Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998
23«
Sviðsljós
Cindy skoðar nýjustu
tísku Indlands
Bandaríska ofurfyrirsætan
Cindy Crawford notar hvert tæki-
færi sem gefst til að kynna sér
stefnu og strauma í tískunni,
sama hvort hún er heima eða
heiman.
Um daginn var stúlkan á kynn-
ingarferð um Indland fyrir úra-
framleiðandann Omega og svo
skemmtilega vildi til að þá var
einmitt haldin tískuvika í höfuð-
borginni Nýju-Delhi. Cindy gat
náttúrlega ekki á sér setið og brá
sér að sjá alla dýrðina.
Cindy hitti að sjálfsögðu fullt af
fallegu fólki á ferð sinni. Þar skal
sérstaklega nefna indversku feg-
urðardrottninguna Díönu. Ekki
er vitað hvað þeim fór á milli.
Cindy sæta hittir sætt fólk.
Viltu flytja - eitthvað
All Saints rótburst-
Anthony
ekki
til klerk-
anna
Stórleikarinn aldni Anthony
Quinn hefur afþakkað boð um að
heimsækja íran sem gestur kvik-
myndahátíðarinnar í Teheran.
Quinn sagðist ekki getað komið
til lands ajatollanna af persónu-
legum ástæðum.
Fjölmargar mynda Anthonys
hafa verið sýndar á kvikmynd-
hátíðinni sem hófst í lok janúar.
Jack Nicholson er alltaf samur við sig, skyggir á jafnvel fegurstu konur. Ekki
er þó annaö að sjá en henni Rebeccu Broussard, kærustu ieikarans, líki það
vei. Að minnsta kosti horfði hún full aðdáunar á hann þegar þau mættu til af-
hendingar kvikmyndaverölauna í New York. Nicholson fékk verölaun fyrir
leik sinn í myndinni As Good as it Gets. Fyrir þann leik er hann einnig til-
nefndur til óskarsverðlaunanna.
uðu
Ný stelpugrúppa, All Saints,
burstaði Kryddpíumar þegar
bresku Brit tónlistarverðlaunin
voru afhent á mánudagskvöld. Nú
eru menn í bransanum þeirrar
skoðunar að stórveldistími Kryddpí-
anna sé senn á enda og að All Saints
taki við.
Þær Melanie Blatt, Shaznay Lew-
is og systurnar Nicole og Nat App-
leton grétu af gleði þegar tilkynnt
var að þær hefðu hlotið verðlaun
fyrir hæði besta myndbandið og
bestu smáskífuna, Never ever.
Keppinautamir, Kryddpíumar,
fengu engin verðlaun í hefðbundn-
um flokkum.
Aðstandendur tónlistarhátíðar-
innar veittu þeim samt aukaverð-
laun fyrir sérstakt framlag á al-
þjóðavettvangi. Þaö var gert til að
Mel B. og vinkonur hennar yrðu
Kryddpíurnar
ekki leiðar, að því er erlendir fjöl-
miðlar fúllyrða.
„Það var rétt ákvörðun. Kryddpí-
umar áttu skilið að verðlaun líka.
Margir halda að það sé stríð á milli
All Saints og Kryddpíanna. Það er
bara vitleysa," sagði Nicole App-
leton eftir tónlistarhátíðina.
Helsti sigurvegarinn á hátíðinni
var þó The Verve sem kjörin var
besta hljómsveitin. The Verve fór
einnig með sigur af hólmi er valin
var besta breiðskífan, Urban hymns,
og í vali á besta framleiðandanum.
En The Verve mætti ekki á hátíðina.
Hljómsveitin kaus að spila á góð-
gerðartónleikum í staðinn.
„Okkur fannst betra að afla fjár
fyrir heimilislausa i London en að
standa á sviði fyrir framan fjölda
fólks í bransanum," útskýrði
All Saints uröu sigursælar á bresku tónlistarhátíöinni í London. söngvarinn Richard Achcroft.
Emma Thompson
á von á barni
Orðrómur er á kreiki um
að breska kvikmyndaleik-
konan Emma Thompson
eigi von á bami. Emma er
sögð hafa hætt við að leika
guð í myndinni Dogma.
Hafa erlend slúðurblöð
það eftir leikstjóranum
Kevin Smith að leikkonan
eigi von á barni og þess
vegna þurfi að leita að nýj-
um guði.
Kærasti Emmu er Greg
Wise og það er auðvitað
hann sem talinn er eiga
von á baminu með Emmu.
Emma varð ástfangin af
honum er hún lék í kvik-
myndinni Vonir og vænt-
ingar árið 1995. Vegna ást-
arinnar á Greg yfirgaf hún
eiginmann sinn, leikarann
og leikstjórann Kenneth
Branagh.
Aukablað um bíla mun fylgja DV
miðvikudaginn 18. febrúar.
Meðal efnis í blaðinu verður
kynning á úrvali nýrra fólksbíla
og jeppa sem í boði eru 1998.
Einnig verður fjallað um ýmislegt er
tengist bílum og bílavörum.
Umsjón efnis: Sigurður Hreiðar og
Jóhannes Reykdal í síma 550 5000.
Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson í
síma 550 5731. Síðasti pöntunardagur
auglýsinga er fimmtudaginn 12. febrúar.
Gabrield
(höggdeyfar)
GSvarahlutir
Hamarshöföa 1-112 Reykjavík
Sími 567 6744-Fax 567 3703