Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 15 Veðrið, höfin og athafnir manna Hinn svonefndi al- þjóðlegi veðurdagur er haldinn ár hvert þann 23. mars, en Alþjóðaveð- urfræðistofnunin var sett á laggimar 23. mars 1950. Stofnunin er i rauninni samtök veður- stofa heims, en skrif- stofur samtakanna eru í Genf. En samtök þessi með því langa heiti Al- þjóðaveðurfræðistofn- unin eru svo á hinn bóginn ein af stofnun- um Sameinuðu þjóð- anna. Á þessum afmælis- degi er venja að minna á tiltekið málefni sem verður þema dagsins það árið hjá veðurstofum víðs veg- ar um heim. Árið 1998 er „ár hafs- ins“ hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur því Alþjóðaveðurfræðistofn- unin ákveðið að þema hins alþjóð- lega veðurdags verði að þessu sinni „veðrið, hafið og athafnir manna“. Ein af undirdeild- um stofnunarinnar fjallar einmitt um veðrið á hcifinu, veðurathuganir á höfunum, nýtingu slíkra gagna og veðurspár fyrir hafsvæði jarðar. Einnig er þar flall- að um alþjóðlega samvinnu og fram- farir á sviði fjar- skipta og öryggis- mála. Sjóveöurfræöi Ekki ætti að þurfa mörg orð til að sannfæra íslend- inga, eyþjóðina, um mikilvægi veðurþjónustu á höfun- um. Veður og vindar ráða gæftum og afla, Ulviðri tefja fyrir siglingum og stundum ógnar afsprengi hafs og lofts, hafísinn, sjófarendum. Fljótt skipast veður í lofti og veitir ekki af viðamiklu og mannfreku kerfl eftirlits og slysavarna sem brugðist getur skjótt við á hættu- stundum. Sérgrein veðurfræðinnar sem íjallar um veðrið á sjónum er ein- faldlega kölluð sjóveðurfræði. Ým- iss konar víxláhrif hafs og lofts eiga sér stað, veðurhæð (vind- hraði) ræður ölduhæð, uppgufun á sér stað, upphitun eða kólnun, raki þéttist, þoka myndast og fleira mætti telja. Á heimsmælikvarða koma vel í ljós hin miklu áhrif hafsins á veðr- ið. Það er engin furða því að höfin hylja hér um bil þrjá flórðu hluta jarðarinnar. Undanfama mánuði hafa svonefnd E1 Nino-áhrif verið mikið til umræðu, einkum í lönd- um umhverfis Kyrrahafið. Þau heflast með breytingum á sjávar- hita við yfirborð á austanverðu Kyrrahafi, við vesturströnd Suð- ur- og Mið-Ameríku. Þær breiðast út vestur Kyrrahaf og valda mikl- um breytingum á uppgufun og úr- komu á þessum hafsvæðum. Óvæntir þurrkar, eða rigningar, i nálægum löndum fylgja í kjölfarið. En nefna má víxláhrif hafs og lofts sem eru nærtækari íslend- ingum og harla hversdagsleg miðað við E1 Nino. Lægðirnar sem streyma hjá eða yfir landið á óstöðvandi færibandi hafa eflst suður og vestur í hafi með því að hitna yfir hlýju yfir- borði sjávar og svolgra í sig uppgufunarorku. Orkan leysist síðan úr læðingi, lægðirnar dýpka, vindar taka að blása af krafti, óveður skellur á. Heimsráðstefna á aldamótaári Fyrmefnd undirdeild, eða sjó- veðurnefnd, Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar sinnir margs kyns athöfnum manna á sjónum og ákveður reglur um samstarf á sviði athugana, flarskipta, þjónustu og öryggismála eins og áður sagði. Á flögurra ára fresti heldur deild þessi þing með fulltrúum flestra veðurstofa í heiminum, einkum strandríkja. Slíkt þing var haldið á Kúbu fyrir ári. Veittist mér sú ánægja að sækja þingið fyrir hönd Veðurstofu íslands. í lok þings reyndist mikill áhugi á því að halda næsta þing, aldamóta- árið 2001, á íslandi. Það væri mik- ils virði fyrir okkur íslendinga ef unnt yrði að verða við þeirri ósk. Þór Jakobsson „Á heimsmælikvaröa koma vel í Ijós hin miklu áhrif hafsins á veöriö." Kjallarinn Þór Jakobsson veöurfræöingur „Lægöirnar sem streyma hjá eða yfir landiö á óstöðvandi færí• bandi hafa eflst suður og vestur í hafí með því að hitna yfír hlýju yfírborði sjávar og svolgra í sig uppgufunarorku. “ Embættisfærsla forstjóra - athugasemdir við málflutning Þó að mér sé óljúft að eiga í orðaskiptum við ríkisforsflórann Karl Steinar Guðnason verður ekki hjá því komist að gera nokkr- ar athugasemdir við málflutning hans í flölmiðlum að undcuifömu þar sem hann flallar um brottför mína frá Tryggingastofnun ríkis- ins og bótagreiðslur þær er fylgdu í kjölfarið vegna embættisfærslu hans. Af undirtektum almennings að dæma, bæði i flöl- miðlum og á fom- um vegi, virðist óþarft að rekja að- draganda þessa máls, en hest að snúa sér beint að því að leiðrétta rangfærslur nefnds forstjóra í útvarps- viðtali að kvöldi hins 7. þ.m. - og blaðaviðtali við DV þriðjudaginn næsta á eftir. Þegir þunnu hljóði í bréfi frá Guðmundi Áma Stef- ánssyni, þáv. heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, sem lagt var fram með kvörtun minni til um- boðsmanns Alþingis vegna emb- ættisafglapa Karls Steinars Guðnasonar, dags. 1. júní 1995, segir ráðherrann orðrétt á þessa leið: „Lagði ég áherslu á það við forstjóra að hann freistaði þess að ná sáttum um þessi mál og ekki síst farsælli niðurstöðu við Guð- jón.“ Forstjóri TR skeytti engu um fyrirmæli yfirboðara síns og braut þannig embættisskyldur sínar. Hann fór sínu fram, leitaði engra samninga við mig en sýndi mér ósvífni og yfirgang í orði og verki. Forstjóri TR segir í áðurnefnd- um viðtölum sínum að ég hafi fengið árs biðlaun „eins og lög geri ráð fyrir.“ Hann þegir hins vegar um tilraun sína til að hefta fram- gang laganna og hafa af mér þessi sömu biðlaun. í bréfi til mín, dags. 22. febrúar 1994, segir forstjórinn m.a. svo: „Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar taka gildi frá og með 1. mars næstkom- andi. Það er ósk Tryggingastofhunar ríkisins að þú látir af störfum frá og með þeim degi. Starfs- mannastjóri mun strax og þess er ósk- að greiða þér þau laun á uppsagnar- fresti sem þú átt kröfu til.“ Um bætur þær, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið féllst á að greiða mér til viðbót- ar ofangreindum bið- launum, þegir for- sflórinn þunnu hljóði og lætur sem um þær hafi aldrei verið samið. Fáheyröur dónaskapur Sú fullyrðing Karls Steinars Guðnasonar að brottflutningur At- vinnuleysistryggingasjóðs og Lif- eyrissjóðs sjómanna úr húsakynn- um Tryggingastofnunar ríkisins hafi valdið verkefnaskorti á borði mínu er viðhöfð í blekkingar- skyni. Búferlaflutn- ingar þessir breyttu engu um mína hagi, enda starfaði ég í röskan áratug einung- is að verkefnum á vegum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Forstjóri TR hefúr í málflutningi sínum, hæði nú og í blaða- grein fyrir nokkrum árum, sýnt umboðs- manni Alþingis fá- heyrðan dónaskap og lítilsvirðingu. Hann hefur gert litið úr nið- urstöðum umboðs- manns í málinu og dregið orð hans í efa með óviðeigandi hætti. Þannig hefur þessi fyrrverandi al- þingismaður og „verkalýðsleiðtogi" opinberað vanþekkingu sína og skilningsleysi á því mikilvæga hlutverki sem umboðsmaður Al- þingis hefur með höndum. Framkoma þessi er Trygginga- stofnun rikisins til vansæmdar og væri maklegt að Alþingi eða ráð- herra setti rækilega ofan í við hin- um hrokafulla forstjóra. Guðjón Albertsson „Forstjóri TR skeytti engu um fyr- irmæli yfírboðara síns og braut þannig embættisskyldur sínar. Hann fór sínu fram, leitaði engra samninga við mig en sýndi mér ósvífni og yfírgang i orði og verki.“ Kjallarinn Guðjón Albertsson fyrrv. deildarstjóri lána- og innheimtudeildar Tryggingastofnunar ríkisins Með og á móti Er gengiö nógu langt með samþykkt borgarráðs um sveigjanlegan afgreiðslu- tíma vínveitingahúsa? Ómerkileg yfirboð minnihluta „Það er mér sérstök ánægja að fá að flalla um frumkvæði Reykjavíkurlistans að auknu frjálsræði í rekstri veitingahúsa í Reykjavík en það var eitt af þeim verkefn- um sem ég vakti athygli á í prófkjörsbar- áttu minni ný- verið. Sam- þykkt borg- arráðs er um .. ..... tlhaun um ReyKlavíkurllsta. sveigjanlegan opnunartíma vínveitingahúsa sem gengið getur mjög langt, en það er verkefni stjómar sem ég á sæti í að útfæra það nánar. Hún hefur heimild til að leyfa veit- ingahúsunum að hafa opið lengur en til klukkan 3 að nóttu og er sú heimild ekki takmörkuð við neinn annan tíma. Það er mjög mikilvægt að þessari breytingu verði stýrt af festu og aðhalds gætt til þess að hún takist eins vel og skyldi. Þær dylgjur um að samþykktin gangi ekki nógu langt eru ómerkileg yfirboð minnihluta sem aðhafðist ekkert í málinu þegar hann var í meiri- hluta og þykist nú vilja ganga enn lengra." Þora ekki aö stíga skrefið til fulls „Kjarni málsins er sá að verið er að taka á máli sem löngu hefði átt að taka á, og það er óskynsam- leg ráðstöfun að loka flestum vín- veitingahúsum á sama tíma. Slíkt fyrir- komulag hefur afleiðingar í fór með sér sem við öll þekkj- um. Samþykkt borgarráðs ger- ir ráð fyrir því að gerð verði tilraun með sveigjanlegan afgreiðslutíma í 12 mánuði. Stóri gallinn er sá að tilraunin á að miða að þvi að einungis hluti veit- ingahúsa geti keypt leyfi og tak- marka á framboðið með verðlagi þeirra. Mun eðlilegra og réttlátara er að veita alvörufrelsi í þessa tólf mánuði þar sem allir hefðu jafnan rétt til að fá leyfi að uppfylltum eðlilegum skilýrðum í stað þess að skammta leyfi og skattleggja þá sérstaklega sem eru svo lánsamir að fá. Þetta snýst um það að verið að gera tilraun með sveigjanlega opnunartíma. Þá er sjálfsagt að gera tilraun með frelsið. Þetta ein- kennist svolítið af því að stjóm- málamenn vilja skreyta sig með frjálslyndi en þora ekki að stíga skrefið." -Sól. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.