Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 21. MARS 1998
11
Hipifiij
með ákveðnu millibili. Hún var
orðin suðræn í huganum.
Sjálfvalin gjöf
Næstu daga kannaði ég hjá
ferðaskrifstofunum ódýrar ferðir
og staðnæmdist helst við stuttar
borgarreisur, i þrjá til fjóra daga.
Það taldi ég slá á mestu þörf frú-
arinnar og vera boðlega afmælis-
gjöf. Þessar borgir áttu það þó
sameiginlegt að vera nokkuð
norðarlega í Evrópu. Þegar ég
nefndi þær við konu mína var
svipurinn á henni líkur því sem
verið hafði þegar ég nefndi ferð í
Ölfus og nágrenni. Án þess að
hún segði margt lýsti sá svipur
því að í nefndum borgum þætti
henni of kalt á þessum árstíma og
of blautt. Stigsmunur en ekki eðl-
is væri á norður- evrópsku borg-
unum og Árborgarsvæðinu nýja.
í þetta sinn fór það því eins og
oft áður. Hún valdi sér sína af-
mælisgjöf sjálf. „Þú þarft að kom-
ast svolítið sunnar," sagði konan.
Hún lét það líta svo út að það
væri mér sérstakt keppikefli að
komast til sólarlanda. „Ég sá
ágæta ferð fyrir okkur þrjú til
Mallorka um páskana." Hún átti
við okkur hjónin og yngsta barn
okkar. „Þú ert eini íslendingur-
inn sem ég veit um sem hvorki
hefur farið hringveginn né til
Mallorka. Það er kominn tími til
að bæta úr því.“
„Eigum við þá ekki frekar að
skreppa hringveginn?" sagði ég.
„Þú veist að ég er ekki gerður til
þess að liggja á sólarströnd. Ég
þoli ekki sólbruna. „Það væri eft-
ir þér,“ sagði frúin, „að þeysa
hringveginn í kulda og trekki um
páskana. Það kemur bara ekki til
greina. Ég ætla ekki að halda upp
á afmælið mitt á Möðrudalsöræf-
um, þakka þér fyrir.“
Rátt hitastig
„Ég sef ekkert í þessum hita,“
sagði ég. „Ég er gerður fyrir norð-
lægar slóðir. „Manstu hvernig
það var á Spáni og Portúgal hérna
um árið? Ég lá ofan á lakinu í
svitakófi eins og kona á breyt-
„Hvað eigum við að gera um
páskana?" spurði konan þegar við
sátum saman og flettum blöðun-
um. Blöðin voru að fá á sig þann
gula lit sem einkennir árstíðina.
Auglýsingarnar sem voru i rauð-
um lit um jólin voru nú gular,
hvort sem páskaeggin eða páska-
steikurnar voru auglýstar. „Pásk-
ana,“ át ég upp eftir henni. „Það
hef ég ekki hugmynd um. Þú veist
hvernig ég er, ég skipulegg ekki
morgundaginn, hvað þá páskana
sem eru ekki fyrr en í næsta mán-
uði.“
Sveit eða strönd
„Hugsaðu rnaður," sagði kon-
an. Þetta er lengsta frí ársins fyr-
ir utan sumarfríið. Við verðum að
gera eitthvað skemmtilegt. „Eig-
um við ekki að bregða okkm- í
sveitina?" sagði ég. Ég fæ nefni-
lega landbúnaðarfiðring í mig
þegar sól hækkar á lofti og sauð-
burður nálgast. „Það er svo sem
ágætt," sagði konan en í hana
vantaði þó allan sannfæringar-
kraft. Eftir langa sambúð þekki ég
konuna mæta vel. Því vissi ég að
annar þanki var kominn í hennar
koll. „Ættum við ekki að skjótast
nokkra daga til útlanda og nýta
fríið?“ Hún var með páskaglampa
i augunum. „Það er svo langt síð-
an við höfum farið," sagði hún
þegar hún greindi á mér fjárhags-
áætlunarsvipinn.
Augljóst var að konan hafði
kíkt á fleiri auglýsingar í blöðun-
um en um stórsteikur og páska-
egg. Á þessum árstíma verður
vart þverfótað fyrir girnilegum
ferðatilboðum. Á myndunum
busla börn og fullorðnir í suðræn-
um tjörnum og í baksýn svigna
pálmatrén. Þessar myndir freista.
Þegar ég fæ í mig landbúnaðar-
fíðringinn fer suðrænn fiðringur
um hana.
Blár sær á tilboði
„Þú hefðir gott af nokkurra
daga fríi,“ sagði konan til að fá
mig á sitt band. „Maður á aldrei
almennilegt frí nema í útlönd-
um,“ sagði hún. Ég sá að hún
hafði staðnæmst við stóra auglýs-
ingu í blaðinu. Þar voru ferðatil-
boð í austur og vestur, hvitir
sandar og blár sær. Ég reyndi að
benda henni á stuttar ferðir aust-
ur fyrir fjall en þau tilboð náðu
ekki athygli frúarinnar.
„Við verðum að lifa lífinu lif-
andi,“ sagði konan. Með þessu
svaraði hún mér áður en ég bar
fram spuminguna. Ég gerði það
nú samt og spurði hana hvort við
hefðum efni á þessu. „Höfum við
ekki alltaf reddað málunum?"
sagði konan. Hún er aldrei bjart-
sýnni en þegar kemur að greiðsl-
um fyrir utanlandsferðir. „Ég
held að þú hafir eytt í annað
eins,“ hélt hún áfram. „Þetta er
nauðsynleg upplyfting og heiisu-
bót. Gleyma daglegu argaþrasi í
nokkra daga.“
Ég áttaði mig á því að ekki
þýddi að nefna Ölfusið og nær-
sveitir meðan hún var stödd á
þessum stað í blaðinu. Þvi bauð
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
ég frúnni meira kaffi og reyndi að
leiða talið að einhverju öðru.
Innra með mér vissi ég þó aö það
var til lítils.
Trompásinn út
Konan var ekki af baki dottin.
Hún hafði flett heldur lengra í
blaðinu og staðnæmst við aðra
risavaxna auglýsingu. „ Sjáðu,"
sagði hún og benti mér á nokkur
verðdæmi. Það var hægt að velja
úr páskaferðunum. „Þær kostar
nú ekki meira en þetta,“ sagði
hún og tiltók fargjaldaverð til
nokkurra valinna staða handan
hafsins.
„Þú veist það jafnvel og ég að
fargjaldaverðið segir ekki alla
söguna," sagði ég í veikri vörn.
„Það er allur kostnaðurinn sem
til fellur i ferðinni. Þegar upp er
staðið er fargjaldið sjálft lítill
hluti." Konan var ekki lengi að
sjá við þessu og sagði með sann-
færingu í röddinni að við mynd-
um taka því rólega á hinni er-
lendu grund og lifa spart. Þar
væri hvort sem er allt ódýrara en
hér.
Konan var komin með tak á
mér. Ég vissi að varnir mínar
voru að bresta og hún vissi það
líka. Af langri reynslu sinni í
sambúðinni ákvað hún samt að
gulltryggja sigur sinn. Hún henti
því út trompásnum. „Þú veist að
ég á afmæli um páskana,“ sagði
hún. „Hvað ætlarðu að gefa mér?“
Mér vafðist tunga um tönn enda
aldrei sterkur í afmælisgjöfunum.
Konan beið ekki eftir svari því
hún vissi eins vel og ég að ekki
var komið að afmælisgjöfmni í
huga mínum. „Þú getur splæst á
mig þessari páskaferð í afmælis-
gjöf," sagði hún. Frúin hafði lagt
mig á ippon, sem kallað er í júdó.
Hún hafði unnið fullnaðarsigur.
Bændaferð í Ölfusið yrði að bíða
betri tima.
Ég kláraði úr kafíibollanum.
Það gerði konan líka. Hún var
afar páskaleg í framan og söng
með sjálfri sér um leið og hún
fletti ferðaauglýsingunum. Gott ef
ég greindi ekki „Viva Espana"
ingaskeiðinu." „Það er ekkert
sambærilegt,“ sagði konan og dró
fram fagurlega skreyttan bækling
um þessa sólareyju Miðjarðar-
hafsins. Hálfbert fólk lá á sand-
ströndum á öllum síðum blaðsins.
„Sjáðu,“ sagði hún. „Hitinn í apr-
íl er rétt rúmlega 20 stig og mun
kaldara að kvöld- og næturlagi.
Gott ef þú þarft ekki að hafa lopa-
peysuna með þér.“
Þetta síöasta sagði hún augljós-
lega gegn betri vitund. Frúin var
nefnilega þegar farin að taka til
sólarfót, olíur og krem. Sólgler-
augun frá því i fyrra voru meira
að segja komin á sinn stað. Konan
sú ætlaði sér hvorki að vera í
peysu né síðbuxum um páskana.
Hún var komin í huganum á heita
sólarströndina.
Gjafverð
„Hvað kostar þessi afmælis-
gjöf?“ leyfði ég mér að spyrja.
Konan nefndi töluna. Hún sá að
meintur gefandi fölnaði lítillega
en gaf honum ekki færi á and-
mælum. „Sjáðu til,“ sagði hún,
„þetta er gjafverð. Við fáum af-
slátt vegna stelpunnar og líka út á
kortið.“ Konan nefndi plastkort í
okkar eigu. „Auk þess,“ sagði frú-
in, „á ég inni slatta af frípunktum
frá því í fyrra. Þeir ganga upp í.“
Ég kom ekki upp orði. „Einfalt,
ekki satt?“ sagði eiginkona mín
og brosti sínu blíðasta. „Þú berð
þetta ekki saman við ferð austur
fyrir fjall, jafnvel þótt við kæmum
við í Hveragerði að skoða apann.“