Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 13 Háskóli í hágæðaflokki íslendingar eru stoltir af því að eiga Háskóla og flestir vilja veg hans sem mestan. En hvað á Háskóli íslands að hafa að leiðarljósi í starfi sínu? Háskóli er stofnun sem á að leiða rann- sóknir og þróun á öllum sviðum. Sá háskóli sem ekki keppir að þessum markmiðum og nær þeim hlýtur þau örlög að verða undir í sam- keppni við aðra skóla. Fábrotin aöstaöa Samkeppni við Há- skóla íslands er sífellt að aukast. Nærtækasta dæmið er Viðskiptahá- skóli Reykjavíkur sem nú er að rísa. Hann mun hefja kennslu í við- skiptagreinum næsta haust. Nú þegar hyllir und- ir brottför margra góðra kennara þangað frá Há- skóla íslands. Það er ljóst að Viðskiptaháskólinn og fleiri skólar á háskólastigi bjóða betri laun og aðstöðu en Háskóli íslands. Aðstaða nemenda við Há- skólann er slæm. Tölvur eru of fáar og í mörgum til- vikum úreldar. Bóka- og tímaritakaup eru í algjöru lágmarki. Kennarar eru streittir og svekktir vegna bágra launakjara og mikils vinnuálags. Aðstaða til rannsókna er víðast hvar fábrotin. Þessar aðstæður geta aldrei leitt til þess að Háskólinn nái því mark- miöi sem hann hlýtur að keppa að. Svartsýnisspá En hvað þýðir þetta? Að- eins það að Háskóli íslands mun brátt heltast úr lest- inni. Að hann verður „Aðsta&a nemenda við Háskólann er slæm. Tölvur eru of fáar og f mörgum tilvikum úreltar. - Kennarar eru streittir og svekktir vegna bágra launakjara og mikils vlnnuálags." Kjallarinn Guölaug M. Júlíusdóttir skipar fimmta sæti á lista Vöku, félags lýð- ræ&issinnaðra stúdenta, tll Stúdentará&s hvorki leiðandi í rannsóknum né þróun. Háskólinn verður ekki æðsta menntastofnun landsins. Við stúd- entar getum ekki sætt okkur við þetta. Enda er það ekki ætl- unin. Þvert á móti mun Vaka berjast fyrir því að Háskólinn fái það sjálfstæði sem hann þarf til að vera góður háskóli. Það eru frumkvæði og ný- sköpun sem eiga að vera í fyrirrúmi í rekstri æðstu menntastofnunar þjóðarinnar en ekki stöðnun og framtaksleysi. Tveir valkostir Núna hefur skólinn hvorki nægjanlegt frelsi né hvata til að „Það eru frumkvæðl ognýsköpun sem eiga að vera í fyrirrúmi í rekstri æðstu menntastofnunar þjóðarinnar en ekki stöðnun og framtaksleysi leita af fullum krafti til atvinnu- lífsins um fjármagn. Hann verður að öðlast sjálfstæði í stjómun, þró- un og rekstri og fá svigrúm til að ráðstafa tekjum sínum að vild. Auk þess þarf hann að hafa fullt sjálfstæði í launa- og starfsmanna- málum. Fyrst þá verður nægjan- legur hvati fyrir þátttöku af hálfu atvinnulífsins og sveitarfélaga til að leggja meira fé til reksturs Há- skólans. Háskólafólk stendur nú frammi fyrir tveimur valkostum. Ætlum við að horfa upp á Háskólann breytast í annars flokks menntastofn- un eða ætlum við að gera skólann að sjálfstæðri, skil- virkri og lifandi stofnun sem sættir sig ekki við neitt annaö en að vera í fremstu röð? Við í Vöku höfum gert upp hug okkar. Guðlaug M. Júlíusdóttir Verjum Háskóla íslands Þann 19. febrúar næstkomandi verða kosnir fulltrúar nemenda í stúdentaráð og háskólaráö Há- skóla íslands. Undanfarin ár hefúr Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla íslands, verið í meiri- hluta í Stúdentaráði Háskóla ís- lands. Á þessum tíma hefur Röskvufólk sýnt frumkvæði og festu innan háskólasamfélagsins og sannað að námsmenn geta haft mikil áhrif. Gegn skólagjöldum Samkvæmt nýrri rammalöggjöf um nám á háskólastigi er sá mögu- leiki ekki útilokaður að tekin verði upp skólagjöld við Háskóla íslands. Mikil andstaða er gegn þessari hugmynd á meðal nem- enda Háskólans. Röskva hefur andæft henni og mun berjast gegn henni við gerð sérlaga um Háskóla íslands. Jafhrétti til náms, óháð efnahag, er eitt af grundvallarmannréttind- um siðmenntaðs þjóðfélags. íslend- ingar stofnuðu Háskólann á aldar- afmæli Jóns Sig- urðssonar árið 1911 með það að markmiði að hann yrði öflug- ur þjóðskóli allra íslendinga. Eigi að síöur hef- ur Háskólanum verið naumt skammtað fé af stjómvöldum seinustu árin. Röskva telur það skyldu stjómvalda að standa vörð um háskóla íslensku þjóðarinnar. Menntun er arðbærasta fjárfesting þjóðarinnar allrar þannig aö auk- in fjárveiting til Háskólans mun skila sér margfalt til baka. En stjómvöld hafa haft aðra forgangs- rööun. Röskva vill ekki að nem- endur Háskólans verði látnir borga brúsann af þessum áhersl- um stjómvalda og mun beita sér af krafti gegn frekari gjaldtöku af nem- endum. Gegn pólitísk- um fulltrúum Annað sem fram kom í áðurnefndri rammalöggjöf er að hér eftir á mennta- málaráðherra að skipa tvo fulltrúa atvinnulífsins í há- skólaráð. Röskva andmælir þessari hugmynd. Þó að það sé skylda stjórnvalda að halda uppi öflugum háskóla þá er einnig nauðsynlegt að sá háskóli sé frjáls og óháð mið- stöð rannsókna og skapandi hugs- unar. Það samræmist ekki akademísku frelsi að tveir fulltrú- ar í tíu manna háskólaráði séu skipaðir af hinu pólitíska valdi. Við leggjum til að þessir fulltrúar utan Háskólans verði fremur lýð- ræöislega valdir af þverpólitískum samtökum á borð viö Hollvinasamtök Há- skólans. Röskva framkvæmir Röskva hefur sýnt það á síðastliðnum sjö árum að hún getur framkvæmt. Nýsköpun- arsjóður námsmanna, Atvinnumiðlun náms- manna, þjóöarátak í bókasöfnun og mikil- vægar breytingar á lánasjóðsfrumvarpinu eru aðeins brot af því mikla starfi sem Röskva hefur unnið á meðan hún hefúr haft meirihluta í Stúdenta- ráði Háskóla íslands. Meirihluti nemenda Háskólans hefur viðurkennt þessi störf með því að greiöa Röskvu at- kvæði sitt öll þessi ár. Það er mikilvægt að stúdentar taki afstööu nú í þeim málum sem varða framtíð alls háskólasamfé- lagsins. Ég hvet því alla stúdenta til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn og kjósa þann 19. febrúar. Katrín Jakobsdóttir „Menntun er arðbærasta fjárfest- Ing þjóðarinnar allrar þannig að aukln fjárveiting til Háskólans mun skíla sór margfalt til baka. En stjórnvöld hafa haft aðra for■ gangsröðun Kjallarinn Katrín Jakobsdóttir í 1. sæti tll Háskólará&s fyrlr Röskvu Með og á móti Á að leyfa a& leggja bílum að hluta tll upp á gangstéttir? Ef aðstæður krefjast „Almennt tel ég að virða beri rétt gangandi fólks. Að því til- skildu að umferð gangandi fólks sé ekki hindruð þá tel ég ekki rétt að banna alfarið að leggja bílum að hluta upp á gangstéttir. Gangstéttir og götur eru mis- munandi, ekki síst í eldri borg- arhverfum. Ef við tökum sem dæmi Ingólfs- stræti. Þar er gangstéttin ým- ist þriggja metra breið eða rúmlega hálfur metri og ég sé satt að segja ekki mun á því hvort það er hús eða bíll sem þrengir gang- stéttina. Sums staðar er þannig að fólki búið hér í borginni að það er ekki rými fyrir bíla nema því aðeins að skáka þeim lítillega upp á gangstéttiná. Taka má dæmi af því að í gær fann ég hvergi pláss fýrir bilinn minn í grennd við þann stað sem ég þurfti að heimsækja nema með því að tylla hjólunum öðrum megin upp á gangstétt án þess þó að það hamlaði umferö gangandi fólks eða jafhvel fólks í hjólastól hið minnsta. Hvort leggja megi að hluta upp á gangstétt eða ekki hlýtur að fara eftir aðstæðum á hverjum stað. Þar af leiðandi finnst mér fráleitt að setja for- takslaust bann við því að leggja á gangstéttir og fráleitt að einhver algild og altæk regla um þetta efni sé látin gilda.“ Alfarið á móti „Ég er alfarið á móti því að leyfa að bílum sé lagt uppi á gang- stéttir og samkvæmt gildandi um- ferðarlögum er það bannað. Laga- greinin er skýr um þetta bann. í henni segir að á almannafæri megi ekki leggja eða setja það sem hindr- ar umferð og að bannað sé að leggja ökutækj- um á gangstétt- ir. Borgarstjóm geti þó veitt undanþágu frá banninu en þá skuli merýa þau bílastæöi sem undanþága nær til. Þessi stæði megi ekki taka meira af breidd gangstéttar en svo að eftir verði minnst 1,5 m fyrir umferð um gangstéttina. Ef yflrlögregluþjónninn í Reykjavík getur leyft sér^breyta lögum og reglugerðum upp á sitt eindæmi þá flnnst mér lögreglan orðin minna en einskis viröi. Þegar bU- ar eru hálfir uppi á gangstéttum þá getur það hent að þeir sem eru sjóndaprir reki sig illa utan í þá, brjóti spegla á þeim eða lemstri þá eða sjálf'a sig á einhvern annan hátt. Ef á að sveigja lögin til með þessum hætti þá hlýtur aö þurfa að spyrja næst, hver á að borga skaðann sem af því getur hlotist? Víða erlendis er líka þröngt um bUa og gangandi fólk en þar eru ökumenn vandir á að nota bUa- stæðahús eöa þar tU gerð bUa- stæði. Þeim er jafnframt gert mögulegt að nota þessi bUastæöi án þess að þurfa að greiða okur- gjald fyrir. Það er búiö að reisa þó nokkur bUastæöahús í borginni og ef mönnum væri gert mögulegt að nota þau á nóttunni þá myndi það rýmka mjög mikið um á göt- um í eldri hverfunum." -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.