Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 9 Utlönd Bill Clinton Bandaríkjaforseti fær þaö óþvegið: Fordæmdur fyrir aö vísa í friðhelgi Leiötogi repúblikana í öldunga- deild Bandarikjaþings fordæmdi Bill Clinton forseta í gær fyrir að nýta sér friðhelgi forsetaembættis- ins í rannsókninni á kynlífs- hneykslinu. Þingmaðurinn spáði því að það mundi skaða trúverðug- leika forsetans. „Það lítur út fyrir að verið sé að fela eitthvað," sagði Trent Lott í við- talsþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Clinton nýtti sér friðhelgi þessa á föstudag til að koma í veg fyrir að ákærukviðdómur gæti yfirheyrt tvo háttsetta aðstoðarmenn hans. For- setar Bandaríkjanna nýta sér þessa friðhelgi mjög sjaldan. „Ég veit ekki af hveiju ákveðið var að gera þetta. Þeir hljóta að skilja að því verður ekki vel tekið. Þetta er óviðeigandi og dómstólam- ir verða að skera úr um það,“ sagði Lott. Kenneth Starr, sérlegur sak- sóknari í meintu kynlífshneyksli Clintons, er sagður vera að berjast gegn því að forsetinn nýti sér frið- helgina í máli Monicu Lewinsky. Einhleypir í New York eru ekki kynlífsfíklar Einhleypir New York-búar eru ekki jafn miklir kynlífsfíkiar og sagan segir, ef eitthvað er að marka nýja könnun. Þar kemur fram að flestir hafa aldrei stundað einnar nætur gaman og meðaljón- inn og jónan hafa ekki átt nema fimm ástkonur eða menn á lifs- leiðinni. Fleiri karlmenn en konur telja að góður lífsfónmautur skipti meira máli en góð vinna og fleiri karlar en konur eru einnig að leita að langtímalífsfórunaut. Kvótar á Bret- landi ekki fram- seljanlegir Elliot Morley, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, fúllvissaöi hags- munaaðila í sjávarútvegi um það fýrir skömmu að ekki stæði til að taka upp kerfi framseljanlegra kvóta þar í landi. Hins vegar er verið að íhuga að taka upp úthlut- unarkerfi þar sem kvótamir verða bundnir við ákveðin skip. Ákvörðun um það verður tekin innan fárra vikna. Ráðherrann sagði að ef stjóm- völd íhuguðu aö taka upp kerfi framseljanlegra kvóta yrði haft samráð við hagsmunaaðila, segir í blaðinu Fishing News. SAS-vél nauð- lenti í Svíþióð Engin slys urðu á fólki þegar flugvél frá SAS meö 100 farþega nauölenti í Kfruna í Svíþjóð. Far- þegarýmið hafði áður fyllst af reyk af ókunnum ástæðum. Far- þegar fóm út um neyðarútgang. Hvorki meira né minna en fimmtán þúsund manns settust niður við lengsta matarborð í heiminum í Lissabon í Portú- gal í gær. Borðið var 5 km langt og tilefnið var opnun Vasco da Gama brúarinnar, hinnar lengstu í Evrópu, 17,8 km. Eyrnalokkagöt Nú einnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrSir Fram síur eru í takt við tímann. Gerðu kröfur veldu Fram síur! SFRAM ábyrgö ínaust Sími 535 9000 Fax 535 9040 WWW. FRAMEUROPENL FORD ESCORT 5 DYRA1.6 FRÁ AÐEINS 1.29&000 l. MEÐABSir----------- FAXAFENI 8 • 515 7010 Brlmborg-Þórshamar • Tryggvabraut 5 Bllasala Keflavíkur • Hafnargötu 90 Reykjanesbæ • slmi 421 4444 Akureyrl • sfmi 462 2700 Bestu kaupini Staðalbúnaður m.a Opið laugardag 12-16 sunnudag 13-16 1.6 lítra 16 ventla véi ABS hemlar Upphituð framruða • Rafknúnir, upphitaðir speglar • Samlæsing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.