Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 28
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Deilt um rannsóknar- aðferöir Mikil gagnrýni kom fram hjá stjórnarliðum á Alþingi á umíjöll- un um mál Franklíns Steiners og yfirvalda. Það kom fram í máli fjölmargra stjórnarliða að nú væri mál að linnti og horft yrði fram á veginn, reynt að byggja lögregl- una upp i stað þess að gera hana tortryggilega. Utanríkisráð- herra og dómsmála- ráðherra sögðu að gagnrýnin umræða um lögregluna og þær upplýsingar sem fram hefðu komið á síðustu vik- um og mánuðum hefðu skaðað lög- '"•regluna. Aðrir sögðu að öll um- ræða væri gagnleg. Þingmenn voru almennt sam- mála um að skýrari reglur um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir myndu gera starf lögreglunnar auðveldara og að þessar óhefð- bundnu rannsóknaraðferðir væru nauðsynlegar til að árangur næð- ist í stríðinu gegn eiturlyfjavánni. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalags, sagði enn fremur að málið snerist ekki um reynslulausn Franklíns K. Steiners, heldur um nýtt vanda- mál sem þjóðin stæði frammi fyr- ir. „Við höfum ekki búið nógu vel að þessum málum,“ sagði Mar- grét. Sjá nánar á bls. 2 -sm Franklín Steiner. Loðnan: Veiði í morg- unsárið DV, Akureyri: „Við vorum að koma hingað og < ^köstuðum strax. Ég held að við séum með um 100 tonn í þessu fyrsta kasti,“ sagði Jóhannes Er- lingsson, vélstjóri á Svani RE 1 morgun, en skipið var þá nýkomið á loðnumiðin úti af Fáskrúðsfirði. Bræla var úti af Austurlandi í gær og nótt og flest skip í landi. Þau voru hins vegar að tínast á loðnumiðin í morgun og nokkur voru búin að kasta fljótlega eftir að þau komu þangað. Loðnan, sem virtist vera nokkuð þétt og ekki á miklu dýpi, var hins vegar á litlu svæði og því þröngt á þingi á mið- unum. Því var ekki ljóst í morgun hvort þama væri um eitthvert um- talsvert magn að ræða eða minna magn eins og skipin hafa verið að “ 'ilnna undanfarna daga. -gk Nú má leggja bílum upp á gangstéttir í Reykjavík, samkvæmt fyrirmælum sem lögreglan hefur fengið. Er þá miðað við að ekki meira en fjórðungur bílsins sé á stéttinni og að hann hindri ekki umferð vegfarenda. Þessi bfll er vel yfir þeim mörkum, eins og sjá má, og eigandinn yrði að punga út dágóðri sekt. Sjá nánar bls. 2. DV-mynd Hilmar Þór íslendingar í fangelsum erlendis vegna fíkniefna: Fjórir teknir á tæpu ári Franskur réttargæslumaður hefur verið skipaður handa íslendingnum sem tekinn var með 5 kíló af hassi í Suður-Frakklandi i síðustu viku, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra íslands í Paris. Sverrir Haukur sagði að ræðismaður íslend- inga í Nice hefði fengið leyfi til að heimsækja manninn í fangelsi í dag til þess að ræða um stöðu hans. Eins og DV greindi frá i gær var maðurinn, sem er tæplega fertugur, handtekinn 8. febrúar sl. í rútu við landamæri Frakklands og Spánar eft- ir að franskir lögreglumenn fundu hass í bakpoka hans. Maðurinn hefur síðan setið í fangelsi í borginni Nice. Handtaka í desember Þá var karlmaður handtekinn í byijun desember síðastliðinn og situr nú í fangelsi í borginni Lingen i Þýskalandi, rétt við hollensku landa- mærin. Yfirvöldum er ekki kunnugt um hvort hann varð uppvís að smygli á fikniefnum eða hvort mál hans er af öðrum toga og engar upplýsingar eru um aldur hans. Ingimundur Sigfús- son, sendiherra Islands í Borrn, vildi ekkert um málið segja er DV hafði samband við hann i gær. Fjórir í fangelsum íslensk yfirvöld hafa haft afskipti af málum fjögurra íslendinga, sem sitja í fangelsi erlendis, á tæpu ári og að minnsta kosti þrír þeirra tengjast fíkniefnamálum. Rúmlega þrítugur ís- lenskur karlmaður var handtekinn á Antilla-eyjum í lok október á síðasta ári fyrir að hafa reynt að smygla 14 kilóum af kókaíni til Amsterdam. Þá hefur 23 ára íslendingur setið í fang- elsi í Þýskalandi frá því i apríl eftir að hann var handtekinn í lest með veru- legt magn af amfetamíni. Fleiri Islendingar kunna þó að sitja i fangelsum erlendis án þess að utan- ríkisráðuneytið hafi haft bein afskipti af málum þeirra. -Sól Veðrið á morgun: Hvasst og hlýnandi Á morgun er gert ráð fyrir austan hvassviðri og slyddu norðanlands en breytilegri vind- átt í öðrum landshlutum. Víða verður allhvasst og vætusamt. Veður mun fara hlýnandi. Veðrið í dag er á bls. 61. Húsavík: 15 milljóna fjárdráttur DV, Akureyri: Egill Olgeirsson, formaður trún- aðarráðs Dvalarheimihs aldraðra á Húsavík, hefur orðið uppvís að þvi að hafa staðið að fjárdrætti á undan- fornum 7 árum sem nemur um 8 milljónum króna. Við þá upphæð bætast vextir og einnig neitar stjórn heimilisins að greiða reikninga sem Egill skrifaði á stofnunina í nafni fyrirtækisins Tækniþjónustunnar ehf. þar sem hann er einn eigenda og framkvæmdastjóri. Þegar allt er talið mun þama vera um að ræða upphæð sem nemur um 15 milljón- um króna. Fjárdrátturinn uppgötvaðist við endurskoðun reikninga stofnunar- innar en reikningar hennar höfðu ekki verið lagðir fram árum saman og ekki haldnir aðalfundir. Fór fjár- drátturinn þannig fram að Egill, sem jafnframt var framkvæmdastjóri dvalarheimilisins, skrifaði út ávísan- ir til einkaneyslu og bjó svo til reikn- inga á dvalarheimilið 1 þeirra stað. Upp komst um athæfi hans seint á síðasta ári og sagði Egill þegar af sér störfum fyrir dvalarheimilið og einn- ig sagði hann af sér sem stjórnarfor- maður Kaupfélags Þingeyinga. Málið er komið til ríkssaksóknara. -gk MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 n» véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 Ifnur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.