Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, s!mi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Nató stækkar til austurs Berlínarmúrinn var tákn kalda stríösins. Hann stóð fyrir áþján Austur-Evrópu sem áratugum saman bjó við ófrelsi einræðisskipulags, þar sem örfámenn forréttinda- klíka hélt þjóðunum í heljargreip gjaldþrota hugmynda- fræði. Hrun múrsins 1989 táknaði hrun kommúnismans. í kjölfarið liðu Sovétríkin undir lok. Öll ríkin sem áður stóðu í skugga hins sovéska skipulags hafa síðan varpað af sér oki kommúnismans. Lýðræðið hefur haldið innreið sína og þrátt fyrir skort á lýðræðislegum hefðum hefur flestum þeirra tekist aðdáunarlega upp. Þrátt fyrir lok kalda stríðsins eru enn blikur á lofti í Austur-Evrópu sem gefa þjóðum hennar tilefni til að huga vel að öryggismálum sínum. Saga þeirra síðustu áratugi krefst þess. Yfirlýsingar sumra forystumanna í rússneskum stjómmálum draga ekki úr því. Forystumenn allra þessara þjóða telja hag þeirra best borgið með sem allra nánustu samstarfi við ríki Vestur- Evrópu og stofnanir sem þeim tengjast. Nær allar hafa óskað eftir fullri aðild að Nató og Evrópusambandinu sem fyrst. Það er einkar jákvæð þróun. Öryggiskerfi Evrópu hvílir í dag fyrst og fremst á Nató og þar með á herstyrk Bandaríkjanna. Saga síðustu missera sýnir því miður að Evrópuríkin eru þess enn ekki megnug að stiila til friðar þegar ófriðarskýin hrannast yfir álfuna. Dæmið af Bosníu sýndi það. Evrópusambandið gegnir einnig vaxandi hlutverki fyrir öryggi álfunnar. Samþætting efnahagslífs Evrópu- ríkjanna minnkar að sjálfsögðu líkur á því að þau hefji stríð hvert gegn öðru. Sumir halda því fram að sameiginlegur gjaldmiðill geri það ómögulegt. Aðild að ESB kemur vissulega ekki í staðinn fyrir þátttöku í Nató. Albright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, reifaði eigi að síður þann möguleika á síðasta ári að Eystrasaltsþjóðimar þrjár fengju aðild að ESB. Það undirstrikar vægi þess í nýju öryggiskerfi Evrópu. Breytingamar í kjölfar loka kalda stríðsins birtast í því að þrjú af fyrrum fylgiríkjum Sovétríkjanna verða senn fullgildir aðilar að Nató. Þessum ríkjum, Tékklandi, Ungverjalandi og Póllandi, hefur jafnframt verið boðið tH viðræðna um aðHd að Evrópusambandinu. Innganga þeirra í Nató er þó aðeins fyrsta skrefið. Þegar Ungverjaland, PóUand og Tékkland vom samþykkt í Nató í fyrra vantaði aðeins herslumuninn á að Rúmenía og Slóvenía fengju það líka. Þessar tvær þjóðir verða efalítið teknar inn í næstu bylgju. Varðandi breytt viðhorf tH Nató í Austur-Evrópu er athyglisvert að skoða afstöðu Úkraínu. Hún er álitin lykiH að stöðugleika í Austur-Evrópu. Síðan 1654 hefur Úkraína aðeins um tveggja ára skeið, 1918-1920, verið laus undan oki Rússlands. Nú liggur þó fýrir að Úkraína stefnir að aðUd að Nató í byrjim næstu aldar. Við næstu stækkun Nató mun athygli heimsins beinast að því hvemig umsóknum Eystrasaltsþjóðanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, reiðir af. Þær vom aUar hemumdar í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar og leggja ofuráherslu á að komast undir öryggisvæng Nató. Rússar, sem gáfú þegjandi samþykki við því að Ungveijaland, Tékkland og PóUand gengju í Nató, hafa lagst harkalega gegn umsókn þessara þjóða. Á það er með engu móti hægt að faUast. Hvorki Rússar né aðrir geta haft neitunarvald um framtíð annars ríkis. Hér gHdir sjálfsákvörðunarréttur þjóða. Kjósi þær að velja sér framtíð undir væng Nató, þá er það skHyrðislaus réttur þeirra. AUt annað er forneskjutaut. Össur Skarphéðinsson „Á þessum áratug hefur veriö mikil samfella í stefnumótun í menntamálum og framkvæmdin hefur einnig verið í góöu jafnvægi." - Kennarar á námskeiöi. Námskrár móta inntak skólastarfs hefur einnig veriö I góðu jafnvægi. Ný lög hafa verið sett um öll skólastigin frá leik- skóla til háskóla. Þessi lög verða ekki fram- kvæmd með viöunandi hætti nema námskrár séu endurskoðaöar. Á síðasta kjörtimabili stóð Ólafur G. Einars- son, þáverandi menntamádaráðherra, að því að nefnd undir forystu Sigríðar Önnu Þórðardóttur alþingis- manns samdi tillögur að nýrri menntastefnu. ! samræmi við hana „Sá tími er liðinn, hafí hann nokkurn tíma verið, að hlutverk stjórnmálamanna gagnvart skóla- kerfmu felist í því einu að útvega þá fjármuni, sem starfsmenn skólanna telja nægilega hverju sinni. Hvarvetna ganga stjórn- málamenn fram fyrir skjöldu og lýsa skoðun sinni og stefnu í skólamálum. Þessari þróun verð- ur ekki bægt frá íslandi.“ Kjallarinn Björn Bjarnason menntamálaráöherra Umræður um hina nýju skóla- stefnu hafa leitt í Ijós, að sumir átta sig ekki á því meg- ininntaki hennar, sem felst í gerð námskránna sjálfra. Án námskráa verð- ur allt skólastarf heldur marklítið. Skólastefnan dregur fram megináherslur við gerð námskráa fyrir grunnskólann og framhaldsskól- ann. Af grein Hjalta Hugasonar prófess- ors í DV hinn 17. mars sl. má til dæm- is ráða, að hann tel- ur þá stefnu, sem nú er boðuð, sambæri- lega við miklu al- mennari stefnumót- andi greinargerðir. Samanburður af þessu tagi gefur í raun ranga mynd af námskrárstarfinu, sem nú er kynnt undir merkjum nýrrar skólastefnu. Aldrei fyrr frá því að fyrstu almennu fræðslulögin tóku gildi 1. júní 1908 hef- ur gefist tækifæri til þess að endurskoða markmið innra starfs í grunn- og framhaldsskólum í samfellu og setja fram heildstæða námskrár- stefnu með sama hætti og nú hef- ur verið gert. Samfella í stefnumótun Á þessum áratug hefur verið mikil samfella í stefnumótun í menntamálum og framkvæmdin hafa verið sett ný lög um grunn- skóla og framhaldsskóla. Nú er komið að þeim þætti við framkvæmd laganna, sem lýtur að innra skólastarfi. Vinnubrögðin, sem mótuö hafa verið, bera þess alls ekki merki, að um óstöðug- leika og óvissu sé að ræða eins og Hjalti Hugason prófessor óttast. Því síður er það rétt hjá honum, að hin nýja skólastefna vegna námskránna sé mótuð í einhverj- um pólitiskum hráskinnaleik. Fulltrúar allra stjómmálaflokka undir formennsku Sigríðar Önnu Þórðardóttur, sérfræðingar og kennarar hafa komið að þessari vinnu. Hlutverk stjórnmálamanna Ég tek heilshugar undir það með Hjalta Hugasyni, að skapa á skól- um næði til langtímaþróunar. Með kjarasamningum við kennara til þriggja ára, með flutningi grann- skólans til sveitarfélagarma eftir áralangar umræður um það mál, með nýjum framhaldsskólalögum og skólasamningum til langs tíma við framhaldsskólana og með nýj- um aðalnámskrám er verið að skapa skólunum góðar forsendur til langtímaþróuncir. Sá tími er liðinn, hafl hann nokkum tíma verið, að hlutverk stjómmálamanna gagnvart skóla- kerfinu felist í því einu að útvega þá fjármuni, sem starfsmenn skólanna telja nægilega hverju sinni. Hvarvetna ganga stjóm- málamenn fram fyrir skjöldu og lýsa skoðun sinni og stefnu í skólamálum. Þessari þróun verð- ur ekki bægt frá íslandi. Umræðumar um hina nýju skólastefnu og áhuginn á því, sem í stefnunni felst, sýnir einnig, að brýn þörf var á því að ræða skólamálin á víðari vett- vangi en meðal fagfólks, þótt auð- vitað beri að njóta ráða þess og leiðsagnar um marga þætti. Það hefur einnig verið gert við mótun stefnunnar, hún verður ekki held- ur framkvæmd nema kennarar til- einki sér hana og markmið námskránna í mikilvægum störf- um sínum. Bjöm Bjamason Skoðanir annarra Hreinlætisaðstaða á hálendinu „Á miðhálendinu þarf að reisa hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn, en þeim fjölgar á hverju sumri. Það verður ekki lengur litið framhjá þeim óþrifhaði sem aðgerðaleysið skapar og þurfa nú umráðamenn við- komandi afrétta ásamt viðkomandi sýslumönnum að koma þessum málum í viðunandi ástand sem fyrst. Þessar stöðvar þyrftu eftirlit í 19-12 vikur á sumrin og er líklegt að Mývetningum yrði falin sú umsjón, enda næstir hálendinu." Halldór Eyjólfsson í Mbl. 20. mars. Byggöin handan Gullinbrúar „Þegar vinstri flokkamir voru viö völd í Reykja- vík á áttunda áratugnum var skipulögð framtíðar- byggð borgarinnar á Rauðavatnssvæðinu og áfram austur með Suðurlandsvegi. ... Allir nema vinstri menn vissu aö Rauðavatn svo grunnt sem þaö er, er á sprungu og þama getur landið rifnað hvenær sem er og gott ef ekki gosið. Þess vegna var það aðal bar- áttumál næstu kosninga hjá sjálfstæðismönnum að framtíðarbyggðn skyldi vera á Gufunesinu ... Svo tók aftur við vinstri meirihluti sem helst hefur sér til ágætis að vera á móti bílaumferð í Reykjavík, og allra síst að hún megi ganga greiðlega. Samt hélt byggðin handan við Gullinbrú og Víkurveg áfram að þenjast út og sér ekki fyrir endann á því.“ Sigurður Hreiðar í forystugrein Úrvals. Aðgangseyrir að náttúruperlum? „Ég tel það réttlætanlegt, bæði fyrir aðgang og þjónustu. Heimsókn fjölmennra hópa að einstakri náttúraperlu getur leitt af sér skaða og skemmdir og þá er tvímælalaust réttlætanlegt aö taka gjald. Ég sé heldur ekkert athugavert viö það að fyrirtæki fái að „kosta" ákveðin náttúmvemdarverkefni. Það mælir ekkert á móti því aö fyrirtæki, sem njóða góðs af frægð landins sem náttúraperlu, láti fé af hendi rakna til náttúruverndarstarfsins." Stefán Benediktsson í Degi 20. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.