Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 20
20 Jréttaljós LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 JjV Deilur um þátttöku íslendinga í norrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen: Hvað er sannleikur? Og þegar ég hitti hana erlendis sagði hún: Ég nenni ekki að eiga við ísland nema Friðrik Þór biðjist af- sökunar. Ef ég fæ ekki afsökunar- bréf þá getið þið bara átt ykkur. Ef hún vildi ekki sýna myndir sem Friðrik Þór hafði framleitt gat hún gert ýmislegt annað ef hún hefði viljað halda íslandi inni á há- tíðinni. Bæði sýnt heimildarmyndir eða stuttmyndir eða rifjað upp eldri myndir héðan því alltaf eru nokkr- ar dagskrár með gömlum myndum á hátíðinni. Hún hefði getað snið- gengið Friðrik Þór án þess að snið- ganga ísland.“ Isabelle Duault í Rouen: „Ég sendi fax í október til Kvik- myndasjóðs eins og allra kvik- myndastofnana á Norðurlöndum og ég fékk hvorki svar né myndbönd frá íslandi. Spyrðu Þorfinn hvenær hann sendi myndböndin sem hann segist hafa sent! Innlent fréttaljós Silja Aðalsteinsdóttir Boykottið er algerlega íslenskt, ekki franskt. Og ég veit hvers vegna - Þorfinnur ræður engu heldur Friðrik Þór, hann ræður öllu. En ég tala ekki við einstaka kvikmynda- gerðarmenn; ég hef sambönd við kvikmyndastofnanir hvers lands fyrir sig.' Á norrænu kvikmyndahátíðinni í Helsinki sá ég enga íslenska kvik- mynd af því þær komu aldrei. Ég fékk heldur engin myndbönd með heimildarmyndum, en bækling fékk ég frá Þorfinni - fyrir þremur dög- um!“ ' Þorfinnur í Stokkhólmi: „Ég sendi myndböndin hvert í sinu lagi og mjög seint því þau voru tilbúin svo seint. Blossi fór fyrstur, Perlur og svín í desember en Stikk- frí ekki fyrr en í janúar. Ég sendi þau með sérþjónustu póstsins og á vonandi kvittanimar einhvers stað- ar. En ég sendi engar heimildar- mjmdir á myndbandi. Ég held að þetta sé algerlega val Isabelle, og ég held að hún hafi ekki hugsað þá hugsun til enda að þau verða af norrænum styrkjum ef þau útiloka eitt af Norðurlöndunum. En ég vil ekki að svo fari. Ég vil endi- lega ná sáttum við þessa hátíð og halda þessu áfram.“ Á yfirstandandi kvikmyndahátið í Rouen í Frakklandi er ekki sýnd ein einasta íslensk bíómynd, stutt eða löng, með mönnum eða músum. Deilt er um hvers vegna og standa á endanum staðhæfingar gegn stað- hæfingum. í leikþættinum hér á eft- ir eru þrjár persónur, Þorfmnur Ómarsson, formaður Kvikmynda- sjóðs, sem staddur var í Stokk- hólmi, Einar Már Jónsson, lektor í París, og Isabelle Duault, ffarn- kvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar- innar í Rouen, og verður reynt að rekja söguna með orðum þeirra. Þorfinnur Úmarsson, staddur í Stokkhólmi: stórmenna viðstatt. Við og við kom Isabel til okkar Þorfinns þar sem við sátum saman og spurði; Hvar er Friðrik Þór? Hann var ekki viö- staddur. Þá kom í ljós að hann átti að fá ein verðlaunin og hún vildi endilega að hann tæki á móti þeim. Þorfmnur reyndi að ná sambandi við Friðrik i farsíma þar sem hann var í leigubíl, en hann gat ekki skil- ið um hvað var að ræða eða hvert hann átti að koma. Verðlaunin voru svo veitt og Þor- finnur tók við verðlaunagripnum fyrir hönd Friðriks. Að lokum náði Þorfinnur sambandi við leigubíl- stjórann sem var á rúnti með Frið- rik Þór og gat vísað honum á stað- inn - sem hann hefði betur látið ógert. Eftir að afhendingunni lauk voru allir verðlaunahafamir kallaðir á svið til að taka mynd af þeim sam- an. Þá kom Friðrik Þór slangrandi inn í salinn og Þorfmnur afhenti honum verðlaunagripinn. Friðrik gekk með hann upp á sviðið, skæl- brosandi, veifaöi honum fyrir ofan höfuð sér eins og hann væri íþrótta- maöur að taka við bikar. En allt í einu var eins og eitthvað hlypi í hann, hann setti undir sig hausinn, „Forsaga þessa máls er að sumar- ið 1996 héldum við í Scandinavian Films neyðarfund um það hvemig mætti koma kvikmyndahátíðinni betur á ffamfæri við fjölmiðla um borfinnur allt Ffakkland ekki bara héraðs- ómarsson. bloðin eins og tiðkast hafði. Það var nánast skilyrði frá Norræna menn- ingarsjóðnum og Scandinavian Films að ef hátíðin vildi fá styrki áfram yrði hún að gera skurk f kynningarmálum. Árangur þess fundar var blaðamannaferð í janúar 1997, tveim mánuðum fyrir hátíð- ina í mars. En okkur var ekki sagt ffá henni. Við fréttum bara á skotspónum ffá Noregi að blaðamenn væm á leið þangað og myndu ferðast um alla Skandinavíu. Þá var búið að hanna þessa ferð á vegum há- tíðarinnar án þess að láta okk- ur svo mikið sem vita af því. Fyrst létum við sem ekkert væri, sendum bara fax út og spurðum hvenær blaðamennim- ir væru væntanlegir til Reykja- víkur og hvað við gætum gert fyrir þá. Þá kom fax á móti um að þeir væra vissulega á ferð um Norðurlönd en kæmust því miður ekki til Islands. Þeg- ar við leituðum skýringa var okkur sagt að ferðin hingað væri of dýr og ekki hefði held- ur verið tími til að fara líka til íslands. En ekki hafði ver- ið látið reyna á peningamálin því við vorum aldrei spurð hvort við vildum taka þátt í kostnaðinum við ferðina. Burtséð frá þessu hefur oft verið skrifað um islenska kvikmyndagerð í erlendum blöðum án þess að fólk kæmi alla leið hingað. Það er hægt að fá send gögn og tala við fólk í síma, en ekkert slíkt var gert. Nú heldur Isabelle Duault því fram að það hafl átt að senda blaða- menn til íslands í fyrrasumar. En af hverju var það aldrei nefnt við okk- ur, hvorki á hátíðinni né fyrir hana? Og vorum við þó i daglegu Friörfk Þór Friöríksson. Stokkhólmi: „Friðrik Þór varð með réttu mjög reiður þegar hann kom á hátíðina í fyrra og fékk þennan flna pakka í hendumar þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar vora að reyna að ganga í augun á Skandinövunum og létu hvem og einn hafa þykkan pakka af úrklippum úr frönskum blöðum þar sem ekki var stafur um ísland. Það var eðlilegt að mótmæla því.“ Einar Már í París: „Varðandi hin „kröftugu mót- mæli“ Friðriks Þórs á hátíðinni í fyrra þá litu þau öðravísi' út á staðnum en hann hefur viljað túlka þau síðan. Verðlaunaveit- ingin var hafin. Þetta var í tí- unda skipti sem hátíðin var haldin og margt æddi út og á leiðinni grýtti hann verðlaunagripnum i gólfið og hann brotnaði í þúsund mola - enda úr gleri. Þeir sem stóðu næst honum sögðu að hann hefði sagt „fuck you“ en það heyrði ég ekki sjálfur. Svo hvarf hann á braut. Seinna kom svo Friðrik Þór fram í íslenska sjónvarpinu og sagðist hafa verið að mótmæla kröftuglega áhugaleysi hátíðarinnar á íslensk- um bíómyndum!" Þorfinnur Úmarsson í Stokkhólmi: „Eg hef hitt þessa konu, Isabelle Duault - sem ég hafði haft ágætis samskipti við áður - þrisvar sinn- um í vetur og upplýst hana um hvaða myndir við hefðum að bjóða, en hún hefur ekki beðið um að fá sendar neinar myndir. Sem er óvenjulegt. Hátíðin velur sjálf myndir í aðalhluta keppninnar og ég sendi þeim á myndbands- spólum Stikkfrí, Blossa og Perl- ur og svín. Þegar ég heyrði ekkert frá henni reiknaði ég út að þær hefðu ekki verið valdar. Á aukadagskrám á hátíð- inni era til dæmis sýndar heimildarmyndir og stutt- myndir og þær era líka valdar af stjórn hátiðarinnar. Isabelle sá íslensku stuttmyndina Siggi Valli á mótorhjóli á hátíð í Helsinki og ég sagði að hana gæti hún fengið, en engin beiðni kom. Ég sendi henni alla okkar bæklinga og allar upplýsingar handbærar um heimildarmynd- imar okkar frá í fyrra og bauðst til að senda henni hvað sem hún vildi en það kom ekkert frá henni. Það er kergja milli þeirra Isabelle og Friðriks Þórs eftir hátíðina í fyrra þannig að hon- um er alveg sama þó að myndir sem hann ffarn- leiðir séu ekki sýndar þarna, og hann er fram- leiðandi allra þriggja leiknu kvikmyndanna sem ég nefhdi. Hún lætur óvildina milli þeirra bitna á allri framleiðslunni hér. En hún lét aldrei reyna á það hvort hún fengi þessar kvikmyndir. Hún sendi aldrei beiðni um að fá að sýna þaer, hvorki til Kvikmyndasjóðs né ís- lensku kvikmyndasamsteypunnar. bara fimm dagar og ekki tími til að fara til íslands, en haft samband við Kvikmyndasjóð um aö þangað yrði farið um sumarið. En eftir uppá- komuna í Rúðuborg, þegar Friðrik Þór braut verðlaunastyttu opinber- lega, kom sú ferð ekki til greina." Þorfinnur Úmarsson, sambandi við hana þá í margar vik- ur. Það er ósköp auðvelt fyrir hana að segja eftir á að meiningin hafi verið að sinna íslandi seinna. Slík ferð hefði líka verið marklítil því ekki segir maður að sumarlagi hvaða myndir geta orðið á hátíð næsta vor.“ Einar Már Jónsson í París: „Ég talaði við Isabelle Duault í síma og hún sagði að blaðamanna- ferðin hefði verið borguð af nor- rænu sendiráðunum og íslenska sendiráðið hefði ekki borgað neitt. Ferðin var BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK Lóöaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru neðangreindar lóðir í Staðahverfi: • Lóðir fyrir einbýlishús: 36 lóðir við Bakkastaði • Lóðir fyrir raðhús: 9 lóðir (29 íbúðir) við Bakkastaði. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í ágúst og september 1998. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræð- ings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563 2300. Þar fást einnig af- hent umsóknareyðublöð, skipulagsskilmálar og uppdrættir. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstudeg- inum 27. mars nk. kl. 8.20 á skrifstofu borgarverkfæðings. Borgarstjórínn í ReykjavOc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.