Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Fréttir ^ Ný skýrsla frá Evrópusambandinu um menntun í Evrópu: Island klúðrar - íslenskar konur duglegar að sækja sér háskólamenntun DV; Ósló: Vel er búið að íslenskum skóla- börnum við upphaf skólagöngunn- ar. Sjö ára gömlum eru þeim ætlaö- ar álíka margar kennslustundir og jafnöldrunum í Evrópu. Síðan klúðra íslensk skólayfirvöld öllu og við tíu ára aldur fá íslensku börnin færri kennslustundir á ári en öll önnur evrópsk böm - ef frá eru tal- in þau búlgörsku. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu frá Evrópusambandinu um menntun í álfunni. Þar er farið yfir öll menntunarstig í öllum Evrópu- löndum, frá forskóla upp í háskóla. Athyglinni er sérstaklega beint að stöðu kvenna sem fer batnandi í skólakerfinu en ekki í atvinnulífinu. íslensku bömin standa vel að vígi í forskólanum. Óvenju mörg þriggja og fjögurra ára böm sækja forskóla á íslandi og þar em átta böm um hvern forskólakennara. Aðeins í Finnlandi eru færri böm á forskóla- kennara en í flestum löndum álf- unnar verða 25 til 30 börn að deila með sér einum forskólakennara. Þegar hærra dregur í skólakerf- inu dregst ísland æ meira aftur úr og þegar börnin eru orðin tíu ára er ástandið „austurevrópskt". íslensku börnin fá þá 640 kennslustundir á ári en hollensku jafhaldramir em t.d. 1000 tíma í skólanum á ári. Á einu sviði menntunar stendur ísland vel að vígi. íslenskar konur era duglegri en flestar aðrar evr- ópskar konur að sækja sér háskóla- menntun. Á móti hverjum 100 ís- lenskum körlum era 136 konur í há- skólanámi. Hins vegar er í skýrsl- unni látinn í ljós ótti við að háskóla- menntun kvenna leiði ekki alltaf til aö þær fái betri störf. Jafnréttið er í skólunum en ekki atvinnulífinu. -GK Yfirlögregluþjónn um bifreiðastöður á gangstéttum: Þetta eru mín tilmæli - engin undanþága frá borgaryfirvöldum „Við höfum einbeitt okkur að þvi að sekta bíla sem hafa tafið og truflað umferð. Borgin er fúll af slíkum bíl- um og lögreglumenn hafa fengið fyrirmæli um að einbeita sér að þeim verk- efnum þar sem ástandið er verst,“ sagði Jónmundur Kjartansson yfirlögreglu- þjónn við DV vegna bréfs sem hann sendi lögreglu- mönnum í október sl. Þar beinir hann þeim ein- dregnu tilmælum til þeirra að við ákvörðun sektar verði fyrst og fremst miðað við þá „þum- alfingursreglu“ að fjórðungur eða meira af bílnum sé uppi á gangstétt. Lögreglumenn hafa dregið í efa heim- ild yfirlögregluþjónsins til slíkrar ákvörðunar, enda segi í umferðarlög- um að bannað sé að leggja ökutæki á gangstéttum nema að fenginni undan- þágu frá borgarstjóm. „Þessi tilmæli koma til vegna kvartana frá íbúum þar sem svo hátt- ar til að mikill halli er á götunni að rennusteini," sagöi Jónmundur. Þeg- ar fólk opnar dymar hægra megin Jónmundur Kjartansson. rekast þær í gangstéttina. í þessum tilvikum hefur fólk tyllt bifreiðinni upp á gangstéttarbrún tO að rétta hana af án þess að það hafi á nokkum hátt hindrað umferð gangandi um gang- stéttina. Af þessum sökum hef ég, til samræmingar, beðið lögreglumenn að hafa þetta vandamál í huga og miða þá við þá þumalfingursreglu að ekki sé meira en fjórðungur ökutækis á gangstéttinni. og þá þannig að umferð gangandi, t.d. fólks með bamavagna og blindra, stafi ekki hætta af.“ Þegar Jónmundur var spurður hvort hann hefði fengið undanþágu frá borgaryfirvöldum vegna þefrrar þumalputtareglu sem hann hafi gefið fyrirmæli um vegna rangstöðu bif- reiða kvað hann svo ekki vera. Þegar DV spurði hann hver hefði þá heimil- að þumalfingursregluna svaraöi hann: „Þetta era tilmæli mín til lög- reglumanna til samræmingar á vinnubrögðum vegna átaks okkar í þessum málaflokki. -JSS Haröur árekstur varð um kl. 16 f gær þegar ökumaður flutningabifreiðar keyrði á mikilli ferð á kyrrstæðan vörubfl með tengivagni nálægt gatnamót- um Sæ ;rautar og Dugguvogs. Kiippa þurfti ökumanninn úr flutningabflnum. Hann var fluttur á slysadeild en reyndist lítið slasaður. DV-mynd S Utandagskrárumræöa um mál Franklíns Steiners: Eðlilega staðið að málum - segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráöherra Snarpar umræður urðu í utan- dagskrárumræðum um meint óeðli- leg afskipti dómsmálaráöherra af málum Franklins Steiners. Sökuðu menn hver annan um dylgjur og lét ráðherra þung orð falla í garð Al- þýðuflokks. Lúövík Bergvinsson, þingmaöur Alþýðuflokks, var málshefjandi og sagði að þessi umræða væri til bóta og mætti sem dæmi um það nefna að fyrst nú væra að koma til reglur um óhefðbundnar rannsóknarað- ferðir sem lögreglan hefði lengi bar- ist fyrir. Hanii taldi að stjómvöld hefðu ekki búiö lögreglunni nógu gott starfsumhverfi. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra réöst hart að þingflokki jafn- aðarmanna og furðaði sig á aðdrag- anda þessarar utandagskrárum- ræðu sem hann taldi einsdæmi. Hann sagöist hafa þurft aö sitja und- ir dylgjum vegna þess trúnaðar sem hann taldi sig þurfa að halda við lögregluna. Hann sagði aö yfirstjóm lögreglunnar hefði ekki komið til sín tilmælum um reglur um óhefðbundnar rannsóknarað- ferðir og þær hefðu fyrst komiö upp á borðið í skýrslu starfs- hóps sem hann skipaði og hafði það hlutverk að undirbúa átak gegn fikniefnavandanum. Þorsteinn sagði að á vordögum ársins 1991 hefðu fulltrúar lögregl- unnar komið á sinn fund og sagst hafa vilyröi fyrir reynslulausn Franklíns Steiners þar sem Frank- lín hefði lofað að gefa upplýsingar. Þær upplýsingar gætu leitt til hand- töku manna sem annars myndu ekki komast undir laganna hendur og að þessar upplýsingar hefðu þá þegar leitt til handtöku nokkurra. „Ég gerði að sjáifsögðu embættis- mönnum í ráðu- neytinu, sem fóra með þessi mál, grein fyrir þessu viðtali. Niður- staða okkar var sú að í ljósi nýrra upplýsinga væri rétt að senda mál- ið aftur til með- feröar fullnustu- matsnefndar og Fangelsismálastofnunar en báðir þessir aðilar höfðu á fyrra stigi, án þessara upplýsinga, hafnað erind- inu,“ sagði Þorsteinn. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og fyrram dómsmálaráðherra, sagði að hann hefði fengið upplýsingar um að upplýsingar Franklíns hefðu komið að góðum notum í tveimur fikniefnamálum. Þorsteinn sagði einnig, og vitnaði í minnisblað Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra um samtal við Jón- atan Þórmundsson, að fullnustu- matsnefiid hefði verið sammála um þessa afgreiðslu og hún hefði verið fyllilega lögmæt. Ráöherra sagði enn fremur: „Hér hefur í einu og öllu verið rétt og eðlilega staðiö að málum að hálfu dómsmálaráðuneyt- isins og ekki með neinum rökum hægt að færa fram líkindi fyrir því að annað sé uppi á teningnum." Ráðherra sakaði jafnaöarmenn um að hafa farið að sér með dylgj- um og sagði að varaþingmaður og þingmaður Alþýðuflokksins hefðu komið að málinu í fjölmiðlum, ann- ar sem ritstjóri Mannlífs og hinn sem annar af ritstjóram DV. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokks, og Rannveig Guð- mundsdóttir, þingflokksformaður jafnaðármanna, mótmæltu bæði því sem þau kölluðu dylgjur ráðherra og sagði Rannveig það fráleitt að kenna Alþýðuflokknum um þá fjöl- miðlaumfjöllun sem hefði verið um málið. -sm Þorsteinn Pálsson. Lúðvík Berqvinsson. Stuttar fréttir dv Endurunnin smurolía íslenskir að- ilar og banda- riskt fyrirtæki eru að kanna hagkvæmni þess að endur- vinna notaða smurolíu hér á landi eða ann- ars staðar. Hreinsa á olíuna með vetni. Þessi mál hafa áður verið könnuð í sam- bandi við Áburðarverksmiðjuna sem framleiðir vetni. Fyrrverandi forstjóri verksmiðjunnar stjómar athuguninni sem nú stendur yfir. Viðskiptablaðið segir frá. SH á Verðbréfaþing Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er nú skráð á Verðbréfaþingi ís- lands. Fyrsti kaupandi hlutabréfa í SH er Álpha Group, fyrirtæki í S- Afríku sem veiðir og vinnur Nílar- karfa í Viktoriuvatni í Kenía. Það keypti fyrir 200 þúsund krónur. Ganga af Arnarnúpi Skipstjóri og þrír stýrimenn, þeirra á meðal er trúnaðarmaður áhafiiar, eru að hætta á togaranum Amamúpi á Raufarhöfh. Ástæður em deilur um fiskverð og uppgjör við útgerðina. RÚV sagði frá. Hátt gengi krónunnar Gengi ísl. krónunnar er í sögu- legu hámarki. Ástæðan er mikil kaup á gjaldeyri og erlendar lán- tökur að sögn RÚV. Sundabraut einkavædd Ámi Sigfússon og borgarfúlltrú- ar sjálfstæðismanna vilja athuga kosti þess að einkafyrirtæki fjár- magni og leggi Sundabraut úr Kleppsvík í Geldinganes á fjórum árum. Ósjúkir kærendur Ummæh Eggerts Hauk- dal, oddvita í Landeyjum, um sjúka kær- endur í sveitar- félaginu hafa verið ómerkt með dómi. Egg- ert viðhafði ummælin í svarbréfi til félagsmála- ráðuneytisins. Raftækjakjörbúð BYKO opnar á næstu dögum fyrsta stórmarkaðinn á landinu með raftæki við Smáratorg. Mark- aðurinn verður á 2000 fermetrum og heitir ELKO. Hann verður rek- inn í samvinnu við norska raf- tækjakeðju sem heitir Elkjöb að sögn Viðskiptablaðsins. Alda aftur til Ingólfs Alda Andrésdóttir, bæjarfulltrúi í Hveragerði, hefur hætt félagsskap við Bæjarmálafélag sjálfstæðis- manna í Hveragerði og snúið tfi baka í sjálfstæðisfélagið Ingólf. Einkasamningi andmælt Sjálfstæðis- menn í stjóm SVR og borgar- ráði mótmæla samningi við danskt fyrir- tæki um einka- rétt þess til auglýsinga á borgarmann- virkjum næstu 20 árin gegn því að fyrirtækið komi upp biðskýlum á stoppistöðvum SVR. Asíugjaldmiðlar Ringit, gjaldmiðiU Malasíu, hækkaði um 1,16% gagnvart dollar í nótt, rúpían í Indónesíu um 6,86%, batið I Taílandi steig um 2,43%, pesinn á Filippseyjum um 1,37%, Singapúrdollar um 0,88%, Taívandollar féll um 0,22% og vonnið í Kóreu féll um 0,82%. Keikó má koma Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að háhymingurinn Keikó megi koma til landsins frá Banda- rikjunum. Hann hefur veriö úr- skurðaður heilbrigður og búinn að ná sér eftir kvilla sem hijáðu hann í S-Ameríku. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.