Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 24
60 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 I>V onn Ummæii Skíðasvæðið í Bláfjöllum Mátti reykja í sjónvarpi „Halldór Laxness var eini maðurinn á íslandi sem mátti reykja í sjónvarpinu. það var undur- samlegt að horfa á hann i púa reyk- bólstrana yfir Eið Guðnason milli þess sem hann svaraði honum af stórri kurt- eisi og ljúfmennsku á meðan maður ímyndaði sér vesal- ings Eið bláan í framan af hóstakasti inni í reykský- inu.“ Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur, í Degi. Leiðinlegasta fólkið „Það verður að segjast eins og er aö Jokki blöðrusali og hans fólk er með því leiðin- legra sem birst hefur á skján- um í háa herrans tíð.“ Soffía Auður Birgisdóttir, í leikdómi um Blöðruveldið, í Morgunblaðinu. Uppfyllti öll skilyröi sem stórslysamynd „Blöðruveldið er án efa metnaðarfyllsta íslenska verkið sem kom- ist hefur á skjá- inn. Fá önnur | hafa reynt að | höfða til jafn margra í einu á tuttugu mín- 1 útum og um leið uppfyllt öll skilyrði til að vera stórslysamynd." Auður Haralds, í fjölmiðla- rýni, i DV. Blindrahundur „Ég get ekki fest mig í einn flokk eða kategóríu. Ég var alinn upp sem blindrahundur og þurfti snemma að fara að leiða fólk áfram um hina ýmsu stigu." Birgir Andrésson myndlist- armaður, í Stúdentablað- inu. Ekki á topp tíu „Það hlutverk að vinna að bættum hag verkafólksins virðist koma ein- hvers staðar utan topp tíu- listans hjá f stjórn félaga j eins og ný- stofnaðs stétt- arfélags Dags- brúnar & Framsóknar." t Guðmundur R. Guð- bjarnarson verkamaður, f DV. ......................•' Xx ■ Tengilyfta og skíöasvæði Fram T Bláfjöll Flutningsgeta á klst. A. Stólalyfta í Kóngsgili 1100 B. Gillyfta (toglyfta) 700 C. Borgarlyfta (toglyfta) 700 D. Stólalyfta f Suóurgili 1200 E. Barna/byrjendalyfta 500 F. Kennslulyfta í Sólskinsbrekku 500 G. Topplyfta (Ármanns) 700 H. Sólskinsbrekkulyfta (Ármanns) 700 1. Göngubraut J. Bláfjallaskáli ^3] Friðrik Hansen Guðmundsson, formaður íbúasamtaka Grafarvogs: Stærsti söfnuðurinn á ekki fullkláraða kirkju „Það er litið sem ekkert að gerast í samgöngumálum í og úr Grafar- voginn þegar litið er á málið frá okkar sjónarhóli. Það er búið að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum á pólitískum nótum. Eftir stöndum við sem búum í Grafarvoginum með jafnslæmar samgöngur. Það verða sjálfsagt einhverjar smávegabætur i ár en breikkunin á sjálfri Gullin- brúnni verður ekki fyrr en á árinu 1999 þannig að viö sjáum fram á annan vetur með óbreyttu ástandi og er ekki hægt að segja að Grafar- vogsbúar séu hressir með gang mála,“ segir Friðrik Hansen Guð- mundsson, formaður íbúa- sam- taka Graf- ar- vogs, en mikið hefur verið í fréttum um það hversu erfítt sé að komast úr Grafarvoginum yfir í aðra borgarhluta eftir að umferð tepptist i slæmu veðri fyrir stuttu. Friðrik segir Gullinbrúna einn af mörgum þáttum í vegaframkvæmd- unum í Grafarvoginum sem þarf að lagafæra: „Uppbyggingin hefur ver- ið griðarleg í þessum borgarhluta. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 1500 hundruð manns flytji í Grafar- voginn - álíka stór hópur og býr á Siglufirði, svo dæmi sé tekið. Það Maður dagsins sjá allir að þegar þessi hópur bætist ofan á þann fjölda sem fyrir er þá er ekki von á góðu í samgöngumálum við óbreytt ástand næsta vetur. Það sem fyrst verður að gera er aö breikka Gullinbrúna og síð- an þarf að leysa vandamál meö útkeyrsluna fyrir ofan Keldur. Þetta eru samt engar framtíðarlausnir. Þær felast í að byggður verði fyrsti áfangi Sundabrautar sem er tenging yfir Klepp- svíkina. Við höfum sagt að ekki sé hægt að byrja á fram- kvæmdum í Geld- inganesi nema til komi samhliða bygging brúar- innar yfir Kleppsvík- ina og að hún verði tekin í notkun um svipað leyti og hverfið kemst i gagnið." íbúasamtökin vinna einnig að öðrum málum: „Samgöngukerfið er brýnast en tvö önnur mál eru einnig aðkallandi: aðstaða til íþróttaiðkana og kirkjan. Grafar- vogurinn er á stærð við Akureyri, Kópavog og Hafharfjörð og ég held að lítið þýddi að bjóða þessum bæj- arfélögum upp á einn íþróttavöll og eitt íþróttahús eins og við verður að búa við. Þá er í Grafarvogi stærsti söfnuður landsins og við eigum ekki fullkláraða kirkju. Söfnuðurinn sjálfúr er mjög öflugur og starfsemi mikil en aðstaðan sem söfnuðinum er búin er fyrir neðan allar hellur. Enn er verið að messa í gluggalaus- um kjallara og aðstaðan sem sköpuð er prestunum er nánast hlægileg. Þeir eru í gluggalausum herbergj- um og hafa verið í þeim i mörg ár og fyrirsjáanlegt er að þeir verða áfram í þessum kytrum sínum næstu tvö til þrjú árin. Ef ég sem at- vinnurekandi ætíaði að bjóða starfs- mönnum mínum upp á slíkt þá væri heilbrigðisfulltrúi búinn að koma og loka fyrirtækinu." Friðrik er byggingaverkfræðing- ur og rekur eigin verkfræðistofú. Hann gefur sér tima til að hlaupa í frístundum: „Ég skokka í Grafar- voginum og er alltaf að æfa mig fyr- ir maraþonhlaup. Ég hef ekki enn náð því að taka þátt í því en hlaup- ið hálft maraþon í nokkur skipti. Það hlýtur að koma að því að ég hafi mig í að hlaupa heilt mara- þon.“ Eiginkona Friðriks er Ingi- björg Ragna Óladóttir og eiga þau þrjú böm. Friðrik Hansen Guömundsson. -HK Suöurheimskautið hefur heillaö margan feröalanginn. Suðurheim- skautið unnið Nýlega fóru þrír íslend- ingar í langa gönguferð á skíðum á Suðurheimskautið ’ og gekk sú ferð vel. Fyrsti leiðangurinn sem náði til Suðurheimskautsins var norskur leiðangur undir stjórns þess fræga landkönn- Blessuð veröld uðar Roald Amundsen, náði leiðangurinn takmarkinu 16. desember 1911, eftir 53 daga ferðalag frá Whales- flóa. Síðari útreikningar sýna að leiðangurinn hefur að öllum líkindum verið 400-600 metra frá hinum eig- inlega pól þegar þeir héldu að þeir væru á pólnum. Fyrsta konan sem steig fæti sínum á Suðurskautslandið var frú Karólína Mikkelsen, 20. febrúar 1935. Fyrstu kon- umar sem komu á Suður- heimskautið komu fljúgandi þangað 11. nóvember 1969. Fyrstu ferðinni yfir Suður- skautslandið lauk 2. mars 1958 eftir 3473 km ferð sem stóð yfir í 99 daga, frá Shac- kleton-búðunum til búða Scotts, um heimskautið. Leið- angurinn samanstóð af tólf mönnum sem stjórnað var af Sir Vivian Ernest Fucks. Samskotafé. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnoröi. Haukar-FH í kvennahand- boltanum I kvöld er leikið bæði í 1. deild karla og 1. deild kvenna í hand- boltanum. Hjá körlunum eru tveir leikir, Fram og KA leika í Framhúsinu og ÍR og Aftur- elding leika í Seljaskóla. Þrir leikir eru hjá konunum, Haukar og FH leika í Strandgötunni, Víkingur og Stjarnan leika í Víkinni og Val- ( ( I íþróttir ur og Fram leika í Valsheimilinu. Leikimir hefjast kl. 20 nema leik- ur Vals og Fram sem hefst kl. 18.30. Einn leikur er í 2. deild karla, ÍH og Ármann leika í íþróttahúsinu í Strandgötu kl. 21.30. Píanótónleikar Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari leikur á Háskólatón- leikum sem hefj- ast kl. 12.30 i dag í Norræna hús- inu. Leikur hún sónötu í F-dúr eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. Anna Guðný hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands, Sinfóníuhljómsveit æskunnar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Kammersveit Reykjavíkur og ( ( ( Tónleikar einnig leikið á fjölmörgum kamm- ertónleikum. Árið 1995 hlaut hún tólf mánaða starfslaun frá ríkinu. ( ( ( Bridge Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson, sem unnu öruggan sigur í tvímenningi Bridgehátíðar, voru fljótir i gang í byrjun og strax með- al efstu para. I annarri umferð mótsins sátu þeir í AV í þessu spili og fengu mjög góða skor. Kerfl þeirra félaganna er kallað gulrótar- laufið („Carrott Club“) og er kennt við Svíann Anders Morath. Ein af grunnreglum þess kerfis er „canapé" sagnvenjan sem byggist á því að opnari sem á tvo liti segir fyrst þann styttri. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og enginn á hættu: é KG82 4» ÁG3 ♦ D1062 * 97 4 ÁD73 V 84 ♦ ÁK7 4 ÁG85 4 964 m 1076 •f G9843 4 104 Vestur Norður Austur Suður Þröstur - Þórður 1 v pass 14 pass 2 4 pass 6 4 p/h Sagnir þeirra félaganna eru stíl- hreinar og fallegar. Opnun Þrastar í upphafi lofar ekki nema 4 spilum og lágmark 11 punktum (Þröstur taldi sig réttilega get- að stolið einum punkti með þess- um spilum) og tveggja laufa sögnin lýsti lág- markshendi og minnst 5 laufum. Þórður beið þá ekki boðanna og lét vaða í slemmu. Útspilið var tígull og Þröstur var ekkert í vandræðum með að innbyrða 12 slagi í þessari legu. Þrátt fyrir að slemman sé verulega góð voru þaö ekki mörg pör sem náðu henni. Fyrir að spila og standa 6 lauf fengust 120 stig af 134 mögulegum. ísak Örn Sigurðsson Þröstur Ingimarsson. 4 105 4» KD952 ♦ 5 4 KD632 i 4 ( i ( i V i 1 i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.