Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 13 í’ í > 'Jf i W r ► w i i i i i i i i . i i i Fréttir EskiQörður: Ný saltfisk- verkun DV, Eskifirði: Ég væri ekki í þessu ef það borg- aði sig ekki,“ sagði Unnar Björgðlfs- son, annar eigandi Söltunarstöðvar- innar Sæbergs hér á Eskifirði. Eigandi með honum er Garðar Eðvaldsson sem rekið hefur söltun- arstöðina. Hjá Sæbergi hefur aðal- lega verið söltuð síld en nú hefur orðið breyting - saltfisksverkun. Hráefnið sér netabáturinn Þórir SF, sem gerir út frá Höfn í Horna- firði, um að afla fyrir Sæberg. Hann landar þó á Höfn og fiskinum er síð- an ekið til Eskifjarðar. Unnar var einn af aðaleigendum Fiskvinnslufyrirtækisins Friðþjófs á Eskifirði svo hann er ekki alveg ókunnur fiskvinnslu. Friðþjófur er nú í eigu Samherja á Akureyri en vélarnar sem notaðar eru við flatn- ingu hjá Sæbergi eru frá Friðþjófi. Margir héldu að Unnar væri hættur í fiskinum þegar Friðþjófur var seldur en það er sko öðru nær. Hann heldur eflaust áfram á meðan hann stendur uppi og hefur heilsu til. Samband íslenskra fiskframleið- anda sér um að selja afurðimar frá Sæbergi erlendis. ÞH Páll Leifsson, starfsmaöur hjá Sæbergi, með golþorsk. DV-mynd Þórarinn Akraneskaupstaður: Skuldir á íbúa 125 þúsund DV, Akranesi: Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar og stofnana árið 1998 var samþykkt nýverið á fundi hæjar- stjómar, að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi. „Skatttekjur em áætlaðar 829,5 millj. króna. Talið að þær hækki um 10,5% á milli ára. í rekstur málaflokka fara 705,1 milljón og er það um 85% af skatttekjum. Stærsti málaflokkurinn er fræðslumálin. í hann fara 290 milljónir eða 41,1%. Af rekstrarútgjöldum til félags- mála fara 125,9 milljónir eða 17,8% og af rekstrarútgjöldum til æskulýðs- og íþróttamála fara 61,1 milljón eða 8,7%. í gjaldfærða fjárfestingu fara 58,7 milljónir en stærsti liðurinn í eignfærðri fjárfestingu er bygging þriggja deilda leikskóla við Laugar- braut. í hann fara 70 milljónir. Þar með talið hús, lóð og búnaður. Akraneskaupstaður greiðir niður lán upp á 83 milljónir en tekur að láni 108 miljónir. í lok ársins er áætlað að skuldir verði 658 milljón- ir eða 125 þúsund á hvem ibúa. Ég tel að það sé komið á leiðar- enda að auka skuldir. Nauðsyn að hyggja að niðurgreiðslum. Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að árið 2000 verði byrjað að greiða niður skuldirnar," sagði Gísli bæjarstjóri við DV. -DVÓ Er kominn tími til að skipta um síu í bílnum? ÍBÍIASPÍTAUNNÍ l Kjplúhrjuni 1 • 220 HrffifjríiuV 5«m.n: 4.132 ( 563 4332 • Bitfiínn: 51.3 41tf, WWW. FRAMEUROPE.NL Fram síur eru í takt við tímann. Gerðu kröfur veldu Fram síur! FRAM ábyrgö Ináust Sími 535 9000 Fax 535 9040 WWW. FRAMEUROPENL Hvenær skiptir þú um síur síðast ? FRnnn FRAM ábvroð Vegmúla 4, 108 R.vík. Sími 553 0440 www.frameurope.nl MÉGANE 0PERA - gefur rétta tóninn í umferðinni Staðalbúnaður í Mégane Opera: Fullkomið hljómflutningskerfi með geislaspilara, 6 hátölurum og fjarstýringu í stýrinu. SamUtir stuðarar Álfelgur Rafdrifnar rúður Vökva- og veltistýri • Fjarstýrðar samlæsingar Litað gler • Þjófavörn Tölvustýrður oUuhæðarmæUr Öryggisbeltastrekkjarar með dempara komdu og RIYNStUAKTO kbnapit méganb OPERA k7SZ MEGANE OPERA - HLJÓMLEIKAHOLL A HJOLUM iNAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.