Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 enning Metsölubækurnar eru Norski rithöfundurinn Anne Holt kom í sina fyrstu heimsókn til íslands um síðustu helgi og hélt erindi í Norræna húsinu á laug- ardaginn. Hún er ein af „glæpa- sagnadrottningunum" eða „hinum hættulegu dömum“ sem hafa bor- ið hróður norskra bókmennta víða undanfarið. í Noregi hefur á þess- ari öld myndast sterk hefð fyrir glæpasögum og leynilögreglusög- um - enda kom fram á blaða- mannafúndi með Anne að fyrsti leynilögreglusagnahöfundur í heimi hefði líkast til verið norsk- ur. Hann gaf út bækur á öldinni sem leið. Þrisvar sinnum fleiri karlar en konur skrifa leynilögreglusögur í Noregi, en bækur kvennanna selj- ast fiórum sinnum betur. Ekki vissi Anne Holt hvernig stæði á því og gaf lítið fyrir tilraunir til skýringa - eins og þá að konumar legðu meiri áherslu á mannlýsing- ar og samfélag í sínmn bókum. Kannski eru bækur kvennanna hreinlega meira spennandi. Anne Holt er þekkt fyrir spennusögur sínar en einnig fyrir að hafa um nokkurra mánaða skeið verið dómsmálaráðherra Noregs. Hún vill lítið tala um það ævintýri sem varð mjög umtalað í heimalandi hennar. Frekar vill hún tala um bækurnar sínar, einkum leynilögreglusögurnar fjórar. Auk þeirra gaf hún í fyrra út ástarsöguna Mea Culpa sem olli miklum úlfaþyt þegar nefndin sem ákveður hvaða bækur norska rík- ið kaupir handa bókasöfnum ákvað að strika Mea Culpa út af lista sínum. Nefndin kaupir að sjálfsögðu ekki nema hluta útgef- inna bóka, en sjaldgæft er að bæk- ur vinsælla og virtra höfunda séu útilokaðar. í hinum grimmúðugu deilum ákvörðuninni sögðu menn ýmist væri að strika bókina út vegna þess að hún væri hræmulega illa skrifuð eða mönnum fannst ein- bert að fordómar hefðu ráðið útstrikuninni vegna þess að Mea Culpa fjallar um ástarsam- band tveggja kvenna. Erfitt að vera vinsæll í litlu landi „Nefndin sem ákveður hvaða bækur ríkið kaupir inn á bókasöfnin ákvað að kaupa ekki Mea Culpa,“ segir Anne Holt og styður hönd und- ir kinn þungbúin á svip. Við erum staddar á vist- legum barnum á Hótel Holti og hún dreypir á tei milli þess sem hún talar gríðarlega hratt á norsku. „Ég veit ekkert hvað ég á að segja um það annað en að það er erfítt að verá vinsæll í litlu landi. Þetta skipti mig nákvæmlega engu máli. Ég fæ milli tíu og tuttugu bréf á dag frá les- endum sem eru hæstánægðir með þá bók, og hún seldist i rúmlega 70 þúsund eintökum." - En hvað heldurðu að nefndinni hafi gengið til að vísa bókinni frá? „Ég bara nenni ekki að gera mér það í hugar- Glæpasagnadrottningin" er hugsi yfir viðbrögðum ,bókmenntayfirstéttarinnar“. DV-mynd ÞÖK sem fylgdu að sjálfsagt lund. í fyrra seldust bækurnar minar í 200 þús- und eintökum í Noregi einum. Það eru margir sem selja ekki svo vel! Bókasöfnin keyptu bókina auðvitað þó að þau fengju ekki ríkisstyrk til þess, heldur notuðu til þess eigið rekstrarfé frá sveitarfélögunum. Mea Culpa er bók sem fólk kann annaðhvort vel að meta eða þolir ekki,“ heldur Anne Holt áfram. „Þannig eru sumar bækur einfaldlega. Ég skrifa fyrir lesendur og mér hefur gengið það vel. Og ekki dregur úr hvað ég hef fengið góða gagn- rýni yflrleitt. Ég hef verið ákaflega heppin. Og þá má mér á sama standa hvað menningaryfirstétt- in segir um bækurnar mínar. Ég fékk líka góðan stuðning frá nokkrum kollegum mínum í rithöf- undastétt sem skrifuðu á móti niðurstöðu nefnd- arinnar. Ég skrifaði hins vegar ekki orð sjálf mér til varnar. Mér fannst þetta ekki vera mitt mál.“ - En var þessi blaðadeila holl, heldurðu? „Nei, ég held ekki. Hún var alltof bundin við mína persónu. Deilur um bókmenntir eru hollar, deilur um innkaupastefnu til bókasafna gætu líka verið hollar, en deilur um Anne Holt hljóta cilltaf að vera óhollar. Allt of mikið af þessum skrifum, meðal annars frá öðrum höfundum sem nefndin hafði hafnað, var ómerkilegt skítkast á mig persónulega. Og ég sé enga ástæðu fyrir því skítkasti aðra en þá hvað bækumar mínar seljast vel. Ég er í þann mund að ná milljónaupplagi samanlagt, og það státa ekki margir norskir höfundar af slíkum tölum. Ég get reyndar vel skilið að ungir höfundar sem skrifa góðar bækur en ná ekki til fólks finni til öfundar í minn garð. Það er mannlegt. En ég get engan veg- inn stillt mig um að gefa út bæk- ur þeirra vegna." - Hvað finnst þér þá um það kerfi að ríkið kaupi þúsund ein- tök af ákveðnum bókum til að styrkja útgefendur ...? „Þetta er afbragðskerfi. Ég vil siður en svo að það verði lagt niður þó að mér hafi verið hafn- að einu sinni. Þetta er einstakt fyrirkomulag í sinni röð og hefur virkað ótrúlega vel. Það hefur tryggt að margir höfundar hafa komist út til fólks þó að bækum- ar þeirra seldust ekki á almenn- um markaði; það tryggir breidd i norskum bókmenntum með því að tryggja forlögunum þúsund eintaka sölu af góðum bók- menntaverkum. Sérstaklega hef- ur þetta kerfi mikla þýðingu fyr- ir unga höfunda sem eru að gefa út sínar fyrstu bækur. Ekki síst þeirra vegna verður að halda þessu kerfi gangandi." Bókmenntimar eru fjölbreytilegt landslag Bækur Anne Holt era vinsæl- ar víða um lönd, í Svíþjóð, Holl- andi, Frakklandi, Japan, Englandi, Þýskalandi, Dan- mörku. Og ein bóka hennar hef- ur komið út á íslensku: Sælir em þeir sem þyrst- ir sem kom út hjá íslenska kiljuklúbbnum. En fyrst og fremst er hún yfirmáta vinsæl í eigin landi. „Ég hef alltaf haft þá trú að fólk sem les eina bók muni lesa fleiri bækur," segir hún. „Þess vegna er svo nauðsynlegt að hafa metsölubækur. Þær em vélin í bókmenntunum, eimvagninn sem dregur lestina. Spennubækur og aðrar af- þreyingarbækur halda bókmenntunum uppi. Ungt fólk sem fer að lesa bækur eins og bækurn- ar mínar og hefur gaman af þeim, það heldur áfram að lesa aðrar og jafnvel annars konar bæk- ur. Góðbókmenntir lifa ekki án hinnar breiðari útgáfu - og hin breiða útgáfa er einskis virði án hinna fáu einstöku bóka. Mér fmnst gott að hugsa til þess að bækurnar mínar standi undir útgáfu á ljóðum og tilraunabókmenntum af ýmsu tagi. Ég sé bókmenntimar fyrir mér sem landslag. Fyrst komum við út á bjart opið svæði, auðvelt yfirferðar og þar sem gott er að vera. Handan þess er skógur, gisinn fyrst en verður æ þéttari og dimmari. Það er eðlilegt að fólk sé tregt til að hætta sér inn í hann, en viðbúið að þar sé mikla fjársjóði að finna.“ Tónlist fyrir alla Tónlist fyrir alla er komin af stað á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Dagskráin hófst með tónleikum fyrir nemendur Holtaskóla í Reykjanesbæ á mánudaginn og fram undan era tónleikar fyri?nítján þúsund grunnskólanemendur á Suður- og Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu. Vonir standa til að á næsta skólaári verði enn hægt að færa út kvíamar. Verkefninu Tónlist fyrir alla var hrundið af stað haustið 1992 fyrir at- beina Jónasar Ingimundarsonar píanó- leikara. Framgangur þess er ekki síst að þakka góðum stuðningi Norðmanna sem gáfu til þess fé á lýðveldisafmælinu 1994. Nýja dagskráin sem nú verður flutt á Suðurnesjum ber heitið „Einfalt lítið lag“ og er sett saman úr söngleikjatón- list. Söngkonurnar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir flytja ásamt Kristni Emi Kristinssyni pí- anóleikara nokkur ógleymanleg lög og önnur minna þekkt. Auk skólatónleik- anna bjóða listamennimir að venju til opinberra kvöldtónleika fyrir al- menning. Þar flytja þau dúetta og einsöngslög eftir Irving Berlin, Jerome Kern, Cole Porter, Gershwin, Bemstein og fleiri. Fyrstu tónleikarnir verða ann- að kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í Ytri-Njarðvíkurkirkju, þeir seinni í Menningarmiðstöð Grindavikur á fostudagskvöldið kl. 20.30 og í Sam- komuhúsinu Garði á mánudagskvöldið á sama tíma. Fram undan eru svo margar spenn- andi tónleikasyrpur. Hljómskálakvin- tettinn mun leika fyrir alla nemendur Árnessýslu, Blásarakvintett Reykjavík- ur leikur fyrir nemendur í Grafarvogi og Jasskvartett Reykjavíkur fyrir Breiðhyltinga, skólar á Vesturlandi fá visnadagskrá til sín, Tjarnarkvartett- inn heimsækir hafnfirsk böm og Tríó Bjöms Thoroddsens flytur ásamt Agli Ólafssyni dagskrá sem heitir Heims- reisa Höllu og fer með litlu vísuna um Höllu gömlu sem fetar sig eftir göngun- um með ljósið um allan heim í fiöl- breytilegum útsetningum. Alls verða á næstunni haldnir 154 skólatónleikar og 16 almennir tónleik- ar á vegum Tónlistar fyrir cilla. Harpa Harðardóttir, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Kristinn Örn Krist- insson ætla að flytja söngleikjatónlist fyrir grunnskólanema og al- menning á Suðurnesjum. Tónleikar á Hellissandi ;; Annað kvöld, fimmtudags- kvöld, heldur Lista- og menning- arnefnd Snæ- fellsbæjar tón- leika í Safnað- arheimilinu á > Hellissandi. Þar munu Guðrún Birgis- dóttir flautu- leikari og Pet- I er Máté píanóleikari leika verk eftir Mozart, Schubert, Saint- Saéns og Poulenc. Tónleikarnir hefiast kl. 20. Dynskógar Ut er komið sjötta bindi af Dynskógum, riti Vestur-Skaft- fellinga. Meginefnið er að þessu sinni frásögn af lífi og starfi Brands Jóns Stefánssonar frá Litla-Hvammi í Mýrdal eða Vatna-Brands eins og hann var oft kallaður. Sigþór Sigurðsson simaverkstjóri í Litla- Hvammi tók saman eftir frásögn Brands sjálfs. Brandur fékk strax á unga aldri óbilandi trú á bílum sem farartækjum framtíðarinnar. Liðlega tvítugur festi hann kaup á Ford-vörubíl og, fékk hann sendan í pörtum með , skipi austur til Vikur í Mýr- , dal. Þar í fiör- unni var bíll- inn settur saman - og' fyrsti bíllinn ók inn í Víkur- þorp 25. maí 1927, fyrir sjötíu árum. Þá vora flest vötn óbrúuð en Brandur lét það ekki hefta fór sína heldur var með bíl sinn í fórum frá Markarfljóti austur í Skaftártungu og stóð fyrir áætl- unarferðum milli Víkur og Reykjavíkur en farþegar voru reiddir yfir Markarfljót. Hér er í hnotskurn sagt frá þróun samgöngumála „austan vatna“ á Suöurlandi - en þannig var jafnan tekið tO orða meðan Markarfljót var óbrúað - allt frá upphafi þessarar aldar fram á áttunda áratuginn og þeim ótrú- legu erfiðleikum sem fylgdu þessu brautryðjendastarfi. Af öðru efni Dynskóga má nefna frásögn Guðmundar Sveinssonar frá Vík af fyrstu bO- ferð um FjaOabaksleið nyrðri fyrir hálfri öld. Ritið er rúmar 300 síður, prýtt fiölda mynda. íslensk félagsrit Tímarit FélagsvísindadeOdar Háskóla íslands, íslensk félags- rit, 7.-9. árgangur 1995-1997, kom út nýlega. Aðalgreinin í ritinu er um námsbrautina sjálfa sem varð tuttugu ára í fyrra, „Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum. Áfangi að stofnun nýrrar deOd- ar“ eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur. Fjórar styttri greinar eru í heft- inu: „Þjóðsögur úr skólakerfinu" eftir Jón Torfa Jónas- son, „Fjölskylda, frelsi og réttlæti“ eftir Sigríöi Dúnu Krist- mundsdóttur, „Kjör þjóð- höfðingja: Geta lendingar lært a Ólaf Þ. Harðarson og „Upplýs- ingasamfélag, sveigjanleiki og atvinnulíf: Breytingar á íslensk- um vinnumarkaði" eftir Inga Rúnar Eðvarðsson. Ritið er 124 síður og kemur út annað hvert ár. Stuttur útdrátt- ur á ensku fylgir hverri grein. Ritstjórar íslenskra félagsrita eru Friðrik H. Jónsson og Hann- es H. Gissurarson. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.