Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 17 imenning Úr myndinni H.C. Andersen og skakki Skugginn. Klaufalega skáldiö frá Odense flytur Collins-fjölskyldunni skáldskap sinn - en á meðan reynir Skugginn viö heimasætuna Lovísu. H.C. Andersen fyrir fullorðna Danir hafa gert teiknimynd um sitt ástsælasta skáld, ævintýrahöf- undinn Hans Christian Andersen. H.C. Andersen og skakki Skugginn heitir hún og er handritið eftir Bent Haller en Jannik Hastrup stjómar. Bent Haller notar söguna um Skuggann sem grunn að handriti sínu. Hún fjallar um klofinn per- sónuleika og í myndinni er bælt tilfinningalíf Andersens tjáð með skugganum hans. Myndin er alls ekki ætluð börnum heldur nýta höfundar söguna út í æsar til að túlka persónu Andersens þannig að börn fá heldur lítið út úr henni. Gagnrýnendur í Danmörku hafa hælt Haller og Hastrup fyrir að víkka mörk teiknimyndarinnar og búa til afbragðsgóða mynd. Myndin hefst í Odense þegar Hans Christian litli er sendur, skjálfandi af hræðslu, inn á geð- veikrahælið til að færa afa sínum tóbak. Strax þá gerir skugginn vart við sig og fylgir honum svo með hlé- um ævina á enda - og myndin gefur heildstæða mynd af lífi hans með vissum ævintýralegum útúrdúrum eins og sjálfsagt er þegar þessi höf- undur á í hlut. Stígandin í mynd- inni er þó harmræn; Skugginn ger- ir samning við djöfulinn og fær lík- ama fyrir sál og sá líkami fremur of- beldisverk á stúlkunni sem þeir elska báðir, Andersen og Skugginn, sænska söngfuglinum Jenny Lind. HONDA 4 tLy r a 1 . 4 S i ________________________________ 9 0 h e s t ð f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifalið í verði bílsins 1400cc 16 ventta vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki4 E Verð á qötuna: 1.455.000,- Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöft Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- HONDA Sími: 520 1100 • Ljósabekkir • Gufubaö • Nudd • Snyrtifræðingur á staðnum (ókeypis ráðgjöf) • Undirfatnaður á góðu verði Opið virka daga 8-23, laugard. 10-22, sunnud. 12-20. Stúdíósól Ármúla 17 a, sími 553 8282

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.