Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 15 Um aðgerðir sérfræðilækna „Samkvæmt lögum eiga sjúklingar rétt á læknisþjónustu án tillits til efnahags. Menn krefja nú ríkiö um þann rétt.“ Loksins segja menn í ábyrgðarstöðum opin- berlega það sem margir hugsa um aðgerðir nokkurs hluta sérfræði- lækna í deilunni við Tryggingastofnun ríkis- ins. Halldór Ásgrímsson líkti þeim við það að taka sjúklinga í gísl- ingu. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofhunar, sagði að þær væru „eins konar hryðjuverk". All- ir skilja að orð hans ber þó ekki að taka alveg bókstaflega. En eins og vænta mátti ruku sér- fræðingamir upp og kröfðust þess að for- stjórinn tæki aftur orð sín. Það gerði hann ekki sem bet- ur fer. Ef hann hefði látið lækna kúga sig heföi hann brugðist sjúk- lingum. Níöingsverk Sérfræðilæknar neita því að þeir vilji skapa hér amerískt kerfi þar sem hinir ríku fá góða læknis- hjálp en hinir fátæku geta farið fjandans til. I reynd ríkir þó einmitt slíkt kerfi vegna aðgerða þeirra. Og því miður virðast ýms- ir læknahópar stefna að því að slíkt kerfi verði siðar meir varan- legt. Óhugsandi er að örykjar og ann- að fátækt fólk geti borgað sérfræðing- um. Það hlýtur að ógna heilsu þeirra og jafnvel lífl. Hér er því sannarlega um voðaverk lækna að ræða á þeim sem minnst mega sin. Þennan óþokka- skap fremja lækn- arnir á varnar- lausu fólki sem hef- ur minni tekjur á heilu ári en þeir sjálfir á einum mánuði. Svo þykj- ast þeir sí og æ hafa hagsmuni og rétt sjúklinga að leiðarljósi. Hræsni þeirra er takmarkalaus. Þegar læknar koma fram sem heil stétt í vinnudeilu hverfur þeim all- ur þegnskapur, drenglund og virð- ing fyrir lifi og heilsu sjúklinga, þótt þessar læknadyggðir ríki við aðrar að- stæður. Sumir eru svo fátækir að eiga ekki pen- inga handbæra til að greiða læknishjálp jafh- vel þótt þeir fengju endur- greitt af ríkinu siðar. Samkvæmt lög- um eiga sjúklingar rétt á læknis- þjónustu án tillits til efnahags. Menn krefja nú ríkið um þann rétt. En fáum dettur í hug að krefja læknana um sama rétt þótt ekki verði séð að lögin vísi fremur til ríkisvaldsins en læknanna. Ef þeir neita sjúklingum um læknis- hjálp af því að þeir geta ekki borg- að eru þeir að brjóta lög á þeim. En læknarnir kæra sig kollótta. Deilan leysist þó vonandi áður en þessi mín sérlega hógværa og sanngjama grein kemst á prent! En ætli liði á löngu áður en lækn- ar grípa enn á ný til einhvers kon- ar hryðju- eða níðingsverka. Hvað eftir annað síðustu árin hafa þeir hleypt heilbrigðiskerfinu í upp- nám ef eitthvað bregður út af í deilum við ríkisvaldið, hótandi fjöldauppsögnum eða landflótta ef ekki verður gengið að hinum fáránlegustu kröfum þeirra. Þeir gera fátæku fólki ómögulegt að leita sér lækninga. Þeim er sama þótt það deyi þá drottni sínum. Verk þeirra tala sínu máli ekki síður en „stór- yrði“ tungunnar . Þrælsótti sjúk- lingafélaganna Það er augljóst af þessu framferði að talsvert stór hópur lækna dreymir um eins konar amerískt samkeppnis- kerfi í lækningum. Þangað hafa þeir stefnt hægt og bítandi siðustu árin þótt þeir hafi ekki heilindi til að viður- kenna það. Þá dreymir um að raka saman miklum auði með því að þjóna þeim sem mest geta borgað. Það er óskaplegt að sjúklingafélögin, sem skipta tugum, skuli ekki rísa upp sem voldugur her og láti boð út ganga: Hingað og ekki lengra, herrar mínir! En það kem- ur þó ekki á óvart. Þjónslund, ef ekki auðmjúkri þrælslund, þess- ara félaga við lækna er viðbrugð- ið. Þaðan er síst aðhalds og gagn- rýni að vænta á störf þeirra. Sjúklingafélögin gera illræmd- ustu hryðjuverkabófana í hæsta lagi að heiðursfélögum. Því meira fagnaðarefni er það að ábyrgir menn sem með völd fara, eins og Halldór og Karl Steinar, skuli hafa hugrekki og einurð til að taka upp merki sjúklinga svo eftir sé tekið. Sigurður Þór Guðjónsson Kjallarinn Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur „Óhugsandi er að öryrkjar og ann- að fátækt fólk geti borgað sér- fræðingum. Það hlýtur að ógna heilsu þeirra ogjafnvel lífí. Hér er því sannarlega um voðaverk lækna að ræða á þeim sem minnst mega sín.u Bandaríkin og kyn- ferðisleg áreitni Augu okkar og eyru hafa verið uppfull af einkalífi valdamesta manns heims á allra síðustu dög- um. Á tímabili var þetta orðið meira en lítið vandræðalegt. Bandarísk heimsvaldastefna er greinilega byrjuð að taka á sig ótrúlegar myndir á seinni tímum. Tvenns konar áreitni Útþenslustefna forseta Banda- ríkjanna hefur þó frekar verið munnleg en verkleg allt fram á síðustu daga. Annars vegar er um að ræða meint líkamlegt áreiti for- setans gagnvart mismunandi kon- um inni á lokuðum skrifstofum eða hótelherbergjum en hins veg- ar eru það hótanir hans að ráðast inn í írak. Hér er því um að ræða tvenns konar áreiti og árásir sem báðar snúast samt um útblásna og karl- lega innrás inn á svæði sem eru fyrst og fremst eftirsóknarverð fýrir grundvallar lífsnauðsynjar. Það er nokkuð ljóst að lífið væri ekki lengi að lamast án tilvistar kvenna eða olíu. Fleiri en margir eru samt byrjaðir að velta fyrir sér hvort þessi árátta Bandaríkj- anna til að ráðast á framandi svæði, eða hreinlega innlima þau, sé ekki löngu komin út í öfgar. Eins og dæmin sanna eru þeir ófáir forsetarnir sem hafa gerst fúllágengir við nákomnar sam- starfskonur eða íjarlægar heims- álfur. Þeim virð- ist ekkert vera heilagt. Ef þeir geta ekki keypt þær hafa þeir fúndið aðrar leiðir til að kom- ast yfir þær. Þeir hafa raunar allt frá seinni heimsstyrjöld verið haldnir djúpstæðri löngun til að leita á aðra og stundum gengur þetta svo langt að þeir vilja helst leggja undir sig heiminn eða hreinlega klæða sig í hann svo að enginn kverk eða kriki sé ekki undirlagður eða uppfylltur af hin- um ameriska líkama. Líkami fjallkonunnar Um daginn birtist tákn á himn- um sem gaf okkur enn betri mynd af þessu dularfulla ástandi: Þegar amer- íski geimfarinn þurfti að skipta um galla og smeygja sér í þann frá rússneskum félaga sínum komst hann engan veginn í hann. Það var á því augnabliki sem allir þeir þættir, sem mynduðu saman hina hápólitísku en um leið kynlegu spennu sem ríkti á al- þjóðavettvangi, sameinuðust og úr þeim skapaðist ein magnaðasta biðstaða sem um getur á seinni tímum. Það var engu líkara en heimurinn stæði i stað. Um leið og allir veltu fyrir sér hvort Clinton hefði kannski farið of nálægt Lewinsky en út fyrir lög- in spurði hann á sama tíma sjálf- an sig hvort hann ætti kannski að gerast enn áleitnari og ráðast alla leið inn í frak. Öll heimsbyggðin beið í ofvæni. Loksins tókst þó geimfaranum Andy Thomas að smeygja sér í gallann og um leið gat jörðin aftur byrjað að snúast. Það var söguleg stund því þetta var í fyrsta skipti í áratugi sem að Bandaríkin passa ekki inn í það rými sem þeir ætla sér að uppfylla í heiminum. Þótt þessi atburðarás snerti okkur hérna upp frá frekar lítið þá undirstrikaði hún um leið sérstöðu okkar og auðmýkt gagnvart heiminum. Við höfum líka nóg með okkur hérna á íslenska meg- inlandinu. En það kann vissulega að breytast á næstu árum. Samkvæmt nýjustu rannsóknum mun vatn verða eftirsótt- ara en olía á næstu öld. Þá má fjallkonan fara að passa upp á lindimar sínar og ekki veit- ir heldur af liðsinni okkar. Fátt er líka viðkvæmara en einmitt lik- ami hennar. Ef við stöndum ekki vörð um uppspretturnar gætu al- þjóðlegir valdamenn byrjað að teygja fingur sína alla leið undir hið íslenska grunnvatnsyfirborð. En þá mun líka það sögulega ger- ast: á því augnabliki getum við orðið fyrstir til að leggja fram kæru vegna kynferðislegrar áreitni stórveldanna gagnvart náttúrunni. Haraldur Jónsson „Fleiri en margir eru samt byrjað- ir að velta fyrir sér hvort þessi árátta Bandaríkjanna til að ráðast á framandi svæði, eða hreinlega innlima þau, sé ekki löngu komin út í öfgar.u Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaöur Með og á móti Nútfmalegar uppfærslur á klassískum leikverkum. Túlkun hverrar kynslóðar „Klassísk verk eru sett upp i leikhúsum vegna þess að í þeim eru þættir sem koma fyrir aftur og aftur hjá mannfólkinu. Þættir eins og sjálfselska, sjálfsblekking, svik, afbrýði- semi, ólíkar skoðanir kyn- slóða og fleiri þættir sem ganga í gegn- um mannkyns- söguna. Þessa þætti verður hver kynslóð eða hver listamað- ur að fá að túlka út frá sínum samtíma og sinni hugsun. Hver listamaður hefur sinn skilning á leikverki og ef hann meðhöndlar þann skilning af virðingu og væntumþykju þá nær hann að segja áhorfendum sínum sögu sem þeir geta notið og hugsaö um. Og vonandi fær áhorfandinn þá óvænta hugsun með sér heim. í vetur höfum viö veriö það heppin að hafa séð þrjár upp- færslur á klassískum verkum: Þrjár systur, Hamlet og Feður og syni. Þrjár kynslóðir leikstjóra hver með sinn skilning og túlkun og þrjár mjög ólíkar sýningar. Ef við heftum þessar ólíku túlkanir þá er landslag íslensk leikhúss orðið að eyðimörk." Guöjón Pedersen leikstjóri. Hugar- fóstur leikstjóra Jón Viöar Jónsson, leikhúsfræöingur og leiklistargagn- rýnandi. „Það er ekki nema sjálfsagt að leikstjórar reyni að finna nýjar leiðir til að blása lífi í gamlan leikskáldskap. Hins vegar er ekki eðlilegt að leikstjórar noti skáldverk ann- arra manna sem hráefni í eigin hugar- fóstur nema þá þeir skrifi sjálfa sig fyrir þeim. Þegar Baltasar Kor- mákur telur sig geta varið útfærslu sína á einu helsta lykil- atriði Hamlets, fundi Hamlets og vofunnar, með vísan til eigin smekks og geðþótta, án stuðn- ings í einhverri trúverðugri heildarsýn á verkið, er hann ein- faldlega að hefja sjálfan sig á stall sem hann hefur enga heim- ild til. Vilji Þjóðleikhúsið leyfa honum eða öðrum að búa til per- sónulegar fantasiur upp úr klass- ískum leikritum, gott og vel, en þá á að kynna sýninguna sem hugverk leikstjórans en ekki hins látna höfundar. En kannski yrði almenningur eitthvað treg- ur til að kaupa sig inn á slíka listviðburði." -sm Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.