Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 Qfmæli________________ Birgir Jakobsson Dr. med. Birgir Jakobsson, for- stöðumaður bamaspítala Huddinge- háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, til heimilis að Gillegaten 22 A, Stokkhólmi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Birgir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Voga- og Heimahverfi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, embættisprófí í læknisfræði frá HÍ 1975, öðlaðist almennt lækn- ingaleyfi 1976 og í Svíþjóð 1979, stundaði sérfræðinám í barnalækn- ingum í Eskilstuna í Svíþjóð og lauk því 1981. Hann varði síðan doktorsritgerð við Karolinsku stofn- imina í Stokkhólmi 1988. Á námstíma var Birgir aðstoðarlæknir héraðs- lækna í Vestmannaeyj- um og í Hólmavíkurhér- aði 1973, aðstoðarlæknir á Borgarspítalanum 1975, á Landspítalanum 1975 og 1976, á Heilsugæslu- stöðinni á Patreksfirði 1976-78, aðstoðarlæknir á Centrallasykehuset í Eskilstuna í Svíþjóð 1978-82, er aðstoðarlækn- ir, síðan læknir og yfirlæknir við barnaspítala Huddinge-háskóla- sjúkrahússins í Stokkhólmi og hef- ur verið forstöðumaður sjúkrahúss- ins frá 1990. Fjölskylda Birgir kvæntist 22.6. 1974 Marselínu Ástu Arn- þórsdóttur, f. 26.4. 1952, hjúkrunarfræðingi og framkvæmdastjóra. Hún er dóttir Amþórs Guð- mundssonar, verkamanns á Akureyri, og k.h., Mar- íu Hauksdóttur húsmóð- ur. Börn Birgis og Marsel- ínu Ástu era Inga María, f. 1.4. 1970, viðskiptafræðingur 1 Reykjavík; Ragnheiður, f. 27.3. 1974, lögfræðingur í Stokkhólmi; Arnþór, f. 12.2.1976, tónlistarmaður í Stokk- hólmi. Systkini Birgis em Hallfríður, f. 18.10. 1942, bókmenntafræðingur, búsett í New York, gift Herbert Har- aldssyni viðskiptafræðingi og starfsmanni Sþ í New York; Val- gerður, f. 6.9. 1953, líffræðingur í Reykjavík, gift Marinó Einarssyni kennara. Foreldrar Birgis em Jakob Tryggvason, f. 10.3. 1925, fyrrv. skrifstofustjóri hjá Pósti og síma, búsettur í Reykjavík, og k.h., Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 25.12. 1924, og fyrrv. fulltrúi. Birgir Jakobsson. Hannes Sigurðsson Hannes Sigurðsson raf- virkjameistari, Álfheim- um 68, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Hannes fæddist við Hverfisgötuna í Reykja- vík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykja- vík, lærði rafvirkjun hjá Jónasi Ásgrímssyni raf- virkjameistara frá 1944 og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1948. Hannes starfaði síðan hjá Finni Kristjánssyni 1948-51, var síðan verkstjóri hjá Metcalf Hamilton á Keflavíkurflugvelli 1951-54, og stundaði eftirlitsstörf hjá íslenskum aðalverktökum 1954-58. Hannes starfaði hjá Rarik, Aust- Hannes Sigurösson. urlandsveitu, 1958-62, varð yfirverkstjóri og síðan framkvæmdastjóri fyrir Ljósvirki hf. 1962-75 en þá stofnaði hann og rak fyrirtækið Töflur sf. með Halldóri Bachmann 1975-87. Eftir það var Hannes sjálf- stæður verktaki auk þess sem hann starfaði mikið fyrir Póst og sima sið- ustu starfsárin. Hannes hefur verið í stjórn Landssambands íslenskra rafverktaka og í stjóm Félags lög- giltra rafverktaka í Reykjavík. Fjölskylda Kona Hannesar er Sigurást Sigur- jónsdóttir, f. 5.9. 1929, húsmóðir. Hún er dóttir Sigurjóns Sigurðsson- ar, bónda á Miðskála undir Eyja- fjöllum, og k.h., Ragnhildar Ólafs- dóttur, frá Eyvindarholti undir Eyjafjöllum. Böm Hannesar og Sigurástar em Sigurjón, f. 27.5. 1955, rafvirki hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Reykja- vík; Grímur, f. 3.7.1957, rafvirki hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur og eru börn hans Kristinn Jósef, f. 14.3. 1978, starfsmaður hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Ásta Bima, f. 20.9. 1985, nemi, Heiðrún Ósk, f. 21.10. 1986, nemi, Hanna Dóra, f. 24.8. 1987, nemi; Sigurður, f. 12.12. 1961, kerfísfræðingur, búsettur í Hafnarflrði, kvæntur Lóu Maríu Magnúsdóttur lyfjafræðingi og eru börn þeirra Bjarki Dagur, f. 3.7. 1993, og Sævar Andri, f. 4.1. 1996; Ragnhildur Dagmar, f. 3.9. 1966, af- greiðslustúlka á Akureyri en sam- býlismaður hennar er Þórólfur Jó- hannsson verkamaður og eru börn þeirra Hannes Heiðar, f. 20.7. 1990, og Eva María, f. 13.8. 1997. Systkini Hannesar eru Ragnhild- ur, f. 31.7. 1921, húsmóðir í Reykja- vík; Jónas, f. 21.9. 1923, kaupmaður í Reykjavík; Þorgerður, f. 14.8. 1930, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Hannesar voru Sigurð- m- Ólafsson, f. 25.3. 1895, d. 4.5. 1947, gjaldkeri hjá Sjómannafélaginu í Reykjavík í fjölda ára, og k.h., Grímheiður Jónasdóttir, f. 20.10. 1897, d. 17.5. 1986, húsmóðir. Sigurður var fæddur að Lækjar- bakka í Mýrdal en Grímheiður var ættuð úr Skammadal. Hilmar R.B. Jóhannsson Hilmar Rúnar Breiðfjörð Jó- hannsson pipulagningarmaður, Torfufelli 5, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Hilmar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en hann hefur átt heima í Reykjavík alla tíð. Hann var í Austurbæjarskólanum, stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði pípulagnir og lauk sveinsprófi i þeirri grein. Hilmar hefur stundað pípulagnir nánast allan sinn starfsferil, m.a. með Hjálmari, bróður sínum og hjá Geir Hansen pípulagningameistara. Fjölskylda Eiginkona Hilmars var Brynja Óskarsdóttir, f. 15.8.1930, húsmóðir. Hún er dóttir Óskars Henriksen, vegavinnuverkstjóra í Sandey í Færeyjum, og k.h„ Ólafar Jónsdótt- ur húsfreyju frá Norðfirði. Hilmar og Brynja skildu 1969. Börn Hilmars og Brynju em Edda, f. 1.7.1950, húsmóðir í Reykja- vík, gift Rafni Guðlaugssyni útgerð- armanni og eiga þau fjögur börn; Ólöf, f. 23.7. 1951, húsmóðir í Njarð- vík, gift Sigurði Bernódussyni vél- stjóra og eiga þau þrjú böm; Ósk, f. 19.12. 1952, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Guðmundi Björnssyni sölu- stjóra og eiga þau þrjú böm. Dóttir Hilmars frá því áður er Guðrún, f. 1949, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Sigurði Ketilssyni húsasmið og eiga þau fimm böm. Sonur Hilmars frá því áður er Kristinn, f. 1950, sjómaður hjá Landhelg- isgæslunni, búsettur í Reykjavík og á hann tvö böm. Annar sonur Hilmars er Birgir Már, f. 1982, nemi í Reykjavík. Systkini Hilmars eru Hjálmar, f. 1922, pípulagningameistari í Reykja- vík; Emil, f. 1925, d. 1966, sjómaður, búsettur í Reykjavík; Olga, f. 1931, skrifstofumaður í Reykja- vík; Hafsteinn, f. 1934, d. 1989, sölumaður í Reykja- vík. Foreldrar Hilmars voru Jóhann Benediktsson, f. 1886, d. 1962, verkstjóri hjá Alliance og síðar verk- stjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og Guðflnna Ámadóttir, f. 1898, d. 1991, húsmóðir i Reykjavík. Hilmar tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar, Lágholti 2a, Mos- fellsbæ í dag, laugard. 21.3. frá kl. 19.00. Hilmar R.B. Jóhannsson. Halldóra Stórá Halldóra Stórá hús- móðir, Lágengi 3, Sel- fossi, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Halldóra fæddist í Skopum í Færeyjum. Hún lærði hárgreiðslu og hef- ur stundað hársnyrtingu hér á landi. Auk þess stundaði hún verslunar- störf og hótelstörf í Fær- eyjum. Halldóra stofnaði Sam- ljóð, ungmennafélag í Skopum 1972 og var fyrsti formaður þess, og hefur verið félagi í Sam- kór Selfoss um árabil. Fjölskylda Halldóra giftist 26.7. 1973 Páli Björgvin Ingi- marssyni, f. 29.8. 1945, Halldóra Stórá. matreiöslumeistara. Hann er sonur Ingimars Sigurjónssonar og Guðrúnar Jóninu Pálsdóttur sem áður bjuggu í Holtskoti í Skagafirði en eru nú bú- sett á Akureyri. Börn Halldóru og Páls Björgvins era Guðmar Elís Pálsson, f. 20.1. 1974; Soffia Stórá Pálsdóttir, f. 27.8. 1976; Ásdís Henný Pálsdóttir, f. 10.7. 1981. Systkini Halldóru eru Jóhan Meinhardt Stórá, f. 18.7. 1934, stýri- maður; Signý Hergerður Zocharias- dóttir, f. 15.7. 1936; Sigurd Pauli Stórá, f. 15.3. 1944, stýrimaður; Kári Eyðfinnur Stórá, f. 25.6. 1946, stýri- maður og kennari. Foreldrar Halldóru eru Zacharías Stórá, f. 24.1. 1910, stýrimaður og fyrrv. sveitarstjóri í Skopum, f. 24.1. 1910, og Jóhanna Sotie Stórá, f. 28.9. 1913, d. 7.5. 1989, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Halldóru voru Sigurd Maríus Poulsen og Jóhanna Marentzat Joensen. Móðurforeldrar Halldóru vom Jó- hann Pauli Hansen og Henrietta, f. Henriksen í Skúvoy. 711 hamingju með afmælið 21. mars 90 ára Dagbjört Finnbogadóttir, Selbraut 9, Seltjamarnesi. Ingibjörg Jónsdóttir, dvalarheimilinu Lundi, Hellu. 80 ára Árni Egilsson, Sólheimum 25, Reykjavík. Árni Ingólfsson, Víðivöllum 4, Akureyri. Maja Gréta Briem, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 75 ára Herdis Antoníusardóttir, Njörvasundi 24, Reykjavík. 70 ára Elínrós Jónsdóttir, Suðurgötu 15, Keflavík, verður sjötug á mánudaginn. Eiginmaður hennar Ingimar Þórðarson. Þau taka á móti gestum, í félagsheimili Karlakórsins við Vesturbraut, laugard. 21.3. frá kl. 15.00. Vilborg Stefánsdóttir, Kleppsvegi 34, Reykjavík. 60 ára Andrés Kristinsson, Þórólfsgötu 21, Borgarnesi. Ólafur Þórðarson, Fögmsíðu llb, Akureyri. 50 ára Amfríður Ásdis Guðnadóttir, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Bergljót Kjartansdóttir, Stekkjartröð 7, Egilsstöðum. Magnús Rúnar Agnarsson, Sólheimum, Blönduósi. Steinunn Guðjónsdóttir, Vesturbergi 144, Reykjavík. Uffe Balslev Eriksen, Þrastargötu 7b, Reykjavík. 40 ára Aðalheiður Harðardóttir, Rifkelsstöðum la, Akureyri. Dalla Þórðardóttir, Miklabæ, Akrahreppi. Kristín Sigríður Guðnadóttir, Álakvísl 122, Reykjavík. Laufey Skúladóttir, Brekkubraut 11, Akranesi. Lára Margrét Lámsdóttir, Seljalandsvegi 28, ísafirði. Maria Friðgerður Rúriksdóttir, Laxakvísl 21, Reykjavík. María Lidia Jaroslawa Lucyk, Karmelitaklaustrinu, Hafnarfirði. Sigurbjörg Níelsdóttir, Álftamýri 18, Reykjavík. Sigurlaug Sigurðardóttir, Smárarima 72, Reykjavík. Steinþór Steinþórsson, Bröttuhlíð 4, MosfeUsbæ. Sölvi Ellert Sigurðsson, Dalseli 22, Reykjavík. Vilborg S. Arinbjarnar, Sólvallagötu 74, Reykjavík. Öm Ólafsson, Amarhrauni 27, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.