Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 DV fréttir Skrautleg og dýr starfslok ráðuneytisstjóra: Hélt lífsstílnum að þau væru forsenda lausnar í deil- unni. Ríkisstjómin gæti hins vegar ekki leyst þessa deilu ein og hann hefði trú á að deiluaðilar mundu ná sam- komulagi um helgina. Ríkisstjómin mundi fylgjast með viðræðum deiluað- ila um helgina og ekki væri von á laga- setningu á þeim tima. -phh Á vegum ráðueyta og ríkisstofn- ana hafa frá 1992 verið gerðir hátt á annan tug starfslokasamninga við starfsmenn eins og fram hefur komið í DV. Starfslokasamningur, sem þáverandi menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, gerði 25. janúar árið 1993 við Knút Halls- son ráðuneytisstjóra, er hvað sér- kennilegastur þessara samninga vegna þess að sérstaklega er kveð- ið á um að Knútur haldi áfram lífs- stíl ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytisins og dagpeningarétt- indum. Þessu til staðfestingar eru tiunduð í starfslokasamningnum fjölmörg atriði sem vekja nokkra furðu. Knútur Hallsson, fyrrv. ráðuneytis- stjórl menntamála- ráðuneytisins. Þannig var kveðið á um að Knútur héldi sæti sínu I þrem- ur nefndum Evr- ópuráðsins, sækti þing Norð- urlandaráðs í Ósló í mars 1993, fund Commision Mixte vegna 10 ára afmælis menningarsamn- ings við Frakk- land, fund um menningarmál í Vínarborg og loks kvikmyndahá- tíðina í Cannes. Þá skyldi hann halda sætum sínum í ýmstun nefndum og stjórnum, svo sem Norræna menningarsjóðnum, stjórn Færeyjáhússins og höfund- arréttarnefnd. í samningnum er Knúti heitið fullum launum til ársloka 1993, en mánaðarlaun ráðuneytisstjóra í efsta þrepi voru þá 252.786,- á mán- uði, auk 100 þúsund krónum á mán- uði fyrir akstur og svo sérstök verk. Þau verk voru að semja frumvarps- drög að rammalöggjöf um hið nýja þjóðbókasafh, yfirfara frumvarp um Olafur G. Einars- son, þáverandi menntamálaráð- herra. þjóðminjalög og frumvarp um bann við ofbeldis- kvikmyndum. Sérstaklega er tekið fram um að Knútur haldi réttindmn ráðu- neytisstjóra sam- kv. 10. gr. reglna nr. 39/1992 varð- andi fyrrgreindar ferðir. Hér er verið að vísa til dagpeningagreiðslna til hans á ferðalögum erlendis. Þær voru og eru í stuttu máli þannig að allur ferða- og uppihaldskostnaður er greiddur. Auk þess fær viðkom- andi greidda dagpeninga, 163 svo- nefndar STR-einingar á dag sem á þeim tíma voru rúmar 15 þúsund krónur. Varlega áætlað hefur Knútur því fengið út úr þessum starfslokasamningi 6,2 milljónir, eða um eða yfir 500 þúsund krónur á mánuði. Miðað við starfslok sam- kvæmt reglum um starfslok ríkis- starfsmanna hefði hann varla feng- ið meira en þrjár milljónir króna. -SÁ Harður árekstur varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegar um þrjúleytið í gær. Lögreglubíll sem ók með viðvörunarljósum vestur Suðurlandsbraut fór yfir á rauðu Ijósi með þeim afleiðingum að hvítur pallbfll sem var á ieið suður Kringlumýrarbraut lenti framan á lögreglubílnum. Við áreksturinn hentist pallbfliinn á kyrrstæða bifreið. Ökumaður pallbflsins skarst á handlegg og var fluttur á slysadeild. Lögreglubfllinn og pallbfllinn eru báðir mikið skemmdir. DV-mynd s Ríkisstjórnin vill verkfalli aflýst: Þríhöfði gulrót fyrir sjómenn - Halldór kominn í takt viö Þorstein Davíð Oddsson sagði eftir fund rikis- stjómarinnar með forystumönnum sjó- manna í gær að forsenda þess að frum- vörp þríhöfðanefhdarinnar færu inn á Alþingi væri að sjómenn næðu samn- ingum við útgerðarmenn og verkfalli yrði aflýst. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambandsins, sagði að for- ystumenn sjómanna væru nokkuð sátt- ir við svör ríkisstjómarinnar, og er það tekið til merkis um að sjómenn telji sig hafa vilyrði fyrir að frumvörpin verði lögð fyrir Alþingi þegar verkfalli hefur verið aflýst. Eftir stendur að útgerðar- menn felldu tillöguna með miklum mun, og segir Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, að nú standi upp á sjómenn að gefa eftir. „Niðurstaðan af fundinum var sú að við fómm yflr þá stöðu sem hefur verið uppi í málinu og sögðum að við mund- um hitta þá og ræða við þá þegar þeir hefðu átt fund með sínum viðsemjend- um,“ sagði Davið Oddsson forsætisráð- herra að loknum fundi sínum og Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra með forystumönnum sjómanna í gær. Áður var haldinn ríkisstjómarfundur þar sem deilan var til umræðu. Að- spurður hvort sjómönnum hefði verið gefið vilyrði fyrir að frumvörp þrihöfða yrðu lögð fyrir Alþingi, sagði Davíð að ef LÍÚ og sjómenn næðu samkomulagi myndi þeim grunni sem menn hefðu unnið að ekki verða hent. Halldór Ásgrímsson ítrekaði að frumvörp þriggja manna nefndarinnar um kvótaþing og verðlagsstofu skipta- verðs væm forsenda þess að lausn fengist í málið. Halldór sagöi Þorstein Pálsson hafa lagt á það áherslu að þessi frumvörp yrðu ekki lögð fyrir þingið fyrr en verkfalli hefði verið af- lýst og að hans mati yrðu orð sjávarút- vegsráðherra að standa. Það stæði hins vegar ekki til að draga þessi frumvörp til baka, það yrði farið með þau inn á Alþingi og allir í rikisstjóminni teldu Gunnar Kristjánsson tók til sinna ráða og fann stolinn bíl sinn: Fór í hlutverk Sherlock Holmes „Þegar bílnum mínum var stolið um síðustu helgi fór ég til lögreglunn- ar og gerði mér satt að segja ekki miklar vonir um aö hún myndi leita mikið að honum. Þegar ég hafði verið án bílsins í 5 daga ákvað ég að taka til minna ráða,“ sagði Gunnar Kristjáns- son, Reykvíkingur sem „fór i hlut- verk“ Sherlock Holmes, eins og hann orðar það, og fann bílinn sinn aftur eftir talsverða skipulagningu en að- eins tveggja mínútna leit. „Bílnum var stoliö vestast af bíla- stæðinu við Landssímahúsið aðfara- nótt laugardagsins," segir Gunnar. „Ég fékk það því út að þeir sem stálu honum, sennilega tveir ungir menn, hefðu þurft að komast eitthvað vestur úr, sennilega heim til sín, þar sem engir skemmtistaðir eru á því svæði. Á fimmtudagskvöldið fékk ég bíl lán- aðan og ákvað að leita í vesturborginni og ætlaði fyrst að finkemba Seltjamar- Bfl Gunnars var stolið. Eftir að hafa verið bfllaus í fimm daga tók hann til sinna ráða eftir að hafa lagt höfuðið rösklega í bleyti. Myndin er tekin í gær þegar Gunnar var nýbúinn að finna bílinn sinn. DV-mynd GVA nesið. Ég ók siðan frá þeim stað þaðan sem bílnum var stolið og svo áleiðis vest- ur úr. Á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar velti ég fyrir mér hvort ég ætti að beygja til hægri eða halda áfram suður Hofsvallagötuna. Þar sem ólíklegt var að þjófamir hefðu skilið bílinn eftir á aðalbraut ákvað ég að aka áfram. Þegar ég fór fram hjá Sundlaug Vesturbæjar, hvað heldur þú að ég hafi þá séð þar á bílastæð- inu? - Bílinn minn auövitað. Það vom þá tvær mínútur frá því að ég byijaði að leita,“ sagði Gunnar heldur ánægðiu- með að vera búinn að endurheimta vagninn sinn. Gunnar sagði að bíllinn væri óskemmdur. Tilgáta hans um vesturbæ- inn reyndist rétt og reyndar telur hann einnig að það hafi komið á daginn að þjófamir voru tveir - bíllinn hafði verið skilinn eftir ólæstur bílstjóramegin og farþegamegin frammi í. -Ótt stuttar fréttir Bankar lækka vexti Búnaðarbanki og íslandsbanki lækkuðu vexti af útlánum í gær. Búnaðarbankinn lækkaði verð- tryggð vaxtakjör um 0,2% pró- sentustig og em verðtryggðir kjör- vextir eftir breytinguna 5,95%. Hjá íslandsbanka lækkuðu vextir af öOum útlánum bankans og Verslunarlánasjóðs. Lækkunin er 0,3-0,5 Síldin í Færeyjum Jakob Jak- obsson, for- stjóri Hafrann- sóknarstofh- unar, segir lik- legt að skýr- ingin á síldar- leysi fyrir aust- an land á síð- ustu vertíð sé sú að síldin hafi gengið austur til Færeyja. Vísitöluhækkanir ’ Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,1% frá fyrra * mánuði. Vísitalan hefúr hækkað j um 2% undanfama þijá mánuði. Það jafngildir 8,2% verðbólgu á I ári. Vegna hækkunar á vísitölu j húsnæðiskostnaðaroglaunabreyt- ' inga hækkar húsaleiga fyrir j næstu þijá mánuði um 4,9% sam- í kvæmt tilkynningu frá Hagstof- § unni. B-listi í Hafnarfiröi | Fulltrúaráð Framsóknarfé- i laganna í Hafharfirði hefur sam- Iþykkt fram- boðslista ís ilokksins fvrir Ibæjarstjórnar- kosningamar í vor. Efstu menn listans em Þorsteinn Njálsson læknir, Guðrún Hjörleifsdóttir leiðbeinandi, Hildur Helga Gísla- dóttir búfræðingur, Ingvar Krist- insson verkfræðingm- og Þórarinn Þórhallsson ostagerðarmeistari. Norræn upplýsingatækni Á fundi norrænna ráðherra í Stokkhólmi í gær var stofnað til formlegs norræns samstarfs um upplýsingatækni. Myndað verður norrænt tengslanet milli ráöu- neyta sem sinna samræmingu á sviði upplýsingamiðlunar. Lækka vexti Lífeyrissjóðir hafa verið að í lækka vexti af bæði nýjum og eldri lánum til sjóðfélaga og af- nema hámark lána til sjóðfé- laga. Lífiðn tilkynnti í gær um vaxtalækkun um 0,5-1,2 pró- sentustig. Lækkunin tekur gildi j um næstu mánaðamót og eftir 5 það verða vextir 5,5% i stað I 6,0-6,7%. í fremstu röð Össur, Atlanta, Nóatún, Sam- ; heiji, Tæknival og Vömveltan komast öll á lista yfir framsækn- 5 ustu fyrirtæki Evrópu á tímabil- inu frá 1991-1996. Biffeiðaskodun tapaði j Tap varð á rekstri samstæðu i Bifreiðaskoðunar íslands 1997 um ; 21,7 milljónir króna. Búið er að | endurskipuleggja reksturinn og j fækka starfsmönnum, en þeir em ; nú 70. Fjárhagsstaða Bifreiðaskoð- unar er sterk og eiginfjárhlutfall 'I er 66%. Björk Guð- mundsdóttir söngkona mun leika með leik- aranum John Travolta í söngvamynd ._______, sem danski leikstjórinn Lars Von Trier mun leikstýra. Tökur munu hefjast í byijun apríl 1999. BBC greindi frá. Deilur á spítölum Hart er deilt vegna fyrsta úr- skurð úrskurðamefndar um nýtt launakerfi ríkisstarfssmanna. Fulltrúar náttúrufiæðinga hafa neitað að skrifa undir úrskurðinn. -JHÞ/SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.