Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 9 i>v Stuttar fréttir Utlönd FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, til Bagdad: Eltsabet drottingarmóöir, sem er 97 ára, var f gær útskrifuö af sjúrkahúsi þar sem hún lá f þrjár vikur vegna mjaömarbrots. Drottingarmóðirin veifar hér til mannfjölda sem fagnaöi þvf aö hún heföi náö heilsu á ný. Sfmamynd Reuter Bandaríkin eru Kofl Annan, aöalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóöanna, fundar með fulltrúum Öryggisráðsins í dag og greinir þeim frá fyrirhugaðri ferð sinni til Bagdad. Annan ætlar að gera úrslitatilraun til að leysa deil- una um vopnaeftirlitsmennina milli stjórnvalda í írak og SÞ og koma þannig í veg fyrir loftárásir Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra. Bandarísk stjórnvöld eru ekki allt of bjartsýn á að árangur náist. Annan tryggði sér samþykki fastafulltrúanna fimm í Öryggisráð- inu fyrir Bagdadferðinni. Hann leggur upp í ferðina á morgun og hefur viðkomu í París. Til Bagdad kemur Annan á fostudag. Annan sagðist í gær ekki hafa leitað eftir leyfi eins né neins til far- arinnar en hann vildi að gagn- kvæmur skilningur ríkti innan Ör- yggisráðsins um að allir væru með, bæri ferð hans til Bagdad einhvem Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði að undirbúningur fyrir hemaðaraðgerðir héldi áfram og varaði við of mikilli bjartsýni um árangur af ferð Annans. Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að stjómvöld í Washington áskildu sér allan rétt, ef niðurstaða ferðarinnar vaeri þeim ekki að skapi. írösk stjómvöld tilkynntu í gær að þau mundu gera það sem þau gætu til að tryggja árangur ferðar Annans. Bill Clinton forseti ítrekaði í gær að Bandaríkin væm reiðubúin að beita valdi ef ekki tækist að fá íraka með góðu til að heimila vopnaeftirlitsmönnum SÞ óheftan aðgang að meintum geymslum gjör- eyðingarvopna. Rússar og Kínverj- ar höfnuðu afdráttarlaust í gær öll- um hemaðaraðgerðum gegn írak. Reuter Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, býr sig nú undir ferð til Bagdad. árangur. Á fúndi með fréttamönn- um í gær gaf Annan til kynna að ástæða væri til bjartsýni. Sinn Fein í dóm Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, hefur áfrýj- að til dómstóla tilraunum Breta til að útiloka flokkinn frá frekari þátttöku í friðarviðræðunum á Norður-írlandi. Jeltsín í ham Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í stefnuræðu sinni á þingi í gær að ríkis- stjóm landsins yrði að víkja tækist henni ekki að koma fjárlögum í gegnum þingið. í dag reynir svo á samstarfsvilja þingsins þegar ráðherrar munu reyna að koma breytingum á frumvarpinu í gegn. Dæmd fyrir morð Diane Zamora, tvítugur fyrmrn nýliði í bandaríska sjóhemum, var dæmd í lifstíðarfangelsi í gær fyrir að myrða unglingsstúlku sem svaf eina nótt hjá kærasta hennar. Oprah í góðum málum Dómari í Bandaríkjunum vísaði frá mikilvægum þáttum máls bandarískra nautgripabænda gegn sjónvarpsstjörnunni Opruh Win- frey. Bændur segja hana hafa vald- ið þeim fjárhagstjóni með því að úthúða nautakjöti. Lögguklúður Klúður hjá belgísku lögreglunni gerði bamaniðingnum Marc Dutroux kleift að stunda glæpi sína óhindrað í mörg ár. Kosningaóeirðir Hundmð þúsunda Indverja þurfa aö ganga að kjörborðinu á ný eftir að fyrirskipuð var endur- tekning á kosningum á 600 kjör- stöðum vegna ofbeldis. Yfir 20 manns létust i kosningaóeirðum. Iðrast orða sinna Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Mike McCurry, dró í gær til baka yfirlýsingar sin- ar um Clinton Bandaríkjafor- seta og samband hans við Monicu Lewinsky. Sagði McCurry aö hann vissi eigin- lega ekki mikið um Lewinskymálið og að hann hefði ekki átt að segja að það væri flókin saga eins og hann gerði í blaðaviðtali. Aðspurður hvort Clinton hefði snuprað hann sagð- ist McMurry sjálfur hafa sett sig í skammarkrókinn. Kaunda ákærður Fyrrum forseti Zambíu, Kenn- eth Kaunda, verður ákærður fyrir að hafa ekki greint frá vitneskju sinni um áætlun um valdaránstil- raun gegn Chiluba forseta í októ- ber síðastliðnum. Reuter Herinn í / Indónesíu styður Habibie Herinn í Indónesíu lýsti yfir stuðningi við rannsóknar- og tækniráðherra Indónesíu, Jusuf Habibie, sem sækist eftir embætti varaforseta landsins. Her- inn vísaði því jafnframt á bug að kjör hans myndi hafa áhrif á fjár- málamarkaði. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, Alþjóðabankinn, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa áhyggjur af því að Habibie, sem er verk- fræðingur að mennt, verði eftir- maður Suhartos forseta. Habibie er hlynntur kostnaðarsömum framkvæmdum. Hann hefur með- al annars á prjónunum áætlun um smíði á þotu sem myndi kosta 2 milljarða dollara. Fyrrgreindir aðilar eru einnig andvígir áætlunum indónesískra yfirvalda um að festa gengi rúpí- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum, aðallega dollara. Yfirvöld í Indónesíu ráku í gær seðla- bankastjóra landsins sem var sagður andvígur fastgengisstefn- unni. Reuter ^ica otsein m %I\U Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélin sem völ er á í dag. kr. 51.900 Vinduhraði stillanlegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar sem pláss VERSLUN FYRIR ALLA I ViS Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 ekki of bjartsýn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.