Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Fréttir Formaður Apótekarafélagsins: Martröð að reka apótek í Reykjavík Áður fyrr þótti það vera ávísun á góða ævilanga afkomu að fá lyfsölu- leyfi og reka apótek, sérstaklega á höfuðborgarsvæöinu og stærstu þéttbýlisstöðum. „Þaö hefur breyst yfir í það aö vera martröö að vera apótekari í Reykjavík. Nú er það bara stríð og menn eru aö vega hver annan og strá salti í sárin, sparka í þá sem liggja og svo fram- vegis,“ segir Jón Þórðarson, for- maöur Apótekarafélags íslands, í samtali við DV. Jón segir aö þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi lyfsölumála á síðustu árum hafi haft mjög slæm áhrif á lyfsölu og meðferð lyfia og varasamar afleiðingar þess eigi eftir að koma í Ijós. „Þetta á eft- ir að enda meö skelfmgu inni í stór- mörkuöum," segir Jón. Jón segir að í öðru lagi sé heild- verslunin með lyf einnig komin í uppnám og eigi fyrirsjáanlega eftir Rekstur apóteka er erfiður og gæðaeftlrlit mun versna þar sem lyfjafræðingar munu ekkl stjórna þar í framtíölnni. að fara sömu leiðina og smásalan og spillt öllu félagsstarfi apótekara og „Mitt félag er ekki lengur félag í þriöja lagi hafi breytingamar stór- lyfjafræöinga: heldur klúbbur. Það er búið að rústa allt sem heitir félagsstarf og sam- starf og það fyrirfinnst enginn málsvari fyrir apótekara lengur. Þetta er í stuttu máli mín sýn til málsins,“ segir Jón Þórðarson, for- maður Apótekarafélags íslands. DV spuröi Þórdísi Kristmunds- dóttur, prófessor í lyfjafræði við Há- skóla íslands, hvort aðsókn að lyfja- fræði hefði minnkað. Hún sagði að of skammt væri liðið frá breytingunum á lyfsölunni til að hægt væri að merkja marktækar breytingar. Alltaf hefðu verið sveiflur i aðsókninni milli ára og sl. haust hefðu færri haf- ið lyfjafræðinám en í fyrra. Þórdís segir að fyrir utan sér- fræðistörf í apótekum og rekstur ap- óteka hafi verið góð atvinnutækifæri fyrir lyfjafræðinga í lyfjaframleiðslu sem staöið hefur með blóma og at- vinnuástand í stéttinni sé ailgott. At- vinnuástandiö ætti því vart að fæla stúdenta frá námi í lyfjafræði. -SÁ Rekstur apóteka: Gæðaeftirlitið mun versna - segir Vigfús Guðmundsson apótekari - bull, segir Jóhannes í Bónusi Viöskiptaumhverfi lyfsölunnar hefur breyst verulega síöan ný lyf- sölulög tóku gildi. Margir lyfsalar, sem fengu á sínum tíma úthlutað lyf- söluleyfum, segja rekstur apóteka mjög erflðan og mörg eldri apóteka eru ýmist til sölu, eru að hætta rekstri eða eru hætt. Þannig liggur fyrir að Háskóli íslands hættia rekstri Reykjavíkurapóteks, Akur- eyrarapótek, sem var í eigu Odds Thorarensens, hefur verið selt KEA og Hagkaup hefur keypt Mosfellsapó- tek, svo nýleg dæmi séu nefnd. „Þetta er allt að fara í þessa áttina. Það verða ekki lyfjafræöingar sem stjóma þessu í framtíðinni og þar með verður allt gæðaeftirlit lélegra þegar fram í sækir,“ segir Vigfús Guðmundsson, apótekari í Borg- arapóteki, í samtali við DV. Lyfsala er nú frjáls eins og hver annar verslunarrekstur, að uppfyllt- um ákveðnum faglegum skilyrðum. Apótekarafélag íslands er ekki leng- ur hagsmunafélag apótekara heldur einungis félagsskapur þeirra sem ráku apótek fyrir gildistíma núver- andi laga og reglna um lyfsölu. Meðal gömlu apótekaranna ríkir vantrú á hinni nýju skipan og þeir ótt- ast að lyfsala og jafnvel lyfjainnflutn- ingur sé að færast úr höndum fag- mannanna í hendur venjulegra versl- unarmanna. í undirbúningi sé inn- flutningur á lyfjum frá „suðrænum löndum," eins og einn þeirra sem DV ræddi viö komast að orði. Það telur hann að skapi hættu á að í dreifmgu komist óvönduð lyf með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Þá sé það vara- samt að nú kemur aðeins einn lyfja- fræðingur aö afgreiðslu á lyfjaresepti lyfjakaupenda en áður hafi þau veriö yfirfarin af tveimur lyfjafræðingum. Samkeppnin hefur haft í fór með sér að álagning hefur lækkað verulega á lyfium, auk þess sem svokallaöir bestukaupalistar Tryggingastofnunar beina læknum fremur að því að ávísa á ódýrari lyf en dýrari. Að öllu saman- lögðu fullyrða apótekarar að rekstur apóteka sé mjög erfiður og að tap sé á lyfsölunni, gagnstætt því sem áður var þegar apótekarar voru í hópi hæstu skattgreiöenda. Engin hætta „öll afgreiðsla og meðferð lyfia er í fullu samræmi viö þær regliu- sem Lyfiaeftirlitið hefur sett og ég sé ekki aö þaö sé hægt að selja þessi lyf á annan hátt en eftir þeim. Þau apótek sem viö erum aöilar að hafa fullnægt þeim og rúmlega það,“ segir Jóhann- es Jónsson í Bónusi. Hann vísar því á bug að hætta sé á aö inn í landiö berist léleg lyf. þaö komi einfaldlega ekkert inn í land- iö af lyfium sem ekki uppfylli ströngustu kröfur yfirvalda. „Þetta er bull sem á sér enga stoð í veru- leikanum," sagði Jóhannes í sam- tali viö DV. -SÁ Dagfari gengnar á Suðurnesjunt Fjörur Suðumesjabátur fékk vodka í veiöarfærin í fyrra. Vodkaö var ekki í heföbundnum neytenda- pakkningum heldur plastbrúsum. Það breytir því samt ekki aö feng- urinn þótti góður. Þetta á ekki síst við á vondum kvótatímum þegar ekki má veiöa nema lítilræöi af fiski. Hver vodkabrúsi gefur nefni- lega á viö marga fiska. Síðan hafa Suðurnesjabátar gjaman leitað á þessi mið. Sögum fer ekki af því hversu fengsælir þeir hafa veriö. Sjónvarpsmaður, sem gerði sér ferð í Garðinn á dög- unum, lét þó aö þvi liggja að höfn- in í Garöi væri lítt notuð hvunn- dags. Þangaö kæmi ekki ekki mik- iö af fiski. Hún gengi þó undir nafninu fríhöfnin. Þar með var það sagt óbeinum orðum að áfengi rataði gjarnan í þá fríhöfn ekki síð- ur en hina opinberu á Keflavíkur- velli. Áfengissmygl er landlægt hér og veröur eflaust meöan verð á áfengi er svo hátt sem raun ber vitni. Menn drýgja því tehjurnar með þessum innflutningi. Tollarar leita í skipum við komuna til landsins. Því er einfaldara aö losa sig við birgðamar á hafi úti og sækja síö- an með smábátum. Smábátaútgerö- in er því fiölbreyttari en margur heldur. Nýlunda er þó að beinlínis sé gert út á smygl og það af ríkis- reknu skipi. Það gerðist þó í lið- inni viku að gmnur vaknaði hjá tollurum um að vænta mætti stórr- ar vodkasendingar með farskipi einu. Því var geröur út tollbátur sem sigldi á móti hinu meinta vod- kaskipi. Ekkert fannst við leit og því var ályktað að forsjálir sjóarar hefðu komið brúsunum fyrir borö í tíma. Yfirvöld sættu sig ekki viö mála- lok og leigðu snurvoðarbát til þess eins að fiska upp vodkað. Þar þvældist enginn kvóti fyrir. Bátur- inn mátti veiöa eins mikið af drykknum dýra og hann mögulega gat. Botninn var skafinn en ekkert geröist.' Bátverjar voru á útkíkki og ráku nasir upp í vind ef kaup- staðarlykt bærist í gegnum sjávar- loftið. Það bar heldur ekki árang- ur. Snurvoðarkarlamir voru þó sátt- ir viö sitt. Þeim var hleypt inn á lokað veiðisvæði og mokveiddu kola og annað finirí þótt engin kæmu drykkjarfóngin. Þeir seldu því vel eftir hvem túr. Tollararnir í svarta genginu svo- kallaða sátu eftir með sárt enniö. Ekkert fannst og skipið, sem flytja átti vaminginn, er aftur farið til útlanda. Greinilegt er þó að alþýða manna hefúr tröllatrú á tollurun- um. Menn þykjast sjá að þeir viti sínu viti. Því hefur útivist aukist stórlega á Suðumesjum. Menn ganga nú Qörur í stómm hópum hvemig sem viðrar. Göngumenn vonast til þess að straumar sjái til þess að veigamar dým berist á land fyrr en seinna. Jafnvel telja fróöir heimamenn aö skark snur- voðarbátsins ýti heldur á eftir rek- anum. Allt leiöir þetta mál því til góðs. Kyrrsetumenn, sem ekki gátu hugsaö sér að fara út fyrir dyr, fara nú í langa göngutúra. Það bætir líöan þeirra og heilsu til mikilla muna. Áfengisböliö er því með öfugum formerkjum á Suöurnesjum þessa dagana. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.