Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 4
4 MANUDAGUR 23. MARS 1998 Fréttir DV Ráögátan um Guönýju Eyjólfsdóttur leyst: Hjálpaði gyðingum á flótta Fyrir nokkru var greint frá því að bankareikningur hefði fundist í sænska Seðlabankanum á nafni Guðnýjar Eyjólfs- dóttur. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að reikningurinn var einn af mörg- um reikningum í bankanum frá seinni heimsstyrj- öldinni sem taldir voru í eigu gyð- inga og annarra striðsflóttamanna. Flóttamanna- reikningur Nú hefur ráðgátan um þennan reikning verið leyst. Reikningseig- andinn, Guðný Eyj- Guöny Eyjolfsdott.r. ólfsdóttir, var ís- lensk kona sem búsett var i Dan- mörku á stríðsárunum. Guðný mim hafa stofnað reikninginn tÚ að hjálpa flóttamönnum að flýja frá Danmörku til Svíþjóðar. Guðný þessi var fædd á Nauthóli árið 1886 en flutti til Dan- merkur árið 1902 og lærði þar fatasaum. Hún gift- ist dönskum manni og átti með honum tvö börn sem nú eru lát- in. Guðný bjó í Danmörku til ævi- loka, árið 1973. Skemmtistaðurinn Astró: Maður sprautaði maze-úða á gesti - sex fluttir á slysadeild Maður á þrítugsaldri gekk berserksgang á skemmtistaðn- um Astró í fyrrinótt. Maðurinn sprautaði maze-úða á nokkra gesti staðarins. Sex gestir voru fluttir á slysadeild með óþægindi í andliti og aug- um. Þeir munu hafa náö sér að fullu. Maðurinn náði að forða sér út af staðnum áður en lög- regla kom. Lögregla hafði hins vegar vitneskju um hver átti í hlut og var maðurinn handtek- inn í gær. Maze-úöi er ólöglegt vopn og aðeins lögregla hefur heimild til að bera það. Málið er í rannsókn. -RR Góðvildin uppmáluð Bróðursonur Guðnýjar, Eyjólfur Jónsson, sundkappi og fyrrverandi lög- regluþjónn, man vel eftir Guðnýju. „Mér var kunnugt um að Guðný hefði hjálpað flótta- mönnum á stríðsár- unum. Hún var ekk- ert nema góðvildin og hjálpsemin við alla. Fyrir stríð tók hún á móti íslendingum sem þurftu að leita sér lækninga í Danmörku. Einnig tók hún á móti fátækum Norðmönnum og Jótlendingum. Þegar ég og konan mín heimsóttum Guðnýju eftir stríð var alltaf mikið af fólki hjá henni.“ Ekki f andspyrnuhreyfingu Að sögn Eyjólfs var Guðný ekki í neðanjarðarhreyfingunni heldur hjálpaði hún einfaldlega þeim sem voru í nauð. „Þegar nasistar réðust inn í Danmörku hjálpaði hún gyð- ingum að komast frá Danmörku. Mér er kunnugt um aö hún fór til Svíþjóðar til að opna bankareikning til nota fyrir fólk í neyð. Ég hef hins vegar ekki trú á að hún hafi sjálf átt peningana á reikn- ingnum því það fór allt í líknarstarf hjá henni. Frekar tel ég að menn á flótta hafi lagt peningana sína þar inn svo peningamir yrðu ekki rakt- ir til þeirra." Hjálpaði líka Þjóðverjum Það er óhætt að segja að mann- kærleikur og hjálpsemi hafi verið einkennandi fyrir Guðnýju Eyjólfs- dóttur því hún hjálpaði öllum í neyð, óháö þjóðerni þeirra. Sem dæmi um það hjálpaði hún Þjóðverjum i Dan- Eyjólfur Jónsson, bróðursonur Guðnýjar, með mynd af Guðnýju. mörku sem voru ofsóttir eftir stríð. Auk þess að sinna ails kyns líkn- arstörfum starfaði Guðný sem mið- iU. Miðilsgáfan virðist hafa legið í ættinni því systir hennar, Jósefína spákona, var frægur miðill á Is- landi. Persóna Jósefínu er mörgrnn landsmönnum kunnug enda er hún fyrirmynd Karólínu spákonu í trí- lógiu Einars Kárasonar um fjöl- skylduna í Thule-kamp. -glm Framsækin fyrirtæki í Evrópu: Samherji í hópi 500 fremstu fyrirtækjanna DV, Akureyri: Samtökin „Europe’s 500“ hafa valið 500 framsæknustu fyrirtæki álfunnar og er útgerðarfyrirtækið Samherji hf. á Akureyri í þeirra hópi. Forráðamenn Samherja veittu viðtöku viðurkenningu vegna þessa í Múnchen í Þýskalandi. Þetta er í annað skipti sem „Euro- pe’s 500“ heiðra þau 500 fyrirtæki í Evrópu sem vaxið hafa hraðast og skapað flest ný störf, eru m.ö.o. ffamsæknustu fyrirtæki í Evrópu. Viðurkenningin er mikill heiður fyrir Samherja. Fyrirtækin þurfa að uppfylla mjög ströng skilyrði, m.a. með tilliti til veltuaukningar, hagnaðar og fjölg- unar starfsfólks. í byrjun voru 15 þús- und fyrirtæki valin til nánari skoðun- ar úr hópi meira en 13 milljón fyrir- tækja í Evrópu og voru 500 fyrirtæki síðan vaiin úr þeim hópi. -gk Dagfari Lífsstíll ráðuneytisstjóra Menntamálaráðuneytið stóð frammi fyrir miklum og erfiðum vanda þegar Knútur Hallsson, fyrr- um ráðuneytisstjóri i ráðuneytinu til fjöldamargra ára, varð skyndi- lega að hætta vegna aldurs. Þetta var sams konar vandamál og Osta- og smjörsalan hafði staðið frammi fyrir þegar Óskar Gunnarsson, for- stjóri fyrirtækisins, lét af störfúm fyrir aldurs sakir. Óskar var ómissandi og var ráðinn aftur. Menntamálaráðuneytið fann það út að Knútur væri ómissandi. En hann varð samt að hætta af því reglurnar hjá ríkinu eru þær að fólk láti af störfum þegar það nær eftirlaunaaldri. Það sem jók á vandann var að Knútur gat heldur ekki án ráðu- neytisins verið. Nú voru góð ráð dýr og var gripið til þess ráðs af þá- verandi ráðherra, Ólafi G. Einars- syni, að ganga frá þannig starfs- lokasamningi að tryggt væri að Knútur mundi mæta fyrir hönd Is- lands á hinum ýmsu ráðstefnum úti í heimi, þar sem aðrir íslend- ingar áttu ekki heimangengt eða voru alls ekki færir um aö mæta fyrir hönd þjóðarinnar. Að þessu leyti var Knútur Hallsson t.d. ómissandi í stjóm Færeyjahússins og auk þess fékkst skriflegt sam- þykki hans til að sækja fund um menningarmál í Vinarborg og það sem var mest um vert, Knútur féllst á að sækja kvikmyndahátíð- ina í Cannes, vegna þess að hann var eina manneskjan af íslensku bergi brotin sem gat sótt þá hátið fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Var jafnframt gengið frá því í starfslokasamningnum að Knútur fengi dagpeninga og héldi þar að auki fullum launum í heilt ár eftir að hann lét af störfum til að ráðu- neytisstjórinn gæti haldið lífsstíl sínum. Þetta síðastnefnda er afar mikil- vægt innlegg í kjarabaráttu opin- berra starfsmanna. Vandi þeirra hefur verið sá að þurfa að hætta störfum þegar þeir eru búnir að starfa lengi í opinbera þágu og temja sér lífsstíl, sem er öðruvísi en okkur hinna, sem störfum hér og þar í einkageiranum og náum engum almennilegum samfelldum lífsstíl að hætti ráðuneytisstjóra. Ráðuneytisstjóri, sem hefúr sótt kvikmyndahátíðina í Cannes árum saman, getur ekki skyndilega hætt að mæta, bara af því að hann er orðinn of gamall í ráðuneytinu og það sýnir þroska ráðherrans og skilning á mannlegri reisn og lífs- stíl að hann áttar sig strax á hags- munum þjóðarinnar og lífsstíl ráðuneytisstjórans og tryggir það með starfsloksamningi að þeir í Cannes fái notið nærveru ráðu- neytisstjórans áfram, þótt hann hafi óvart komist á eftirlaunaald- ur. Ekki er það ráðuneytisstjóran- um að kenna og ekki heldur þeim í Cannes og þess vegna óþarfi og al- gjörlega ástæðulaust að láta ráðu- neytisstjórann og þá í Cannes gjalda fyrir tilviijanakenndan ald- ur þess manns sem hefur reynst bæði íslandi og kvikmyndahátíð- inni svo þýðingarmikill. Því hefur stundum verið haldið fram að lítið liggi eftir Ólaf G. Ein- arsson eftir ráðherratíð hans í menntamálaráðuneytinu. Þessi starfslokasamningur Ólafs við Knút Hallsson sýnir að svo er ekki. Menntun er forsenda lífsstUs. Lífs- stíll er hluti af menningunni. Þetta hafa þeir Ólafur og Knútur innsigl- að með merkum starfsloksamn- ingi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.