Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 31
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 31 ^fréttaljós Miklar efasemdir í Noregi um meðferð stóra njósnamálsins: Skutu sig í löppina Gagnnjósnari leyniþjónustunnar, Svein Lamark, lék þremur skjöldum í málinu. Símamyndir Reuter DY Ósló: Gagnnjósnarinn Svein Lamark er hetja í Ósló. Hann þykir barnalegur í Tromsö. í Ósló eru stjórar norsku leyniþjónustunnar taldir bæði snar- ráðir og skarpir. í Tromsö eru litið á þá sem hverja aðra labbakúta. í Ósló er norsk/rússneska njósna- málinu líkt við æsilegan reyfara. I Tromsö er bara atvinna fólks í hættu vegna njósnavitleysunnar og það er ekkert spennandi. í Óslóarblöðunum er í smáatrið- um tíundað hver hitti hvern og hvar og hver sagði hvað í hvaða al- menningsgarði og hver vissi allt um það og hvenær. í blöðunum í Trom- sö er minnt á að viðskiptin við Rússa eru að verða undirstaða at- vinnulífsins í nyrstu héruðum Nor- egs. Það eru þessi viðskipti - og þar með atvinna þúsunda manna - sem eru í hættu ef einhverjir asnar með gerviskegg í njósnaleik fá að ráða samskiptunum við Rússa. Slöttólfar í njósnaleik Það er líka vitað að án samvinnu við Rússa verður erfitt að loka Smugunni fyrir íslendingum. Það er draumur margra sjómanna í norðri. Fyrir íbúa Norður-Noregs var það hættuspil að njósnaramir Svein La- mark og Jevgeníj Serebrjakov voru að skiptast á fölskum upplýsingum í Frogner-garðinum i Ósló - vitandi það - annar hvor eða báðir - að báð- ir eru að plata og að þetta var bara leikur. Rússar hafa bara það sem af er þessu ári keypt 270.000 tonn af norskum fiski, aðallega síld. Norð- ur-norsk fyrirtæki treysta á kaup á Rússaþorski til að halda vinnslunni gangandi. Norður-norsk iðnfyrirtæki byggja líka í æ ríkari mæli á sölu til Rúss- lands og íbúar Norður-Noregs treysta á að Rússar láti undan þrýstingi og hreinsi til í mengunar- bælinu á Kólaskaga. Gamall refur mundar pennann Allt þetta kann að vera í hættu og það sést á umfjöllum fjölmiðla í Noregi að sumum flnnst litlu skipta þótt Rússar fari í fýlu. Norðurljósið í Tromsö, stærsta blað Norður- Noregs, hefur verið eitt norskra fjölmiðla um að gagn- rýna framgöngu norsku ríkis- — Erlent fréttaljós Gísli Kristjánsson stjórnarinnar í njósnamálinu. Gamli ritsjórinn, fvan Kristoffers- en, fullyrðir að allt málið sé ein sápuópera sem norskir fjölmiðlar hafi gleypt við án þess að hugsa út í að það eina sem Norðmenn hafi af- rekað er að skjóta sig í löppina. Samstarfið við Barentshaf sé Norð- Rússarnir sem Norðmenn ráku úr landi vegna njósnamálsins, Valerí Kotsykarov og Jevgení Serebrya- kov, á Fornebu-flugvelli á leiö þeirra heim til Moskvu. mönnum mikilvægara en Rússum. Kristoffersen hefur líka gerst svo djarfur að gagnrýna séra Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra fyrir að aflýsa för sinni til Moskvu í fyrri viku vegna njósnamálsins. Það kemur sér verst fyrir Norðmenn. Verst er þó að njósnaramir rúss- nesku og norsku fengu að leika sér í fjögur ár, eða þar til ailt var kom- ið í óefni og úr varð milliríkjadeila. Látið ganga í fjögur ár Margir Norðmenn vOja vita af hverju þessi njósnaleikur var ekki stöðvaður þegar í upphafi. Séra Kjell Magne sagði á blaðamanna- fundi í vikunni að það hafi verið leyniþjónustan sem ákvað hve lengi leikurinn gekk og að ekki var grip- ið i taumana fyrr en Rússamir vildu fá einhverjar bitastæðar upp- lýsingar. Á sama tíma var stórblaðið Verd- ens Gang komið með alla njósnasög- una frá upphafi til enda tilbúna til prentunar. Því var ekkert annað að gera en að ljóstra upp um njósnim- ar og reka Rússana úr landi. Þetta hefur fengið menn til að álykta að í raun séu það leyniþjón- ustan og Verdens Gang sem stýri ut- anríkismálum Noregs. Ríkisstjórnin hlaupi bara eftir þvi sem þessir tveir aðilar segja. Leyniþjónusta á at- kvæðaveiðum Norska leyniþjónustan hefur lengi verið vandræðabarn. Á síð- asta ári kostaði klúður hennar einn ráðherra stól sinn. Þá hafði leyni- þjónustan fundið út að blásaklaus guðfræðingur væri Stasi-njósnari og reyndist hafa á röngu að standa. Nú virðist sem leyniþjónustan hafi ætlað að rétta sinn hlut og bæta álit sitt meðal almennings með því að afhjúpa heila kippu af rússnesk- um njósnurnum. Svein Lamark, gagnnjósnari leyniþjónustunnar, lék þremur skjöldum í málinu og var í vinfengi við alla í senn, Rússana, leyniþjón- ustuna og Verdens Gang. Það tryggði að almenningur fékk að vita allt og hefur í heila viku getað skemmt sér við njósnasögur í blöð- unum. Bara íbúum Norður-Noregs er ekki skemmt. Rússar hóta meiri hörku Enn er það svo að Rússar hafa lát- ið við það eitt sitja að vísa tveimur Norðmönnum úr landi. Þeir gegndu báðir lykilhlutverki í samstarfmu við Barentshaf. Með þessu vildu Rússar minna Norðmenn á að njósnahneykslið geti valdið enn frekari vandræðum i viðskiptunum i norðri. Flest bendir því til að Norðmenn sleppi með skrekkinn og að njósna- málið spilli í það minnsta ekki var- anlega fyrir viðskiptum milli Norð- ur- Noregs og Rússlands. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Nor- egs, fer til Murmansk þann 29. mars og norsku konungshjónin ætla í op- inbera heimsókn til Moskvu síðar á árinu. Þetta sýnir vilja Norðmanna til að gera sem minnst úr hneykslinu. Séra Kjell Magne fer hins vegar ekki í bráð til Moskvu og er nú svartsýnn á að hann fái leyst Smugudeiluna fyrir vorið. Rúss- neski forsætisráðherrann, Viktor Tsjernomyrdin, segist raunar ekki hafa tíma til að hitta séra Kjell Magne í bráð. Það sem eftir stendur er spurn- ingin um af hverju menn byrjuðu á þessari njósnavitleysu. Rússar fengu ekkert sem máli skiptir frá Norðmönnunum enda höfðu Norð- mennirnir ekki aðgang að meiri leyndarmálum en þeim sem eru í Aftenposten á hverjum degi. Þó vekur athygli að Rússarnir vildu upplýsingamar á tölvutæku formi. Kannski voru þeir á höttun- um eftir upplýsingum um sjálft tölvukerflð í norsku stjómsýslunni. Njósnamálíð frá degi til dags 1994: Tveir Norömenn ganga til samstarfs viö rússnesku leyni- þjónustuna. Norska leyniþjón- ustan fær að vita allt um sam- starfiö. 1996: Rússneska leyniþjónustan kemst aö því aó báðir Norö- | mennirnir leika tveimur skjöld- | um. Njósnasamstarfinu er engu 1 aö síöur haldiö áfram. Fimmtudagur 12. mars 1998: Sprengjan springur. Tveir Rússar eru reknir frá Noregi og I þrír lýstir óvelkomnir. Sakaöir um aö hafa reynt aö fá Norö- | menn til njósna. Föstudagur 13. mars: Gagnnjósnarinn Svein La- mark segir sögu sina í Verdens Gang. Hinn norski „njósnar- inn" er enn ífelum. Laugardagur 14. mars: Svein Lamark segir að Norð- menn hafi œtlaö aó ráöa Rúss- ana til njósna. Sunnudagur lö.mars: Rússnesku njósnararnir halda til Moskvu. Mánudagur 16. mars: Svein Lamark fer i felur, þreyttur á öllu umstanginu. Þriðjudagur 17. mars: Tveir norskir sendifulltrúar reknir frá Rússlandi. Miðvikudagur 18. mars: Séra Kjell Magne Bondevik 1 lýsir því yfir að njósnamáliö 1 spilli fyrir samstarfi við Rússa um lausn Smugudeilunnar. Rune Castberg, sendiráösstarfs- maðurinn í Moskvu, sem Rússar vísuðu úr landi. ' .*A'v Um helgina mun Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður með meiru, leiða gesti okkar í allan sannleikann um tölvustudda tónlistarsköpun. . Komdu og sjáðu hvernig þú getur samið þín eigin tónverk, skrifað út nótur og útsett á auðveldan hátt með tölvubúnaði , frá okkur. M í TOLVUKJOR Faxafeni 5 - 533 2323 tolvukjor@itn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.