Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998
Afmæli
Axel Eiríksson
Axel Eiríksson rafvélavirki,
Hraunbæ 50, Reykjavík, er sjötíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Axel fæddist á Vorsabæ á Skeiö-
um og ólst þar upp við öll almenn
sveitastörf. Hann gekk í bamaskóla
á Húsatóftum og í Brautarholti á
Skeiðum, stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni í tvo vetur,
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík, lærði rafvélavirkjun hjá
Halldóri Ólafssyni, lauk sveinsprófi
í þeirri grein og öðlaðist síðan
meistararéttindi.
Axel starfaði hjá Halldóri um
skeið að námi loknu, vann síðan hjá
ýmsum aðilum en starfaði lengst af
hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborg-
ar, eða um tuttugu og fimm ára
skeið, þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Frá því Axel hætti störfum hefur
hann stundað ýmis uppfinninga- og
hönnunarstörf, auk þess sem hann
hefur stundað viðgerðir er tengjast
hans iöngrein.
Axel er í Félagi ís-
lenskra rafvirkja og í Fé-
lagi íslenskra hugvits-
manna.
Fjölskylda
Eiginkona Axels var
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, f.
14.3. 1932, d. 24.7. 1990,
húsmóðir. Hún var dóttir
Eyjólfs Þórarins Jakobs-
sonar, f. 22.9. 1899, d.
12.10. 1985, bónda og tré-
smiðs að Dyrhólum í Mýrdal, og
k.h., Ólafar Sóleyjar Guðmundsdótt-
ur, f. 28.3. 1912, d. 24.2. 1983, hús-
freyju.
Böm Axels og Guðbjargar em Ei-
ríkur Axelsson, f. 29.9. 1953, iðnaðar-
maður, búsettur í Reykjavík; Guð-
brandur Rúnar Axelsson, f. 9.10.
1957, vagnstjóri hjá SVR, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Margréti And-
relin og eignuðust þau tvö böm.
Systkini Axels: Ragna, f. 13.8.1917,
húsmóðir i Reykjavík, var gift Her-
manni Bæringssyni vélstjóra, sem er
látinn, og eignuðust þau þrjú böm;
Sigursteinn, f. 14.5. 1919,
d. 18.12.1934; Jón, f. 20.10.
1921, bóndi og fyrrv. odd-
viti í Vorsabæ, kvæntur
Emelíu Kristbjörnsdóttur
og eiga þau fjögur böm;
óskirður drengur, f. and-
vana 12.6. 1925; Helga, f.
17.10. 1928, bóndakona í
Vorsabæ; Friðsemd, f.
23.4.1932, húsmóðir á Sel-
fossi, gift Þórkatli Björg-
vinssyni og eiga þau sex
börn; Sigríður Þóra, f.
29.8. 1936, húsfreyja í Birtingaholti,
gift Ágústi Sigurðssyni, bónda þar,
og eiga þau fimm börn.
Foreldrar Axels voru Eirikur
Jónsson, f. 13.4. 1891, d. 28.3. 1963,
bóndi og oddviti í Vorsabæ, og k.h.,
Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 19.2.
1894, d. 25.6. 1966, húsfreyja.
Ætt
Eiríkur var sonur Jóns, b. i
Vorsabæ, Einarssonar, b. á Syðri-
Brúnavöllum, Eggertssonar. Móðir
Eiríks var Helga Ragnhildur, systir
Vigdísar í Miðdal, ömmu Guðmund-
ar frá Miðdal, föður Errós, en Vig-
dís var einnig langamma Vigdísar
forseta. Helga Ragnhildur vat' dóttir
Eiríks, b. i Vorsabæ, bróður Mar-
grétar, langömmu Sigríðar, móður
Vigdisar forseta. Eiríkur var sonur
Hafliða hins auðga, á Birnustöðum,
Þorkelssonar. Móðir Helgu Ragn-
hildar var Ingveldur, systir Ófeigs á
Fjalli, afa Tryggva útgerðarmanns,
afa Trygga Pálssonar, framkvæmda-
stjóra í íslandsbanka. Ingveldur var
dóttir Ófeigs ríka á FjaUi og ættfóð-
ur FjaUsættarinnar Vigfússonar.
Móðir Ingveldar var Ingunn Eiríks-
dóttir, dbrm. og ættfóður Reykjaætt-
arinnar, Vigfússonar.
Kristrún var dóttir Þorsteins,
smiðs á Sæbóli, Teitssonar, á Ein-
arsstöðum á Eyrarbakka, Helgason-
ar. Móðir Þorsteins var Guðrún Sig-
urðardóttir, b. á Hrauni í Ölfusi,
Þorgrímssonar, b. í Ranakoti,
Bergssonar, í Brattsholti og ættfoð-
ur Bergsættarinnar, Sturlaugsson-
ar. Móðir Kristrúnar var Sigríður
Eyjólfsdóttir, b. á Grímslæk, Eyj-
ólfssonar.
Axel Eiríksson.
Magnús Þór Sverrisson
Magnús Þór Sverrisson, fyrrv. út-
gerðarmaður frá Grindavík, Vatnsnes-
vegi 30, Keflavík, er sextugur í dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Brimnesi í
Grindavík og ólst upp í Grindavík.
Þar lauk hann almennri skólagöngu
og stimdaði síðan nám við Héraðs-
skólann í Reykholti í tvo vetur.
Magnús var á vertíð á mb. Skími
GK 1955. Hann stundaði síðan útgerð
með föður sínum til 1964. Þá festi
hann kaup á hlut föður síns og starf-
rækti einn útgerðina tU 1972. Bjami
Gunnarsson gekk þá tU liðs við Magn-
ús en þeir stoöiuðu útgerðarfyrirtæk-
ið Sverri hf. Þeir starfræktu fýrirtæk-
ið tU 1979 en ágreiningur við Fisk-
veiðisjóð varð þá tU þess að Magnús
hætti í útgerð.
Magnús hóf síðan störf hjá vamar-
Uðinu á KeflavíkurflugveUi 1983 þar
sem hann starfar enn.
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Þuríður
Hrefna Sigurjónsdóttir Petersen, f. 6.2.
1938, húsmóðir. Þau hófu búskap 6.6.
1956. Þuriður Hrefna er dóttir Sigur-
jóns Petersen og Valgeröar Bjama-
dóttur sem bæði era látin.
Böm Magnúsar og Þuríðar Hrefnu
era Sigurjón Petersen Magnússon, f.
25.12.1957, sjómaður í Grmdavík, var
kvæntur Rúnu Adólfsdóttur, f. 24.9.
1958, d. 12.11.1997, húsmóð-
ur og gjaldkera hjá Spari-
sjóði Grindavíkur, og era
böm þeirra þrjú; Valgerð-
ur Magnúsdóttir, f. 18.6.
1960, starfsmaður hjá vam-
arliðinu í Keflavík, búsett í
Njarðvík, hennar maður er
Sigurður Guðbjömsson
pípulagningarmaður;
Sverrir Þór Magnússon, f.
14.4.1975, matreiðslunemi.
Systkini Magnúsar: Þor-
bergur, f. 13.4. 1924, nú lát-
inn, sjómaður í Grindavík;
Sigurbergur, f. 20.7. 1925, vélstjóri í
Keflavík; Ema, f. 2.8. 1929, húsmóðir
og verslunarmaður í Keflavik; Ólafur,
f. 29.5. 1932, sjómaður og skipsfjóri í
Grindavík.
Hálfsystir Magnúsar, sam-
mæðra, var Ólafia Sigur-
geirsdóttir, f. 8.1. 1920, d.
24.12. 1940.
Foreldrar Magnúsar vora
Sverrir Sigurðsson, f. 24.7.
1899, d. 28.3. 1978, útgerð-
armaður og fiskverkandi í
Grindavik, og Guðmunda
Ólafsdóttir, f. 18.5. 1901, d.
12.3. 1984, húsfreyja, frá
Hæðarenda í Grindavík.
Eiginkona Magnúsar, Þur-
iður Hrefha, varð sextug
þann 6.2. sl. Þau hjónin taka á móti
gestum í tilefhi afinælanna í húsi Iðn-
sveinafélagsins við Tjamargötu, laug-
ardaginn 14.2., frá kl. 15.00-18.00.
Þuríður H.S. Petersen
Þuríður fæddist í Hafn-
arflrði en ólst upp í Kefla-
vik þar sem hún lauk al-
mennri skólagöngu.
Á unglingsárunum
stundaði Þuríður fisk-
vinnslu í Keflavík. Hún
flutti til Grindavíkur 1956
þar sem hún varð ráðs-
kona hjá tengdaföður sinum og eig-
inmanni. Þau fluttu síð-
an til Keflavíkur 1985 þar
sem Þuríður hefur stund-
að almenn verkamanna-
störf.
Fjölskylda
Eiginmaður Þuríðar er
Magnús Þór Sverrisson,
f. 11.2.1938, fyrrv. útgerð-
armaður. Hann er sonur
Sverris Sigm-ðssonar og
Guðmundu Ólafsdóttur
sem bæði eru látin.
Sonur Þuríðar er Guð-
mundur Th. Ólafsson, f.
18.10. 1953, verslunarstjóri í Kefla-
vík, kvæntur Þóreyju Brynju Jóns-
dóttur og á hann fjögur böm, eitt
bamabam og tvö fósturböm.
Börn Þuríðar og Magnúsar eru
Sigurjón Petersen Magnússon, f.
25.12. 1957, sjómaður í Grindavik,
var kvæntur Rúnu Adólfsdóttur, f.
24.9. 1958, d. 12.11. 1997, húsmóður
og gjaldkera hjá Sparisjóði Grinda-
víkur, og eru böm þeirra þrjú; Val-
gerður Magnúsdóttir, f. 18.6. 1960,
starfsmaður hjá varnarliöinu í
Keflavík, búsett í Njarðvík, 'en
hennar maður er Sigurður Guð-
bjömsson pípulagningarmaður;
Sverrir Þór Magnússon, f. 14.4.1975,
matreiðslunemi.
Systir Þuríðar er Ingibjörg Guð-
rún Sigurjónsdóttir, f. 21.10. 1939,
búsett í Bandaríkjunum.
Foreldrar Þuríðar voru Sigurjón
Petersen, f. 28.9.1904, d. 1.2.1947, og
Valgerður Bjamadóttir, f. 20.9. 1915,
d. 6.5. 1997.
Fósturfaðir Þuríðar var Guð-
mundur Guðmundsson, f. 15.9. 1915,
d. 25.8. 1997.
Eiginmaður Þuríðar, Magnús
Þór, er sextugur í dag.
í tilefni afmælanna taka þau
hjónin á móti gestum í húsi Iðn-
sveinafélagsins við Tjamargötu
laugardaginn 14.2., milli kl. 15 og 18.
Þuríöur Hrefna Sigur-
jónsdóttir Petersen hús-
móðir, Vatnsnesvegi 30,
Keflavík, varð sextug á
fóstudaginn.
Starfsferill
Þurföur Hrefna
Sigurjónsdóttir
Petersen.
Bridge
Spilaður var tölvureiknaður Mon-
rad-barómeter með þátttöku 30 para
30. janúar. Spilaðar vora 7 umferðir
með 4 spilum á milli para. Efstu pör
voru:
1. Halldór Þórólfsson-Andrés Þór-
arinsson 89 st. 2. Guðbjöm Þórðar-
son-Jón H. Hilmarsson 88 st. 3. Sæv-
in Bjamason-Bogi Sigurbjörnsson
86 st. og 4. Guðjón Bragason-Her-
mann Friðriksson 54.
Föstudagsbridge BR er spilað öll
fóstudagskvöld og byrjar spila-
mennska kl. 19. Spilaðir era eins
kvölds tölvureiknaðir tvimenningar.
Þriðjudagsbridge BR
3. febrúar var spOaður eins kvölds
tölvureiknaður Monrad-barómeter
með þátttöku 30 para. SpOaðar voru
7 umferðir með 4 spilum á milli
para. Efstu pör voru:
1. Sturla Snæbjörnsson-CecO Har-
aldsson 119 st. 2. ísak Örn Sigurðsson
-Hrólfur Hjaltason 85 st. 3. Guðjón
Jónsson-Þorvaldur Finnsson 55.
Aðalsveitakeppni BR 1998
Staða efstu sveita eftir 2 kvöld af
6 er þannig:
1.-2. Nota bene 110 st. 1.-2. Máln-
ing 110 st. 3. Öm Amþórsson 109 st.
4.-5. Grandi 108 st. 4.-5. Roche 108.
Bridgefélag Breiðfirðinga
5. febrúar var spOaður eins
kvölds HoweU-tvimenningur með
þátttöku 14 para. Efstu pör voru:
1. Gunnlaugur Sævarsson-VU-
hjálmur Sigurðsson jr. 193 st. 2.
Guðrún Jóhannesdóttir-ísak Örn
Sigurðsson 186 st. 3. Guðmúndur
Baldursson-Guðbjörn Þórðarson
177.
Ættfræðigreinar síðustu 10 ára eru á www.dv.is
DV
Til hamingju
með afmælið
11. febrúar
70 ára
Þórarinn Heiðar
Þorvaldsson,
Safamýri 48, Reykjavík.
Jón Tryggvi Valentínusson,
Grænumýri 8, Seltjarnamesi.
Sigurður Jóhannsson,
Norðurbyggð 4, Akureyri.
60 ára
Bima Ketilsdóttir,
Austurbyggð 1, Akureyri.
50 ára
Þórir Ágústsson,
Laugateigi 9, Reykjavík.
Halldór Björnsson,
Bæjarholti 7B, Hafnarfirði.
Sigþór Bjarnason,
Akurgerði 11C, Akureyri.
40 ára
Hallgrímur Baldursson,
Lyngrima 8, Reykjavík.
Sigurlaug Valdís
Jóhannsdóttir,
Austurströnd 10,
Seltjamamesi.
Sigmjón Sveinn
Rannversson,
Lindasmára 54, Kópavogi.
Tryggvi Þór Ólafsson,
Lækjarsmára 104, Kópavogi.
Guðleif Bergsdóttir,
Norðurvöllum 58, Keflavík.
Valur Þór Guðjónssson,
Vesturgötu 46, Keflavík.
Sigurður Ingvarsson,
Hafnargötu 23, Bakkafirði.
Anna Margrét Ingólfsdóttir,
Álfhólahjáleigu,
Vestur-Landeyjahreppi.
og greiöslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
ITST*1
550 5000
IJrval
- 960 síður á ári -
fróðleikur og skemmtun
sem lifír mánuðum og
árumsaman