Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Spurningin Hvaöa bók hefurðu á náttboröinu? Sigrún Helga Guðbjartsdóttir sölumaður: Heilan bunka af skóla- bókum. Guðmunda Jóhannesdóttir versl- unarmaður: I dag varð ég kona eft- ir Gunnar Dal. Rakel Sæmundsdóttir: Fótspor á himni eftir Einar Má Guðmunds- son. Elías Guðmundsson afgreiðslu- maður: 24 stunda bókina. Árni Ingvarsson trillukarl: Það er einhver spennusaga. Hrafnhildur Smith afgreiðslu- maður: Fótspor á himni. Lesendur Loftleiðir, Flug- félagið og Eimskip „Eignir fyrirtækisins hafa rýrnað um 9 milljarða síðustu árin“, segir bréfritari m.a. - Frá aðalfundi Flugleiöa. Við stjórnarborðiö. Gísli Þór Gunnarsson skrifar: Fyrir þrjátíu árum skiluðu. Loft- leiðir hf. hluthöfum sínum 25% arði og ekkert lát virtist ætla að verða á velgengni fyrirtækisins. Þá komu nýútskrifaðir vargar úr viðskipta- deildum bandarískra háskóla til skjalanna. Þeim var sigað á sauða- hópinn, stjórn og starfslið Loftleiða, til þess að nýir herrar gætu komist að kjötkötlunum. Yfirsjón Loftleiðamanna var tví- þætt. Annars vegar ögruðu þeir ætt- ar-auðvalds-íhaldi sem sá rautt yfir velgengni „ættsmárra" flugstjóra Loftleiða. Á hinn bóginn þótti keppinautum Loftleiða ófært að flugfélag á hjara veraldar, gæti stundað grimm undirboð á vinsæl- um ferðaleiðum. - Og Flugleiðir urðu til við sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands. Trójuhestur yfirtöku-aðalsins, hafði innanborðs fulltrúa Eimskipa- félagsins sem réðu 40% hlut Flugfé- lagsins, sem var yfirfærður á tæpan fjóröungshlut í Flugleiðum. Og flandinn varð laus. Öllum samgöng- um við útlönd skyldi nú ráðstafað af sjálfskipuðum íslenskum aðli sem kunni að gera sér mat úr einokun- araðstöðu sinni. Heildarvelta Flug- leiða náði 23 milljörðum króna á síðasta ári. Launakostnaður fór lækkandi, 85% sætanýting var á helstu flugleiðum og eldsneytisverð var lágt. Þrátt fyrir hagstæö ytri skilyrði sýndu Flugleiðir fram á bókhalds- legt tap eftir afskriftir, við ársupp- gjör. Eignir fyrirtækisins hafa rýrn- að um 9 milljarða siðustu árin vegna þeirrar áráttu forkólfa þess að selja fyrir gjafverð nánast af- skrifaðar þotur, keyptar með ríkisá- byrgð lána, til huldumanna í út- löndum. Þegar gengið hafði verið frá sö- lusamningum gerðu þeir undan- bragðalaust leigusamninga við sjálfa sig um áframhaldandi nýt- ingu þeirra þotna sem þeim hugnað- ist að selja sjálfum sér á spottprís. Þessi undarlega rekstrartækni veldur undanskotum á sköttum, skömmtun 5% prósenta arðs til al- mennra hluthafa og hæpinnar rétt- lætingar á okri almennra fargjalda. Á sama tímabili hreyktu bandarísk flugfélög sér af 200% til 400% hagn- aði. Helsta úrræði Flugleiðamanna við taprekstrinum var brask með þotukost fyrirtækisins. - En sniðug- ir milliliðir ku geta hagnast á kaup- um, leigu og sölu á þotum. Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar á tímamótum Grétar Jón Magnússon skrifar: Fram undan er kosning til for- manns 18.-19. febrúar. Hef ég ákveð- ið að gefa kost á mér til formanns vegna áskorunar margra félaga. í St. Rv. eru 16 deildir, mjög ólík- ar innbyrðis. Deildimar kjósa sér 74 fulltrúa alls. Saman mynda þeir full- trúaráð ásamt stjórninni. Þeir eru kallaðir á fund með stjórn félagsins einu sinni í mánuði. -11/2-2 klukku- tíma i senn. Á þeim tíma er vonlaust að leysa þau mál sem fyrir liggja hjá fulltrúum. Dagskrá fundanna er sjaldnast dreift til fulltrúa fyrirfram sem vita þess vegna ekki hvað ræða á á fundum. Því er nánast um eintal sitjandi formanns að ræða. Þetta er eitt af því sem verður að breyta. Halda þarf fundi með full- trúum á vinnustöðum og undirbúa mál sem í gangi eru. Það auðveldaði félagsmönnum að koma á framfæri skoðunum sínum. Ekki er gott að formaður sitji á skrifstofu sinni og einangrist þar. Fara þarf til félags- manna og eiga frumkvæði að því að kynna sér stöðu mála. Margt hefur farið á verri veg á síðustu árum. Einstaklingar og hópar hafa gengið úr samtökum okkar og þannig náð fram betri kjörum. Það hefur líka verið rætt að leiðrétta laun okkar til samræm- is við laun í öðrum sveitarfélögum en hefur ekki náðst fram. Fleira mætti nefna sem félögum okkar mislíkar. Ágæti félagi! Vilt þú búa við nú- verandi ástand í stéttarfélagi þínu, eða vilt þú að fylgt sé stefnu sem er í meiri tengslum við nútímann og hinn almenna félagsmann? Viljir þú breytingu, þá heiti ég því að leggja mig fram, þannig að kraftar okkar nýtist sameiginlega til hagsbóta fyrir okkur öll, í sam- vinnu við stjórnarmenn og starfs- fólk. Fólk sem ég hef ágæta reynslu af og treysti fullkomlega. Til þess að koma þessum hugðarefnum okkar í framkvæmd gef ég kost á mér til formanns í kosningunum 18.-19. febr. n.k. - Félagskveðja. Faxafloi - þjoðgarður Reykvíkinga Þórarinn skrifar: Til eru hvetjandi lög til lögbrota í sjávarútvegi. Faxaflói, sem ég tel eins konar þjóðgarð Reykvíkinga, hefur þá sérstöðu gagnvart veiðum snurvoðarbáta að þar má ekki stunda veiðar nema með ströngum skilyrðum sem hvergi gilda annars staðar. Á bátnum sem ég er á gerðist það að við fengum 4 tonn af þorski í einu kasti, öllum að óvörum. Við gerðum að fiskinum, ísuðum hann ÍU^IWlfM þjónusta allan sólarhringi i sima »0 5000 kl. 14 og 16 Er Faxaflóaþorskur öðru vísi? og lönduðum á markað. Við fengum fint verð enda allt stórþorskur. Bát- urinn á 90 tonna þorskkvóta. - En, nei takk! Svona gerið þið ekki, þetta er lögbrot. í Faxaflóa gildir sú regla að þorskur má ekki vera nema 15% af öðrum afla hálfsmánaðarlega. - Við megum sem sé veiða þorsk, bara ekki á Faxaflóa nema að litlu leyti. Ég bendi á að þorskurinn fer viðar, jafnt norður í Barentshaf sem í Faxaflóa, og ég hef ekki tekið eftir því að þessi þorskur sé neitt öðru vísi en annar þorskur á miðunum við strendur íslands. Tími Sólveigar kominn Valtýr skrifar: Vegna þess að í fréttum hefur verið ýjað að því að forsætisráð- herra hyggist skipta út mönnum í ráðherrastólum síns flokks, datt mér í hug að benda á að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur engri konu á að skipa sem ráðherra. Mér finnst tími Sólveigar Péturs- dóttur alþingismanns vera kom- inn. Hún hefur sett sig vel inn í öll mál þingsins, ekki síst sam- göngumál og er auk þess at- kvæðakona. Ég vildi sjá hana sem ráðherra og hún er vel að því komin. Frábær Aðalstöð Sigurbjörg skrifar: Ég held að mjög margir séu mér sammála þegar ég staðhæfi að Aðalstöðin hafl talsvert for- skot fram yfir hinar nýju frjálsu útvarpsstöðvar sem hófu göngu sína fyrir þó nokkru. Það er ekki bara á morgnana sem Eiríkm- leiðir mann erfiðustu sporin, heldur tekur við hvað af öðru betra. Bjarni Ara er 1 eftirmið- daginn með vel valda tónlist frá miðjum áratugnum o.fl. Ég tel Aðalstöðina frábæra útvarpsstöð með alvöru og léttleika í bland. Stækkum Kvía- bryggju Torfi hringdi: Ég las í blaði um daginn að verið væri að gefa eftir óreiðu- skuldir bamsfeðra sem ekki greiddu sín meðlög. Mér faimst nú rökin ekki vera beysin. Sagt var að sumir hefðu gifst og væra orðnir barnmargir sjálfir! Og annaö í þessum dúr. Ég vil að Kvíabryggja verði stækkuð og öll- um skuldugum meðlagsgreiöend- um boðin þar vist. Enn fremur mætti vikka starfssviðiö og taka þarna inn erlenda kollega hinna íslensku. Þarna gæti hugsanlega skapast gjaldeyrisinntekt fyrir þjóðarbúið. Skyldi veita af? Tvískinnungur borgarstjórnar- forseta Gísli Guðmundss. skrifar: Ég heyrði í forseta borgar- stjórnar í sunnudagsspjalli á Rás 2 daginn eftir prófkjör R-listans. Ekki var þar allt gáfulega sagt. í lokin skaut þulurinn því að að eiginmaður borgarstjómarforset- ans væri kominn til að sækja hana. Hún sá ástæðu til að leggja áherslu á að það væri vegna þess að þau hjónin ættu einungis einn bíl, en allir vita aö forseti borgar- stjórnar gerir sitt til að vinna gegn bíleigendum og gera um- ferðina greiðari. Ég held hins vegar að landsmenn myndu ekki eyða sínum eigin peningum í aukabíl hefðu þeir bíl til umráða sem útsvarsgreiðendur borga. Áfengisgosið meinlaust Þóra skrifar: Það er verið að flargviðrast út af áfengi í gosdrykkjum sem hér eru seldir. Hér er um aö ræða eitthvað um 4.6% eða svo. En menn tala ekki um áfengismagn í gosdrykkjunum sem blandað er út í brennivínið á börunum og pöbbunum, af neytendunum sjálf- um. Ætli þar sé ekki um að ræða svo sem þrisvar eða fjórum sinn- um sterkara áfengi sem komið er í gosið? Það virðist sem fólk hlaupi af sér tærnar í rökleys- unni og dæmi og úthúði hlutum, oft algjörlega út í loftið. - Já, það er rétt sem einhver skrifaði í les- endabréf í DV nýlega; þjóðin er ekki viðræðuhæf og hefur aldrei uppi haldbær rök í málflutningi sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.