Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Þeir sem eru alltaf í vandræðum með hárið á sér geta fengið ráðleggingar á http://www. lookfantastic. com/ Gyðjur Allt um grískar, róm- verskar, egyp- skar og norrænar gyðjur er að finna á http:// www.eliki.com/realms/kat/ goddess.html Hjúskaparmiðlun Ef maður vill kynnast ein- hverjum nýjum, þá er hægt að fara á http://www.calweb. com/~swifty/match.html (þar er meira að segja mælt hver passar manni best!) Flamengó Þeir sem vilja fræðast um Flamengó dansa, hefð þeirra og þann klæðnað sem er við hæfi geta skoðað http://mem- bers.aol.com /BuleriaChk/pri- vate/flamenco. html Að læra rússnesku Það er hægt að læra erlend tungumál á vefnum, jafnvel fjar- læg tungumál. PrýðOeg síða þar sem kennd eru undirstööuatriði rússnesku er að finna á http:// www.ddminc.com/russian/ index.htm Clint Eastwood Mjög fróðleg heimasíða um þennan kappa er á http://www. man-with-no-name.com/ trivia.html Tyson-brandarar Það hefur verið vinsælt að gera grín að Mike Tyson eftir að hann beit eyrað af Holyfield hér um árið. Heil síða af slíkum bröndurum er á http:// www.geocities.com/Capitol- Hill/7716/bite.htm Hvítasunnukirkjan Fíladelfía sendir samkomur sínar út á Netinu: Sendum bráðum út mynd Mjög hefur færst í vöxt að vera með útsendingar á Netinu, bæði beinar og óbeinar. Þetta hafa ís- lenskir aðilar verið að gera í aukn- um mæli og er þá hægt að vísa í aðra frétt hér á síðunni um að fréttaþátturinn 19-20 á Stöð 2 er nú þangað kominn. Margar útvarps- stöðvar eru einnig farnar að senda út á þessum miðli, t.d. báðar ríkisrásimar, FM, Bylgjan og X-ið. En ýmsir aðilar sem ekki eru i því að reka fjölmiðil geta líka not- fært sér þessa nýju tækni. Það hef- ur Hvítasunnukirkjan Fíladelfía nú sannað því fyrir rúmlega tveim- ur vikum hóf hún sendingar á sunnudagssamkomum sínum á Netinu. Þessar sendingar eru ekki alveg beinar því þær verða sendar út um tveimur tímum eftir sam- komuna. Stöðugur straumur Það sem er jafnvel enn þá merki- legra við þetta frumkvæði safnaðar- ins er það að hann hefur ekki verið lengi með heimasiöu. Síðan hefur aðeins verið á vefnum í tæpa tvo mánuði en þróun hennar hefur greinilega verið nokkuð ör. Þegar komið er inn á hana fær maður nánast strax yfir sig ákveðin anda sem undirritaðan grunar að sé ríkj- Frá samkomu Fíladelfíusafnaðarins.. Nú er hægt að hlusta á þær á Netinu. DV-mynd S andi í söfnuðinum. Það gerir orgel- spilið sem hljómar þegar inn er komið. Vörður L. Traustason, forstöðu- maður Hvítasunnusafnaðarins, segir að þessar útsendingar hafi gengið vonum framar. „Það hefur verið stöðugur straumur af fólki inn á síðuna hjá okkur. Fyrsta sól- arhringinn sem við reyndum þetta voru um 160 manns að hlusta," seg- ir Vörður. Hann segir hugmyndina hafa kviknað hjá Gunnari Smára, hljóð- manni hjá Stöð 2. Honum hafi dott- ið í hug að prófa svona útsendingar og forsvarsmönnum safnaðarins lit- ist vel á. Því hafi hann ákveðið að láta slag standa. „Hugsunin með þessu var að reyna að ná til þeirra sem nota þessa nýju tækni,“ segir Vörður. Ekki meiri netnotendur Vörður vill ekki meina að með- limir Hvítasunnusafnaðarins séu eitthvað meiri netnotendur en aðrir þó að þeir hafi stigið þetta skref nú. „Það eru menn hjá okkur sem eru vel að sér í tölvunarfræði en ég held að það sé ekkert meira heldur en gengur og gerist annars staðar," segir Vörður. Vörður segir að nokkuð af heim- sóknum hafi komið erlendis frá. Þar nefnir hann lönd eins og Kanada, Bandaríkin, Svíþjóð og Danmörku. Vörður segir að stefnan sé að halda áfram að senda samkomumar út á þessum miðli. „Við stefnum bara næst að því að senda út mynd- ina líka þegar myndgæðin verða orðin nógu góð,“ segir Vörður. Slóðin á heimasíðu Hvítasunnu- safnaðarins Fíladelfiu er http://www.gospel.is. Frá þessari sömu síðu er svo hægt að hlusta á samkomumar i Real Audio um það bil tveimur klukkustundum eftir að þær hafa farið fram. -HI Hljóðlaus prentari Hewlett-Packard hefur sent frá sér HP DeskJet 720C bleksprautu- prentara og leysir hann allar þarfir heimilisins. Þetta er annar prentarinn í röð nýrra prentara sem búnir em nýju HP dropa- tækninni, HP PhotoRet II. Með þessari tækni hefur HP tekist að framleiða prentara sem sprauta minnstu blek- dropum sem þekkjast í dag. Þannig næst að prenta út skarp- ari og þéttari punkta en áður var mögulegt. Prentarinn getur blandað allt að 16 dropum í mismunandi lit- um í einn og sama punktinn sem gef- ur 30 sinnum fleiri litbrigði en mögu- legt var áður. Þetta gerir aö verkum að hægt er að prenta út myndir í raunverulegum Ijósmyndagæðum á venjulegém pappír. HP hefur einnig hannað nýja gerð ljósmyndapappírs í samvinnu við Kodak sem skilar sér í ótrúlegum gæðum útprentunar. Með þessum nýja prentara er mögulegt að prenta á langa samfellda borða og sérstakar filmur sem síðan er hægt að strauja á boli til merkingar. Prentari þessi var í nóvember sl. valinn Editors Choice í PC Magazine fyrir framúrskar- andi útprent- un í ljós- myndagæðum, mikinn prent- hraða og ein- staka hönnun. Hewlett-Packard kynnti einnig á dögunum nýja HP Vectra VL 7 ein- menningstölvu sem búin er nýjasta og hraðvirkasta örgjörvanum frá In- tel, Pentium n 333MHz. HP Vectra VL 7 fékk frábæra dóma í PC Magazine og PC Computing og var hún valin Editors Choice hjá PC Magazine og var eina tölvan sem fékk fimm stjöm- ur hjá PC Computing. -HI Vrfréttiri Barátta gegn ruslpósti Nýtt fyrirtæki, Sendmail Inc, hefur sent frá sér nýjan hugbúnað til að berjast gegn ruslpósti (Spam). Þetta forrit er reyndar aðeins ný útgáfa af forriti sem Eric Allman skrifaði á UNIX fyrir sautján árum. Fyrirtækið ætlar að dreifa þessu forriti frítt um Netið og segri AÚman að það sé nauðsynlegt tO að Netið njóti góðs af því. Mikið hefur veriö kvartað undan ruslpósti, sem eru aðallega auglýsingar frá fyrirtækjum, og dæmi eru um að hann hafi jafnvel orðið til þess að staðarnet fyrirtækja hafi hrunið. D.Telekom í netsímana Þýska fjarskiptafyrirtækið Deutsche Telekom áætlar að setja upp símaþjónustu um Netið sem og stafrænar ASDL-línur fyrir viðskiptavini sina (ASDL er tækni svipuð ISDN, aðeins háþróaðri og hraðvirkari). Tækni þessi hefur verið í þróun nokkuð lengi en nú setur fyrirtækiö stefhuna á að koma tækninni á markað í haust. Ekki er vitað td þess að neitt annaö tjarskiptafyrirtæki sé að stíga jafn ákveðnum skrefum í þessa átt. Fleiri vörur frá Apple Enn heldur Apple áfram að raða út vörum td að reyna að rétta sig við. Nýjasta framleiðslulína fyrirtækisins er beind að útgáfuiðnaðinum, en þar hefur staða Apple ávadt verið sterk. Steve Jobs forseti Apple segir að neytendatölvur verði áberandi frá fyrirtækinu í haust. Meðal þeirra vara sem nú eru á leiðinni er ný Power Machintosh G3 tölva með 300 Mhz Power PC örgjörva. Jobs sýndi hins vegar frumgerð nýs örgjörva sem er 400 Mhz. Sá örgjörvi verður framleiddur með nýju kopartækninni sem gerir hann svo gríðarlega hraðvirkan. Microsoft og Java Dómsmálaráðuneyti Bandari- kjanna er nú að kanna mál tengd Sun Microsystems og Java, en fyrirtækið segir Microsoft hafa brotið lög með því að vera með sína eigin útgáfu á Java. Þar með hefur rannsókn ráðuneytisins á Microsoft tekið á sig nýja mynd. Sun Microsystems hefur reyndar sjálft höðaö mál á hendur Microsoft vegna þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.