Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 JL>V
tiréttir______________________________________
Eyj aQ ar öar s veit:
Matthías hefur sigur
gegn sveitarstjórninni
- fær greiddar 3 milljónir og málarekstur er úr sögunni
DV; Akureyri:
„Lögmaður minn og lögmaður
sveitarstjómarinnar eru svo gott
sem búnir að komast að samkomu-
lagi um að sveitarstjómin gangi að
mínum kröfum og málið verður þvi
úr sögunni. Það er nánast frágengið
að lyktir málsins verði þessar og
það verði þá engin eftirmál frá
hvorugum aðilanum," segir Matt-
hías Eiðsson, hrossabóndi að
Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit, en
Matthías hefur átt í útistöðum við
sveitarstjómina siðan hann keypti
jörðina Möðrufell sl. sumar.
Sveitarstjómin ógilti sölu fyrri
eiganda jarðarinnar til Matthíasar
og tók jörðina yfir í nokkra mánuði
eftir að hún átti samkvæmt kaup-
samningi að vera komin í hendur
Matthíasar. Matthías fór með málið
fyrir dómstóla og hafði þar ótvíræð-
an sigur.
Þessi töf á afhendingu jaröarinn-
ar til Matthíasr þýddi einnig að sala
Matthíasar á mjólkurkvóta jarðar-
innar tafðist og Matthías segir að
þegar hann gat loks selt kvótann
hafi hann lækkað verulega í verði
Matthías er landsþekktur hrossabóndi. Hér er hann í hesthúsinu aö Möðru-
felli með eitt af folöldum sínum sem fæddist sl. vor. DV-mynd gk
frá því sem áður var. Matthías þrjár milljónir króna vegna sölu-
krafði sveitarstjómina um samtals tapsins á mjólkurkvótanum og
vegna tekjumissis af rekstri jarðar-
innar á þeim tima sem sveitar-
stjórnin hafði yfirráð á jörðinni.
„Þetta er ágæt niðurstaða þó að
það sé borðleggjandi að það er ég
sem tapa á þessu máli öllu saman,
en það er betra að ná niðurstöðu en
fara með málið dómstólaleiðina sem
myndi taka einhverja mánuði. Ég
bíð einhvem skaða af þessu en það
verður þá ekki mikið.“
Matthías segir að sér hafi verið
vel tekið í sveitinni og hann hafi
ekki orðið var við neitt annað. „Ég
hef að vísu ekki haft mjög mikil
samskipti við sveitungana en þeii-
hafa tekið okkur mjög vel og ég hef
þá tiffinningu að langflestir séu
ánægðir með að við unnum þetta
mál. Það má líka alveg koma fram
að það vora aðilar í sveitarstjóm
sem stóðu alltaf með mér og ég er
þvi fólki afar þakklátur. Það vora
Jón Jónsson, Ólafur Jensson og Áki
Ákason og síðar Elísabet Skarphéð-
insdóttir sem tók við að Áka í sveit-
arstjórninni. Þetta fólk hafði já-
kvæð áhrif á málið þrátt fyrir það
hvemig það þróaöist," segir Matthí-
as. -gk
Akureyri:
Nýtt framboð
DV, Akureyri:
„Þessi vinna er komin í gang af
fullri alvöra, þetta er ekki lengur á
skoðunarstigi heldur er ákveðið að
við munum bjóða fram,“ segir Oddur
Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins á Akureyri, en
hann er framkvöðull að nýju fram-
boði sem ákveðið
er að komi fram
fyrir bæjarstjórn-
arkosningamar í
maí.
Oddur Helgi
sagði aö í vikunni
hafi verið haldinn
fundur sem ekki
var boðað form-
lega til heldur lát-
ið spyrjast út að
hann stæði fyrir dyrum. Þar hefðu
mætt yfir 30 manns og endanlega ver-
ið gengið frá því að bjóða fram.
Fastlega er reiknað með að Oddur
Helgi muni skipa efsta sæti listans.
Hann skipaði 6. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins fyrir kosningamar
1994 og tók sæti í bæjarstjóm á
miðju kjörtímabili þegar einn bæj-
arfulltrúanna flutti úr bænum. Odd-
ur Helgi hlaut hins vegar ekki náð
fyrir augum uppstillingamefndar
flokksins og fuQtrúaráðsins þegar
flokkurinn gekk frá lista sínum á
dögunum.
-gk
Oddur Helgi
Halldórsson.
DV og Landsbankinn ætla á næstu vikum að gefa 70 þúsund litabækur. Börn um allt land geta farið í útibú Lands-
bankans eða komiö til DV og umboðsmanna blaösins og fengið að gjöf skemmtilega Anastasiu leikja- og litabök.
Litabókin er gefin út í tengslum við frumsýningu teiknimyndarinnar Anastasiu, sem sýnd verður í 7 kvikmyndahús-
um um land allt. í bókinni er að finna getraun sem börnin geta skilaö til Landsbankans eða DV, og verölaunin eru
ekki af verra taginu - ferð fyrir barnið og fjölskyldu þess til Anastasiueyjunnar undan strönd Flórída.
DV-mynd Pjetur
Smáratorg:
Nýr verslunarkjarni opnaður
Á morgun veröur opnaður nýr versl-
unarkjarni i Smáralandi í Kópavogi.
Þar verður boðið upp á þjónustu ým-
issa verslana og fyrirtækja sem þegar
eru starfrækt á höfuðborgarsvæðinu.
Meðal verslana á hinu nýja
Smáratorgi eru: Heilsuhúsið, Gler-
augnaverslunin Ég-C, snyrtivöra-
verslunin Sandra og Whittard of
London. Á Smáratorgi verður
einnig starfrækt apótek, kaffihús,
matsölustaðir og banki. -glm
Bensístöð Esso:
300 þúsund krónum stolið
- starfsmaður grunaður
Lögreglan rannsakar þjófhað á
300 þúsund krónum í peningum sem
stolið var úr peningaskáp á bensín-
stöð Esso á Bíldshöfða.
Upp komst um þjófnaðinn sl.
sunnudag. Ekki virðist sem um inn-
brot hafi verið að ræða. Samkvæmt
heimildum DV liggur starfsmaður
fyrirtækisins undir grun.
-RR
4
Kristinn „okkar"
íslendingar eignuðust skyndilega
nýja íþróttahetju í haust þegar
Kristinn Björnsson varð í 2. sæti í
heimsbikarmóti á skíöum. Talað var
um „strákinn okkar“, eins og gert er
um handboltalands-
liðið þegar því tekst
að sigra. Kristinn
Bjömsson gerði sér
svo lítið fyrir og
varð aftur i 2. sæti í
einu móti heims-
bikarkeppninnar
síðar á keppnis-
tímabilinu.
Skemmst er frá
því að segja að þetta voru einu
mótin sem Kristinn lauk keppni í.
Ekki það að hann mætti ekki í hin
mótin sem vora fjölmörg, brekkum-
ar vora bara svo erfiðar að hann
datt alltaf eða keyrði út úr brautinni
og það gerði hann síðast um síöustu
helgi eftir að hafa rennt sér í nokkr-
ar sekúndur. Ekki var ástandið svo
björgulegra þegar fleiri landar Krist-
ins hittu hann á ólympíuleikunum í
Japan en þar duttu allir sem einn
meö miklum glæsibrag...
Gott að vera dómari
Mörgum lögmönnum finnst vera
orðið heldur þröngt í harkinu á
einkamarkaðnum og líta þvi hýru
auga til hvers dómaraembættis sem
losnar, enda kjör dómara orðin all-
bærileg í seinni tíð,
eftir að dómarar átt-
uðu sig á því að
þeir gætu fengiö
sjálfa sig dæmda
til þess að þola
kjarabætur. Meðal
lögmanna gengur
sú gamansaga að
dómari nokkur
hefði orðið bráð-
kvaddur. Lögmaður nokkur á að
hafa fregnað látið á laugardags-
kvöldi og strax hringt í Þorstein
Pálsson dómsmálaráöherra og boðið
sig fram til embættisins og spurt
hvort hann ætti ekki bara að taka
viö strax á mánudagsmorgninum. -
Jú, ætli það ekki, ef útfararstjórinn
leyfir, á Þorsteinn að hafa svarað.
Eftiröpun
Á eftir snillingunum koma oft
síðri sporgöngumenn og er það eins
í hlátursmálum sem annars staðar.
Á X-inu, útvarpsstöðinni sem eitt
sinn var fersk, hafa tveir ungir
drengir ákveðið að
ganga í fótspor Tvi-
höfðans góða. Það er
mál manna að þáttur
Mikaels Torfason-
ar og Jóns Atla
Jónassonar,
Fimmti janúar, geti
með sanni talist
ein pínlegasta eft-
iröpun sem gerð hefur
islenskum fjölmiðli en svo
langt er gengið að Mikael virðist
leggja sig í líma við að ná rödd og
áherslum Jóns Gnarr...
verið
Slysavarnir
Slysavamafélagið var með stórfund
i Reykjavík um síðustu helgi. Þetta
jsætir ekki tíðindum að öðru leyti en
því að þama er unniö að því að efla
slysavamir á landsvísu öllum til góðs.
Nýskipaður varaum-
dæmisstjóri SFVÍ á
norðanverðum Vest-
fjörðum er frú Gígja
Tómasdóttir á ísa-
firði. Hún kom til
síns fyrsta fúndar
um slysavarnir um
heigina en ekki er
svo að sjá að hún
hafi ekki meðtekið boðskapinn
;því hún féll niöur stiga og hún fót-
brotnaði meðan á slysavarnanám-
I skeiðinu stóð. Umdæmisstjórinn
j óheppni flaug svo fótbrotinn heim af
: slysavarnaþinginu og þótti fórin tíð-
I indum sæta í héraði...
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkorn @ff. is