Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Fréttir Heilbrigðisráðuneytið kannar upplýsingar um stöðu Gagnalindar hf.: Átök um sjúkra- skráaforrit - lögfræðingur lagði á ráðin um að halda heilbrigðisráðuneytinu í herkví Á fóstudag í síðustu viku bárust heilbrigðisráðuneytinu óvænt út- skriftir úr tölvupósti til og frá fram- kvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtæk- isins Gagnalindar hf. Fyrirtækið hef- ur unnið að 110-120 milljóna króna verkefni fyrir heilbrigðisráðuneytið, sem varðar hugbúnað sem rúmar sjúkraskrár og upplýsingar fyrir alla heilsugæsluna í landinu. í póstinum er lögfræðingur m.a. að gefa framkvæmdastjóranum lög- fræðilegar ráðleggingar um hvernig félagið myndi standa gagnvart af- notarétti af forritskóta upplýsinga- kerfanna Saga og Medicus ef til gjaldþrots Gagnalindar kæmi. í einu bréfi fullyrðir lögfræðing- urinn m.a. að forritskótinn sé stjómarskrárvarin eign Gagnalind- ar - heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið hafi einungis takmarkaðan afnotarétt á hugbúnaðinum fyrir heilsugæsluna. Ráðuneyti í herkví Lögfræöingurinn segir síðan m.a. að „Þrotabússtjóri Gagnalindar hf„ komi til þess, myndi gera sér aur úr forritskótanum til þess að fá upp í kröfur þrotabúsins". Hann segir sitt mat síðan að Gagnalind geti notað vörslusamning „til þess að halda HTR (innsk. heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu) í algerri herkví og lagt bann við öllu viðhaldi á Sögu og Medicus". Lárus Ásgeirsson, stjómarformað- ur Gagnalindar hf., sagði við DV að stjómin bæri ekki ábyrgð á umrædd- um skrifum. „Stjómin hefur langt í frá velt því fyrir sér hvemig ætti að standa að því ef svo illa færi að fyr- irtækið færi í þrot,“ sagði Lárus. „Ekki ásetningur" „Það hefur ekkert verið rætt og eng- inn ásetningur eða hugrenningar í þessa átt. Aðalatriðið er að enginn ágreiningur er á milli stjómar og ráðu- neytisins. Allt sem það hefúr beðið um Seinagangur: Milliríkja- samningar ógildir Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, upplýsti fyrir helgi á ráö- stefhu um Evrópuþróun og Norðurlönd að milliríkjasamningar, þ.á m. fríverslunar- samningar, sem Alþingi hefúr samþykkt frá árinu 1995 væru ekki í gildi. Ástæðan er sú að milliríkjasamningar sem jafnan eru gerðir af ut- anriiósráðuneytinu og síð- ari staðfestir af Alþingi öðl- ast ekki gildi fyrr en þeir eru birtir i C-hluta Stjóm- artíðinda. C-hluti Stjómartíðinda hefur hins vegar ekki verið gefinn út síðan 1995. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar hefúr verið mikið álag á þeirri deild utanríkisráðu- neytisins sem sér um þessi mál. „Það er rétt að það hefur orðið mikill dráttur á þessu máli í utanríkisráðuneytinu. Það var ráöinn nýr starfsmaður sem hætti siðan. Starfsmennimir hafa þurft að sinna ýms- um öörum brýnum verkefrium og því ekki annað þessu nógu vel. Það er hins vegar verið aö bæta úr því. Mér vitanlega hefúr ekki orðið neinn skaði vegna þess máls en ég vil þó ekkert fúllyrða um það.“ -glm Halldór Ásgrímsson. Hin hornfirska dis, íris Heiður Jóhannsdóttir, var kosin fegurð- ardrotting Austurlands á laugardagskvöldið. hefur verið afhent," sagði Lárus. Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri sagði við DV að fulltrúar stjómar Gagnalindar hefðu gengið á sinn fund á fóstudag. Þar var um- ræddur tölvupóstur ræddur og síð- ustu hlutar „heilsugæslukótans" verið afhentir. „Ég vona að þetta hafi ekki verið ásetningur þeirra sem áttu hlut að umræddum pósti. Niðurstaðan á fundinum var sú að þarna var ekki um að ræða ásetning stjórnar fyrir- tækisins Gagnalindar. Það er því ekki ágreiningur milli hennar og ráðuneytisins um framhald þe§sa máls,“ sagði Davíð. -Ott Fegursta stúlkan frá Horna- firði Fegurðarsamkeppni Austur- lands var haldin í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum á laugardagskvöldið. íris Heiður Jóhannsdóttir, 22 ára stúlka frá Hornafirði, var kjörin feguröardrottning Austurlands. í öðru sæti var Karólína Einars- dóttir, 17 ára stúlka frá Neskaup- stað. Karólína var líka valin ljós- myndafyrirsæta ársins. í þriðja sæti var María Fariney Leifsdótt- ir, 17 ára stúlka frá Neskaupstað. Þátttakendur í keppninni völdu Auði Jónsdóttur frá Hornafirði vinsælustu stúlkuna. Þrjár efstu stúlkumar munu keppa um titilinn ungfrú ísland. Dómnefndina skipuðu: Elín Gestsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Dagmar fris Gylfadóttir, Sigurðiri Mar Halldórsson og Egill Helgi Árnason. -glm/SB Hrossaræktarbúið Árbakki sækir um undanþágu til að flytja út hross: Atvinnugreinin í veði - ólíklegt að undanþága verði veitt að mati yfirdýralæknis Anders Hansen á Árbakka, sem er hrossaræktarbú í Landssveit, hefur óskað eftir undanþágu frá banni við útflutningi hrossa. í um- sókninni segir hann að engin hita- sótt hafi greinst i hrossum búsins né í hrossum í nágrenninu og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að senda hrossin beint frá Árbakka. Anders sagði í samtali við DV að milli 10 og 20 hross bíði hjá honum eftir því að komast út, ýmist til Evr- ópu eða Norður-Ameríku. „Sóttin hefur verið að færast nær í 4-5 vik- ur. Það geta enn þá liðið dagar, vik- ur eða jafnvel mánuðir þangaö til hún kemur hingað. Hún gæti jafn- vel tekið upp á þvi aö koma alls ekki,“ segir Anders. Hann segir þetta eiga við um aðra landshluta líka. „Ég er þeirr- ar skoðunar að það eigi að vera hægt að flytja út heilbrigð hross. Atvinnugreinin þolir ekki að vera í sóttkví meðan veikin er finnanleg einhvers staðar í landinu. Þegar samgangur er heftur það mikið gæti veikin farið yfir landið á heilu ári. Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að stöðva útflutning allan þann tíma,“ segir Anders. Hann segir ekki einungis út- flutninginn í veði heldur at- vinnugreinina í heild. „Það koma um 10.000 ferðamenn á ári hingað til lands til að ríða á íslenskum hestum. Þessi iðnaðm- er talinn velta í kringum þremrn- milljörð- um króna sem er jafnmikið og ein loðnuvertíð," segir Anders. Hann vill að ákveðið verði sem fyrst að flytja landsmót hestamanna á ein- hvem stað þar sem hitasóttin hef- ur gengið yfir. Anders segist ekki detta í hug að þessi umsókn verði tekin til greina. „Ég vil aðeins vekja athygli á málinu og það verður fróðlegt að heyra rökin fyrir því að ekki sé hægt að flytja þessi hross út,“ seg- ir Anders. Komin í Rangárvallahrepp Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir sagði við DV í gærkvöldi að búast mætti við því að sóttin breiddist stöðugt út án þess að við nokkuð yrði ráðið. Hann staðfesti að sóttin hefði borist i Rangár- vallahrepp en hafði hins vegar ekki fengið staöfestingu á því að sóttin hefði borist í Kjósina eins og fram hefði komið í fjölmiðlum í gær. Honum fannst reyndar ólík- legt að það lægi fyrir að hrossið sem drapst þar hefði drepist úr umræddri sótt. „Við erum hins vegar að vara við því að fólk sé að keyra hrossatað frá Reykjavík út á land. Menn hljóta að geta fengið þetta á næstu bæjum.“ Halldór hafði ekki séð umsókn Anders þegar DV talaði við hann. Hann taldi ólíklegt að undanþága yrði veitt frá reglunni á grundvelli upplýsinga um útbreiðsluna. „Við þurfum ekki að flytja út hross sem minnsti möguleiki er á að veikist í flutningi eða jafnvel þegar þau em komin út,“ segir hann. -HI Stuttar fréttir i>v Hröð símsvörun Símsvörun neyðarþjónustu á veg- um Neyðarlinunnar er ein sú besta sem um getur í heiminum, að sögn Kjartans Briem, verkfræðings hjá símstöðvardeild Landssímans. Morg- unblaðið greindi frá. Dregið til baka Formaður bankaráðs Lands- bankans ákvað á fúndi ráðsins í gær að draga til baka hugmyndir um að selja hlut bankans í Vá- tryggingafélagi ís- lands. RÚV sagði frá. Átök í Noregi Nokkur átök urðu á aðalfundi ís- lenska safnaðarins í Noregi sem var haldinn á sunnudaginn í síðustu viku. Þrír stjórnarmenn hættu og lýst var vantrausti á þá sem eftir vom, auk þess sem fjárhagsáætlunin var felld. RÚV sagði frá. Hitinn lækkar Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur ákveðið að lækka hitann úr 77 krón- um í 74 krónur fyrir tonnið. Lækk- unin nemur samtals 13-14%. RÚV sagði frá. Koltvísýringur bundinn Félag skógarbænda á Vesturlandi hefúr farið fram á samvinnu við Norðurál um að binda koltvísýring með skógrækt. RÚV sagði frá. Landsíminn kaupir Gengið hefur verið frá samn- ingi um kaup Landssimans á öllu hlutafé í Skímu-Miðheim- um. Kaupverð er 160 milljónir króna. Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans, sagði Internetið flarskiptamiðil framtíðarinnar. Yfir 40 kæra ríkið Fleiri en 40 fyrrverandi starfsmenn Lyflaverslunar rikisins og Áburðar- verksmiðju ríkisins hafa stefnt ríkinu fyrir dóm og krafist biðlauna. Hæsti- réttur hefur þegar dæmt í einu slíku máli ríkisstarfsmanninum í hag. Rik- ið gæti staðið frammi fyrir tugmillj- óna króna útgjöldum vegna hlutafé- lagavæðingar. Stöð 2 sagði frá. Kæra fyrir húsbrot í gær var lögð fram kæra á hend- ur starfsmanni Húsnæðisstoftiunar ríkisins fyrir húsbrot. Lögmaður kæranda segir þjófhað og eignaspjöll einnig koma til álita sem kærueftii. Stöð 2 sagði frá. Fiskvinnsla á Blönduósi Bráðlega mun koma í ljós hvort hægt verði að stofna hlutafélag um fiskvmnslu á Blönduósi í stað fyrir- tækisins Fisks 2000. Fundur með starfsfólki verður í dag. Stöð 2 sagði frá. Kaupa í Ameríku Fyrirtækið Útsjávarfang hefur keypt 80% hlut í flskvinnslufyrir- tæki á austurströnd Bandarikjanna. Áætlað er að vinna þar fisk sem veiddur er í bandarískri lögsögu. Sjónvarpið sagði frá. Sjóvá-Almennar hagnast Sjóvá-Almenn- ar skilaði 361 milljónar króna hagnaði á síðasta ári sem er nokkur hækkun frá árinu áður. Stjóm fé- lagsins mun leggja til á aðal- fundi að hluthöfum veröi greiddur 10% arður. 12 keppa í stærðfiæði 12 menntaskólanemar munu taka þátt í norrænni stærðfræðikeppni 2. april. Að þeirri keppni lokinni verð- ur valið landslið íslands sem keppir á ólympíuleikunum í stærðfræði í Taipei á Taívan. Fjölgun hjá SVR Farþegum Strætisvagna Reykja- víkur fjölgaði um tæp 6% árið 1997 miðað við árið á undan. Fjölgunin er 5% ef farþegar í Mosfellsbæ eru ekki taldir með. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.