Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deíldir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þúsund ára þorskur íslendingar fagna því um næstu aldamót að þúsund ár eru frá hinum frægu landafundum. Upphaf þeirra var útlegð róstuseggsins Eiríks rauða af íslandi, sem í kjölfarið sigldi við flota skipa úr Breiðafirði og nam Grænland. Sonur hans, Leifur heppni, fann síðan meginland Ameríku, þó að Bjarni Herjólfsson frá Drepstokki í Flóa hefði að sönnu séð það áður af hafi. Það voru því innfæddir íslendingar sem fyrstir Evrópumanna komu til Ameríku. Fyrsta hvíta konan sem þar ól barn var Guðríður Þorbjarnardóttir. Sonur hennar Snorri var fyrsti Evrópubúinn sem þar fæddist. Um þessa atburði er þó furðu hljótt í okkar eigin sögu. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti afmæli landafundanna rækilega á dagskrá í ræðu þegar hann tók við embætti. Hann hvatti til þess að þúsund ára afmælis vesturferðanna yrði minnst með verðugum hætti. Það hefur forsetinn margoft ítrekað síðan. Fyrir íslendinga skiptir miklu hvernig tímamótanna verður minnst. Ríkisstjórnin hefur vissulega sýnt ágætan vilja og sett á laggir nefnd hinna bestu manna. Þeir eiga að skipuleggja afmælisviðburði landafund- anna með liðveislu fyrrum sendiherra okkar í Ameríku. Áherslur í tengslum við afmælið virðast þó full ein- hliða. Það er eins og menn vilji aðallega nota það til að seiða hingað túrista frá Bandaríkjunum og Kanada. í krafti þess að sérhver erlendur ferðalangur er ígildi tonns af þeim gula verður túristunum breytt hér í eins konar þorska sem gefa af sér dollara. Efling ferðaþjónustu og bætt sætanýting Flugleiða eru í sjálfu sér ágætis markmið. Það er ekkert athugavert við að efla hag íslenskra hótela, vegasjoppa, bílaleiga og flugfélaga. Það er hins vegar of rislítið að gera slíkt að helsta markmiðinu þegar minnst er mestu afreka íslandssögunnar. Það er sárgrætilegt hversu lítið íslenska þjóðin veit í dag um siglingaafrekin sem áar hennar unnu fýrir röskum þúsund árum. Hún veit heldur ekkert um tilvist íslensks þjóðarbrots á Grænlandi í fimm hundruð ár. Þó er grænlenska landnámið einhver fegursti en um leið harmþrungnasti kaflinn í sögu íslendinga. Afmælið á þess vegna að nota af alefli til að lyfta í hæðir gagnvart íslensku þjóðinni þessum merka hluta af hennar eigin sögu. Tímamótanna verður best minnst með því að lyfta landafundunum og tilvist íslensks þjóðarbrots á Grænlandi upp úr glatkistu sögunnar. Þetta er því brýnna sem nú er staðfest að verslun við Grænland skapaði auðinn sem kostaði gerð íslend- ingasagnanna. Það gerði málfræðingurinn Helgi Guð- mundsson í bókinni Um hafinnan. Þar með getur Græn- land aldrei framar verið utan sviga í sögu okkar. Stjómvöld eiga því að gefa þjóðinni í afmælisgjöf alþýðlega sögu grænlensku íslendinganna. Hún er ekki til í dag. Það þarf einnig að grafast fyrir um afdrif þeirra. Dóu þeir úr vosbúð, fluttust þeir til Vesturheims eða urðu þeir fórnarlömb sjóræningja sem seldu þá mansali á þrælamörkuðum Kanaríeyja? Siglingaafrek feðganna í Brattahlíð eru ekki þúsund ára þorskur sem hægt er að breyta í dollara gegnum stjórnskipaða nefnd. íslandssagan er ekki dollaragrín. Afmæli landafundanna á fyrst og fremst að nýta tH vakningar um gleymda parta af íslandssögunni. Saga er hluti af sjálfsmynd. Á meðan þjóðin veit ekki af þeirri sögu sem hún á miUi jökla og klungra Grænlands er sjáHsmynd hennar ekki rétt. Össur Skarphéðinsson Hverjir eiga að veita unga fólkinu okkar aðhald? - Hverjir eiga að sjá til að börn og unglingar fari að settum reglum? Vímuefni: Samstaða í baráttunni Kjallarinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn eru líklegastir til að sjá og skynja breyt- ingu á bömum sínum frá einum tíma til ann- ars? Hverjir þurfa gagnmerkar upplýs- ingar um hvað málin snúast? Hverjir þurfa að geta borið skyn- bragð á aðdraganda eða einkenni vímu- efnaneyslu barna sinna? Hverjir þurfa að vera þeim yngri góð fyrirmynd og geta sýnt gott fordæmi? Hverjir þurfa að taka þátt í að byggja upp skynsam- leg viðhorf hjá þeim yngri? Hverjir eiga að veita unga fólkinu okkar aðhald? Hverjir „Hverjir eiga börnin? Hverjir standa börnunum næst? Hverjir eru líkiegastir til að sjá og skynja breytingu á börnum sín- um frá einum tíma til annars?u Því hefur verið haldið fram að það þýði ekkert að beina athyglinni að full- orðnum þar sem vímuvarnir eru ann- ars vegar. Því eigi fyrst og fremst að leggja áherslu á að ná til barna og ung- linga. Með slíkum fullyrðingum er ver- ið að gera lítið úr störfum fjölda fólks og félaga, sem unnið hefur í góðri trú að forvarnastarfi með einum eða öðrum hætti á meðal al- mennings. Hverjir? Allir geta verið sammála um nauð- syn þess að samhæfa og samstilla krafta hinna ólíku aðila og að beina eigi for- vörnum í auknum mæli og markvissar að unga fólkinu til mótvægis við þau áhrif er hvetja það til neyslu vímuefna, en ástæðulaust er að gera um leið lítið úr því góða sem gert hefur verið á meðal þeirra sem eldri eru. Margir i þeim hópi hofa jafnframt lagt sig fram við að reyna að spyrna við áfengis- og fíkniefnaneyslu í yngri aldurshóp- unum. Hvað gagnrýni þeirra yngri á forvarnir er lúta að hinum full- orðnu og fram hefur komið má spyrja eftirfarandi spurninga: Hverjir eiga börnin? Hverjir standa bömunum næst? Hverjir eiga að sjá til að böm og ungling- ar fari að settum reglum? Hverjir bera ábyrgð skv. barnavemdarlög- um? Hverjir em líklegastir til að geta aðstoðað börnin þegar eitt- hvað hefur borið út af? Fólkiö sjálft Spyrja mætti margra annarra spurninga um þessi mál, en svar- ið verður ávallt það að auðvitað gegna fullorðnir mikilvægu hlut- verki í vímuvörnum og auðvitað hafa þeir aðilar er unnið hafa að forvarnastarfi á meðal fullorðinna verið að vinna þarft og gagnmerkt starf engu síður en þeir sem hafa sinnt forvarnastarfi á meðal þeirra yngri. Ein meginforsenda þess að ná megi árangri er að ná fram enn víðtækari samstöðu meðal foreldra og fá þá til fylgis við ákveðnari og markvissari að- gerðir. Það þarf að skapa sam- stöðu um niðurstöður og styðja já- kvætt viðhorf og efla þekkingu á meðal þeirra sem yngri eru og laða þá til þátttöku. Hins vegar má ganga út frá því eftir sem áður að ávallt verði skiptar skoðanir um þetta eins og allt annað sem gert er. Margir aðilar, félagasamtök og stofnanir hefa reynt að miða for- varnir sínar jafnt að þeim yngri sem þeim eldri og ástæða er til að standa við bakið á öllum þeim sem það gera. Og aldrei verður of oft mælt fyrir nauðsyn góðrar sam- vinnu þeirra sem vinna að for- varnamálum á sviði vímuvarna. Meginforsenda góðs árangurs eru samstilltir kraftar allra, sem vinna að eða geta unnið að fram- gangi þeirra mála. Og ekki má gleyma að virkja fólkið sjálft til samstarfs því það er í raun vilji þess og gerðir sem ráða ferðinni í þessum efnum á hverjum tima. Samband ísl. sveitarfélaga lagði á sínum tíma til við sveitarstjórnir aö þær samhæfðu störf allra þeirra aðila sem starfa innan þeirra vébanda eða í þeirra um- boði. Þessi tillaga var sett fram að fenginni reynslu og að gefnu til- efni og eru, ef hún verður alls staðar að veruleika, til að herða enn baráttuna gegn vímuefnanotk- un ungs fólks hér á landi á næstu árum. Ómar Smári Ármannsson Skoðanir annarra Erlendar skuldir lækka „Á undanförnum árum hefur afkoma ríkissjóðs batnað verulega. ... Betri rekstrarafkoma ríkissjóðs og minnkandi lánsíjárþörf skapaði svigrúm til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þannig lækkuðu erlendar skuldir ríkissjóðs um sex og hálfan milljarð króna á síðasta ári.... Áætlanir benda hins vegar til að afkoma ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum ársins 1998 muni sýna tæplega 3 milljarða króna afgang, miðað við eldri uppgjörsaðferðir. Samkvæmt því mun afkoma rikissjóðs áfram vera góð árið 1998.“ Friðrik Sophusson í Mbl. 17. febrúar. Steiner lögreglu dýr „Franklín Steiner er orðinn eins konar tákn um misheppnaðar aðgerðir lögreglunnar gegn fikniefna- glæpamönnum. Stjómendur ávana- og fikniefna- deildar lögreglunnar virðast hafa haft barnalega trú á loforðum dæmds glæpamanns um aðstoð við að upplýsa afbrot annarra. Með því dómgreindarleysi hófst marga ára atburðarás sem reynst hefur lögregl- unni dýr - kostað hana mikinn álitshnekki. ... Lög- reglan ein getur endurheimt slíkt traust með því að gera hreint fyrir sínum dyrum opinberlega ...“ Elías Snæiand Jónsson í Degi 17. febrúar. Engilsaxneskt hrognamál „Danir eru ekki einir um að skilja ekki talmál sinnar ungu kynslóðar. Fyrir einu ári heyrði Vík- verji unga afgreiðslustúlku segja við stöllu sína, að einhver hefði verið að „bögga“ sig út af einhverju. Nú heyrir Víkverji þetta nýyrði í hverri einustu viku. Állir era að „bögga“ alla. Fyrir 100 árum talaði fina fólkið í Reykjavík og á Akureyri einhvers kon- ar danska mállýzku. Nú talar unga fólkið eitthvert engilscixneskt hrognamál. Er ekki tímabært að ís- lenzkufræðingar fylki liði og hefji sókn gegn þessum ósóma?" Úr Víkverja Mbl. 17. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.