Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 íþróttir unglinga Hér aö ofan má sjá alla ver&launahafa á íslandsmóti unglinga í tennis sem fram fór i'. til 8. mars og 14. til 15. mars. Myndin er tekin á glæsilegu hófi í lok sí&asta keppnisdags þar sem allir ver&launahafar voru saman komnir. Boöiö var upp á veitingar og krakkarnir fögnu&u gó&um sigrum. DV-mynd-ÓÓJ íslandsmót í tennis: Fjölnir með flesta verðlaunahafa Fjölnir úr Grafavogi vann flest verðlaun á íslandsmóti unglinga í tennis innanhúss í ár eða 10. Næst komu TFK og Víkingur með 6 en TFK vann flest gull eða 3. TFK vann flest verðlaun, 4, hjá elstu krökkunum (15 til 18 ára) en Fjölnir vann flest í hópi 10 til 14 ára eða 8. íslandmeistarar í tennis unglinga uröu annars þessir: Strákar 10 ára og yngri Sigurberg Rúriksson, Víkingi Stúlkur 10 ára og yngri Bima Harðardóttir, Víkingi Strákar 11 til 12 ára Þórir Hannesson, Fjölni Stúlkur 11 til 12 ára Nína Cohagen, Þrótti Strákar 13 til 14 ára Andri Jónsson, BH Stúlkur 13 til 14 ára Sigurlaug Sigurðardóttir, TFK Strákar 15 til 16 ára Jón Axel Jónsson, UMFB Stúlkur 15 til 16 ára Ingunn Eiríksdóttir, Fjölni Strákar 17 til 18 ára Davíð Halidórsson, TFK Stúlkur 17 til 18 ára íris Staub, TFK íslandsmót unglinga í tennis fór fram helgamar 7. til 8. mars og 14. til 15. mars og var það haldið í Tennishöllinni í Kópavogi. Kepp- endur vom 80 talsins á aldrinum 8 ára til 18 ára. Tennisfélögin UMFB á Álftanesi og BH í Hafnarfirði stóðu að mótinu en alls tóku 6 félög þátt í því, TFK, Fjölnir, Þróttur, BH, UMFB og Víkingur. Tennisíþróttinni til sóma Að sögn Jónasar Páls Bjömsson- ar frá Tennissambandi íslands heppnaðist mótið mjög vel og það ekki síst vegna góðrar og skemmti- legrar framkomu krakkanna. Þau sýndu mikinn baráttuanda, háðu drengilega keppni og vom tennis- íþróttinni til sóma. Það var keppt í 5 aldurshópum bæði hjá stelpum og strákum, þannig að keppnishópar vom 10 alls. Keppnisfyrirkomulag var annaðhvort riðlakeppni eða út- sláttarkeppni sem fór aðallega eftir fjölda keppenda í hverjum flokki. Ekki búiö viö fyrsta tap Þar sem var útsláttarkeppni fóru þau sem duttu út fyrst í svokölluð B-úrslit þar sem sigurvegarar vom einnig verðlaunaðir. Þetta gaf bæði krökkunum tækifæri til að fá að keppa meira auk þess sem margir fengu eitthvað fyrir sinn snúð því 45 krakkar af 80 voru verðlaunaðir með verðlaunapeningum i lokin. Davíö meö bikarinn. Islandsmeistari stráka 17 til 18 ára: Á leiðinni út til að keppa fyrir ísland Davíð Hallgrímsson úr TFK vann íslandsmeistaratitil stráka 17 til 18 ára. Hann hefur æft tennis í 5 ár. Hann byrjaði að æfa heima í garði þegar hann átti heima í Suður-Afríku þar sem hann bjó í 3 ár og hef- ur síöan hann kom heim æft hjá Tennisfé- lagi Kópavogs. Davíð segist hafa reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttum í gegnum tíðina. Þar á meö- al eru fótbolti, hlaup og sund. Einstaklings- íþróttimar hafl samt heillað hann mest og hann hafi á endanum valið tennisinn. Davíð hefur gengið mjög vel undanfarin ár en segir að helsti keppinautur hans, Amar Sigurðsson, hafi ekki verið með á þessu móti þar sem hann var að keppa erlend- is. Davíð er á næstunni á leiðinni út til Zambíu til að keppa ásamt fjórum öðrum á Davis-cup sem er i raun heimsmeistarkeppni í tennis. Hann segist stefna að því að komast oftar út til að keppa. Þessi ferð er þannig mjög mikilvæg fyr- ir bæði hann og félaga hans til að fá smjörþefinn af að keppa við alvöruaðstæður erlendis. Það að fá tækifæri til að keppa við sterka, erlenda kepp- endur og afla sér dýrmætrar reynslu sem skilar þeim betri árangri í framtíðinni. Tennisíþróttin á uppieiö Tennis er ein af mörgum íþrótta- greinum sem hafa verið að koma upp á undanfömum árum. Glæsileg aðstaða í Kópavogi dregur að sjálf- sögðu að og góð umgjörð mn mót sem þessi gerir stöðu hennar enn sterkari. Því er ljóst að tennis á vissulega möguleika á að ná vin- sældum hér á landi líkt og erlendis. Tennis er komið á stað, ungir krakkar frá íslandi em þegar byrj- aðir að standa sig úti þrátt fýrir stutta keppnissögu tennis hér á landi og tennisíþróttin hér á landi er á uppleið. -ÓÓJ Umsjón Úskar Ú. Jónsson Hér a& ofan má sjá verðlaunahafa í flokki stúlkna 17 til 18 ára. Talið frá vinstri: Rakel Pétursdóttir, Fjölni (2. sæti), Stella Rún Kristjánsdóttir, TFK (3. sæti) og (ris Staub, TFK (1. sæti). DV-mynd ÓÓJ Hér aö ofan má sjá ver&launahafa (flokki stráka 11 til 12 ára. Talið frá vinstri: Kári Pálsson, Víkingi (3. sæti), Pórir Hannesson, Fjölni (1. sæti) og Margeir Ágeirsson, BH (2. sæti). DV-mynd OÓJ UngHngalandslið KSI, undir 18 ára Eftirtaldir leikmenn vom valdir í unglingalandsliðið, und- ir 18 ára, sem tekur þátt í alþjóð- legu móti á Ítalíu 3.-9./14. apríl. Þjálfari liðsins er Guöni Kjart- ansson. Markverðir: Stefán Logi Magnússon, FC Bayem Míinchen, Kristinn Geir Guðmundsson, Val. Aðrir leikmenn: Jens Sævarsson, Þrótti, Bjami Pétursson, Fram, Sigurður Sæ- berg Þorsteinsson, Val, Stefán Helgi Jónsson, Val, Stefán Gísla- son, KR, Veigar Gunnarsson, Stjömunni, Ólafur Gunnarsson, Stjömunni, Þórarinn Kristjáns- son, Keflavik, Jóhannes Guð- jónsson, ÍA, Atli Þórarinsson, KA, Ingi Hrannar Heimisson, Þór, Jóhann Þórhallsson, Þór, Jóhann Benediktsson, KVA, og Kristján Sigurðsson, Stoke. Strákamir spila fýrsta leikinn við ítali 6. apríl, síðan við Belga 7. apríl og loks San Marínó 8. apríl. Ef liðiö kemst áfram eru undanúrslit 11. apríl og úr- slitaleikurinn 13. apríl. íslandsmót unglinga innanhúss 1998: Tennis í sókn - 45 verðlaunahafar úr hópi 80 þátttakenda íslandsmeistari stúlkna 13 til 14 ára: í fótspor bróður síns Sigurlaug Sigurðardóttir úr TFK varð íslandsmeistari hjá stúlkum 13 til 14 ára auk þess sem hún varö í öðm sæti hjá stúlkum 15 til 16 ára. Hún hefur æft tennis í þrjú ár eða allt síð- an hún elti bróður sinn, Amar Sigurðsson, margverðlaunahafa á íslandsmótum imglinga sem keppir nú erlendis, á æfingu. Hún segir það mjög hvetjandi að sjá þann góða árangur sem bróðir hennar hefúr náð og seg- ist hún stefna á að komast út til að keppa líkt og hann hefúr gert. Sigurlaug er samt ekki eingöngu í tennis því hún æfir knatt- spyrnu á fullu með Breiðabliki og er því nóg að gera hjá henni í viku hverri á æfingum. Æfing- arnar em að meðaltali 5 á viku, þrjár i tennis og tvær í fótbolta. Þetta er yfir veturinn en á sumr- in bætist við fótboltann og þá verður dagskrá hennar ansi út- fyllt. Sigurlaug segist ekkert vera samt á því að fara að velja strax enda gengur mjög vel á báðum víg- stöðvum. Hún segist mest halda upp á tennisspilarann Michael Chang sem hún segir vera rosalega góðan tennisspilara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.