Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Neytendur Gleraugun eru ódýrust í Bónusi Fjarsýni háir talsverðum hluta Is- lendinga og sérstaklega fólki sem er komið um eða yfir miðjan aldur. Stór hluti þessa fólks þarf gleraugu við lestur eða nákvæmnisvinnu en telur sig komast klakklaust af án gleraugnanna dagsdaglega. Margir úr þessum hópi virðast velja þann kost að kaupa sér ódýr lesgleraugu, sem sums staðar eru á boðstólum, í stað þess að kaupa dýrari gleraugu í hefðbundnum gleraugnaverslun- um. Neytendasíðan kannaði verð hjá nokkrum verslunum sem selja ódýr gleraugu. Bensín og gleraugu saman Á bensínstöðvunum er selt tals- vert af ódýrum gleraugum enda er verðið þar hagstætt. Á bensínstöðv- um Esso eru seld fjarsýnisgleraugu á 735 krónur parið. Þau eru frá Taí- van. Að sögn Agnars Þórs Agnars- sonar hjá Esso fást gleraugun á öll- um bensínstöðvum Esso og er eftir- spum eftir þeim talsvert mikil. Bensínstöðvar Olís selja einnig ódýr lesgleraugu. Þar kostar parið 890 krónur. Að sögn Katrínar Er- lersdóttur hjá Olís er sala á þessum gleraugum nýhafln hjá fyrirtækinu og því ekki komin mikil reynsla á sölu þeirra. Gleraugun hjá Olís eru seld á velflestum stöðvum fyrirtæk- isins og eru norsk. Bensínstöðvar Skeljungs selja ekki lesgleraugu. Nokkrir verðflokkar hjá Hagkaupi í Hagkaupi er hægt að fá átta gerðir af ódýrum gleraugum í alls þremur verðflokkum. Gleraugun er seld á 989, 1995 og 2195 krónur. Þau eru frá Finnlandi, Noregi, Græn- landi, Sviþjóð og fleiri löndum. Þessi gleraugu eru seld í þeim versl- unum Hagkaups þar sem sérvara er seld. Hagkaup rekur einnig gleraugna- verslun í Skeifunni þar sem hægt er að fá vönduð gleraugu á svipuðu verði og i öðrum gleraugnaverslun- um. I gleraugnaversluninni er einnig hægt að fá ódýr lesgleraugu á 1500 krónur. Gleraugun era kín- versk og aðallega ætluð herrum. Bónus ódýrastur Bónus hefúr af og til verið með tilboð á ódýrum lesgleraugum. Að sögn Finns Magnússonar hjá Bónusi hefur selst alveg ótrúlega mikið af þessum gleraugum og er svo komið að þau eru nú uppseld. Ný sending er hins vegar væntanleg 199 lesgleraugu - verösamanburöur í krónum - 2.195 1.500 Bónus Essð ITCT Olís Hagkaup Hagkaup gleraugnabúö verslanlr Ódýru gleraugun henta þeim best sem hafa eins sjón á báðum augum. eftir eina til tvær vikur. Gleraugun sem seld eru í Bónusi koma frá Kína og kosta einungis 199 krónur. Þau verða seld í öllum verslunum Bónuss. Hvað segja augnlæknar? Að sögn augnlæknanna Elínborg- ar Guðmundsdóttur og Arnar Sveinssonar er aðalókosturinn við þessi ódýru gleraugu frá læknis- fræöilegu sjónarhomi sá að fólk virðist kaupa þau án þess að fara í augnskoðun. „Fólk trassar að fara í skoðun og kaupir e.t.v. bara sterk- ari og sterkari gleraugu þegar sjón- in versnar í stað þess að fara til augnlæknis. Fólk getur líka þreyst ef sjónin er ekki eins á báðum aug- um því þessi ódýru gleraugu eru auðvitað stöðluð með jafnsterkum glerjum báðum megin,“ segir Elín- borg. Öm bætir við að ef fólk sem ekki er með eins sjón á báðum aug- um kaupi sér ódýr gleraugu, án þess að fara í skoðun, geti það fengið gláku sem ekki greinist nema við skoðun. Örn segir hins vegar að ef fólk sé með eins sjón á báðum aug- um sé ekkert því til fyrirstöðu að nota þessi gleraugu. Að sögn Elínborgar hafa ódýru lesgleraugun ekki verið könnuð sér- staklega af augnlæknum og því erfitt að alhæfa um þau. Hins vegar segja Elínborg og Öm bæði að Ijóst sé að ekki séu sömu gæðin í þessum ódým gleraugum og hefðbundnum gleraugum og að þau henti alls ekki öllum. -glm Skemmtilegir bananar Þessir skemmtilegu bananabátar era tilvaldir fyrir börn sem að öör- um kosti vilja ekki borða ávexti. I þá þarf einn banana á mann vínber niðurskorinn ost í teningum rauða papriku jarðarber mandarínu- eða appelsínubáta (hægt að nota flestalla ávexti), stórar ostasneiðar settar á stóra kokkteilpinna sem nota má sem segl, tannstöngla skrautveifur appelsínusafa - til að smyija með yfirborðið á banönunum svo þeir brúnist síður. Hýðið er skorið af banananum öðrum megin langsum en látið halda sér á botni bátanna og bátamir skreyttir. (HoUt og gott fyrir bömin.) -glm Þing. hlutabréfa 2700 2450,0 2650 Stlg Þórhildur Líndal er umboðs- maður barna. Heimasíða umboðs- manns barna Embætti umboðsmanns barna hefur opnað heimasíðu á verald- arvefnum. Heimasíðan er liður í viðleitni umboðsmanns barna til þess að kynna hlutverk sitt og verksvið fyrir umbjóðendum sínum sem era allir íslendingar, yngri en átján ára. Kynningin miðar einnig að því að gera böm meðvituð um tilvist embættisins og hvemig þau geti nýtt sér það til að koma réttindamálum sínum á fram- færi. Annað markmið heimasíð- unnar er að koma á beinu og milliliðalausu sambandi um- boðsmannsins og bamanna. í því skyni hefur verið sett upp eyðublað á heimasíðunni sem böm og unglingar geta fyllt út og sent umboðsmannsins. Rjómi til reiðu Rjómi er frekar dýr mjólkur- vara og því er um að gera að láta hann ekki fara til spillis. Ef rjómi verður afgangs er upplagt að setja hann i ísmolapoka og frysta. Síðan er hægt að klippa einn mola af 1 einu og nota í súpur og sósur eftir þörfum. Of saltur matur Mörgum hættir til að nota of mikið salt við matseldina. Ráð við því er að bæta hráum kart- öflusneiðum út í pottinn því þær drekka í sig saltið. Að sjálfsögðu era kartöflumar teknar áður en maturinn er borinn á borð. Litur víns segir til um gæði Rauðvín er pressað úr bláum vínþrúgum og hýðið er í legin- um á meðan á gerjun stendur. Glæný vín eru næst- um blárauð á litinn. Þegar vín- ið hefur legið í tunnum eða flösk- um verður það djúp- rautt og enn síðar fær það brúnleitan blæ. Litur- inn sést vel ef glas með víni er borið að ljósu blaði og ljósið látið skína á ská. Ódýr vin eru oftast rauðblá af því þau eru yf- irleitt ung. -glm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.