Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Ný aðferð hefur nú verið tekin í notkun til að kanna ástand fiðla. Nú er sem sagt málið þegar maður kaupir fiðlu dýrum dómum að kanna ástand hennar með röntgentækni. Þetta kemur í ljós í rannsókn sem var kynnt á árlegum fundi röntgenfélags Norður- Ameríku í desember. Rannsóknin leiddi í ljós að séu röntgenmyndir af fiðlum settar upp í þrívidd um tölvur komu í ljós gallar á fiðlunni sem ekki voru sjáanlegir með berum augum, m.a. sprungur og göt. Einnig var hægt að sjá merki um að gert hefði verið við fiðluna, t.d. fylliefni og lím. Nýtt efni í stað teflons Vísindamönnum hefur nú tekist að búa til húðunarefni sem er jafnvel enn hentugra en teflon. Nýja efnið er kallað NFC (Near-Frictionless Carbon) og er talið hálasta kolvetnisefnasambandið sem gert hefur verið í heiminum. Efnið á að vera hægt að framleiða hratt í stórum skömmtum. Hægt er að nota þetta efni á mjög margvíslegt yfirborð, þar á meðal plast. Efnið hefúr staðist vel allar prófanir um endingu og því lofar það mjög góðu um notkunargildi. Vísindamennirnir sjá aðallega fyrir sér að hægt sé að nota efnið i rafgeyma á bílum eða í bensíngjöf, jafnvel í geimflaugar. Örbylgjuþurrkari Þurrkari þykir nú orðið vera lífsnauðsyn á hverju heimili en þeir þykja oft fulllengi að gera það sem þeir eiga að gera. Nú er það að breytast því kominn er á markað þurrkari sem notar örbylgjur til að þurrka fotin. Með þeirri tækni tekur aðeins tíu mínútur að þurrka blauta þvottinn. Það sem hefur fælt fólk frá þvi að kaupa slíka framleiðslu er verðið, en í smásölu kostar slíkt tæki um 70 þúsund krónur. Nú er hins vegar verið að vinna að litilli útgáfu sem tekur minna í einu og er sérstaklega ætluð efnum sem eru viðkvæm. Vonast er til að þegar neytendur sjái sér hag í þessu muni þeir kaupa vöruna í stórum stíl. Ný tækni fyrir þá sem horfa á sjónvarp með börnunum: Ljótu orðin tekin burt Hefurðu einhvern tímann lent i því að þú ætlir að eiga notalega stund fyrir framan sjónvarpið en blöskrað alveg notkun ljótra orða í myndinni? Hefur þetta jafhvel gerst þegar bömin eru að horfa með þér? Þetta kom nokkuð oft fyrir hjá Rick Bray, uppfinningamanni í Arkansas. Honum fannst mjög gaman að leigja mynd með krökkunum en þoldi ekki orðbragðið í sumum myndunum. Fyrir tveimur árum laust þeirri hugmynd hins vegar niður í kollinn á honum að búa til svartan kassa sem gæti síað burt ljótu orðin út sjónvarpsþáttum. „Ég var orðinn þreyttm- á að kvarta og ákvað að fmna lausnina sjálfur," sagði Bray. Síðan hófst mikil vinna sem hefur borið þann ávöxt að nú hefur hann kynnt slíkt tæki opinberlega. Það kallast sjónvarpsvörðurinn (TV Guardian eða TV G). Mikil vinna Vinnan sem fylgdi því að smíða þetta tæki var hins vegar gríðarleg. Fyrst fóru sex mánuðir í að leita að hlutum og framleiðendum. Hann náði síðan í slangurorðabók af Netinu, sem og bók með ljótum orðum til að byggja upp orðaforða tækisins. Síðan fann hann fyrirtæki til að smíða vélina og sótti um einkaleyfi. Nú eru þúsund slík tæki til á markaði og í næsta mánuði verða þau orðin 10.000 að tölu. Sem dæmi um frammistöðu tækisins má nefna að það getur ijcirlægt 65 af 66 Ijótum orðum i kvikmyndinni Men in Black og öll 58 orðin í Volcano. Bray segir að þetta tæki geri það að verkum að nú geti pabbi og mamma fyrir alvöru stjórnað því hvað krakkamir horfa Les úr sjónvarpsmerkjum Sjónvarpsvörðurinn er i sjálfu sér ekki merkilegur útlits. Þetta er pínulítill kassi, 6x10 cm að stærð, sem er tengdur á milli sjónvarpsins og myndbandstækisins. Tækið fer í gegnum sjónvarpsmerkin og leitar Bráðum verður óhætt að horfa á sjónvarpiö með krökkunum án þess að þurfa að óttast Ijótu oröin. að ljótu orðum í þeim. Þegar það fmnst lækkar tækið mjög snögglega í sjónvarpstækinu og hækkar síðan aftur. í flestum tilvikum virkar þetta vel en stundum lendir tækið í vandræðum með orð sem eru aðeins ljót þegar þau eru notuð í vissu samhengi. Þetta tæki býður reyndar einnig upp á að önnur orð séu sett inn í staðinn fyrir þessi ljótu. Þá eru sett inn orð sem þýða annaðhvort nákvæmlega eða því sem næst það sama. Þetta er þó ekki hægt í öllum tilvikum, t.d. eru sumar rásir fríar fyrir þessu. Ein þeirra er t.d. MTV þannig að það þýðir lítið að nota þetta þegar Beavis og Butthead eru á skjánum. Börnin ánægð Talið er að þetta nýja tæki muni gagnast best i myndum sem eiga að hofða til barna en innihalda þó töluvert af ljótum orðum. Þar eru myndir eins og Home Alone nefndar sem dæmi. Bray segist hafa prófað tækið heima með tíu ára syni sínum og tólf ára dóttur sinni. Þau segjast vera ánægð með það. Það sem þau eru þó sennilega ánægðust með er að núa fá þau að sjá bíómyndir sem foreldrarnir leyfðu þeim ekki að sjá áður. Hætt er við að einhverjir forsvarsmenn þeirra sem telja þetta hefta tjáningarfrelsi muni láta í sér heyra. David Greene er einn þeirra. „Ef fólk vill kaupa eitthvað sem segir þvi hvað það eigi ekki að heyra er það í góðu lagi mín vegna. En ef einhver stingur upp á að þetta tæki verði keypt í stofnanir hins opinbera þá er það ekki í eins góðu lagi,“ segir hann. Greene segist vona að skólar muni ekki verða látnir kaupa tækið. Tungumálið sé hluti af því að tjá sig og ekki sé hægt að taka slíkt frá þeim á þennan hátt. Bray lætur þó ekki deigan siga. Hann líkir þessu við forrit á Netinu sem koma i veg fyrir að börn skoði ósiðlegt efhi, eins og t.d. Cybersitter og Netnanny. -HI/ABCnews Nýi skjávarpinn frá Davis. Nýir skjávarpar Sýnir hf. kynna þessa dagana nýja tegund af skjávörpum frá Davis sem eru mun þægilegri en áður hefur þekkst. Hann er er minna en flmm kíló að þynd og er þar að auki lítill og nettur. Birtan sem skjávarpinn, sem sést hér á myndinni, gefur frá sér er 500 lumen en einnig eru fáanlegir allt að 1200 lumena skjávarpar. Hægt er að sjá myndina í fimm stærðum og getur skjávarpinn verið í 1,75-5 metra fjarlægð. Skjárinn er mjög hljóðlátur og meö honum fylgir einnig innrauð fjarstýring svo að hægt er að benda á réttu staðina þegar fyrirlesturinn er haldinn. Skjárinn er einnig mjög auðveldur í notkun og uppsetningu. Góöar leiðbeiningar fylgja með svo að ekki eiga að koma upp vandamál við uppsetningu hans. Lampamir sem notaðir eru til að varpa myndinni á skjáinn endast í að minnsta kosti funm ár sem er svipað og skjávarpinn sjálfur getur enst. I skjávarpanum er einnig innbyggður 10 vatta hátalari. Þessum skjávarpa fylgir taska fyrir tækið og einnig er hægt að koma þar fyrir ferðatölvunni. -HI Hagkvæmara hitakerfi Nú er verið að þróa nýtt hitakerfi sem á að vera mun hagkvæmara og ekki nærri eins orkufrekt og hefðbundið lofthitakerfi. Kerfið byggist á þvi að plastlagnir eru settar í gólfin og siðan streymir heita vatnið um gólfið. Hitinn leitar upp og þannig á að fást jafn hiti í öllu húsinu. Þetta mun einnig koma í veg fyrir gólfkulda sem oft vill fylgj hefðbundnum hitakerfum. Það sem er athyglisverðast við hönnunina á þessu kerfi er að notaðar eru sérstakar hitaflísar úr sandi og leir til að hita gólfin. Undir yfirborði gólfsins hvílir lögnin á venjulegum plastflísum og galvaníseruð rör eru sett þar í til að hitaflutningunn verði hraðari. Auðvelt er að setja þetta í og um 30 mínur tekur að fá almennilegan hita í húsið. Ef einhvern tíma þarf að gera við kerfið er lítið mál að lyfta yfirborðssteinunum upp sem gerir það að verkum að auðveldara er að komast að verkinu. Flísarnar sem lagðar eru geta annaðhvort verið 6 cm þykkar eða 3 cm. Nú er jafnvel verið að gera tilraunir með en þynnri útgáfu, en þvi þynnri sem flísamar eru þeim mun hraðar gengur hitunin. -HI Toyota Corolla GLX Liftback '98, 5 d., 5 g., ek. 23 þús. km, rauður, nyr bíll. Verb 1.480.000. Hyundai Pony '93, 4 d., 5 g., ek. 109, hvítur. Verb 450.000. Isuzu Trooper '91, 5 d., 5 g., ek. 240 þus. km, svartur. Verb 850.000. r, ..í jpgim,.... MMC Pajero V6 3000 '91, 5 d., ssk., ek. 160 þús. km, blár. Verb 1.190.000. Toyota HUux Xcap '91, 2 d., 5 g., ek. 98 þús. km, grár. Verb 1.180.000. Toyota Hilux '91, 4 d., 5 g., ^ . ek. 109 þús. km, raubur, pallhús,/' ^ 31" dekk. Verb 1.350.000. /Nivsan Terrano II '95, 5 d.,; g., ek. 55 þús. km, grænblár, 30"' álfelgur. Verb 1.790.000. tBILASALANl Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.