Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Síða 32
að.viwm
ÍFRÉTTASKOTIÐ
ilSÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998
Lögreglan elti
ökuníðing
Lögreglan í Hafnarfirði gaf öku-
manni bifreiðar merki um að stöðva
þar sem hann hafði mælst á of mikl-
um hraða á Álftanesvegi rétt fyrir
i*-klukkan hálfþrjú í nótt. Maðurinn
sinnti því engu, gaf allt í botn, ók á
ógnarhraða inn í Hafnarfjörð og síð-
an út úr honum aftur og inn í Kópa-
vog. Lögreglan í Hafnarfirði elti og
síðan bættust við bílar úr Kópavogi
þegar þangað kom. Maðurinn hélt
leið sinni áfram í átt til Reykjavík-
ur. Á Kringlumýrarbraut sneri
hann við þegar lögreglan kom á
móti honum. Hasarinn endaði siðan
með því að maðurinn hljóp út úr bíl
sínum á Hafnarfjaröarvegi við Víf-
ilsstaði og reyndi að stinga af á
tveimur jafnfljótum. Lögreglan í
Hafnarfirði hljóp manninn uppi og
stakk honum í steininn. Hann verð-
ur yfirheyrður í dag. -sv
Enn finnst
engin loðna
DV, Akureyri:
„Við höfum ekki fundið nokkra
loðnu og þetta fer nú að verða háif-
neyðarlegt," sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson, leiðangursstjóri um borð
í hafrannsóknarskipinu Áma Frið-
rikssyni, i morgun.
Loðnuleit út af Suður- og Austur-
^tandi hefur nú staðið yfir í vikutíma
án nokkurs árangurs. Loðnuskipið
Ammassat er einnig á miðunum og
sú litla „lóðning" sem þar fékkst í
gærmorgun, og sumir héldu að gæti
veriö byrjunin á einhverju meiru,
reyndist ekkert vera þegar betur
var að gáð í gærkvöldi.
Við leitum skipulega á svæðinu,
við munum fara austur og norður
með skilunum á hlýja og kalda sjón-
um og vonandi fer eitthvað að ger-
ast. það er hins vegar heldur hvim-
leitt að hafa ekki skip við svona leit
sem gengur hraðar en 10-11 mílur,“
sagði Hjálmar. -gk
Valt með pitsurnar
Pitsabíll valt á Nýbýlavegi við
Stórahjalla klukkan rúmlega tíu í
gærkvöld. Ökumaður meiddist ekki
en fjarlægja þurfti bílinn af vett-
vangi með kranabifreið. -sv
Einn á slysadeild
Tveir bílar skullu harkalega sam-
an á mótum Hólmasels og Seljaskóga
um kl. 21 í gærkvöld. Flytja þurfti
ökumann annarrar bifreiðarinnar á
sjúkrahús. Hann var meiddur á fæti
og bólginn á nefi. Bíl hans þurfti að
’fjarlægja með kranabifreið. -sv
Leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, „Heilagir syndarar", var frumsýnt í Grafarvogskirkju í gærkvöldi. Hér sjáum við Þröst Leó Gunnarsson, sem leikur aðal
hlutverkið, leikstjórann Magnús Geir Þórðarson og höfundinn Guðrúnu Ásmundsdóttur að lokinni aðalæfingu í fyrrakvöld. DV-mynd Hilmar Þói
Sjómenn lögðu fram tilboð um frestun verkfalls:
Allt fast vegna bókunar
Fulltrúar Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, Sjómanna-
sambands íslands og Alþýðusam-
bands íslands gengu í gær á fund
sáttasemjara og lögðu fram tilboð
um frestun verkfalls til 15. mars.
Tillagan þykir vera krókur á móti
því bragði ríkisstjómarinnar að
setja lög á deiluna. Tilboðið var háð
því að útgerðarmenn samþykktu
það óbreytt en þar er kveðið á um
að skipuð verði þriggja manna emb-
ættismannanefnd svo sem gert var
ráð fyrir í frumvarpsdrögum ríkis-
stjórnar. Nefndinni er ætlað að
koma skikk á mál sem snúa að
kvótairamsali og verðmyndun sjáv-
arfangs.
Karp í Karphúsi
Útgerðarmenn og sjómenn mættu
til fundar í Karphúsinu kl. 21 í gær-
kvöld þar sem þrefað var um málið
til klukkan hálfþrjú, þegar fundi
var frestað, án þess að sátt næðist
um tillögu sjómanna um frestun. Út-
gerðarmenn vom að sögn Kristjáns
Ragnarssonar hlynntir frestuninni
Hér afhendir Sævar Gunnarsson,
forseti Sjómannasambandsins, Þóri
Einarssyni frestunartillöguna um-
deildu í gær. DV-mynd Pjetur
en vildu láta koma skýrt fram að
rangt væri að þeir hafi óskað eftir
því að lagasetning kæmi til lausnar
deilunni.
„Það eina sem við vildum taka
fram var að það væri ekki að okkar
ósk að til slíkrar lagasetningar
kæmi. Meö einhverjum hætti sem
við ekki skiljum gat það ekki geng-
ið,“ sagði Kristján í morgun.
Hann segir útvegsmenn hafa talið
að tillaga sjómanna um frestun
næði ekki nógu langt. Tíminn væri
of knappur frá því nefndinni væri
ætlað að skila af sér og þangað til
verkfall skylli á að nýju. Á þau sjón-
armið hafi sjómenn ekki fallist og
því hefðu útgerðarmenn fallið frá
kröfunni um lengri frest.
„Þeir komu með eitthvert bréf
sem þeir rituðu sáttasemjara og
gerðu kröfu til þess að við árituðum
það athugasemdalaust. Það hefur
nú varla farið fram hjá neinum að
við höfum átt að stjórna þingi,
stjóma ríkisstjóm og rita lagatexta.
Við vildum einungis árétta það að
þetta væri ekki með þeim hætti,“
segir Kristján.
Sáttasemjari reyndi í nótt að
sætta fylkingar og í því skyni bauð
hann sjómönnum að einnig væri
bókað eftir þeim að þeir hafi ekki
beðið um lög til lausnar deilunni.
Allt kom fyrir ekki og var fundi slit-
ið án þess að samkomulag næðist
um frestun verkfalls.
„Menn em bara ekki í neinu jafn-
vægi, það var rækilega undirstrikað
í nótt. Þaö var í raun enginn ágrein-
ingur uppi og ekki verið að deila
um neitt efnislega. Ég vona að menn
nái áttum. Þetta er nánast aðhlát-
ursefni og ekki skiljanlegt neinum
rnanni," sagði Kristján.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags íslands, sagði við DV í morg-
un að nóttin hefði farið fyrir lítið.
„Það fór allur tíminn í að karpa
um orðalag. Þetta er deila um keis-
arans skegg,“ sagði hann.
Nýr fundur deiluaðila hefur verið
boðaður klukkan 13 í dag þar sem
tekist verður á um bókanir áfram.
Líklegt er talið að verkfalli verði
frestað eftir þann fund og skip kom-
ist á sjó á morgun.
-rt
Veðrið á morgun:
Suðaust-
angola
Á hádegi á morgun verður
suðaustangola og dálítil él suð-
austan til. Slydduél verða á Vest-
urlandi en léttskýjað norðan-
lands. Hiti verður 0 til 3 stig allra
vestast en annars staðar 0 til 10
stiga frost, kaldast á Norðaustur-
landi.
Veöriö í dag er á bls. 29.