Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Blaðsíða 26
26 fi&iglingar_______________________________________________
Unglingadeild Leikfélags Keflavíkur með skemmtilegt leikrit í Frumleikhúsinu
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 .
DV, Suðurnesjum:______________
„Þaö er alveg rosalega gaman að
vera þátttakandi í leikritinu. Ég leik
Evu, 14 ára, sem er góð stelpa fyrst
um sinn. Þegar hún var pínulítil
stúlka fékk hún mikla athygli frá
foreldrunum en þegar hún eltist
minnkaði athyglin. Þau vildu frekar
vera að dást að nýja bílnum og hús-
inu heldur en að veita henni at-
hygli. Hún kynnist siðan gengi sem
leiðir hana út í alls konar vitleysu,
eiturlyf, drykkju og fleira. Þar fær
hún athygli sem hana vantar. Hún
kynnist síðan strák í genginu og
verða þau kærustupar. Það er síðan
kærastinn sem hjálpar henni og þau
ákveða í sameiningu að hætta í
ruglinu og lifa á ný eðlilegu lífi,“
sagði Anna Rut Ingvadóttir í sam-
tali við helgarblaðið. Hún er meðal
leikenda í nýju leikriti, Erum við á
réttu róli? sem unglingadeild Leik-
félags Keflavíkur sýnir þessa dag-
ana í Frumleikhúsinu í Vesturbraut
17 í Keflavík.
Leikritið er það fyrsta sem sett er
á svið af unglingum unglingadeild-
arinnar og eiga þau mikið hrós skil-
ið fyrir framtak sitt. Leikverkið,
sem unglingarnir sömdu, fjallar um
vímuefnabölið. í sýningunni fléttast
saman tónlist og dansar og skýr
boðskapur um afleiðingar vímu-
efnaneyslu.
Sjá um alla verkstjórn
Unglingarnir sjá alfarið um alla
hjn hliðin
Leikhópurinn saman kominn í Frumleikhúsinu, alls um 40 ungiingar. DV-myndir Ægir Már
verkstjórn, þ.e. lýsingu, hljóð, förð-
un, leikskrá, auglýsingar o.fl. í sýn-
ingunni taka um 40 unglingar þátt
og þar leynist örugglega innan um
leikarar framtíðarinnar. Ungling-
arnir hafa unnið að sýningunni sið-
an í janúar undir leikstjóm Mörtu
Eiríksdóttur sem á ekki minna hrós
skilið fyrir framtak sitt.
Leikritið hefur vakið mikla at-
hygli þeirra sem hafa séð verkið.
Það er því við hæfi að allir aldurs-
hópar sjái leikritið.
„Þetta er alveg rosalega gott leik-
rit. Ég hef áður leikið í skólaleikrit-
um frá því ég var yngri og farið á
alls konar leiklistamámskeið. Þá á
ég mjög auðvelt með að læra texta
utan að. Það er frábær félagskapur
við það að leika. Ég stefni hátt í
leiklistinni og mig langar alveg
rosalega mikið til að læra hana en
ég held að það sé ekki hægt að lifa á
því að vera leikari," sagði Anna Rut
Ingvadóttir sem verður 16 ára í
sumar en hún er í 10. bekk. Anna
Rut fer með eitt aðalhlutverkið
ásamt kærasta Evu, Oddi Inga Þórs-
syni sem leikur gengi 1. „Mér leist
mjög vel á Evu og fór að reyna við
hana og það gekk. Hins vegar hafði
einn í genginu áhuga á líkama
hennar. En þetta endaði allt vel í
Eins og sjá má eru gervin sem
krakkarnir fara í æöi skrautleg. Hér
er sjálfur kölski á ferð.
lokinn," sagði Oddur Ingi, 14 ára.
Rosalega gaman
„Okkur krökkunum fannst
ástæða til þess að búa til leikrit um
fíkniefnavanda og samskipti ung-
linga og foreldra. Ég hef leikið í
skólaleikritum. Þá lék ég í Stígvéla-
kettinum sem Leikfélag Keflavíkur
sýndi. Ég hef ekkert spáð í það
hvort ég fari út í leiklist þegar ég
verð eldri. En það er allavega alveg
rosalega gaman að leika og
skemmtilegur félagskapur í kring-
um þetta,“ sagði Oddur Ingi.
„Það má með sanni segja að fram-
tak unga fólksins í röðum unglinga-
deildar Leikfélags Keflavíkur sé
skært ljós í myrkrinu. Þessi glæsi-
legi hópur vill verja tómstundum
sínum til skapandi starfs. Ekki nóg
með það, þau kusu að leggja sitt af
mörkum til forvarnaátaksins með
því að semja sitt eigið leikverk um
sig sjálf og sýn þeirra á samfélagið.
Ég tel þetta eitt skemmtilegasta
frumkvæði unga fólksins í langan
tíma. Leikhópurinn gefur okkur svo
sannarlega ástæðu til að líta björt-
um augum til framtíðar. Þau hafa
sýnt hvers þau eru megnug sé þeim
sköpuð til þess aðstaða og stuðning-
ur,“ sagði Hjálmar Árnason, alþing-
ismaður og formaður íþróttabanda-
lags Reykjanesbæjar, í samtali við
DV. -ÆMK
■
„Ég hef æft fimleika af kappi frá
því að ég var átta ára gömul. Ég
hafði svo gaman af þessu strax frá
byrjun að ég vildi helst fá að sofa í
íþróttahúsinu. Ég hlakkaði alltaf
til að komast á æfingu. Ég hugsa
að áhuginn og ástundunin séu
ástæður þess hversu vel mér hefur
gengið," segir Elva Rut Jónsdóttir,
íslandsmeistari í fjölþraut í fim-
leikum. Elva varð íslandsmeistari
um síðustu helgi og var það annar
titill hennar í röð. Aðspurð hvort
hún hyggist mæta í keppnina að
ári og taka bikarinn til eignar seg-
ist hún stefna að því. Stelpumar
séu sífellt að verða eldri í þessu og
hún geti því alveg átt einhver ár
eftir í þessu. Elva Rut sýnir á sér
hina hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Elva Rut Jónsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 7. janú-
ar 1979.
Kærasti: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin. Ég er upp á náð
foreldranna komin meö bd.
■BBBBMBRBBHESBHHmnnHMi
Elva Rut Jónsdóttir, íslandsmeistari í fjölþraut í fimleikum:
Vildi sofa í íþróttahúsinu
V
Starf: Ég er nemi á þriðja ári i
Flensborg en æfi fimleika 4-5 klst.
á dag, 6 daga vikunnar.
Laun: Engin á vet-
____ uma.
Hef-
ur þú unn-
ið í happdrætti
eða lottói? Nei, ég
spila nánast aldrei.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera? Ég fer því miður
alltof sjaldan í leikhús en finnst
ofsalega gaman þegar ég fer.
Hvað finnst þér leiðinlegast
að gera? Læra fyrir próf, á því er
enginn vafi.
Uppáhaldsmatur: Kjúklinga-
bringurnar hennar mömmu.
Uppáhaldsdrykkur:
Grapetoppur.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Svetlana Khor-
kína, heimsmeistari í fimleikum.
Uppáhaldstímarit: Ég kaupi
aðeins eitt tímarit, bandcirískt
fimleikatímarit. &
Hver er fallegasti karl sem þú
hefur séð (fyrir utan pabba)?
Brad Pitt er mjög myndarlegur.
Ertu
hlynnt
eða and-
víg
ríkisstjórn-
inni? Mér finnst
pólitík leiðinleg og
hef því enga skoðun á
þessu.
Hvaða persónu langar þig
mest til að hitta? Ég hef enga þörf
fyrir að hitta frægt fólk, langar
mest að hitta ættfólk mitt á Akur-
eyri. Ég sé það svo sjaldan.
Uppáhalds-
leikari: Sigurður
Sigurjónsson.
Uppáhaldsleik-
kona: Jodie Foster.
Uppáhaldssöngvari: Mér er
nokk sama hver syngur lag ef það
er gott og ég hef gaman af því.
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Enginn.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Grettir er aOtaf góður.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Vinir á Stöð 2.
U ppáhaldsmatsölustað-
ur/veitingahús: ítalia kemur
sterklega til greina þótt ég fari
sjaldan út að borða.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Ég læt skólabækurnar duga.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? FM en annars skipti ég
mjög reglulega til þess að finna
mtm
gott lag eða eitthvað annað áhuga-
vert.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng-
inn.
Hverja sjónvarpsstöðina horf-
ir þú mest á? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Samúel Öm er duglegastur að
sýna frá frmleikum.
Uppáhaldsskemmtistað-
ur/krá: Ég fer aldrei út að
skemmta mér og því hef ég ekki
myndaö mér skoðun á því.
Uppáhaldsfélag í íþróttum:
Björk, engin spuming.
Stefnir þú að einhverju sérstöku
í framtiðinni? Ég hugsa um að
klára skólann og gera betur í fim-
leikunum. Ég hugsa lítið um fram-
tíðina aö öðru leyti. Þetta kemur
allt í ljós.
Hvað ætlar þú að gera í sum-
arfríinu? Ég verð bara eitthvaö að
vinna og vitaskuld að æfa fim-
leika. Ég tek mér eflaust eitthvert
frí en reikna ekki með að fara utan
til þess ama. -sv
3H53