Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði l800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Vítahringur vangetu og hroka
Birtingarmyndir hrokans eru margvíslegar. Stundum
telja sumir gikkir nauðsynlegt að ganga svo langt í hrok-
anum, að þeir missa stjórn á samhenginu og verða van-
hæfir í starfi. Þannig hefur farið fyrir yfirmönnum fjár-
málaráðuneytisins, sem eiga íslandsmet í hroka.
Umboðsmaður Alþingis hefur kortlagt dæmi um
þetta. í fjórtán mánuði svaraði ráðuneytið ekki bréfi
hans út af lífeyrissjóði, sem fjármálaráðuneytið hafði
skaðað. Með því að svara ekki bréfinu í fjórtán mánuði,
magnaði ráðuneytið vísvitandi tjónið, sem það olli
sjóðnum.
Engar skýringar fengust frá ráðuneytinu, þótt eftir
væri leitað. Þegar svar kom loksins, var það ófullnægj-
andi. Þannig reyndi ráðuneytið að leggja stein í götu
umboðsmanns Alþingis og draga úr líkum á, að réttlæt-
ið kæmi þolanda rangindanna að gagni í tæka tíð.
Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis og
forsætisráðherra álitsgerð, þar sem kemur fram, að íjár-
málaráðuneytið sker sig úr öðrum stofnunum stjórnsýsl-
unnar í hrokafullum viðbrögðum eða öllu heldur við-
bragðaleysi við fyrirspurnum umboðsmanns.
Umboðsmaðurinn segir, að borgarar ríkisins eigi rétt
á, að stjórnvöld afgreiði mál þeirra, en liggi ekki á þeim
langtímum saman, meðal annars til að vinna tíma til að
framleiða nýjar leikreglur. Telur hann, að ráðuneytið
geti orðið bótaskylt af völdum stærilætis síns.
Álit umboðsmanns er mun harðorðara en tíðkast á
vettvangi embættiskerfisins. Það beinist fyrst og fremst
gegn fjármálaráðherra og ráðuneytisstjóra, sem bera
beinasta ábyrgð á viðbrögðum ráðuneytisins við tilraun-
um annarra stjórnvalda til að hafa vit fyrir þeim.
í Kardimommubæ íslenzka þjóðfélagsins tekur forsæt-
isráðherra við pappírum af þessu tagi, hummar kurteis-
lega og stingur þeim undir stól. Hvorki fjármálaráðherr-
ann né ráðuneytisstjórinn eru látnir taka pokann sinn
eins og vanhæfir gikkir í stjórnkerfi annarra ríkja.
Komið hefur í ljós, að stjómsýsla fjármálaráðuneytis-
ins er í molum. Ekki er svarað mikilvægum bréfum,
sem varða stöðu ráðuneytisins í tilverunni. Ráðamenn
þess láta geðþótta leysa lög og reglur af hólmi. Þeir tefja
réttlætismál meðan þeir eru að smíða nýjar leikreglur.
Á sama tíma og ráðuneytið leggur sig í líma við að
valda sumum vandræðum og fjárhagstjóni, fer það yfir
lækinn að hjálpa öðmm aðila, sem stundað hefur mestu
skattsvik aldarinnar. Ríkisendurskoðandi telur, að ráðu-
neytið hafi með því valdið ríkissjóði miklu tjóni.
Harðorðar greinargerðir tveggja embættismanna, sem
eru óháðir stjórnsýslunni, gefa þá mynd af fjármála-
ráðuneytinu, að þar fari saman vangeta og hroki. Upp-
haflega framleiðir ráðuneytið vandræði með vangetu
sinni og magnar þau síðan á vængjum hrokans.
Engum, sem horfir á málflutning ráðherrans í sjón-
varpi, dylst, að þar fer persónugervingur hrokans. Lang-
ar setur hans í ráðuneytinu hafa magnað svipaðar til-
hneigingar æðstu embættismanna þess og framkallað þá
meinsemd, sem ráðuneytið er orðið í stjórnsýsluni.
Hroki byrjar á þeirri ranghugmynd, að menn viti og
geri betur en aðrir. Þegar hrokinn magnast, gerir hann
þá ófæra um að taka ráðum og sönsum og leiðir þá út í
ófærur. Afleiðingin verður fljótlega sú, að gikkirnir vita
minna og skila lakara starfi en aðrir.
Ráðuneytið er læst á vítahring vangetu og hroka, þar
sem hvort leiðir af hinu. Vítahringurinn verður aðeins
rofrnn með mannaskiptum á æðstu stöðum.
Jónas Kristjánsson
Ömurlegt aö sjómenn eru aö skipast í andstæöar fylkingar eftir veiðitegundum og stærö skipa, segir Gísli m.a.
í grein sinni.
Ahrif afnáms tvö-
földunar línuafla
Fyrir þremur árum afnam AI-
þingi Islendinga lög um tvöföldun
línuafla sem var á ákveðnu tíma-
bili ársins, það var yfir hluta
haust- og vetrarvertíðar.
Án þess að riija það sérstaklega
upp að einstökum aðilum var
færður í hendur veiðiréttur sem
nemur milljónum og tugum millj-
óna þá stefndu einstakir aðilar
ljóst og leynt að því á ákveðnu
tímabili að afla sér eins mikilla
viðmiðunarheimilda og þeir gátu,
vitandi vits að þeir vildu síðan af-
leggja línutvöföldunina. Þessir að-
ilar gerðu sumir út báta með
beitningavélum og sóttu gifurlega
fast, af miklum dugnaði.
Þessir sömu aöilar áttu þá tvo
og upp í fimm báta sem þeir létu
sækja viðmiðunarheimildir. Núna
eru þekkt dæmi þar sem
aflaheimildir hafa verið
fluttar á milli skipa, heim-
ildir seldar og sjómönnum
fækkað, allt í nafni hagræð-
ingar.
hér er um rætt
verður að laga
því út úr þess-
ari aðgerð varð
mismunun.
Hvernig ber
aö lagfæra
mistökin?
Ég tel unnt
að lagfæra mis-
tökin í áföng-
um. Dæmið
verði reiknað
að nýju. Sú
viðmiðun sem
notuð var við
úthlutun afla-
heimilda til
landróðrarbáta
verði FÆRÐ
Kjallarinn
Gísii S.
Einarsson, 5.
þingmaöur Vesturlands
Munum eftir fólki í
fiskvinnslunni!
Þeir sem stunduðu veiðar
með línu og reru úr landi
með beitta línu á hefðbund-
inn máta gjalda nú fyrir og hafa
úr miklu minna að spila. Auk
þess sitja nú fjölmargar smærri
vinnslur, sem keyptu línufiskinn,
uppi með vannýtt hús, það er:
færra fólk, minna fiskmagn. Þær
skrimta varla eða standa tæpt.
Hér er á ferðinni eitt dæmi um
mistök í fiskveiðistjórnunarkerf-
inu. Allir voru settir við sama
borð, hvort sem um smáa eða
stóra báta var að ræða, hvort sem
um útileguskip eða landróðrar-
báta var að ræða. Hvort útgerðin
var mjög atvinnuskapandi (beitn-
ing í landi) eða ekki. Þetta sem
„Eg hefheyrt menn segja að þeir
hefðu aldrei trúað því upp á
sjálfa sig að henda línufiski en
neyð af völdum fiskveiðistjórn-
unar þvingar menn til slíkra
hluta...u
TIL FYRRA HORFS og þeir sem í
hlut eiga fái að hverfa til fyrri
reglna í áföngum, þó ekki væri
annað, og tvöfóldun kæmi að fullu
á t.d. 3 árum fyrir aðra en þá sem
áunnu sér veiðirétt á útilegubát-
um.
Aflinn sem á land barst á þess-
um árum var allur afli úr sjó dreg-
inn á línu. Núna eru menn famir
að koma með verðmætasta hluta
aflans vegna þess að þeir neyðast
til að fá eins mikið og unnt er úr
takmörkuðum afla, þvi er verð-
minni fiski hent.
Ég hef heyrt menn segja að þeir
hefðu aldrei trúað því upp á
sjálfa sig að henda línufiski
en neyð af völdum fisk-
veiðistjórnunar þvingar
menn til slíkra hluta meðan
ekki er miðað við verðmæti
sem bátur má skila að
landi.
Einn möguleiki!
Það út af fyrir sig er ekki
stór vandi að taka viðmið-
unarverð fyrir hvert ár sem
liðið er og miða við
þorskígildi og dæmið væri
þá eftirfarandi: Bátur með
10 þorskígildistonn sl. ár
með meðaltalsverð 100 kr. á
kg má landa afla fyrir 1
milljón. Þó meöalverðið
færi í 70 kr. fyrir kg þá yrðu
tonnin bara fleiri.
Ennfremur ber að huga
að breyttum reglum
þannig að bátar undir
ákveðinni stærð megi
veiða sem svarar verð-
mætum tiu þorskígildis-
tonnum/á tonn upp að 6
tn. stærðarmarki. Það
gildi fyrir allan afla og
miðist við rekstrargrunn
útgerðareiningar. Smá-
hefur stórlega vantað í
á síðastliðnum árum
fisk
vinnslu
vegna þess að menn koma ekki
með hann að landi vegna verðsins.
Undirritaður telur að það verði
að vera rými fyrir öll þau útgerð-
armynstur sem rekin eru hér á
landi. Það er ömurlegt að sjómenn
eru að skipast í andstæðar fylk-
ingar eftir veiðitegundum og
stærð skipa. Einnig verður að
vinna að því að allur afli fái við-
urkenningu og vottun fyrir góða
umgengni og bestu umgengni
FRÁ MIÐUM í MAGA!
Gísli S. Einarsson
Skoðanir annarra
Forgangsröðun á sjúkrahúsum
„Það blasir við að eitt af því erfiðasta sem stjóm-
völd hafa glímt við á síðustu árum er að stöðva vöxt
útgjalda til heilbrigðismála. Kosturinn við forgangs-
röðun er að með henni er fengin aðferð til að bjóða
upp á nákvæmlega þá þjónustu sem hið opinbera
hefur getu til að greiða fyrir. Sem hagstjómartæki
er slíkur listi tiltölulega einfaldur en frá stjómmála-
legu sjónarhorni kann slíkur listi að vera kaleikur
sem stjórnmálamenn vilja síður bergja á.“
Úr forsiðugrein 2. tbl. Vísbendingar.
Myndavél í framhaldsskóla
„Þetta er ekkert sem á að geta skaðað heiðvirt
fólk. Það verður bara lesið úr þessu ef eitthvað kem-
ur fyrir. Við emm fyrst og fremst að horfa til óboð-
inna gesta og emm einkum með nætumar í huga...
Viö bíðum ekki alltaf eftir fordæmum. Þetta er sett
upp á vistinni til vamar. Það hefur komið fyrir að
utanaðkomandi aðilar hafa vaðið inn á vistina og
valdið spjöllum á t.d. slökkvibúnaði. Þar sem ekki er
enn búið að tengja myndavélamar þá misstum við af
því nýverið þegar slökkvitæki var tæmt.“
Jón Hjartarson skólastjóri í Degi 10. janúar.
Barneignir ungs fólks
„Ég tel að margt geti skýrt þessa háu tíðni. Þó að
ýmislegt hafi verið gert til að bæta kynfræðslu í
skólum þarf að sjá til þess að hún nái til allra. Þjón-
usta varðandi getnaðarvamir fyrir ungt fólk hefur
ekki miðast sérstaklega við þarflr þess. Samfélagið
hefur lagt ríka áherslu á mörg börn. Takmarkaður
aðgangur er að vissum getnaðarvörnum og verð
þeirra of hátt... Á sama tíma og fæðingum hefur far-
ið fækkandi í þessum aldurshópi þá hefur fóstureyð-
ingum farið fjölgandi. Þetta þýðir að enn eru marg-
ar þunganir meðal ungs fólks.“
Sóley S. Bender í Mbl. 10. febrúar.