Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 64
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 Sj ómannaverkfall: Ríkisstjórnin vili afboðun Forystumenn sjómanna fóru af •—fundi formanna stjórnarflokkanna í gær með þau skilaboð að þeir þyrftu að ná samkomulagi við útgerðar- menn og aflýsa þyrfti verkfalli, fyrr færu frumvörp þríhöfðanefndarinn- ar ekki fyrir Alþingi. Atkvæða- greiðsla deiluaðila um miðlunartil- lögu sáttasemjara var í raun at- kvæðagreiðsla um þessi frumvörp um kvótaþing og verðlagsstofu skiptaverðs. Miðlunartillagan þykir heldur rýr i roðinu og er 1 raun ekki ágreiningsefnið. Sjómenn og útgerð- armenn hittast á fundi í Karphús- inu í dag. Nánar á bls. 2 -phh Brenndist - illaáhöfði Maður brenndist illa á höfði og andliti við vinnu sína hjá fyrirtæk- inu Sandblástur og málmhúðun hf. á Akureyri í gær. Maðurinn var að sinkhúöa járn- handrið I keri þegar sprenging varð með þeim afleiðingum að 450 gráðu heitt sinkið þeyttist yfir höfuð hans og andlit. Að sögn lögreglu steig maðurinn fram fvrir skjólhlíf við kerið en talið erlað raki I kerinu hafi valdið ‘•sprengingunni. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og er líðan hans eftir atvikum. -aþ Vanræksla á sauð- fé rannsökuð Lögregla og dýralæknir rannsaka nú mál sem varfiar vanrækslu á sauðfé á býli í Vescurbyggð. Samkvæmt heimildum DV er sterk- ur grunur um að heimilisfólk hafi vanrækt sauðfé sitt í töluverðan tíma. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, staðfesti við DV að rann- sókn stæði yfir. Hann sagði að niður- stæður lægju ekki fyrir. -RR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12,18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 m Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Enn betra bragð... ...enn meiri angan Nescafé Formenn stjórnarflokkanna sendu í gær sjómenn aftur í Karphúsið til að freista þess að ná samkomulagi við útgerðarmenn. Ríkisstjórnin ákvað að deiluað- ilar yrðu að afboða verkfallið, fyrr yrðu tillögur þríhöfðanefndarinnar ekki bornar upp á Alþingi og virtust forystumenn sjómanna nokkuð sáttir við þau mála- lok, enda þykir víst að þeir hafi fengið vilyrði fyrir að frumvörpin verði þá borin upp. DV-mynd Pjetur Norsk Hydro hætt við 150 milljarða fjárfestingu í Venesúela: Island færist upp óskalistann - enn freista samt Trinidad og Katar Norðmanna meira DV, Ósló: Draumurinn um risaálver á Aust- urlandi er nær því að rætast í dag en í gær. ísland hefur færst upp um eitt sæti á óskalista Norsk Hydro yf- ir álitleg stóriðjulönd eftir að fyrir- ætlanir um endurbyggingu tveggja álvera í Venesúela runnu út í sand- inn nú í vikunni. Norsk Hydro og dótturfyrirtækið Hydro aluminium ætla sér að auka hlut sinn í álvinnslu í heiminum á næstu árum. Fjárfest verður utan Noregs fyrir hundruð milljarða ís- lenskra króna og nú eru Trinidad og Katar eftst á lista yfir álitleg samstarfslönd. í þriðja sætinu er nú ísland og samkvæmt vinnuplöggum Hydro aluminium gæti álver með 200.000 tonna vinnslugetu tekið til starfa á íslandi árin 2004 til 2006. Áætlað er að álverið, með tilheyrandi virkjun- um, kosti um 100 milljarða ís- lenskra króna. Hydro aluminium er þegar búið að tryggja sér lóð undir álver á Trinidad og endanleg ákvörðun um byggingu versins þar verður tekin í haust. ísland mun bíða til næsta árs, að sögn Hydro-manna. í Venesúela verður hins vegar ekki beðið lengur. Samstarf Hydro og bandaríska fyrirtækisins Reynolds er runnið út í sandinn og ekkert verður af 150 milljarða fjár- festingu í landinu. Heima í Noregi á Hydro einnig í vanda vegna viðvar- andi orkuskorts og það styrkir enn stöðu íslands. -GK Músin Marta: í úrslit í Munchen íslenska bamamyndin Músin Marta hefur veriö valin í úrslit á kvikmyndahátlð I Múnchen í Þýskalandi. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð fyrir böm og unglinga í heiminum og er hún haldin annað hvert ár. Tuttugu og ein mynd er í úr- slitum í aldurs- flokki 7-12 ára sem Músin Marta tilheyrir. „Ég er nýbú- inn að frétta af þessu en veit nú ekki mikið um þetta að öðru leyti. Þetta er mjög áhugavert fyrir myndina sem ég er mjög ánægður með. Þetta er líka mikill heiður fyrir Sjónvarp- ið,“ segir Egill Eðvarðsson, leik- stjóri Músarinnar Mörtu, í spjalli við DV í gær. -RR Eðvarðs- Sunnudagur Veðrið á morgun: Rigning sunnanlands Veðurstofan spáir suðlægri átt, víða allhvassri. Rigning, einkum sunn- anlands og fremur hlýtt. Veðrið á mánudag: Hvassviðri Gert er ráð fyrir hvassri suðvestanátt og rigningu. Snýst í hvassa norð- anátt með snjókomu norðvestan til. Veörið í dag er á bls. 65.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.