Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fjögur þúsund tonna vikurflutningaskip strandaði í Rifshöfn: Náðist DV, Vesturlandi: Stuart, fjögur þúsund tonna þýskt flutningaskip, strandaði í Rifshöfn á Snæfellsnesi um hádeg- isbil á laugardag. Skipið kom til að sækja vikur sem á að fara til Þýskalands en það er leiguskip hjá Eimskip. Hafnarkjafturinn á Rifi á Snæ- fellsnesi er þröngur og vildi ekki betur til en svo þegar skipið sigldi inn í hvassviðrinu á laugardags- morgun að það lagðist þvert og festi afturendann í norðurgarðin- um. Þaðan var því ekki bifað og alls ekki þegar fjaraði undan því. Það hafði lagst flatt upp að hafnar- kantinum í byrjun en svo var komið böndum í það og það rétt af óskemmt að bryggju svo að það lemdist ekki utan í kantinn. Hafnarverðir í Rifshöfn sögðu við DV að engin hætta hefði verið á ferðum. Um miðnætti tókst að ná skipinu að höfninni og engar skemmdir eru að sjá á því. „Það var hvasst og hann fór á hliðina þegar að hann kom inn. Þetta er lítið svigrúm þegar allir bátarnir eru inni. Hann réði ekkert við skipið. Það mátti ekkert út af bera og svo rak hann undan vindinum. Við hífðum hann svo inn þegar féll að um miðnætti og ekki er að sjá að neinar skemmdir séu á skip- inu,“ sagði Leifur Jónsson, hafnar- vörður í Rifshöfn, á tólfta tíman- Stuart, fjögur þúsund tonna þýskt flutningaskip, strandaði í Rifshöfn. Skip- um á laugardagskvöld. -DVÓ ið náðist óskemmt af strandstað. DV-mynd DVÓ • • Raftækjastríð: Ortroð hja BT-tölvum Örtröð myndaðist við hina nýju verslun BT-tölva í Skeifunni snemma á laug- ardagsmorgun. DV-mynd Hari Mikil örtröð var við hina nýju verslun BT-tölva í Skeifunni er verslunin var opnuð á laugardags- morgun. Fólki var hleypt inn í litl- um hópum mestallan laugardag- inn. Að sögn Jóns Steingrímsson- ar, forstöðumanns BT-tölva, var fólk bæði komið til að skoða sig um og versla. „Viðtökurnar hafa verið alveg frábærar og við erum mjög þakklátir fyrir þær. Það hef- ur verið mikið að gera alla helgina enda hefur fólk bæði verið að koma til að kaupa og skoða. Einnig hefur verið mikið hringt af lands- byggðinni og við erum að vinna í því að fólk utan af landi nái frekar sambandi við verslunina." Að sögn Jóns er það verð sem nú er auglýst á hinum ýmsum vörum viðvarandi enda er það stefna verslunarinnar að vera alltaf með ódýrustu vörurnar. Ekki virðast allir hins vegar hafa fengið langþráð raftæki hjá BT-tölvum því reynt var að brjót- ast inn í verslunina aðfaranótt sunnudags. Opnun verslunar BT-tölva virð- ist hafa haft góð áhrif á sölu hjá öðrum raftækjaverslunum. Hjá Raftækjaverslun íslands var salan mjög mikil um helgina. Mikil ör- tröð myndaðist fyrir utan verslun- ina á laugardaginn og var fólki þá hleypt inn í hópum. -glm Eldur í Þjóðleik- húsinu Slökkviliðið var kallað út á laug- ardag vegna elds í Þjóðleikhúsinu. Pera hafði ofhitnað í húsinu með þeim afleiðingum að kviknaði í vegg. Þegar slökkvilið kom á vettvang höfðu starfsmenn húss- ins ráðið niðurlögum eldsins. Töluverðar skemmdir urðu á veggnum. Þá var slökkviliðið einnig kallað að Sundahöfn á laugardag. Krana- bíll valt þar á hliðina og lak olía úr honum. Við það myndaðist mikil eldhætta. Froðu var spraut- að á olíuna til að draga úr hætt- unni. -RR Leiðrétting Það er ekki rétt sem fram kom I DV á föstudag að Rikisendurskoð- un hafi í tvígang gert athugasemd- ir við kaup Landsbankans á lax- veiðileyfum af veiðifélaginu Bálki sem er í eigu Sverris Hermanns- sonar, bankastjóra Landsbankans. Athugasemdirnar gerði Árni Tómasson, löggiltur endurskoð- andi, skipaður af bankamálaráð- herra. MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 sandkorn Hagræðing í leikhúsinu Það er alls staðar verið að tala um hagræðingu og niðurskurð og nú virðist sá andi vera kominn inn í leikhúsin. Þetta birtist til dæmis í leikritinu Trainspotting í Loftkastalanum en þar leika fjórir leikarar tólf hiut- verk. I leikhúsi Stefáns Bald- urssonar hefur þessi tilhneig- ing birst og má þar nefha Yhd- isfríði og ófreskjuna, en þar leika átta leikarar hátt á annan tug hlutverka. í Fiölaranum á þakinu eru leikarar sumir hveij- ir í tveimur eða þremur hlutverk- um og 1 stað 30 manna sinfóníu- hljómsveitar, sem var fyrir 30 árum, er nú sex manna band ... Gasasvæðið Héraðsfréttablaðið Vestri seg- ir frá því í vikunni að óeirða- samt hafi verið í miðbæ ísafjarð- ar um síðustu helgi. Snjóbretta- menn frá Akureyri slógust þar við heimamenn. Lögreglan skakkaði leikinn á endanum með því að beita táragasi, eða svokölluðum maze-úða. Það má merkja á frétt blaðsins að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dregur til tíðinda í mið- bænum. í fyrir- sögn segir að „óeirðir hafi verið á Gasasvæð- inu“ ... Kong Christian Nú eru menn famir að huga að nafni á nýja skipið sem Haf- rannsóknastofnun fær á næst- unni. Miklar vangaveltur hafa verið um nafn á fleyið en venjan hefur verið að skipin beri mannanöfn og erfitt er að gera upp á milli manna. Meðal þess sem mönn- um hefúr dottið í hug er að taka upp breskan hátt og nefna skipið eftir knattspymuliði. Þannig gæti skipið fengið nafnið KR og borið jafnframt einkennis- stafina RE-X. Þetta gefur einnig færi á annarri túlkun. Svo vill til að helsti þungavigtarmaður í sjávarútveginum, Kristján Ragnarsson, er í þröngum hópi oft nefndur KR-ingurinn. Rex þýðir hins vegar kóngur. Ef skipinu væri því gefið nafnið KR RE-X héti það í raun Kristján kóngur... Af öllum stöðum Á fundi stjómmálafræðinema 1 Háskólanum þar sem fram komu frambjóðendur í borgarstjómar- kosningum var mikið rætt um hver gerði hvað, hvenær, hvers vegna, til hvers, hvert og hvað um það. Mál ungs fólks voru þó líka í brennidepli og __ veltu sjálfstæðismenn því upp að Reykjavík væri að sjálf- sögðu í harðri samkeppni við önnur bæjarfélög og útlönd um ungt fólk. Guðlaugur Þór Þórð- arson frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins og varaþingmaður flokksins á Vesturlandi sagði að Reykjavík væri ekki lengur jafn aðlaðandi fyrir ungt fólk og undir- strikaði þessa skoðun sína með því að segja: „Það var fleira fólk á síðasta ári aö flytja til Kópavogs, af öllum stöðum..." Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.