Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 nn Ummæli Ætla sér inn í lagafrumvörpin „Þaö sem þeir eru einfald- lega að reyna aö gera er aö komast inn í lagafrum- vörpin með þess- ari aðferð til þess að fá þar einhverju breytt." Guðjón A. Krist- jánsson, form. Farmanna- og fiskimannasambands- ins, um útgerðarmenn, í Morgunblaðinu. Geta ekki gert öðrum upp skoðanir „Nú eru sjómenn að gera ráðherra upp einhverja af- stöðu sem hann bar til baka þannig að menn verða að átta sig á að þeir geta ekki gert öðrum upp skoðanir." Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, um sjómenn, í Morgunblaðinu. Forseti í vanda „Lög landsins vemda ekki , forsetann og hafa snúist upp í hjól og steglu á mann- inn og embætti hans. Sérstakir saksóknarar leita með log- andi ljósi að kuski á hvítflib- banum og það er smátt sem hundstungan flnnur ekki.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, um raunir Bandaríkjafor- seta, í Degi. Virkur oddviti „Oddvitinn situr beggja vegna borðs, sem oddviti og svo sem atvinnurekandi, og verkin enda iðulega hjá hon- um.“ Arnar Geir Níelsson, tals- maður Grágásar, fram- boðslistans á Tálknafirði, ÍDV. LSD „Ég er á móti stórvirkjun- um norðan Vatna- t jökuls þeim sem ganga undir nafninu Langstærsti draumurinn eða LSD.“ Karen Erla Er- lingsdóttir, form. Félags til verndar hálend- inu, í DV. Sterk blanda „Ég vildi helst sleppa við það en ég gæti sagt að þetta væri einhvers konar blanda af fönki, döbbi og allri tón- listarsögunni." Jóhann Jóhannsson í Lhoog, spurður um tónlist Sæmundur Hinriksson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja: Fjölmiðlavædd landsmót DV, Suðurnesjum: „Það er stuttur tími til stefnu og að mörgu að hyggja. Við áttum ekki að haída landsmótið fyrr en á næsta ári og komum við í ár í staðinn fyrir Keili, Hafnarfirði. Þeir eru nýbúnir að taka nýjan vallarhelming, 9 holur, í notkun hjá sér og gátu ekki haldið mótið. Þess vegna kom það í okkar hlut,“ sagði Sæmundur Hinriksson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja, sem mun verða aðalkeppnisvöllur landsmótsins i golfi helgina 6.-9. ágúst í sumar. Þá verður einnig spil- að í 2. og 3. flokki í Sandgerði og Grindavík. Stjórnarmenn í G.S. lögðu fram nýja tillögu á síðasta ársþingi sam- bandsins um að gera síðasta dag keppninnar að virkilegum keppnis- degi þar sem 12 bestu kylfingar lands- ins í hverjum flokki munu keppa í Leirunni. „Mótshaldið er með nokkuð nýju sniði i ár. Við væntum þess að síðasti dagurinn geti orðið virkilega skemmtilegur keppnisdagur. Þar verða keppendur jafnóðum krýndir eins og gerist á stórmótum erlendis. Þá munu sjónvarpsstöðvarnar líklega sýna beint frá umræddum degi og yrði það í fyrsta skipti í sögu golfsins hér á landi. Þetta verður því fjöl- miðlavædd dagur." Sæmundur tók við formennskunni í haust og strax kominn á fulla ferð í hörkuaksjón í kringum landsmótið. „Þetta eru búnir að vera annasamir mánuðir frá því ég tók við. Oftast er mest að gera yfir sumarmánuðina í kringum golfið og minna á vet- urna en nú verður stanslaust fiör fram jdir sumar.“ menn, hægt aö fara í golf hvenær sem er tíma dags.“ Sæmundur hefur rekið fiskverk- unina Fiskval í Keflavík frá 1984. Hann flytur út fersk flatfisksflök í flugi. Sæmundur á sér mörg áhuga- mál fyrir utan fiölskyldu og golf. „Ég hef gaman af því að ferðast bæði innanlands og utanlands. Þá á ég hlut í skútu í Miðjarðarhafinu og hef gaman af því að sigla við þær aðstæður sem þar eru. Þá hef ég prufað öll dægurmál, keilu, billjarð, bridge og svo mætti lengi telja. Ég hef gaman af því að leika mér og reyni að halda andanum ungum þannig og halda jafnvægi við þetta daglega streð.“ Eignkona Sæmund- ar er Auður Árnadóttir og eiga þau fiórar dætur, Eð- alrein Magdalenu, 32 ára, Kristínu Önnu, 28 ára, Liiju Dröfn 24 ára, og írisi Dögg, 18 ára. Þá eiga þau 5 barna- börn. -ÆMK Sæmundur reiknar með yfir 300 manns á mótið fyrir utan gesti. Golfklúbburinn hefur staðið í mikl- um framkvæmdum á vellinum á undanfömum mánuðum. „Við höf- um horft á það á undanfömum ámm að ein frægasta hola landsins, Bergvíkin, hefur legið undir skemmdum vegna ágangs sjávar. Við höfum verið með lífið í lúkun- um að í einhverjum vetrarsjávar- ágangi gæti holan hreinlega farið á haf út. Daginn fyrir gamlársdag stórsá á þessari holu vegna ágangs sjávar. Tekin var sú ákvörðun fljót- Maður dagsins lega eftir áramót að ráðast í framkvæmdir til að verja Bergvíkina og grínið á henni. Þetta var geysilega mikil framkvæmd. Það var byggður grjótgarður, um 250 metrar, til að verja Bergvíkina." Sæmundur byrjaði í golfi þeg ar hann var enn til sjós. „Það var Hörður Guðmundsson, fyrrum formaður og vinur minn og klippari, sem lét mig prufa þessa íþrótt í kringum 1982. Ég féll fyr- ir henni eins og fleiri. Fyrstu 10 árin var ég að gutla við þetta en snéri mér að golfinu fyrir al- vöru fyrir fiórum árum. Golfið er alveg kjörin íþrótt fyrir sjó- Sæmundur Hinriksson. DV-mynd Ægir Már Charlton Heston í titilhlut- verkinu í Ben Hur, sem hlotið hefur flest ósk- arsverð- laun. Óskarsverð- launin I nótt verða óskarsverð- launin afhent í 70. skiptið og sjálfsagt ætla margir að vaka en afhendingin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2. Verðlaunin draga íafn sitt af Oscar Pierce frá Texas, sem var frændi konu nnnar sem vann hjá banda- isku kvikmyndaakademí- ínni og fannst henni stytt- an líkjast frænda sínum og hafði orð á þvi, nafnið fest- ist síðan. Margir hafa feng- ið óskarsverðlaun, en engin jafnmörg og Walt Disney sem á árum áður tók við þeim í nafni fyrirtækis sins alls 29 sinnum. Blessuð veröld Sú kvikmynd sem hefur hlotið flesta óskara er Ben Hur. Árið 1959 hlaut hún ellefu óskarsverðlaun. Tvær kvikmyndir hafa fengið tíu óskarsverðlaun, Gone With The Wind og West Side Story. Katherine Hepburn er eini leikarinn sem fengið hefur fern ósk- arsverðlaun fyrir leik í að- alhlutverki og hún hefur einnig fengið flestar tilnefn- ingar leikara, alls tólf. Grunnlaun. Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Blush leikur fyrir gesti á Gauki á Stöng í kvöld. Blush á Gauknum Lifandi tónlist er sem fyrr í heiðri höfð á Gauki á Stöng i Tryggvagötu. í gærkvöldi var það ein hressasta hljómsveit landsins, Papar, sem hélt uppi stuði á Gauknum. í kvöld er Tónleikar það Blush sem skemmtir gestum, at- hyglisverð hljómsveit sem gaf út plötu fyrir jól og væntanlega verða tekin lög af henni í kvöld í bland við annað efni. Utanríkisstefna Eistlands f dag kl. 17.15 á Hótel Sögu, Sunnusal, flytur Toomas Hendrik II- ves, utanríkisráðherra Eistlands, er- indi um utanríkisstefnu Eistlands með tilliti til stækkunar NATO. Er- indið er flutt á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Samkomur IBM notendaráðstefna Á Hótel Örk hófst í morgun IBM notendaráðstefna þar sem skyggnst verður inn í framtíð tölvumálanna og sjónum einkum beint að netvið- skiptum svo og mið- og stórtölvuum- hverfinu. Meðal fyrirlesara er dr. Frank Soltis. Félag eldri borgara í Reykjavík Söngvaka í Risinu í kvöld kl.20.30. Stjómandi er Edith Nicolaidóttir og undirleik annast Sigurbjörg Hólm- geirsdóttir. Bridge Hinni sterku Reisinger-sveita- keppni í Bandaríkjunum lauk ný- verið með sigri sveitar Bart Bram- ley’s en með honum í sveitinni eru Sidney Lazard, Howard Weinstein og Steve Garner. í öðru sæti varð sveit skipuð Pólverjunum Balicki, Zmudzinski, Lesniewski, Szyma- nowski, auk George Rosenkranz og Eddie Wold. Þegar þessar tvær sveitir mættust kom þetta spil fyrir. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og AV á hættu: ♦ K832 »1073 ♦ 3 ♦ 98632 4 G4 »Á 4- KDG1098 * G1054 4 Á109765 »92 Austur Auður Vestur Norður Balicki Lazard Zmudz. Bramley 1 4- 1 4 3 » 4 4 pass 5 4 pass pass 6 4 dobl pass p/h pass 6 4 Fimm spaða sögn Lazards var snjöll og setti andstæðingana upp við vegg. Þeir fóra í slemmu sem hægt var að hnekkja en Bramley ákvað að taka af sér höggið og sagði 6 spaða. Útlitið var þvi ekki of bjart fyrir NS en Zmudzinski ákvað að spila lauf- kóngnum út í upphafi. Lazard drap á ásinn, tók ÁK i spaða og spilaði lágu laufi. Balicki gat ekki imyndað sér að sagnhafi ætti laufdrottningu, setti lítið lauf og sjö- an átti slaginn. Sagnhafi tapaði að- eins 2 slögum á hjarta og einum á tígul og fór 300 niður. Á hinu borð- inu dobluðu Weinstein og Garner andstöðuna í 5 spöðum. Útspilið þar var hjartakóngur á blankan ás aust- urs, lítið lauf á kóng vesturs, hjarta- trompun og lauftrompun. Tígulás- inn til viðbótar tryggði 500 í dálk AV og sveit Bramley’s græddi 5 impa á spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.