaflrði en sleppt að því
loknu.
-RR
Akureyri:
„Óánægju-
framboð"
enn til
skoðunar
DV, Akureyri:
„Ég hef ekki komið auga á
ferskan andblæ yfir framboð-
um landsmálaflokkanna hér í
bænum. Þeir hafa reyndar lítið
gert enn sem komið er annað
en að tala um menn en ekki
málefni," segir Pétur Jósefs-
son, fasteignasali á Akureyri,
en Pétur hefur verið helsti tals-
maður þeirra sem huga að nýju
framboði við bæjarstjómar-
kosningar á Akureyri.
Þeir sem hafa komið að um-
ræðunni um nýja framboðið
hafa ekki farið leynt með óá-
nægju sína með sitjandi bæjar-
fulltrúa og Pétur Jósefsson hef-
ur lýst því yfir að nýja fram-
boðinu, ef af því verður, verði
ætlað að hrista upp í málum.
Pétur segir að það muni
skýrast á næstunni hvort af
framboðinu verði, ætlunin sé
að kanna á næstunni viðbrögð
almennings við hugmyndinni.
Þeir sem aðallega hafa verið
orðaðir við framboðið auk Pét-
urs era Sveinn Heiðar Jónsson
byggingameistari og Þorsteinn
Ingólfsson bílasali.
-gk