Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 22
58 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Afmæli_________________ Jóhann Pétursson Jóhann Pétursson, fyrrv. bóksali, Auðbrekku 23, Kópavogi, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp og stundaði þar bama- skólanám. Fram til tvítugs vann hann flest algeng störf til sjávar og sveita. Hann var formaður á fiskibáti í Höfnum á Reykjanesi 1939-41, vann við fornbókaverslun Kristjáns Kristjánssonar í Hafnarstræti i Reykjavík 1941, festi kaup á Bóka- verslun Guðmundar Gamalíelsson- ar í Lækjargötu 6 og starfrækti hana 1942-50, var verslunarmaður við verslunina Bækur og ritföng í Reykjavík 1950-52, matsveinn til sjós 1955-56, gjaldkeri og skrifstofu- stjóri við síldarsöltun Gunnars Halldórssonar á Raufarhöfn 1957-60, sá jafnframt um útgerð hans í Grindavík að vetrum og lifrar- bræðslu þar auk þess að aka lýsinu til Reykjavíkur, var vitavörður á Hornbjargsvita 1960-85, var síðan verslunarstjóri við fornbókaverslun Klausturhóla meðan hún var starf- rækt en gerðist þá hús- vörður við gistiheimili í Kópavogi þar sem hann starfar enn. Jóhann er óvenju víð- lesinn maður og mikill bókasafnari en honum telst til að hann eigi um tuttugu og fjögur þúsund bindi af úrvals ritum. Jóhann gaf út þrjár skáldsögur, þjóðsagna- safn og ásamt tveimur öðrum Fornaldarsögur Norðurlanda í þremur bindum. Hann gaf út fyrsta leikritið sem samið var á íslensku, Sperðil eftir Snorra á Húsafelli. Þá gaf hann út, ásamt Geir Kristjánssyni bók- menntablaðið Gand. Eftir Jóhann hafa komið út tvær bækur, útg. af Helgafelli. Hann samdi ritgerðina Hafís við Horn í ritið Hafls við ísland og ritgerðina Um óveður og glitský í tímaritið Veðrið, samdi eftirmæli um Ragnar í Smára í samnefnt rit, eftirmæli um Björgu Ellingsen í Morgunblað- ið og langa ritgerð í tímaritið Breið- firðing, árg. 1998. Jóhann fór til Spánar, ásamt Steini Steinarr og frú 1954 og dvaldi þar í sjö mánuði. Um þá ferð skrifaði hann handrit sem nú er verið að búa til prentunar. Jóhann átti frum- kvæðið að stofnun Vita- varðafélags íslands 1966, var fyrsti og eini formað- ur þess og vann þá mikið að kjara- og réttindamál- um vitavarða með góð- um árangri. Fjölskylda Jóhann er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Jónína Kristín Krist- jánsdóttir, f. 3.5. 1922, leikstjóri og húsmóðir í Keflavík. Foreldrar hennar voru Kristján G. Einarsson- ar, sjómaður í Reykjavík, og Katrín Maguúsdóttir húsmóðir. Önnur kona Jóhanns var Soffla Kristín Sigurjónsdóttir, f. 21.8. 1916, hjúkrunarkona í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Sigurjón Einars- son, sjómaður á Eskifirði, og Sigríð- ur Jónsdóttir húsmóðir. Þriðja eiginkona Jóhanns: Erna S. Júlíusdóttir, f. 19.9.1931, húsmóð- ir í Kópavogi. Dóttir Jóhanns fyrir hjónabönd og Margrétar Pétursdóttur er Gréta Mörk, f. 15.8. 1945, hjúkrunarfræð- ingur á Akureyri. Sonur Jóhanns og fyrstu konu hans, Jónínu Kristjánsdóttur, er Magnús Brimar, f. 18.6. 1947, flug- stjóri hjá Atlanta, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Sigurlinu Wíum hús- móður og eiga þau þrjú böm. Systkini Jóhanns: Svava Hall- dóra, f. 8.1. 1915, d. 15.1. 1992, hús- móðir í Reykjavík; Guðrún, f. 14.8. 1916, húsmóðir í Kópavogi; Ásgerð- ur, f. 11.4. 1919, húsmóðir I Reykja- vík; Einar, f. 6.6.1920, fyrrv. bóndi á Snæfellsnesi; Guðrún Arnbjörg, f. 30.9. 1921, verkakona á Stokkseyri; Sigvaldi, f. 26.6. 1923, búsettur á Kjalarnesi; Ingibjörg Eygló, f. 17.1. 1927, húsmóðir í Stykkishólmi; Lára Karen, f. 6.10. 1931, húsmóðir í Grindavík; . Foreldrar Jóhanns voru Pétur Einar Einarsson, f. 19.5.1885, verka- maður í Stykkishólmi, og k.h., Jó- hanna Jóhannsdóttir, f. 24.11. 1889, húsmóðir. Jóhann er að heiman. Jóhann Pétursson. Ólafur Þorláksson Ólafur Þorláksson, bóndi að Hrauni í Ölfusi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ólafur fæddist á Hrauni í Ölfusi og ólst þar upp. Hann var í Hjallaskóla í Ölfusi og stundaði siðan nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni veturna 1930-32 og sótti eftir það nokkur námskeið í Reykjavík. Ólafur starfaði við mjólkureftirlit og uppgjör á mjólkurskýrslum á vegum Búnaðarfélags íslands í nokkur ár en stundaði sjómennsku á vertíðum í Þorlákshöfn og Sand- gerði. Hann starfaði hann hjá Setu- liðinu 1941^42 en setti síðan á stofn verkstæði ásamt bróður sínum þar sem steyptir voru hleðslusteinar og milliveggjaplötur. Við það starfaði Ólafur í nokkur ár ásamt því að starfa við bú móður sinnar. Árið 1945 hóf Ólafur að reisa ný- Ólafur Þorláksson. býli á hluta jarðarinnar, Hraun II, og byggði jafn- framt upp jörðina næstu árin á eftir. Þar hefur hann búið alla tíð síðan. Ólafur var einn af stofn- endum Ungmennafélags Ölfusinga. Fjölskylda Ólafur kvæntist 16.12. 1939 Helgu S. Eysteins- dóttur, f. 2.7. 1916, hús- móður. Hún er dóttir Ey- steins Bjömssonar frá Grímstungu og Guðrúnar Gestsdóttur frá Björn- ólfsstööum. Böm Ólafs og Helgu eru Þórdís, f. 20.11. 1940, bóndi á Valdastöðum í Kjós, gift Ólafi Þór Ólafssyni, bónda þar, og eiga þau fjögur börn; Guð- rún, f. 15.10. 1943, húsmóðir i Þor- lákshöfn, gift Helga Ólafssyni, verk- stjóra hjá Ölfushreppi, og eiga þau fjögur böm; Hjördís, f. 28.7. 1946, skrifstofustúlka í Lúxemborg, gift Mark Origer og á hún einn son með Valgeiri T. Sigurðssyni; Ásdís, f. 25.1. 1949, iþróttakennari, búsett í Kópavogi, gift Sverri Matthíassyni, endurskoðanda í íslandsbanka, og eiga þau þrjú börn; Þórhildur, f. 11.4. 1953, bóndi og skrifstofustjóri að Hrauni, gift Hannesi Sigurðs- syni, útvegsb. og forstjóra flskiðj- unnar Vers og eiga þau tvö böm; Herdís, f. 1.3. 1957, skrifstofumaður, búsett í Reykjavík, gift Þórhalli B. Jósepssyni útgefanda og eiga þau þrjú börn. Bamabamabörn Ólafs era orðin þrettán talsins. Systkini Ólafs eru Sæmundur, f. 15.9.1903, d. 14.12.1985, skipstjóri og garðyrkjubóndi, var kvæntur Svövu Jónsdóttur, f. 22.11. 1910, d. 20.7. 1965, húsmóður og eignuðust þau þrjá syni; Elin, f. 29.10. 1904, d. 10.7. 1997, ljósmóðir og húsmóðir, fyrri maður Sigurjón Guðmundsson, nú látinn, og eignuðust þau eina dótt- ur, en seinni maður hennar var Sig- urður Grímsson sem einnig er lát- inn; Guðrún, f. 9.1.1906, d. 29.5.1989, var gift Sæmundi Guðmundssyni og eignuðust þau þrjú börn, tvö þeirra em á lífl; og Karl, f. 20.1.1915, ttóndi að Hrauni, kvæntur Brynhildi Ey- steinsdóttur húsmóður og eiga þau sex böm. Foreldrar Ólafs voru Þorlákur Jónsson, f. 26.12. 1872, d. 11.5. 1915, bóndi á Hrauni í Ölfusi, og Vigdís Sæmundsdóttir, f. 23.12.1877, d. 5.10. 1965, bóndi á sama stað. Ætt Þorlákur var sonur Jóns Hall- dórssonar, hreppstjóra í Þorláks- höfn. Móðir Þorláks var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Litlalandi, í Þor- lákshöfn og síðast á Hrauni, Magn- ússonar, b. í Þorlákshöfn, Beinteins- sonar, b. í Þorlákshöfn og Breiða- bólstað, Ingimundarsonar, Bergs- sonar, b. í Brattholti. Vigdís var dóttir Sæmundar, b. á Vindheimum í Ölfusi, Eiríkssonar, b. á Litlalandi. Móðir Vigdísar var Elín Magnúsdóttir, hreppstjóra á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum, Ein- arssonar, Símonarsonar, Indriða- sonar, Arnbjörnssonar í Vallna- túni. Ólafur er að heiman í dag. Sigrún Edda Hringsdóttir Sigrún Edda Hringsdóttir, aðal- bókari hjá Seltjarnamesbæ, Austur- strönd 2, Seltjamamesi, varð fertug á~sunnudaginn var, þann 15.2. sl. Starfsferill Sigrún fæddist á Akranesi en ólst upp á Flateyri við Önundarfjörö. Hún stundaði nám í skrifstofutækni og lauk prófum í þeirri grein 1989 og stundaði nám í rekstrarhagfræði við VÍ 1995-96. Sigrún ílutti frá Flateyri til Grundarfjarðar 1971. Hún stundaði staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur oW mll/í hirnin'. og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 skrifstofustörf hjá Hraðfrystihúsi Grund- arfjarðar 1977-88. Þá flutti hún til Reykjavík- ur þar sem hún hefur stundað bókhalds- og skrifstofustörf. Hún hefur verið aðalbókari hjá Seltjamamesbæ frá 1996 og hefur verið bú- sett á Seltjamamesi frá 1997. Fjölskylda Sigrún giftist 3.7. 1976 Hafsteini Jónssyni, f. 16.3. 1950, verkstjóra. Hann er sonur Jóns Hanssonar, verkstjóra í Grundarfirði, og Guð- mundu Hjartardóttur húsmóður. Böm Sigrúnar og Hafsteins eru Sigrún Hafsteinsdóttir, f. 13.10.1975, myndlistamemi í Eastbome á Englandi; María Hafsteinsdóttir, f. 12.10. 1979, nemi við MS; Hermann Hafsteinsson, f. 2.7. 1986, nemi í Mýrarhúsaskóla. Systkini Sigrúnar era Halldór Gunnar Hringsson, f. 13.7.1951, starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Hafnarfjarð- ar, búsettur í Reykjavík; Guðbjörg Hringsdóttir, f. 4.2.1955, starfsmaður hjá ís- landspósti í Grundarflrði; Hjörleifur Hringsson, f. 18.3. 1956, sölustjóri hjá Austurbakka hf., búsettur í Kópavogi; Hinrik Hrings- son, f. 20.8.1959, skipstjóri á Grænlandi, búsettur á Sel- tjarnamesi. Foreldrar Sigrúnar eru Hringur Hjörleifsson, fyrrv. skipstjóri og- framkvæmdastjóri, og Sigrún Hall- dórsdóttir, stöðvarstjóri íslands- pósts á Fáskrúðsfirði. Sigrún er með eiginmanni sínum og syni á Kanaríeyjum um þessar mundir. Sigrún Edda Hringsdóttir. Hl hamingju með afmælið 18. febrúar 75 ára Halldóra Gísladóttir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Jóhann H. Valdimarsson, Flyðragranda 4, Reykjavík. Ursula Hermannsson, Gnoðarvogi 50, Reykjavík. 70 ára Helgi Sveinsson, Ósabakka 2, Skeiðahreppi. Sigfús Kristinsson, Hótel Djúpavík, Ámeshreppi. Stefán Skaftason, Blikanesi 15, Garðabæ. 60 ára Kristján Guðmundur Óskarsson, Reynilundi 12, Akureyri. 50 ára Bergdís Jóhannsdóttir, Búlandi, Skaftárhreppi. Hrönn Pálsdóttir, írabakka 8, Reykjavík. Jónbjöm Bjömsson verktaki, Álfabyggð 2, Súðavik. Hann er að heiman. Stefán Kárason, Eikarlundi 7, Akureyri. Svanur Baldursson, Eskihlíð 12 B, Reykjavík. 40 ára Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, Hömram 4, Djúpavogi. Einar Sigurður Sigursteinsson, Lækjarflöt 1, Þórshöfn. Guðmundur Tryggvi Jakobsson, Faxabraut 37 A, Keflavík. Jón Heiðar Reynisson, Seljabraut 72, Reykjavík. Kristín P. Aðalsteinsdóttir, Seilugranda 9, Reykjavík. Magnús Rúnar Jónsson, Löngumýri 12, Garðabæ. Stefán Öm Magnússon, Frostafold 4, Reykjavík. Sveinn Sigurður Þorgeirsson, Frakkastíg 22, Reykjavík. Unnsteinn Óskarsson, Vesturvegi 12, Þórshöfn. Þórunn Finnsdóttir, Stóragerði 4, Reykjavík. aukaafslátt af smáauglýsingum Smáauglýsingar f»Ki 550 5000 '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.