Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 31 ^fréttaljós Miklar efasemdir í Noregi um meðferð stóra njósnamálsins: Skutu sig í löppina Gagnnjósnari leyniþjónustunnar, Svein Lamark, lék þremur skjöldum í málinu. Símamyndir Reuter DY Ósló: Gagnnjósnarinn Svein Lamark er hetja í Ósló. Hann þykir barnalegur í Tromsö. í Ósló eru stjórar norsku leyniþjónustunnar taldir bæði snar- ráðir og skarpir. í Tromsö eru litið á þá sem hverja aðra labbakúta. í Ósló er norsk/rússneska njósna- málinu líkt við æsilegan reyfara. I Tromsö er bara atvinna fólks í hættu vegna njósnavitleysunnar og það er ekkert spennandi. í Óslóarblöðunum er í smáatrið- um tíundað hver hitti hvern og hvar og hver sagði hvað í hvaða al- menningsgarði og hver vissi allt um það og hvenær. í blöðunum í Trom- sö er minnt á að viðskiptin við Rússa eru að verða undirstaða at- vinnulífsins í nyrstu héruðum Nor- egs. Það eru þessi viðskipti - og þar með atvinna þúsunda manna - sem eru í hættu ef einhverjir asnar með gerviskegg í njósnaleik fá að ráða samskiptunum við Rússa. Slöttólfar í njósnaleik Það er líka vitað að án samvinnu við Rússa verður erfitt að loka Smugunni fyrir íslendingum. Það er draumur margra sjómanna í norðri. Fyrir íbúa Norður-Noregs var það hættuspil að njósnaramir Svein La- mark og Jevgeníj Serebrjakov voru að skiptast á fölskum upplýsingum í Frogner-garðinum i Ósló - vitandi það - annar hvor eða báðir - að báð- ir eru að plata og að þetta var bara leikur. Rússar hafa bara það sem af er þessu ári keypt 270.000 tonn af norskum fiski, aðallega síld. Norð- ur-norsk fyrirtæki treysta á kaup á Rússaþorski til að halda vinnslunni gangandi. Norður-norsk iðnfyrirtæki byggja líka í æ ríkari mæli á sölu til Rúss- lands og íbúar Norður-Noregs treysta á að Rússar láti undan þrýstingi og hreinsi til í mengunar- bælinu á Kólaskaga. Gamall refur mundar pennann Allt þetta kann að vera í hættu og það sést á umfjöllum fjölmiðla í Noregi að sumum flnnst litlu skipta þótt Rússar fari í fýlu. Norðurljósið í Tromsö, stærsta blað Norður- Noregs, hefur verið eitt norskra fjölmiðla um að gagn- rýna framgöngu norsku ríkis- — Erlent fréttaljós Gísli Kristjánsson stjórnarinnar í njósnamálinu. Gamli ritsjórinn, fvan Kristoffers- en, fullyrðir að allt málið sé ein sápuópera sem norskir fjölmiðlar hafi gleypt við án þess að hugsa út í að það eina sem Norðmenn hafi af- rekað er að skjóta sig í löppina. Samstarfið við Barentshaf sé Norð- Rússarnir sem Norðmenn ráku úr landi vegna njósnamálsins, Valerí Kotsykarov og Jevgení Serebrya- kov, á Fornebu-flugvelli á leiö þeirra heim til Moskvu. mönnum mikilvægara en Rússum. Kristoffersen hefur líka gerst svo djarfur að gagnrýna séra Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra fyrir að aflýsa för sinni til Moskvu í fyrri viku vegna njósnamálsins. Það kemur sér verst fyrir Norðmenn. Verst er þó að njósnaramir rúss- nesku og norsku fengu að leika sér í fjögur ár, eða þar til ailt var kom- ið í óefni og úr varð milliríkjadeila. Látið ganga í fjögur ár Margir Norðmenn vOja vita af hverju þessi njósnaleikur var ekki stöðvaður þegar í upphafi. Séra Kjell Magne sagði á blaðamanna- fundi í vikunni að það hafi verið leyniþjónustan sem ákvað hve lengi leikurinn gekk og að ekki var grip- ið i taumana fyrr en Rússamir vildu fá einhverjar bitastæðar upp- lýsingar. Á sama tíma var stórblaðið Verd- ens Gang komið með alla njósnasög- una frá upphafi til enda tilbúna til prentunar. Því var ekkert annað að gera en að ljóstra upp um njósnim- ar og reka Rússana úr landi. Þetta hefur fengið menn til að álykta að í raun séu það leyniþjón- ustan og Verdens Gang sem stýri ut- anríkismálum Noregs. Ríkisstjórnin hlaupi bara eftir þvi sem þessir tveir aðilar segja. Leyniþjónusta á at- kvæðaveiðum Norska leyniþjónustan hefur lengi verið vandræðabarn. Á síð- asta ári kostaði klúður hennar einn ráðherra stól sinn. Þá hafði leyni- þjónustan fundið út að blásaklaus guðfræðingur væri Stasi-njósnari og reyndist hafa á röngu að standa. Nú virðist sem leyniþjónustan hafi ætlað að rétta sinn hlut og bæta álit sitt meðal almennings með því að afhjúpa heila kippu af rússnesk- um njósnurnum. Svein Lamark, gagnnjósnari leyniþjónustunnar, lék þremur skjöldum í málinu og var í vinfengi við alla í senn, Rússana, leyniþjón- ustuna og Verdens Gang. Það tryggði að almenningur fékk að vita allt og hefur í heila viku getað skemmt sér við njósnasögur í blöð- unum. Bara íbúum Norður-Noregs er ekki skemmt. Rússar hóta meiri hörku Enn er það svo að Rússar hafa lát- ið við það eitt sitja að vísa tveimur Norðmönnum úr landi. Þeir gegndu báðir lykilhlutverki í samstarfmu við Barentshaf. Með þessu vildu Rússar minna Norðmenn á að njósnahneykslið geti valdið enn frekari vandræðum i viðskiptunum i norðri. Flest bendir því til að Norðmenn sleppi með skrekkinn og að njósna- málið spilli í það minnsta ekki var- anlega fyrir viðskiptum milli Norð- ur- Noregs og Rússlands. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Nor- egs, fer til Murmansk þann 29. mars og norsku konungshjónin ætla í op- inbera heimsókn til Moskvu síðar á árinu. Þetta sýnir vilja Norðmanna til að gera sem minnst úr hneykslinu. Séra Kjell Magne fer hins vegar ekki í bráð til Moskvu og er nú svartsýnn á að hann fái leyst Smugudeiluna fyrir vorið. Rúss- neski forsætisráðherrann, Viktor Tsjernomyrdin, segist raunar ekki hafa tíma til að hitta séra Kjell Magne í bráð. Það sem eftir stendur er spurn- ingin um af hverju menn byrjuðu á þessari njósnavitleysu. Rússar fengu ekkert sem máli skiptir frá Norðmönnunum enda höfðu Norð- mennirnir ekki aðgang að meiri leyndarmálum en þeim sem eru í Aftenposten á hverjum degi. Þó vekur athygli að Rússarnir vildu upplýsingamar á tölvutæku formi. Kannski voru þeir á höttun- um eftir upplýsingum um sjálft tölvukerflð í norsku stjómsýslunni. Njósnamálíð frá degi til dags 1994: Tveir Norömenn ganga til samstarfs viö rússnesku leyni- þjónustuna. Norska leyniþjón- ustan fær að vita allt um sam- starfiö. 1996: Rússneska leyniþjónustan kemst aö því aó báðir Norö- | mennirnir leika tveimur skjöld- | um. Njósnasamstarfinu er engu 1 aö síöur haldiö áfram. Fimmtudagur 12. mars 1998: Sprengjan springur. Tveir Rússar eru reknir frá Noregi og I þrír lýstir óvelkomnir. Sakaöir um aö hafa reynt aö fá Norö- | menn til njósna. Föstudagur 13. mars: Gagnnjósnarinn Svein La- mark segir sögu sina í Verdens Gang. Hinn norski „njósnar- inn" er enn ífelum. Laugardagur 14. mars: Svein Lamark segir að Norð- menn hafi œtlaö aó ráöa Rúss- ana til njósna. Sunnudagur lö.mars: Rússnesku njósnararnir halda til Moskvu. Mánudagur 16. mars: Svein Lamark fer i felur, þreyttur á öllu umstanginu. Þriðjudagur 17. mars: Tveir norskir sendifulltrúar reknir frá Rússlandi. Miðvikudagur 18. mars: Séra Kjell Magne Bondevik 1 lýsir því yfir að njósnamáliö 1 spilli fyrir samstarfi við Rússa um lausn Smugudeilunnar. Rune Castberg, sendiráösstarfs- maðurinn í Moskvu, sem Rússar vísuðu úr landi. ' .*A'v Um helgina mun Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður með meiru, leiða gesti okkar í allan sannleikann um tölvustudda tónlistarsköpun. . Komdu og sjáðu hvernig þú getur samið þín eigin tónverk, skrifað út nótur og útsett á auðveldan hátt með tölvubúnaði , frá okkur. M í TOLVUKJOR Faxafeni 5 - 533 2323 tolvukjor@itn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.